FERÐAKLÚBBURINN 4X4

Menu
  • Ganga í Klúbbinn
  • Innskráning
Ferðaklúbburinn 4x4 Valmynd   ≡ ╳
  • Forsíða
  • Um F4X4
    • Greiða félagsgjald
    • Ferðaklúbburinn
      • Skilmálar vefs Ferðaklúbbsins 4×4
      • Lög Ferðaklúbbsins 4×4
      • Markmið Ferðaklúbbsins 4×4
    • Bókasafnið
    • Vefsíðan
    • Hagsmunamál
      • Öryggismál í ferðamennsku
      • Ferðafrelsi
      • Samstarf við hagsmunaaðila
      • Upplýsingar til ferðafólks
      • Verðlag á búnaði til jeppaferða
    • Umgengni
    • GPS grunnur
      • Sprungukort af jöklum
    • Jöklakort
    • Ferðast á fjöllum
      • Gátlistar
      • Öryggismál í ferðamennsku
    • Afslættir
    • Ganga í Ferðaklúbbinn 4×4
  • Viðburðir
  • Deildir
    • Austurlandsdeild
    • Eyjafjarðadeild
    • Hornafjarðardeild
    • Húnvetningadeild
    • Húsavíkurdeild
    • Skagafjarðardeild
    • Suðurlandsdeild
    • Suðurnesjadeild
    • Vesturlandsdeild
    • Vestfjarðardeild
  • Nefndir
    • Stjórn
    • Ferðafrelsisnefnd
    • Ferlaráð
    • Fjarskiptanefnd
    • Húsnæðisnefnd
    • Hústrukkanefnd
    • Litlanefnd
    • Ritnefnd
    • Skálanefnd
    • Skemmtinefnd
    • Tækninefnd
    • Umhverfisnefnd
    • Ungliðanefnd
    • Vefnefnd
  • Skálar
    • Fjallaskarð
    • Leppistunguskáli
    • Réttartorfa
    • Setrið
    • Skiptabakki
    • Sultarfit
  • Spjall
  • Augl.
  • Ljósmyndir
    • Setja inn myndir

Eru fartölvur slysagildrur?, aðrir möguleikar!!

by Einar Björnsson

Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Eru fartölvur slysagildrur?, aðrir möguleikar!!

This topic contains 5 replies, has 1 voice, and was last updated by Profile photo of Pétur Freyr Ragnarsson Pétur Freyr Ragnarsson 19 years, 9 months ago.

  • Creator
    Topic
  • 10.08.2005 at 08:32 #196145
    Profile photo of Einar Björnsson
    Einar Björnsson
    Member

    Jæja Félagar,
    Mikið hefur verið rætt um það í mínum vinahópi að það geti verið mikil hætta á slysum vegna þess hvernig fólk hefur verið með tölvurnar sínar uppsettar í bílunum. Ég fór á stúfana og kannaði hvort ekki væri hægt að leysa málið og ég held ég hafi fundið ágætis lausn. Fann smátölvur sem hægt er að koma fyrir á hentugum stað og er með snertiskjá sem fer í mælaborðið. Þær eru með svipaða vinnslugetu og fartölvur og innbyggðu GPS. Langar til að heyra frá ykkur og sjá hvaða hugmyndir þið snillingarnir hafið í þessu sambandi.

    Nú eru komnar nokkrar og ef einhver hefur áhuga á að skoða þær þá getur hann haft samband við mig í síma 6613799

    Komin mynd í myndasafnið! Það er ekkert mál að tengja öðruvísi eða fleiri skjái við vélina!

    Kveðja
    Einar

  • Creator
    Topic
Viewing 5 replies - 1 through 5 (of 5 total)
  • Author
    Replies
  • 10.08.2005 at 10:44 #525586
    Profile photo of is
    is
    Participant
    • Umræður: 71
    • Svör: 994

    Settu inn myndir af henni og verð?
    Kalli





    10.08.2005 at 11:59 #525588
    Profile photo of Bjarki Clausen
    Bjarki Clausen
    Participant
    • Umræður: 158
    • Svör: 1709

    En það gæti kallast "manndráp af gáleysi"
    smíðin á sumum tölvuborðum sem ég hef séð
    fyrir framan farþega.

    ca járnplata boltuð föst í mælaborð fyrir framan farþega.
    Eða smíðað það sterkt að ekkert gefi eftir. Þessi borð þurfa
    að vera þannig smíðuð og staðsett að farþegi framí
    beri ekki skaða af komi til tjóns.
    Alveg skelfilegt að sjá sum þessi borð í Breyttum jeppum.

    Það fer líka betur með harðadiskinn í tölvunni að borðið sé
    ekki pikkfast, geti fjaðrað eitthvað komi högg á bílinn.

    Fínt í þessa smájeppa að fá svona lítið apparat.
    bc





    10.08.2005 at 13:55 #525590
    Profile photo of Atli Már Markússon
    Atli Már Markússon
    Participant
    • Umræður: 22
    • Svör: 73

    Sælir félagar
    Ég skrifaði á síðasta ári grein um fartölvur í jeppum sem m.a var birt í Setrinu þar sem ég velti fyrir mér slysagildrunni sem fartölvuborðin geta skapað ef þeim er ekki haganlega komið fyrir þá var ég að benda á þá bíla sem eru með öryggisloftpúðum, mikilvægt er að koma þessum nauðsynjum þannig fyrir í nýrri bílum að ef bíllin lendir harkalega á rifskafli, sprungubrún eða öðrum bíl á fjöllum eða innanbæjar og púðin springi út að þessi borðbúnaður komi manni ekki í koll í bókstaflegri merkingu.

    KV
    Atli Már





    10.08.2005 at 20:56 #525592
    Profile photo of Arnór Árnason
    Arnór Árnason
    Participant
    • Umræður: 31
    • Svör: 430

    Ég er sammála þessu og hef alltaf haft áhyggjur af þessum tölvuborðum sem ég verið að sjá hjá mönnum, hvernig þau geta farið með farþega ef eitthvað gerist.

    Ég ákvað að prófa að kaupa lítinn 8" snertiskjá sem einhver benti á hér á vefnum fyrir nokkrum mánuðum.
    Hann getur verið með 1024×768 upplausn, en 800×600 er ideal fyrir hann. 1024 upplausnin er ansi mikil, takkar (zoom in og out) og slíkt á skjánum verður ansi smátt, en þá fylgir með lítill penni sem hægt er að nota.

    Þessi skjár kostaði mig um 30þús kominn til landsins, ég keypti hann hér:
    http://www.case-mod.com/store/lilliput- … d38b845d98

    Það er svo hægt að sjá í myndaalbúminu mín hvernig ég festi hann, en hann er alveg örugglega ekki fyrir neinum loftpúðum í svona útfærslu.
    https://old.f4x4.is/new/photoalbum/?file=breytingar/3754

    Ég hef prófað hann í ferðum í sumar, og það er reyndar veikur hlekkur í honum, í snúningshaus sem fylgir honum er heldur veikbyggður fyrir íslenskan hristing.
    Ég geri mér þó von um að geta styrkt hann, en ef það gengur ekki, þarf ég bara að finna leið til að nýta lítinn RAM haus þarna.
    Birtan af honum er alveg þokkaleg og það kom mér á óvart hvað ég sá vel á hann í sumarsólinni í gegnum sólgleraugun – þannig að hann ætti að verða fínn á veturna.

    P.S. ég er ekki að selja græjuna – þetta átti ekki að verða söluræða 😉





    11.08.2005 at 07:34 #525594
    Profile photo of Pétur Freyr Ragnarsson
    Pétur Freyr Ragnarsson
    Member
    • Umræður: 15
    • Svör: 126

    Er með svona 7" skjá bara ekki með snerti möguleikum hef bara músina milli sætana skjárinn er frekar lítill en dugar mjög fínt. Kostaði 15.000 í Thailandi.
    Með kveðju
    Pétur Freyr Ragnarsson





  • Author
    Replies
Viewing 5 replies - 1 through 5 (of 5 total)

You must be logged in to reply to this topic.

RSS mbl.is – bílar

  • Villa kom upp sem bendir til þess að veitan liggi niðri. Reyndu aftur síðar.