This topic contains 7 replies, has 1 voice, and was last updated by Bjarni Gunnarsson 15 years, 4 months ago.
-
Topic
-
Sælir drengir og sælar stúlkur.
Ég er að velta því fyrir mér hvort þið lumið ekki á vefslóðum á partasölur í stóra heiminum, helst sem næst okkur svo flutningur verði sem hagstæðastur, sem gæti átt 2L-T (2.4 turbo diesel toyota) til innflutnings. Svo virðist sem íslenski markaðurinn sé þurausinn, og bara afskaplega lítið af þessu dóti til. Ég er búinn að hringja marga tugi símtala og flestir af þeim hafa hringt amk 1 símtal hver til að spurja sína vini og kunningja útum allt land og enginn á mótor handa mér. Ég er búinn að finna einn mótor fyrir utan Jamil, og hann fæst á 200 þúsund, keyrður til tunglsins og til baka en þó nýlega upptekinn að hluta. Jamil á líka mótora en hann er bara of dýr líka með gamla mótora. Ég hef séð á ebay mótora á 250-350 þúsund með gír og öllum græjum með sem ekki er mjög mikið keyrt, allavega ekki mjög gamalt.
Nú eða ef þið vitið um mótor eða hedd á 2L-T ’88 úr LC70 handa mér á viðráðanlegu verði hér á skerinu þá væri það þægilegast, látið nú ljós ykkar skína
2L-T2 (nýrri útgáfan) af heddi passar ekki á mótorinn hjá mér. Olíugöngin bæði upp og niður eru öðruvísi.Mbk, ElliOfur
You must be logged in to reply to this topic.