Forsíða › Forums › Spjallið › Umhverfismál › Erindi á ráðstefnu um hálendisvegi í mars 2005
This topic contains 12 replies, has 1 voice, and was last updated by Snorri Ingimarsson 17 years, 11 months ago.
-
CreatorTopic
-
09.02.2007 at 17:42 #199634
Í telfni að umræðu um uppbyggðan veg í einkaframkvæmd yfir Kjöl birti ég texta úr fyrirlestri sem ég flutti ár ráðstefnu sem haldin var um þetta efni í mars 2005. Mig minnir að Verkfræðinga- og tæknifræðingafélagið hafi staðið að þessari ráðstefnu.
ATHS:
Það kemur alltaf error þegar ég reyni að setja textann inn, þetta gengur vonandi síðar. -
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
09.02.2007 at 17:48 #579926
Það eru vandræði að klippa og klístra úr Word. Koma tákn með sem vefnum er illa við. Límdu textann í Notepad og klipptu hann þaðan og inn á vefinn.
–
Bjarni G.
09.02.2007 at 17:51 #579928MySql.Data.MySqlClient.MySqlException: You have an error in your SQL syntax. Check the manual that corresponds to your MySQL server version for the right syntax to use near ‘jeppafólk". Þessi hópur er ansi stór og nær í víðasta skilningi
at MySql.Data.MySqlClient.PacketReader.CheckForError()
at MySql.Data.MySqlClient.PacketReader.ReadHeader()
at MySql.Data.MySqlClient.PacketReader.OpenPacket()
at MySql.Data.MySqlClient.NativeDriver.ReadResult(UInt64& affectedRows, Int64& lastInsertId)
at MySql.Data.MySqlClient.CommandResult.ReadNextResult(Boolean isFirst)
at MySql.Data.MySqlClient.NativeDriver.SendQuery(Byte[] bytes, Int32 length, Boolean consume)
at MySql.Data.MySqlClient.MySqlCommand.GetNextResultSet(MySqlDataReader reader)
at MySql.Data.MySqlClient.MySqlCommand.Consume()
at MySql.Data.MySqlClient.MySqlCommand.ExecuteNonQuery()
at CastorMedia.Data.MySQL.Connection.ExecuteNonQuery(String Command)
at CastorMedia.Webs.f4x4.Web.Contents.ForumEditForm.ForumEditForm_Save(Object sender, SavingEventArgs e)
at CastorMedia.Web.UI.Forms.EditForm.OnSave(Object sender, SavingEventArgs e)
at CastorMedia.Web.UI.Forms.EditForm.LoadFromRequest()
at CastorMedia.Webs.f4x4.Web.Contents.Forum.GetEdit(Row r, ForumPost ForumPost, ForumThread ForumThread)
at CastorMedia.Webs.f4x4.Web.Contents.Forum.ToString(String Space)
at CastorMedia.Webs.f4x4.Web.UI.Page.WriteContent(String Space)
09.02.2007 at 17:58 #579930Erindi mitt er að kynna sjónarmið jeppafólks til hálendisvega.
Ég byrja á því að skilgreina "jeppafólk". Þessi hópur er ansi stór og nær í víðasta skilningi til flestra þeirra sem stunda frjálsa ferðamennsku á eigin vegum utan byggða.
Það liggur í hlutarins eðli að langflestir þessara aðila ferðast um á jeppum.
Ferðaklúbburinn 4×4, sem hefur nú starfað í yfir 20 ár, skilgreinir sig því að hluta til sem málsvara fyrir allan þennan hóp.
Jeppamenn hafa þróað nýja ferðatækni, sem ég vil meina að sé einhver merkasta nýjung í samgöngutækni sem komið hefur fram eftir miðja síðustu öld. Þessi tækninýjung felst í stærri hjólum og ýmsum breytingum tengdum þeim til að láta jeppa fljóta ofan á snjó eins og snjóbíl. Þetta hefur opnað möguleika á útivist á landsvæðum sem áður voru talin með hættulegustu stöðum landsins. Þúsundir Íselndinga stunda nú slíkar ferðir. Sömu farartæki duga einnig vel til ferðalaga á misjöfnu vegakerfi okkar allt árið um kring.
Meginmarkmið F4x4 er að gæta hagsmuna þessa hóps og í félaginu eru nú yfir 2.000 félagsmenn.
Langflestir jeppaferðamenn eru náttúruunnendur sem bera mikla virðingu fyrir landinu. Ég þekki af reynslu að sú virðing eykst eftir því sem menn ferðast meira og kynnast landinu betur.
Hér ríkir mikið frelsi til ferðalaga, nokkuð sem er orðið vandfundið, að minnsta kosti í vestur Evrópu. Stofnendum F4x4 varð þetta fljótt ljóst og einnig að besta leiðin til að viðhalda þessu frelsi er að fara vel með það. Eitt af meginmarkmiðum félagsins hefur verið að stuðla að ábyrgri ferðamennsku til að viðhalda frelsinu. Við höfum alltaf talið að of mikil boð og bönn væru verri en engin,. Á fyrstu árum F4x4 þurftum við til dæmis að berjast fyrir því að fá að aka á snjó.
Við búum í frábæru landi sem gefur einstaka möguleika til ferðalaga um landið á eigin vegum.
Þeir sem ekki hafa ferðast um á hálendinu, hvort sem er að sumri eða vetri missa af miklu. Ég gerði mér fyrst grein fyrir þessu þegar ég bjó í Hollandi í nokkur ár, ég held að í því ágæta landi sé vandfundinn blettur sem ekki er mengaður af hávaða frá umferð. Þegar ég hef verið á ferð með Hollenska vini mína um hálendið, hef ég bent þeim á að "hlusta" á algjöra þögn. Það er mikil upplifun fyrir fólk sem hefur búið allan sinn aldur við umferðarnið. Náttúruperlurnar okkar taka á sig ýmsar óvæntar myndir.
Þá komum við að hálendisvegunum. Helsta hættan sem stafar að jeppaferðamönnum eru vötn, sérstaklega straumvötn. Helstu straumvötn á hálendinu voru brúuð fyrir áratugum síðan og það olli algjörri byltingu í aðgengi jeppaferðamanna að hálendi landsins. Brýrnar spiluðu þar mun stærra hlutverk heldur en hugsanlegir hálendisvegir munu gera. Síðan hafa mjög víða verið gerðar vegabætur sem hafa opnað aðgengi enn frekar. Þessi þróun hefur að okkar mati verið öllum til heilla.
Færa má rök fyrir því að eftir því sem fleiri Íslendingar ferðast um hálendið verði auðveldara að varðveita það. Að minnsta kosti teljum við að þeir sem kynnast hálendinu af eigin raun muni síður vilja fórna því fyrir annað.
Við gerum mikinn mun á vegabótum sem bæta aðgengi að hálendissvæðum og hraðbrautum yfir þau.
Við teljum að malbikaðir vegir, lítið upphækkaðir og hannaðir fyrir um 70-80 km hraða á klst heppilegasta fyrir þá sem vilja njóta hálendisins. Slíkir vegir valda ekki mikilli sjón- eða hávaðamengun en veita gott aðgengi.
Við leggjumst gegn hugmyndum um hraðbrautir fyrir flutningabíla sem byggar eru með því markmiði að flytja umferð á milli landshluta. Ef slík hraðbraut yrði byggð yfir Kjalveg, þá myndi hávaða- og sjónmengun frá henni berast alveg á milli fjallanna sem liggja að svæðinu. Griðarstaðir kyrrðar yrðu vandfundnir á þessu stórkostlega svæði og það yrði í rauninni víða ónýtt sem svæði til að njóta fjallakyrrðar. Vegalengdir eru einfaldlega það stuttar á milli jökla eða fjalla á Kjalvegi.
Hraðbraut um Stórasand yrði aðeins annars eðlis, hún myndi liggja um meiri víðáttur. En þetta svæði er mikið til ósnortið og við heyrum þau sjónarmið að fá landsvæði eru undanskildin sem hugsanlegir virkjunarkostir í framtíðinni, en hraðbraut um Stórasand lægi einmitt um eitt af þessum svæðum.
Trúlega væri Sprengisandsleið besti kosturinn fyrir hraðbraut yfir hálendið hvað varðar sjón- og hávaðamengun. Þar eru allar vegalendir miklu meiri og víðara á milli fjalla. Einnig er búið er að raska landinu mikið á þessu svæði sunnanverðu með virkjunarframkvæmdum.
Við sjáum ekki alveg hvaða not eða hagkvæmni gæti verið fyrir hraðbrautarferjuleið fyrir landflutninga yfir hálendið. Þrátt fyrir slíka braut þyrfti samt sem áður að viðhalda hringveginum og fyrir þá fjármuni sem hálendisbraut myndi kosta mætti vafalítið gera miklar bætur á hringveginum. Við teljum í fljótu bragði skynsamlegra að efla byggðahringinn og gera hann beinni.
Hvað græðist annars á styttingu vegalengda á milli landshluta? Hvað þýðir til dæmis stytting á leðinni milli Reykjavíkur og Akureyrar um 80 km í tíma fyrir vöruafhendingu á Akureyri? Erum við ekki að tala um eina klukkustund, ég get ekki séð að þetta skipti sköpum varðandi afhendingartíma. Mun meiri munur var á nokkurra daga bið eftir vörum sem komi með strandsiglingum heldur en vörum með bíl, jafnvel þó að varan fari með bíl um hringveginn.
Sjálfsagt munu margir sjá sparnað og nota sem rök fyrir hálendishraðbrautum. Við teljum af og frá að fórna kyrðinni á Kjalvegi fyrir einhverjar krónur í slíkan sparnað. Við teljum almennt að of lítill verðmiði sé settur á hálendið í útreikningum fyrir arðsemi af ýmsum framkvæmdum og teljum að verðmiðinn fyrir Kjöl verði sjálfkrafa mjög stór þegar öll gæði svæðsins verða tekin saman í umhverfismati.
Öflugur hópur sem talar fyrir hálendisvegum, hvort sem þeir eru í eðli sínu hagkvæmir eða ekki eru verktakar. Þeir hafa mikilla hagsmuna að gæta við hugsanlega byggingu hálendishraðbrauta og við biðjum menn að hafa það í huga þegar rök allra verða vegin saman.
Margir hafa áhyggjur af veðri og færð á hálendisvegum. Ekki er víst að allir geri sér grein fyrir því hvað þetta eru miklar vegalendir og að þær eru mun hærri yfir sjó heldur en til dæmis Hellisheiðin. Hellisheiðin er um 350 yfir sjó, Kjalvegur nær um 650 metra hæð og Stórasandsleið færi í 800m hæð yfri sjó. Vegalengdir eru líka margfaldar á við Hellisheiðina. Þeir sem sjá fyrir sér auðveldar björgunaraðgerðir í vondum veðrum ættu því að hugsa sig betur um. Fyrir það fyrsta þyrfti að vakta vegina vel og loka fyrir umferð inn á þá þegar von er á vondum veðrum. Jafnvel skrá umferð inn og út til að fylgjast með því hvort einhver geti verið innilokaður. Reyndar benda menn á að snjókoma er minni á norðanverðu hálendinu heldur en sunnanverðu. Einnig að mun meira snjói á háum fjallvegum nálægt sjó heldur en inni í landi. Þetta þarf að skoða og draga inni í heildarmyndina.
Sem reyndir vetrarferðamenn getum við þó staðfest að veður geta orðið verulega slæm á miðhálendinu og vindhæð mikil. Það er ólýsanleg upplifun að hafast við í jeppa í svo miklum vindi að hann ruggar ekki í hviðunum, heldur nötrar endanna á milli og maður helda helst að þakið muni rifna af. Vel útbúnir og vanir fjallamenn þekkja að eina örugga leiðin til að lifa af í slíkum veðrum er að halda kyrru fyrir, halda bílnum lokuðum og sjálfum sér þurrum. Einnig að borða vel og reyna að fá svefn. Gott er að halda bílunum heitum en gæta þarf þess að ekki pústi inn ef þeir fenna á kaf. Góður klæðnaður er þá það eina sem dugir. Þetta er auðvelt og oft skemmtileg áskorun ef menn eru með allan búnað við hendina, en gamanið mundi kárna, jafnvel hjá öflugustu fjallamönnum ef þeir lentu í því sama matarlausir, á blanksóm með bindi, án vettlinga og húfu.
Ætlum við kannski að skoða hvort allir eru með kuldafatnað í bílunum áður en þeim verði hleypt inn á hálendisvegi að vetri? Þetta þarf allt að skoða vel áður en ráðist verður í að gera heilsárshálendisvegi.
Niðurstaða okkar er í megindráttum sú að við erum hlynntir vegabótum á hálendinu til að auka aðgegni, ef þetta er gert í sátt við landið með tiltölulega lágum vegum og hæfilegum umferðarhraða. Við erum alfarið á móti því að fórna miðhálendinu undir hábyggðar hraðbrautir sem hafa þann tilgang einan að flyta fólk og vörur milli landshluta án viðkomu.
Ef ákveðið verður samt að ryðjast yfir okkur með hálendishraðbraut, til dæmis yfir Kjalveg, þá viljum við mælast til þess að settar verði upp hamborgarasjoppur þar sem minnst truflun er af, til dæmis beint suður af Dúfunefsfelli frekar en á Hveravöllum. Þannig mun 90ogeitthvað% af þeim sem eru að spítta yfir hálendið fá sjoppustoppið sitt í friði og án þess að troða niður mosann á Hveravöllum.
Þá komum við aðeins að þjónustumiðstöðvum á hálendinu. Aukin umferð að sumri og sérstaklega á veturna kallar á aukna þjónustu. Við söknum fastrar búsetu á Hveravöllum, sem reyndar var kostuð af Veðurstofunni og hefur nú verið lögð af. Við söknum þessarar þjónustu bæði vegna öryggis sem hún hefur veitt og einnig vegna þeirra aðstöðu sem þetta bauð uppá, til dæmis eldsneytissölu.
Með aukinni umferð um hálendið að vetri eykst þörf fyrir þjónustu. Vetraferðalög á jeppum eru sífellt meira að verða fyrir alla fjölskylduna. Fjölskyldufólk vill gista í upphituðum fjallaskálum og hafa vatnssalerni. Mikill óþrifnaður kemur líka fram undan snjó á vorin á vinsælum gististöðum þar sem hvorki er vantssalerni eða nothæfur kamar að vetri. Þetta er til dæmis velþekkt á Grímsfjalli á miðjum Vatnajökli.
Ég er ekki viss um að margir geri sér grein fyrir því hversu margir eru að leggja leið sína inn á miðhálendið um helgar á veturna. Um síðustu síðustu helgi voru til dæmis margir tugir jeppa á ferð á Hofsjökli. Langjökli er gjarnan líkt við Laugaveginn á góðviðrisdögum um helgar. Um næstu helgi munu á annað hundrað jeppar fara inn í Kerlingarfjöll og áfram norður yfir Hofsjökul.
Ef svo fer sem horfir í vetraferðum mun einhver búseta í þjónustumiðstöðvum að vetri fljótlega standa undir sér. Nú þegar er orðið opið allt árið í Hrauneyjum. Í undirbúningi er að hafa opið um helgar allan veturin í frábærri aðstöðu í Kerlingarfjöllum. Þar er einnig komin upp einhver neyðarbúnaður fyrir ferðamenn. Þeir sem reka skálana á Hveravöllum hafa einnig haft eitthvað opið í vetur. Þetta teljum við eðlilega þróun, Við frábiðjum okkur of mikið eftirlit eða miðstýringu á þessu, en við samþykkjum að bygging þjónustumiðstöðva þarf þó að vera inni í einhverri heildarsýn eða skipulagi. Við teljum heppilegra fyrir vetraferðamennsku að þessar miðstöðvar verði inni á hálendinu en ekki á jöðrum þess.
Ég hef minnst hér á bætt aðgengi. Undanfarin ár hefur komið upp á meðal vetrarferðamanna nýtt hugtak varðandi þetta: Aðgengi að snjó.
Akstur á snjó, bæði jöklum og vetrarhjarni, veldur ekki álagi eða skemmdum á náttúrunni. Akstur að snjó getur hins vegar gert það.
Undanfarin ár hefur verið frekar lítill snjór og síðari hluta vetrar, einmitt þegar best hefur er að ferast á snjó á miðhálendinu og jöklum, er snjór oft farinn nær byggð og búið að loka vegum vegna aurbleytu. Jaðrað hefur við vandamál undanfarin ár, margir muna eflaust eftir ástandinu við Langjökul um síðustu páska þegar frábært fæi og veður var á jöklinum en vegir að jökli nær ófærir vegna durllu. Til allrar hamingju heimilaði vegagerðin akstur um Kaldadal yfir páskana og tel ég það hafa bjargað miklu því að eflaust hefðu þá einhverjir freistast til atlögu við jökulinn eftir öðrum leiðum. Þennan veg er auðvelt að laga og hann þarf að yfirfara og hefla hvort sem er að vori. Þetta er svo sem ekkert nýtt vandamál, fyrir mörgum árum lagði Landssamband vélsleðamanna og fjölmargir einstaklingar saman í púkk til að leggja malarveg upp frá Gjábakkavegi og inn að vörðunni Bragabót til þess að auðvelda aðgengi að snjó án landskemmda. Við teljum að taka þurfi tillit til þessara þarfa á hálendinu, akstur á snjó er kominn til að vera og mun aðeins aukast ef eitthvað er. Dæmi um leiðir hér á sunnanverðu landinu þar sem hægt er að komast á jökla að vori er um veg að Sólheimajökli sunnan í Mýrdalsjökli og um veg upp að Jöklaseli suðaustan í Vatnajölkli frá Smyrlabjargavirkjun. Margir leggja á sig að aka í 4 til 5 tíma þangað austur til að komast á Vatnajökul á vorin án þess að valda skemmdum. Hægt væri að bæta aðgengi mun víðar með tiltölulega ódýrum aðgerðum. Mér dettur strax í hug Þjófakrókar við Langjökul upp frá Kaldadalsleið, einnig Skálpanes frá Bláfellshálsi að Langjökli. Á þessum stöðum eru nú reknar vélsleðaleigur og snjóbílaferðir, sem hægt væri að hafa mun lengur opið ef vegir væru bættir, þó ekki væri nema rétt nóg til að ekki þyrfti að loka þeim vegna aurbleytu að vori. Þannig kæmi þetta að góðum notum fyrir fleiri en okkur sem ferðast á jeppum.
Í þessu sambandi vil ég benda á að þeir sem ferðast um hálendið á eigin vegum frá mikla útrás fyrir þessa landkönnunarþörf sem mörg okkar hafa. Áður en okkur tókst að aka á snjó var ekki mögulegt að stunda alvöru landkönnun á ökutækjum nema aka utan vega. Við sjáum greinileg merki þess að tilhneiging til aksturs utanvega á auðri jörð hefur snarminnkað eftir að ferðalög á snjó og um jökla urðu almenn. Þannig mun bætt aðgengi að jöklum einnig hafa náttúrunverndargildi.
Að lokum, leyfið okkur að njóta frelsisins áfram í vetrarríki hálendisins og við í F4x4 munum á móti leggja okkar af mörkum til að jeppaferðamenn sýni áfram ábyrga ferðamennsku.
09.02.2007 at 21:33 #579932Góðan daginn,
Heir heir, það er nú alltaf gaman að lesa svona málefnalegt og vel borið fram efni, hvort sem um ræðir með eða á móti. Ég er svo innilega sammála Snorra Ingimars. Ég trúi ekki öðru en menn hlusti og taki eftir þegar svona málefnalegur flutningur er lagður fram um þessa framkvæmd sem vonandi verður aflögð.
Kveðja Hjörtur og JAKINN
10.02.2007 at 08:35 #579934ég sá að það voru hreinlega of fáir búnir að lesa þennan pistil hans Snorra. Kv Ofsi
10.02.2007 at 09:47 #579936þetta er gott og blessað en ég er ekki tilbúin að skrifa undir að þörf sé á að bæta aðgengi að hálendinu og als ekki fyrir 4×4 félaga. Mér finnst þessi pistill Snorra vera skrifaður með hagsmuni ferðaþjónustunnar í huga og það fer ekki endilega saman við hagsmuni íslenskra jeppamanna. Túristar í skipulögðum rútu og jeppaferðum eru fyrir mér á fjöllum og ég held að margir séu mér sammála. Það er ekki hægt að bæta endalaust við útlendingum á örævi íslands án þess að það minki gildi þeirra sem öræva. [b:16c2bjxd]Það eru eigir vegir í óbyggðum. [/b:16c2bjxd] Ef ekki er lengur hægt að fara akandi fer maður bara gangandi. Þar sem ferðaþjónustuliðið tekur sér bólfestu á fjöllum hefur aðgengi íslendinga sem ferðast á eigin vegum versnað. Gott dæmi er þegar jeppamenn hafa verið húðskammaðir fyrir að aka um einhverja jökulruðninga sem aðili í ferðaþjónustu þykist eiga á suðurlandi.
guðmundur
10.02.2007 at 19:44 #579938Ég skrifaði pistilinn ekki með hagsmuni ferðaþjónustunnar í huga. Þegar ég var beðinn að tala um viðhorf jeppaferðamanna á þessari ráðstefnu hafði ég samband við marga jeppaferðamenn, aðallega innan F4x4 og reyndi að koma sameiginlegum sjónarmiðum sem best á framfæri. Felstir jeppaferðamenn eru alfarið á móti harðbrautum yfir hálendið en augljóslega eru skiptar skoðanir um bætt aðgengi að hálendinu. Á meðan sumir vilja hreinlega friða hálendið fyrir betri vegum og umferð á þeim vilja aðrir sjá þróun í átt að frostfríum vegum. Ég bendi aftur á að stærstu aðgerðirnar í bættu aðgengi að hálendinu fólust í brúargerð, t.d. yfir Hvítá við Hvítárvatn, Jökulfallið, Sandá, Þjórsá, Tungnaá og svo mætti lengi telja. Myndu þeir sem tala fyrir friðun gegn frekari vegagerð vilja láta taka þessa brýr niður ?
Ég tel að hagsmunir jeppaferðamanna og ferðaþjónustu fari saman hvað varðar þörf á frostfríum vegum til að komast að snjó allt árið, sérstaklega á vorin og seinni hluta vetrar. Reyndar tel ég þetta vera mkið náttúruverndarmál, ef svo fer sem virðist horfa með minnkandi snjóalaög á vorin og hækkandi snælínu.
Þeir sem þekkja af eigin raun til breytinga á snjóalögum frá ca 1990 sjá síaukin vandaræði vegna snjóleysis og drullu á vegum snemma að vori. Gott dæmi eru páskarnir fyrir tveim árum sem ég vitna til í erindi mínu.
Ég ráðlegg mönnum þó að týna sér ekki í mismunandi sjónarmiðum í útfærslu á aðgengi heldur sýna samstöðu í stóru baráttunni gegn uppbyggðum hraðbrautum gerðum í einkaframkvæmd til að geta stundað þungflutninga yfir Kjöl.
Snorri
R16
11.02.2007 at 15:17 #579940"Niðurstaða okkar er í megindráttum sú að við erum hlynntir vegabótum á hálendinu til að auka aðgegni, ef þetta er gert í sátt við landið með tiltölulega lágum vegum og hæfilegum umferðarhraða. Við erum alfarið á móti því að fórna miðhálendinu undir hábyggðar hraðbrautir sem hafa þann tilgang einan að flyta fólk og vörur milli landshluta án viðkomu.
Ef ákveðið verður samt að ryðjast yfir okkur með hálendishraðbraut, til dæmis yfir Kjalveg, þá viljum við mælast til þess að settar verði upp hamborgarasjoppur þar sem minnst truflun er af, til dæmis beint suður af Dúfunefsfelli frekar en á Hveravöllum."
Um hverja ert þú að tala þegar þú segir "við" og "okkar"
Kveðja
Ella
11.02.2007 at 16:28 #579942O.O.O Illt ad heyra ad turistarnir seu fyrir ther Gummi allsstadar hef nu haldid hingad til ad nog plass se a fjollum fyrir okkur og fleiri thad er allavegana sagt hja 4×4 thegar gongumenn segja ad vid seum fyrir theim.
Og i sambandi vid landflutningana tha bolva allir theim a vegunum fint ad setja tha a halendisvegi
kvedja Helgi
11.02.2007 at 17:00 #579944Sjálfsagt má deila um einhver útfærsluatriði í ræðu Snorra en mér sýnist þetta rýma ágætlega við þau sjónarmið sem hafa verið ríkjandi í klúbbnum að það eigi að friða náttúrna en þó þannig að fólki sé gefinn kostur á að njóta hennar. Það er ekki hægt að segja þetta en um leið, aðeins þeir sem eiga öfluga jeppa og þá íslendingar eigi að fá að njóta hennar. Þetta þýðir ekki að það eigi að vera fólksbílafært út um allar trissur eða að alls staðar þurfi að vera hægt að komast á bílum. Hins vegar að þeir sem vilja geti komist á hálendið á eigin vegum eða með því að kaupa þjónustu þeirra sem flytja fólk þangað.
Vegir á hálendinu eiga að þjóna þeim sem eru að sækja inn á hálendið til að njóta þess og þeir eiga að vera þannig að þeir spilli sem minnst öræfastemningunni. Það held ég megi segja að hafi verið grunntónninn í klúbbnum og kemur ágætlega fram í pistli Snorra.
Kv – Skúli
11.02.2007 at 18:29 #579946Þetta fyrsta innlegg mitt hér að ofan átti að hljóma eins og hófleg gagnrýni , ef ég er yfir strikið þá biðst ég forláts.
Einhverstaðar verður samt að draga mörkinn, ég er einfaldlega þeirrar skoðunar að nú þegar sé búið að leggja of marga vegi og byggja of mikið af mannvirkjum sem þjóna þeim tilgangi einum að flytja eða hýsa leiðinlega útlendinga á afréttum landsins. Þess vegna er mér svolítið í nöp við að menn taki sér það frumkvæði í nafni klúbbsins að segja hóflega vegagerð í lagi. Að því að ég best veit er það ekki hluti af stefnu klúbbsins en ef svo er þá vil ég fá endurgreiðslu á félagsgjaldinu.: O : O Nei nei en ég er allavega á móti allri vegagerða á hálendinu og vil meira að segja að sumum nýlegum vegum verði lokað og sama væri mér þó allar þær brýr sem Snorri nefnir hér að ofan væru látna fara. Þó svo að hlýnað hafi í veðri hefur aðgengi að jöklum ekki versnað, tímabylinn sem erfitt er um vik hafa bar færst til. og svipaða sögu er að segja um lagfæringar á vegum sem liggja að jöklum, svæðin sem hætta er á skemmdum færast þá bara til. Ég held líka að það sé lítið hægt að bæta aðgengi að jöklum nema með meiriháttar vegagerð en venjulegt viðhald er annað mál. Það væru meiriháttar framkvæmdir að gera alla vegi sem liggja að jöklum frostfría eða þurra bæði vor og haust. Mig vantar alla vega ekki meira af vegum eða meiri þjónustu á hálendi ísland í hvað mynd sem það kann að vera og ég held að það hljót margir félagar F4x4 að vera mér sammála. Það liggja nefnileg ýmis tækifæri í því fyrir okkur jeppamenn að við þurfum eiginlega hvorki vegi né hús til að ferðast um Landið.
Annars ég er samála því sem þarna stendur í öllum megin dráttum og ánægður með framtakið.
Guðmundur
12.02.2007 at 19:41 #579948Með "við" og "okkar" meina ég: Þegar ég var beðinn að tala á fyrrnefndri ráðstefnu, sem félagi í Verkfræðingafélaginu með ferðareynslu og skoðanir, þá ákvað ég að leita álits nokkurra valinkunnra aðila sem hafa starfað mikið að þessum málum. Allir eru félagar í f4x4 og hafa unnið mikið við trúnaðarstörf fyrir f4x4. Bæði fyrr og nú. Ekki voru allir sammála um allt en ég reyndi að púsla saman meðaltali þessara viðhorfa og fjölmörgum athyglisverðum punktum sem komu fram.
Erindið var haldið fyrir ca 2 árum og ég birti það óbreytt þrátt fyrir að margt hafi breyst í umræðunni síðan þá. Sem dæmi má nefna að styttingin er ekki 40 km heldur aðeins um 20 Km umfram það sem hægt er að ná með lagfræingum á hringveginum.
Snorri.
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.