Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Er vit í 38 tommum á Patrol
This topic contains 17 replies, has 1 voice, and was last updated by Anonymous 14 years, 12 months ago.
-
CreatorTopic
-
23.01.2010 at 22:23 #210161
Er mikill munur á 35 tommum versus 38 tommum á Patrol, skilar það miklu?
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
23.01.2010 at 22:27 #679044
Uuuuu……já…..
23.01.2010 at 22:48 #679046Það er meiri munur á 35-38 heldur en 38-44 svona í raunveruleikanum við flestar erfiðar aðstæður.
23.01.2010 at 23:22 #679048Fer nú bara eftir því hvaða Patrol er verið að tala um. Fer allt eftir þyngd tengt árgerð. 87-97 er örugglega eitthvað pínu léttari en 97-? (2,8 vélin) og sjá nýjast er örugglega þyngstur, en sá bíll er náttúrulega enn með 3ja lítra vélina sem á að vera skotheld í dag.
Gagnslausar laugardagskveðjur Haffi
23.01.2010 at 23:52 #679050Patrol 2007 með common rail. pæling hvort maður eigi að fara í 35 eða 38 tommur? Er ég að fara miklu meira á 38 tommu eða er ég að fara í 38 að óþörfu?
24.01.2010 at 00:23 #679052Það er náttúrulega spurning hvað ætlaru að gera og hvernig á að ferðast ??
Ef þú ert að spá í vetrarferðum, þá er 38" klárlega lágmarkið, spurning jafnvel með 41" Irok.
Það hefur reynst afar vel án þess auka kostnaðar og álags sem verður við 44"+ en allt stærra en 41(42)" er meira mál, meira slit og álag, tala nú ekki um kostnaðinn o.m.fl.
35" er fín í allt annað og [mjög] léttar vetrarferðir, heldur kostnaði niðri.
24.01.2010 at 01:33 #679054
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
35" á patta er gott á malbikinu, KLÁRLEGA ekki utanvega í snjó,
Ef þú birjar að breyta, halda áfram og, lámark 38"
Það munar ekki öllu í kosnaði á Patta 35"/38" en munar öllu í snjó
Ps. svo er ekki sama 38" og 38". Tegundir
Kv. Halli
24.01.2010 at 01:59 #67905638 undir þennan bíl er algjört lágmark til að ferðast á honum í snjó, samt þannig að þú værir sjaldnast fyrsti bíll og værir oft í basli. 35 er fínt í allt annað en snjó.
Freyr
24.01.2010 at 06:06 #679058Sæll
Pattinn er hörku jeppi og 38" dekk skila þér ótrúlega langt. Fjöðrunarkerfið í Patrol er svo magnað að 38" dekk koma þessum bíl mun lengra heldur en flestum öðrum jeppum á svipuðum dekkjum. Pattinn er hinsvegar heldur þungur og ber í raun stærri dekk prýðilega og þegar þú hefur prófað 38" langar þig bara í stærra. Ég er búinn að nota cherokee á 38" með 240 hp vél en patrolinn sem ég eignaðist á eftir honum hefur skilað mér miklum mun lengra.
Kv Jón Garðar
24.01.2010 at 09:33 #679060Þessi tafla miðast við fullbúinn bíl, með eldsneyti:
[url:2enyfmrq]http://utivist.is/utivist/ferdaaaetlun/vidmidunartafla/[/url:2enyfmrq]
//BP
24.01.2010 at 12:31 #679062[img:22nuutnv]http://utivist.is/utivist/upload/images/templates/vidmidunartafla-jeppar.gif[/img:22nuutnv]
24.01.2010 at 12:45 #679064http://www.mmedia.is/gjjarn/sjeppar/dek … kindex.htm
Á þessari síðu hjá Guðmundi Jónssyni eru margar góðar upplýsingar. M.a. þá er hann með excel töflu yfir hentugar dekkjastærðir.
24.01.2010 at 17:49 #679066Hef átt 35 tommu Patrol í 9ár og hefur hann aldrei bilað og reynst mér ótrúlega vel, hef skrölt á honum út um allt en ekki kannski farið mikið í vetrarferðir. Hugsið ykkur að eiga bíl í níu ár og aldrei þurft að gera neitt nema skipta um púst og hjöruliði í fyrra og bremsudiska einu sinni. Skil ekki þegar menn eru að tala illa um þessa bíla en það er annað mál. Nú ætla ég að endurnýja og spurning hvort maður eigi að stíga skrefi lengra en er 38tomman kannski ekki að gera í praxis mikið meira? svona pæling með þetta. Ég er ekki að sjá mig fara í 44tommur, er ekki alveg í þeim gír.
Sigurður
24.01.2010 at 22:28 #679068Sælir.
Mér finnst alltaf svolítið spaugilegt þegar einhverjir spegurantar setja saman svona töflu og slá því föstu að 44" patrol og landcruiserar séu jafnvígir kiu á 35" dekkjum. Svolítið eins og að segja að epli og appelsínur séu það sama af því að bæði er hnöttótt.
Jeppi er nefninlega dálítið meira heldur en kassi með 4 dekkjum. Jeppar eru nefninlega misgóðir í mismunandi færum og undir höndum mismunandi ökumanna. S.s. er það heildin sem skiptir máli.
Svona töflur hafa ekkert með það að gera hvað jeppar eru góðir fjallabílar. Það þarf nefninlega að koma til hvernig mótorinn vinnur, gírun, styrkur, fjöðrunarkerfi, aukabúnaður eins og læsingar o.s.frv. T.d væri gaman að sjá muninn á 44" 70 cruiser og 35" suzuki vitara við að brölta upp úr á með dálitlum skörum.
Þessi samanburður er eingöngu samanburður á floti eða í raun því einu hversu þungt jeppinn stígur niður á fersentimetra. Þetta tekur ekki einu sinni tillit til þess hversu breiðar felgur eru notaðar og það er alveg á hreinu að það hefur mikil áhrif á niðurstöðurnar.
Kv Jón Garðar
24.01.2010 at 23:49 #679070[quote="Karl guð":3vhlhlmz][img:3vhlhlmz]http://utivist.is/utivist/upload/images/templates/vidmidunartafla-jeppar.gif[/img:3vhlhlmz][/quote:3vhlhlmz]
[size=200:3vhlhlmz]Viðmiðunartafla fyrir jeppaferðir[/size:3vhlhlmz] [b:3vhlhlmz]Jón Garðar[/b:3vhlhlmz]
25.01.2010 at 00:45 #679072Ég átti 38 tommu breyttan 93 Patrol í sjö ár að mig minnir og hann var að nálgast 300.000km þegar ég seldi hann. Hann bilaði nánast ekki neitt og aurarnir sem fóru í viðhald voru bara klink miðað við sumar sögur sem maður hefur heyrt. Undir lokinn var hann talsvert riðgaður en annars ætti ég hann eflaust ennþá. Ég kvaddi hann með tárin í augunum. En spurningin um 35" eða 38" finnst mér aðallega snúast um hvort maður ætli í vetrartúra eða ekki. Það eru fáir eða engir staðir á landinu sem maður kemst ekki á á 35". Það er kannski að maður hafi ögn meira sjálfstraust í ám á 38" og það er algjör draumur að vera á leið norður Sprengisand á 100+km hraða á 38" í sirka 12-14 pundum. Það er mjög mikill munur hvað Patrol á 35" og 38" kemst. Patrol á 35" á ekkert erindi í vetrartúra nema í einhverju últra góðu færi en 38" fer hvert sem er nema í það sé algjört skítafæri og þá meina ég skítafæri. Ef maður ætlar ekki í vetrartúra er maður að fórna töluverðu með 38" dekkjunum, hvað sem aðrir segja finnst mér flestar 38"ur bölvuð mykjudreifaradekk en það eru flestar 35"ur kringlóttar. Eftir að ég kom út úr skápnum og viðurkenndi fyrir mér og öðrum að ég væri eiginlega enginn jeppakall en hefði gaman ef því að ferðast um landið með familíuna ákvað ég að 35" væri málið og ég hef ekki þurft að sjá eftir því. Þetta er bara hlutur sem enginn getur sagt manni hvað maður á að gera í. Maður verður bara að reyna yfirstíga valkvíðann og skella sér á það sem manni langar í.
26.01.2010 at 18:16 #679074ég var á 38 mudder og fékk mér svo 39,5 tommu pitbull, ég er ekki að fara aftur í mudderinn og ef maður fer í eittvhvað annað þá verður það stærri pitbull
26.01.2010 at 23:55 #679076
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
NEI
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.