This topic contains 1 reply, has 1 voice, and was last updated by Haukur Þór Smárason 20 years, 9 months ago.
-
Topic
-
Þið jeppamenn vitið ábyggilega að það er búið að spúa eldi á ykkur í orðsins hinnstu merkingu í „Öllum“ fjölmiðlum landsins, það er lagt áherslu á að skíta út Jeppamenn, mótorhjólamenn og vélsleðamenn.
Þetta er dag eftir dag nánast 24/7.
Hvað er til ráða ??? Held að það sé eitthvað annað allaveg en að vera að spá í hátalara í Lödu eða annað slíkt. Er svona bara að spá hvort mennirnir hér í félaginu séu bara alveg sama um hvað er að gerast í sambandi við félagið og annað slíkt ? Viljiði bara keyra ? Það verður nú varla hægt að keyra þegar búið verður að banna jeppa og allir jeppar sendir í brotajárn ekki satt ?
Er ekki kominn tími til að standa aðeins upp og taka sig saman og standa gegn þessum fjölmiðlafari??
Ég er mótorhjólamaður en jeppamaður í senn… Þótt ég sé aðeins 17 ára skil ég alveg hvað um er að vera og hef lent sjálfur í þessu í sambandi við mótorhjólin þar sem ekki fyrir löngu voru svona „Andskotans skítköst“ í garð okkar mótorhjólamanna. Ég var orðinn brjálaður þegar fjórða daginn í röð kom grein í fjölmiðlum um okkur mótorhjólamenn sem innihélt aðeins skítkast. Ég dróg aðra með mér og við fórum upp í DV og ég ræddi við fréttamanninn sem var búinn að vera að skrifa þetta um okkur og sagði hingað og ekki lengra …. Þetta er það sem þið jeppamenn og mótorhjólamenn þurfum að gera núna…
Þið eruð félagar í mjög virkum samtökum, þið verðið líka að berjast ekki bara nóg að þrífa bílinn og setja bensín á hann…
Núna er kominn tími til að gera eitthvað allmennilegt.. Bjóðið ykkur framm kæri vinir ekki láta jeppasportið fjara út.
Kveðja,
Aron Frank Leópoldsson // aron@icemoto.com
You must be logged in to reply to this topic.