Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Er þetta eðlilegt verð?
This topic contains 20 replies, has 1 voice, and was last updated by Jón Tómas Erlendsson 20 years, 5 months ago.
-
CreatorTopic
-
21.05.2005 at 15:47 #195963
44 tommu Cruiser vx árg 92
Verð 3.2 millurHvað er í gangi? Þetta er 13 ára gamall bíll.
Þó svo að þetta sé mikill og góður bíll og fullt af nýju dóti í honum, getur þetta talist eðlilegt?
Það væri gaman að lesa hvað mönnum finnst um þetta.
Þó svo að þetta sé Toyota að þá hlýtur þetta að vera einhver brenglun, eða hvað?
Kv Siggi
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
21.05.2005 at 16:21 #523138
Mér finnst þetta ALLTOf hátt verð þótt að þetta sé eðalbíltegund. Mér finndist 2,5. millj hámark fyrir svona gamlan bíl, en til gamans má geta að Patrol sem er árg 98 að fara á sama pening:)
Ef maður getur selt 13 ára gamlan bíl á 3 millj þá hlýt ég að geta selt Hiluxinn minn á 2 millj hann er 15 ára.
Það auglýsist hér með að bíllinn minn er til sölu fyrir 2 millj, fyrstur kemur fyrstur fær:DKv
Snorri Freyr
21.05.2005 at 17:30 #523140Það er ekkert annað,þá fengi ég mér frekar 44"patrol aðeins yngri.
Þetta er ekki eðlilegt verð á þessum bílum og þá er mér sama hvað er í þeim.
Annars set ég ekki nema 2,3 mill á minn "97 slyddara,ný upptekið hedd og tímareim frá því fyrir helgi.
kv-JÞJ
23.05.2005 at 15:51 #523142"þá fengi ég mér frekar 44"patrol aðeins yngri"
Og vera alltaf vælandi yfir aflleisi…og í eilífum pælingum með hvaða vél þig langaði að setja undir húddið 4.2 eða 6.5…
Er þá ekki bara betra að borga aðeins meira fyrir helv… dolluna strags og vera "sáttur"
23.05.2005 at 16:11 #523144Eðlilegt verð er það sem einhver er tilbúinn til að borga fyrir hann, eða m.ö.o. það sem seljandinn kemst upp með að krefjast fyrir gripinn án þess að lenda í að geta ekki selt. Það eru kaupendur gamalla Krúsera sem ákveða hvað er eðlilegt verð.
Kv – Skúli
23.05.2005 at 18:18 #523146Borga aðeins meira og fá sér USA pallbíl og vera með nóg að afli,eða ca 325 hesta til að byrja með -og komast á fjöll.
Kv-Jóhannes
23.05.2005 at 19:11 #523148Jóhannes, það á ekki að vera að troða amerísku rusli á hálendið, það heyrir til undantekninga ef þetta drasl kemst sjálfkrafa heim, og 50 cm lögin um snjóalög, yrðu að verða að veruleika svo þetta drasl valdi ekki nátturuspjöllum!!!!!!!
kveðja, Guðni
23.05.2005 at 19:34 #523150Góður Guðni
Kv-Jóhannes
23.05.2005 at 20:17 #523152Common Siggi eru þetta félagarnir?

23.05.2005 at 21:26 #523154Þetta er nú varla svaravert, minn ameríski dreki markar minna í snjóinn en nokkur Toyota
23.05.2005 at 22:40 #523156Við erum svo geðgóðir og prúðir, þessir sem eiga ameríska fáka, að við leifum öfundsjúku fólki bara að vaða í svimandi villu og kæfandi reyk einsog það vill :c)
Með von um happadrjúgt sumar,
hamingjusamur eigandi af amerískum jeppa
24.05.2005 at 00:45 #523158Þessir grjónadollu og fiskikaraeigendur eru bara svo öfundsjúkir því við stingum þá alltaf af í ferðum og þeir sitja eftir fastir í sínum eigin reyk!
kv, Geiri Grrraði stoltur eigandi að v8 trölli!
24.05.2005 at 19:45 #523160Það er ekki hægt að vera að bera saman bíl og bíl endalaust. ÉG á 80 cr og langar ekki að eiga neitt annað í bili. Margir eiga patrol og vilja ekki eiga neitt annað. Þetta er ótrúleg umræða og er alveg ótrúlega rugluð umræða. Það eru til einstaka bílar árgerð 92 sem er alveg þess virði að borga 3.2 millj fyrir. Það gleymist alltaf hjá mörgum að það kostar 300 þús að setja milligír í bíl, það kostar 100000 að setja aukatank í bíl, það kostar 50000 að kaupa sér kastara, það KOSTAR og það Kostar. Það verður bara hver að meta fyrir sig……………
24.05.2005 at 19:50 #523162ég myndi hafa endalausa ánægju að leifa þér sð standa við þessu orð þín við tækifæri, en förum samt stutt, því það er svo leiðinlega að draga amerískar druslur………
góðar stundir, Guðni
06.06.2005 at 10:10 #523164Sælt verið fólkið!
Jæja….ég sé ekki betur en að bíllinn sem vakti upp þessa umræðu frá upphafi sé búinn að lækka um heil 400 þúsund í ásettu verði….
Hvað ætli það þýði að maður fengi hann á ef maður myndi veifa seðlunum í smettið á gæjanum?
Ásett 3.2 mills svo lækkar verðið niður í 2.8 mills.
Ég er viss u að hann fengist á einhver 1500 þúsund ef maður kæmi með aurinn…. sérstaklega ef maður kæmi með það í 1000 köllum….
Hahaha….
Sá sem er að spá í þennan bíl ætti kannski bara að bíða aðeins lengur……endar með að hann fæst gefins….hehehe…
06.06.2005 at 11:40 #523166eða ekki. Miðað við upptalninguna í auglýsingunni er verðið ekkert svo fjarri lagi, en hann er dýr fyrir það.
06.06.2005 at 15:33 #523168Svona bílar kosta amk 10 milljónir í dag nýjir með svona breytingu þannig að afföllin eru mikil.
þannig að 3 milljónir er bara eðlilegt.
Svo er allt annar handleggur hvort menn tími og hafi efni á því að borga þetta fyrir svona bíla þó þeim langi í þá.
kv.
Glanni
07.06.2005 at 14:33 #523170ekki vera mikið að borga slatta fyrir krúser miðað við þessa verðlagningu

óska eftir mikið breittum jeppa 38-44 í skiftum fyrir SUBARU IMPRESA GL 4WD 2000 árgerp 2000 filmur og fleira ….
Verð: 11000000
08.06.2005 at 09:04 #523172Mér finnst nú ellefu milljónir nokkuð mikið fyrir Impresu 2000, þótt hún sé með filmum og fleiru.
Jón
08.06.2005 at 09:42 #523174Ætli það séu ekki aðeins of mörg núll í þessu verði á Impresunni.
Ef við tökum svona eitt eða tvö af væri verðið orðið eðlilegra

Þrándur
08.06.2005 at 15:52 #523176Kannski var það mikið breytti bíllinn sem mátti kosta ellefu milljónir, ég ætti kanski að bjóða Mussóinn minn.
Jón
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.
