This topic contains 12 replies, has 1 voice, and was last updated by Anonymous 22 years, 2 months ago.
-
Topic
-
Nú spyr ég ykkur.
Það kannast allir við það að vera ungir og vitlausir, er það ekki?
Sumir hér eru ennþá ungir og vitlausir af líkama og sál, t.d ég, en svo eru sumir sem eru ungir og vitlausir í anda í eldri líkama (svo ég noti ekki orðið gamall) 😉
Þá meina ég fjárfesting á bíl. Ég á 91 módel af stuttri vitöru breytta fyrir 33 og er mjög ánægður með hana, og hef reyndar verið það síðast liðið eitt og hálft ár!!!
En það er einn bíll til hér á landi sem mig dreymir um, og þá meina ég bókstaflega!!! 78 módel af Bronco 35 breyttan með 5.0 litr mustangvél!! Ég held að það falli ekki undir almenna skynsemi að fjárfesta í svona bíl, eða er það nokkuð? (í eign frænda míns fyrir norðan)
Ég meina súkkan er toppbíll, 7-9-13 og eyðir jafnt sem engu og þegar maður er kominn í snjó er bara hleypt úr og kvikindið flýtur bara ofaná öllu sem er þrusað í og þegar ég loks kafkeyri hana í skafl þá er bara skellt í bakk sem virkar oftast annars er minnsta mál í heimi að ýta henni.
Eina sem ég virðist heyra um gamla bronco er, þetta haugryðgar, bölvað mix og vesen, ein jeppaferð og á verkstæði, endalaus kostnaður bla bla bla!!!
Er þetta rétt? Bíllinn er sagður góður og vel með farinn lítið keyrður.
Hver er samanburðurinn á þessum bílum jeppalega séð, er Broncoinn of þungur fyrir svoleiðis.
Ég talaði um að hann væri bara á 35 við einn og hann sagði að verður að gera þér grein fyrir því að ekki fyrir alls löngu var 35 það stærsta á markaðnum og þá voru menn að fara allt sem er farið núna en það tók bara lengri tíma!!!
Þið þarna viskubrunnar og ungu menn jafnt sem í sál og líkama er þetta ekki bara skeið sem jeppaáhugamaður (bílaáhugamaður) þarf að upplifa, eitt 8 gata tryllitæki, verður þetta ekki bara ágætis raun, spurningin er, er það þess virði að selja súkkuna og kaupa bronco í staðinn??Súkkan er auglýst til sölu hér á síðunni fyrir ykkuer sem viljið smáatriði um bílinn..
You must be logged in to reply to this topic.