Forsíða › Forums › Spjallið › GPS og leiðir › er það kannski bara drasl !!!
This topic contains 9 replies, has 1 voice, and was last updated by Sigurður Sveinn Jónsson 21 years, 9 months ago.
-
CreatorTopic
-
03.02.2003 at 21:27 #192109
ég var að velta fyrir mér hvort þið vitið hvort gps-tækið sem er verið að selja í elkó á 35000, sé eitthvað sem notast má við !!
kv. Margrét -
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
04.02.2003 at 09:48 #467666
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Það gæti auðvitað verið forvitnilegt að skoða þetta, en þegar kemur að GPS tækjum er ég tregur til að mæla með öðru en Garmin eða Magellan, rétt eins og ef kaupa á áttavita kemur aðeins Silva til greina. Þetta eru hlutir sem maður þarf að geta treyst 110% og eins skiptir máli að söluaðili veiti sérfræðiþjónustu og hafi í boði alla aukahluti, s.s. tengisnúrur í tölvu og straum. Fyrir þetta verð er líka hægt að fá mörg ágæt Garmin tæki.
04.02.2003 at 12:13 #467668takk fyrir þetta, SkúliH, já það er rétt að að vesla aðeins það besta þegar kemur að svona hlutum.
04.02.2003 at 15:38 #467670Keypti svona tæki eins og sýnist vera auglýst hjá Elko. Tækið er frábært. Fylgir vegum og vegslóðum óaðfinnanlega. Helst ókostur hvað skjárinn er smár. Ekkert útiloftnet þarf og tækið nýtist einnig til gönguferða með rafhlöðu.
Aðalkosturinn er sá að eftir jeppaferð ferð með tækið inn til þín og lagar ferla og tröck eins og þú vilt, þeas ef þú ert ekki tölvutengdur. Upplagt að geyma tækið á náttborðinu að taka smá æfingar til að halda sér við. Sló td. alla skálaskrána inn á nokkrum korterum. Getur dundað við að taka upp punkta og búið til rútur af fyrirhuguðum ferðum.
04.02.2003 at 15:59 #467672ég er nefnilega að hugsa um að gefa kallinum mínum svona tæki í afmælisgjöf, þar sem við erum nýbúin að fá okkur jeppa, þá væri þetta sniðug gjöf,og það er fljótur að telja hver 5000 kallinn þegar eitthvað er keypt.ég þakka fyrir svörin okkur hefur samt vantað einhvern eða hverja til að fara með í ferðir, við erum nefnilega bara alveg nýbyrjuð í þessum bransa en þetta kemur allt saman 😉
04.02.2003 at 19:05 #467674Ef þig (ykkur) vantar einhvern til að fara með í ferðir þá er bara að vera á "spjallinu" daginn áður.
Það er alltaf hægt að finna einhvern til trússa með.
Velkomið að hafa samband við okkur Hönnu, við erum á Skaganum.
kv Þröstur
04.02.2003 at 19:15 #467676já takk fyrir það Þröstur, við reyndum nú reyndar síðustu helgi að svara beiðni þinni um að fara eitthvað á fjöll, en fengum ekkert svar, á tölvunni ( sáum reyndar ekki númerið ykkar fyrr en daginn eftir og okkur fannst það þá of seint að hafa samband ) við höfum ekki þorað að fara neitt langt því að við erum ekki með gps og viljum ekki fara langt ein en það væri gaman að geta farið einhvern daginn með ykkur :)ég var líka að velta fyrir mér skipulagðar ferðir innann klúbbsins, verður mar að vera meðlimur til að komast í slíkar ferðir ??? svo er eitt mér finnst allir vera á 38´………..við erum á 35´ það ætti ekki að vera neitt vandamál !!!!
kv. Margrét
04.02.2003 at 20:27 #467678Já ég þurfti að fara í vinnu um helgina.
Til þess að vera með í skipulögðum ferðum á vegum klúbbsins þarftu að vera meðlimur, það ætti nú ekki að vera vandamál,er það? Árgjaldið er nú ekki það mikið og þú færð helling fyrir peningana.
Langflestir eru á 38" dekkjum og það er ekki bara til að sýnast.Ég var á 35" í fyrra og komst nú þó nokkuð en samt ekki allt sem ég ætlaði mér.Það er alveg rétt hjá þér enginn ætti að fara einbíla á fjöll að vetrarlagi.
Kv Þröstur
04.02.2003 at 22:03 #467680já það ætti nú ekki að vera mikið mál að skrá sig veist þú hvað ársgjaldið er mikið ? já ég veit að það er hægt að fara miklu meira á 38´en við erum nýbúin að versla pajeró á 35´og hann verður að duga, við sögðum nú reyndar að við færum aldrei á minni dekk, myndum frekar stækka við okkur.38´pajeróinn lítur líka vel út þannig næst
kv. Margrét.
04.02.2003 at 23:47 #467682Það að skrá sig í klúbbinn er bara snjallt. Það er meira að segja hægt að gera það hér á heimasíðu klúbbsins. Árgjaldið er 3900 ig eins og motta skrifar er það ekki mikill peningur á móti öllu því sem kemur til baka í formi afslátta. Einnig er hægt að mæta á fimmtudagskvöldum í Mörkina 6 og skrá sig þar, nú eða á mánudagsfundunum á Loftleiðum. Þeir eru að vísu bara fyrsta mánudag í mánuði.
Kveðja
Siggi tæknó
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.