Forsíða › Forums › Spjallið › Innanfélagsmál › Er starfið að breytast
This topic contains 8 replies, has 1 voice, and was last updated by Jón G Snæland 17 years, 12 months ago.
-
CreatorTopic
-
26.01.2007 at 14:59 #199501
AnonymousStarfið að breytast
Ég held að rétt sé að fjalla aðeins um starfið í sér þræði. En núna hefur verið bent á það í tvígang af formönnum nefnda, að fólk vanti í nefndirnar. Lella benti á að það vanti núna einn í hjálparsveit og Laugi benti á það að fólk vanti í vor, í Litlunefnd.
Reyndar er ansi stutt í aðalfund, en hann er eftir rétt rúmlega 3 mánuði. Það vantar t,d 4-5 í stjórn sem dæmi.
Einhvernvegin hefur mér málin hafa þróast á þann hátt að fáir eru að vinna fyrir marga. Og bróðurpartur félagsmanna séu ornir neytendur, eða þiggjendur. Núna vantar t,d fararstjóra í Þorrablótstúrinn og Kvennaferðina. -
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
26.01.2007 at 15:21 #577510
get allavega sagt að þetta er reyndin í nafla alheimsins, Austurlandi. Mjög erfitt að fá menn í vinnu fyrir klúbbinn og alltaf sömu einstæklingarnir sem eru tilbúnir til að leggja klúbbnum lið.
Helst að það sé almenn mæting þegar það er eitthvað á dagskrá sem er matreitt ofan í fólk og þá á ég bæði við ferðir fundi og aðrar uppákomur.
Ef á að leggja eitthvað fram er vinnan miklufrekar að þvælast fyrir samviskunni.
Óli Hall
26.01.2007 at 15:27 #577512Endurnýjun er eðlileg í svona starfi, fólk fær nóg, fer að gera aðra hluti í lífinu og nýir taka við. Það er heppilegt ef það er ekki skipt um alla í einu til að þeir sem reynsluna hafa geti miðlað henni til komandi kynslóðar…
Hvort þetta sé síðan að verða neysluvæðing er annað mál, þá er etv málið að hætta að stóla á sjálfboða- og hugsjónastarf og fara að borga fólki fyrir þjónustuna og þá að sama skapi að þjónustan fari að kosta neytendur. Ég vona þó að það verði ekki raunin, það má alltaf finna gott fólk …
26.01.2007 at 16:03 #577514Þetta er vandamál í öllum félagasamtökum sem stækka og ég hef orðið vitni að þessu áður. Ég er reyndar búinn að sjá þetta oft, enda er ég búinn að vera í stjórnum hjá vel á annan tug félaga og fyrirtækja undanfarin 15 – 20 ár.
Hvað er til ráða – oftast er það einmitt það sem Tryggvi bendir á, að fara að láta þjónustuna kosta og borga þeim sem vinna á einhvern annan hátt en að bjóða þeim út að borða einu sinn á ári.
Þetta kann vel að verða þróunin hjá 4×4 og reyndar er ég talsmaður þess að félagsgjöld verði hækkuð umtalsvert – þannig að þau dugi til að halda úti 1,5 – 2 stöðugildum hjá móðurfélagi (sem sinnir líka landsbygðinni í dag og væntanlega enn frekar ef fjölgar starfsmönnum)
Starfið innan klúbbsins hefur undanfarið verið borið uppi af fáum og hafa ákveðin gengi verið áberandi – á tímabili voru það rotturnar síðan voru það Sóðarnir og í dag eru Trúðarnir allstaðar… Þetta gengur ekki lengi svona.
Reyndar verð ég að segja að þegar við auglýstum eftir aðilum til að sjá um Þorrablótið þá átti ég von á einhverjum áhuga… En eftir viku var ekki svo mikið sem ein fyrirspurn um það hvað ætti að gera.
Þetta er svo sannarlega félagsmönnum til skammar og sýnir bara hversu miklir neytendur þeir eru —– Gamla máltækið er greinilega breytt í dag og flestir virðast hafa það að leiðarljósi að það sé "sælla að þiggja en gefa"…..
En þrátt fyrir þetta þá ætla ég að halda áfram að gefa klúbbnum og félagsmönnum mína vinnu – allavega fram í maí og það gera líka þeir aðilar sem eru að bera uppi starfið í dag… En með þessu áframhaldi þá verður efiðara og erfiðara að manna þessar ca 100 stöður sem þarf að manna á hverju vori hjá móðurfélagi og deildum.
Benni
26.01.2007 at 16:29 #577516á sama tíma og erfiðara og erfiðara reynist að fá fólk til starfa fyrir klúbbinn sem og önnur félagasamtök, þá hefur nefndum og deildum innan 4×4 verið fjölgað með þörf á fleirri sjálfboðavinnu.
er ekki kominn tími til að taka aðeins til í stjórnsýslu klúbbsinns, segja partíinu lokið og fara að huga að því sem klúbburinn upphaflega stóð fyrir sem hagsmunasamtök jeppemanna.
á íslandi í dag eru eins og formaðurinn nefndi starfandi trúðar, rottur og heimsgir ásamt mörgum öðrum ferðafélögum sem eru mörg hver með starfandi egin stjórnir, reka egin skála og fara í sínar egin ferðir. að þessi félög skuli skipta á milli sín að reka 4×4 er að mínu viti gott mál þar sem að 4×4 er hagsmunafélag þeirra og okkar allra. en mér fynnst óþarfa bákn að reka stjórn, yfirstjórn, undirstjórn og fullt af nefndum sem gera ekkert annað en það sem litlu félagasamtökin gera.
ég hef aldrei unnið í stjórn eða nefndum 4×4 og hef því kannski ekkert vit á því sem ég er að reyna að segja, en mér fynnst sú staðreynd að innan klúbbsinns þurfi 100 sjálfboðaliða til að starfið gangi upp segja meira en mörg orð um báknið.
ég er heldur ekki að setja útí við stjórn og nefndarmenn, allir eru að vinna gjöfullt og gott starf, mér fynnst bara að ekki þurfi að hafa 100 manns í sjálfboðavinnu við að hafa ofanaf fyrir 3000 manns, hjá samtökum sem ættu fyrst og fremst að einbeita sér að því að hugsa um hagsmuni allra íslendinga sem hafa áhuga á að ferðastu um víðáttur íslands á fjórhjóladrifnu ökutæki og halda utanum hópinn á sem auðveldastan og bestan hátt.
hversu margir störfuðu í stjórn og nefndum klúbbsinns á fyrstu 10 árum hanns, sem voru hafnframt þau ár sem klúbburinn fékk mestu áorkað? allavega ekki 100.
kveðja sigurður ásmundsson e1841
26.01.2007 at 17:25 #577518Eru þetta vangaveltur með réttu,en mér finnst það eitthvern vegin óframfærni við að koma sér á framfæri sem hái mörgum sem langar að gefa kost á sér til starfa.
En engu að síður er þetta dapurleg staðreynd sem Benni og Ofsinn benda á og eitthvað verður að gera,Hlynur hefur þráfaldlega talað fyrir því að fækka ferðum og umsvifum klúbbsins,kanske félagar væru þá viljugri til að koma að starfinu,ef um væri að ræða c 3 ferðir á ári á vegum klúbbsins,má vera að það sé rétt leið,ég er því mótfallin en hvað skal gera.Klakinn
26.01.2007 at 17:37 #577520Sjálfur væri ég mikið til í að taka þátt í starfi klúbbsins, en það verður ekki núna og ekki næsta ár, það er einfaldlega of mikið að stússast við vinnu og skóla en skal lofa mér í einhverja nefnd eða stjórn á þarnæsta ári, enda finnst mér klúbburinn vera að vinna mikið og gott starf og vona ég að svo verði áfram. Og fyrir þær nefndir sem vantar í núna þá sýnist mér einfaldlega vera of mikið að gera hjá hjálparsveitinni til að ég geti tekið þátt í henni og litlanefndin passar kannski ekki alveg við bílinn…
kv. Axel Sig…
26.01.2007 at 19:48 #577522Tækninefnd
Ritnefnd
Fjarskiptanefn
Hjálparsveit
Litlanefnd
Skálanefnd
Umhverfisnefnd
Skemmtinefnd
Árbúðarnefnd
Vefnefnd
samtals 46 manns til að manna nefndirnar.
Er eitthver sem má missa sín ?Stjórn 7 manns.
Samtals 53……
Ef ekki væri allt þetta fólk í nefndum væri vinnan á okkur stjórn líklegast ennnnn meiri.
Konur og karlar sem hafa áhuga, endilega látið vita af ykkur.
mail stjorn@f4x4.is eða f4x4@f4x4.is
p.s þið ykkar sem eruð ósátt við vinnu stjórnar og nefnda nú er tækifærið að koma inn og gera betur…….
kv
Agnes karen
R-252 búin að vera í stjórn í tæp 4 ár….
26.01.2007 at 19:59 #577524Það er nú kannski ekki réttlátt að bera saman fyrstu ár klúbbsins, enda er þá gengið út frá 0 punkti og allt sem gert er verður reiknað inn sem framför. En hvað varðar það að 100 manns starfi fyrir klúbbinn, þá er það vægt reiknað. Því innan deildanna eru starfandi nefndir. Hvort það sé hægt að draga út bákninu, þá er það vant séð. Og spurningin hvar ætti að skera niður á sama tíma sem verkefnunum fjölgar. Sumir hafa vilja fækka ferðum klúbbsin, en þeir eru í miklum minnihluta og tillaga hefur komið upp að leggja niður nefnd. T,d kom tillaga um það að leggja niður hjálparsveit. Hún var kolfeld.
Nefndir
Stjórn 7
Hjálparsveit 5
Skálanefnd 5
Umhverfisnefnd 5
Fjarskiptanefnd 5
Tækninefnd 5
Vefnefnd 5
Árbúðarnefnd 3
Litlanefnd 5
Ritnefnd 5
Skemmtinefnd 3
Ferðanefnd 3Deildir stjórn og nefndir samkvæmt vefnum
Vesturlandsdeild 10
Vestfjarðardeild 5
Húnvetningadeild 5
Skagafjarðardeild 9
Eyjafjarðardeild 25
Húsavíkurdeild 5 ?
Austurlandsdeild 30
Hornafjarðardeild 5
Suðurlandsdeild 20
Suðurnesjadeild 5 ?Jam þetta eru nú tölurnar sem tína má saman samkvæmt vefnum, vafalaust einhver skekkjumörk en þó tel ég töluna vera nærri 200 manns. Já þetta kemur á óvart. Ég hélt einsog Benni að þetta væri um 100 manns.
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.