This topic contains 7 replies, has 1 voice, and was last updated by Ágúst Birgisson 12 years ago.
-
Topic
-
Góðir félagar,
langar að frétta frá hlutaðeigaandi hvernig staðan er með uppfærslu á jöklakortunum (sprungukortum) og notkun þeirra í almennum „báta“ GPS tækjum. Er ekki að koma tími á nýrri upplýsingar á pistilinn hér að neðan sem fengið hefur að vera óáreittur á vef 4×4 allt of lengi:Jöklakort, sprungur á jöklum
Ferðaklúbburinn4x4 og aðrir hagsmunaaðilar hafa unnið að verkefni sem felst í að auka öryggi á ferðalögum á jöklum. Á heimasíðu Landsbjargar sem heitir Safetravel.is og þar undir útivist eru atriði sem nauðsynlegt er að huga að, fyrir ferðalög á jöklum. Einnig eru þar kort sem sýna sprungusvæði á jöklum. Markmiðið með þeim er að auka öryggi ferðalanga á jöklum.Nú þegar eru komin sprungukort af Snæfellsjökli og Langjökli, sprungukort af Vatnajökli væntanlegt síðar í febrúar 2011. Á kortunum eru línur sem sína flekaskil og eru til að átta sig á hvernig sprungur liggja, varast skal að rugla þessu við ferla eða ferðaleiðir á jöklum, þær koma væntanlega síðar.
Þessi vinna er rétt að hefjast og stefnt er að því að kortleggja sprungur á öllum helstu jöklum sem ferðast er um.
Kortin verða endurskoðuð reglulega og því nauðsynlegt að vera alltaf með nýjasta kortið hverju sinni.
Allar varúðaráðstafanir skal viðhafa þegar ferðast er á jöklum. Þessi kort eru fyrsta útgáfa og eru aðeins til viðmiðunar og sprungur geta leynst á svæðum sem talin eru sprungulaus.
Ef þið sjáið eða þekkið sprungur eða aðrar hættur sem ekki eru inná kortunum, þá endilega komið ábendingum um það á Snævarr Guðmundsson snaevarr@mmedia.isÞetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpóstsþjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það. sem sér um kortlagninguna og Jónas Guðmundsson jonas@landsbjorg.isÞetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpóstsþjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það. . verkefnisstjóra hjá Landsbjörgu.
Athugið að ennþá virka kortin ekki á nokkrar tegundir tækja, stundum kölluð bátatæki t.d. Garmin 162,172,182, 525. Unnið er að lausn.
Vonum að þetta verið til auka ánægju og öryggi ykkar á jöklaferðum.
Sjá meira hér á vef Savetravel http://www.safetravel.is/is/Vetur/Utivist/Joklaferdir/Joklakort/
Baráttukveðjur,
Ingi
You must be logged in to reply to this topic.