This topic contains 34 replies, has 1 voice, and was last updated by Agnar Benónýsson 16 years, 6 months ago.
-
Topic
-
Ég fékk fyrir nokkru viðskiptakort hjá Skeljungi í von um að lækka eldsneytiskostnað fjölskyldunnar.
Afsláttarreglurnar hjá Skeljungi eru dálítið flóknar og miðast við fullt þjónustuverð og var ég því dálítið efins um að hér væri raunverulegur afsláttur í boði.
Til að fá 100% samanburð þá skráði ég hjá mér útsöluverð (dæluverð) á nálægri EGO stöð á sama tíma og ég fyllti tankinn hjá Skeljungi og bar svo saman við mánaðaruppgjörið frá Skeljungi, sem mér barst í dag.
Ýmist keypti ég bensín eða Díselolíu og var verðmunurinn alltaf sá sami, rétt um 6 prósentum lægra verð með viðskiptakorti Skeljungs en dæluverðið hjá EGO.
Ég er ekki skráður viðskiptavinur hjá EGO og fæ því ekki afslátt þar, en ef einhver veit hvort þeir bjóða afslátt – og hversu mikinn, þá væri áhugavert að fá fréttir af því.Ágúst
You must be logged in to reply to this topic.