Forsíða › Forums › Spjallið › Allt annað › Er lægsta eldsneytisverðið fundið ?
This topic contains 34 replies, has 1 voice, and was last updated by Agnar Benónýsson 17 years, 3 months ago.
-
CreatorTopic
-
13.05.2008 at 19:58 #202434
Ég fékk fyrir nokkru viðskiptakort hjá Skeljungi í von um að lækka eldsneytiskostnað fjölskyldunnar.
Afsláttarreglurnar hjá Skeljungi eru dálítið flóknar og miðast við fullt þjónustuverð og var ég því dálítið efins um að hér væri raunverulegur afsláttur í boði.
Til að fá 100% samanburð þá skráði ég hjá mér útsöluverð (dæluverð) á nálægri EGO stöð á sama tíma og ég fyllti tankinn hjá Skeljungi og bar svo saman við mánaðaruppgjörið frá Skeljungi, sem mér barst í dag.
Ýmist keypti ég bensín eða Díselolíu og var verðmunurinn alltaf sá sami, rétt um 6 prósentum lægra verð með viðskiptakorti Skeljungs en dæluverðið hjá EGO.
Ég er ekki skráður viðskiptavinur hjá EGO og fæ því ekki afslátt þar, en ef einhver veit hvort þeir bjóða afslátt – og hversu mikinn, þá væri áhugavert að fá fréttir af því.Ágúst
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
15.05.2008 at 02:05 #622892
Afsláttur F4x4 miðast við þjónustuverð samkvæmt [url=http://www.skeljungur.is/Pages/370:252oa7zg]verðlista[/url:252oa7zg] Skeljungs. Stundum er búið að gefa staðbundinn eða tímabundinn afslátt t.d. er oft -2 kr ef það eru framkvæmdir á stöðinni eða ef AO er að opna stöð nálægt…
Og Þengill, við erum að fá 12kr þjónustuverði (sbr verðlista) í sjálfsafgreiðslu hjá Skeljungi eða með viðskiptakorti hjá Orkunni.
Ef maður vill sjá hvað þetta viðmiðunarverð sem afslátturinn miðast við er það lítil mál á heimasíðu Skeljungs. Aðalmálið er að niðurstaðan er alltaf sú sama í krónum talið per lítra, hvort sem það er búið að gefa okkur 5kr á dælunni og bætist þá við 7kr eða hvort dæluafsláttur sé 7kr og við fáum þá 5kr í viðbót. Niðurstaðan er sú sama eða 12kr frá uppgefnu þjónustuverði á ofangreindri vefsíðu Skeljungs.
Samkv. núgildandi verðlista er þjónustuverð á díseel [b:252oa7zg]181,8kr[/b:252oa7zg]! Sem er auðvitað dónaleg tala sama hvaða afslátt maður er að fá (F4x4 afsláttur er samt a skila sér í 169,8kr í augnablikinu).
[b:252oa7zg]Það tekur sér varla að fletta þessu upp því hækkanirnar eru svo tíðar að maður getur varla fylgst með![/b:252oa7zg]
16.05.2008 at 19:29 #622894Mig langar að deila með ykkur verðinu hérna í Austurríki en ég var einmitt að koma heim frá því að fylla á frúarbílinn:
Diesel (normal): 1.384 Euro
Diesel Ultimate (hágæða): 1.459 Euro
Bensin (91okt): 1.334 Euro
Bensin Super (95okt): 1.334 Euro
Jarðgas (verð á kg): 0.899 EuroÞetta er úrvalið á bensinstöðinni sem ég versla oftast við (BP), jarðgasdælunni var bætt við í vetur þegar skipt var um allar dælur á stöðinni enda verða bílar sem ganga á LPG gasi (LPG = Liquefied petroleum gas) sífellt meira áberandi.
Hér fór verð á Diesel yfir verð á Bensini í fyrsta sinn í sögunni í vetur og þóttu mikil tíðindi enda eru um 60-70% fólksbíla hérna Dieselbílar.
16.05.2008 at 19:57 #622896Reiknaði yfir í IKR miðað við gengi 115:
Diesel (normal): 1.384 Euro = 159 IKR
Diesel Ultimate (hágæða): 1.459 Euro = 168 IKR
Bensin (91okt): 1.334 Euro = 153 IKR
Bensin Super (95okt): 1.334 Euro = 153 IKR
Jarðgas (verð á kg): 0.899 Euro = 103 IKRÉg velti fyir mér, skyldi dieselinn hér vera hágæða eða normal/lággæða ?
Snorri
16.05.2008 at 20:07 #622898Bensínverð í Austurríki = 1,334 * 116,40 = 155,28 kr lítrinn.
Lægsta bensínverð skv. GSMBENSIN.IS er nú 155,20.
Tilviljun – eða hvað ????????
Wolf
16.05.2008 at 20:07 #622900Bensínverð í Austurríki = 1,334 * 116,40 = 155,28 kr lítrinn.
Lægsta bensínverð skv. GSMBENSIN.IS er nú 155,20.
Tilviljun – eða hvað ????????
Wolf
16.05.2008 at 23:33 #622902Snorri, ég veit ekki hver munurinn er á normal og ultimate diesel, líklega aðalega að hægt er að plokka meira af viðskiptavinunum. Ég prófaði þetta góðgæti á mínum eðal dieselfák (Ford Mondeo 2.0 TDCi) og fann engan merkjanlegan mun hvorki á afli né eyðslu en ég gerði svo sem engar vísindalegar kannanir á hvorugu.
Hvort Diesel á íslandi sé "hágæða" þá hef ég mínar efasemdir, vonum að það nái því að vera normal.
17.05.2008 at 10:06 #62290416.05 2008
Bensín kr/ltr með 24,5% vsk: Nýtt verð Eldra verð Breyting Breyting
95 oktan – þjónustuverð 163,90 166,90 (1,80%) -3,00 kr
95 oktan – sjálfsafgreiðsla* 158,90 161,90 (1,85%) -3,00 kr
V-Power – þjónustuverð 172,50 175,50 (1,71%) -3,00 kr
V-Power – sjálfsafgreiðsla* 167,50 170,50 (1,76%) -3,00 krDieselolía / Vélaolía kr/ltr með 24,5% vsk: Nýtt verð Eldra verð Breyting Breyting
Diesel – þjónustuverð 179,80 181,80 (1,10%) -2,00 kr
Diesel – sjálfsafgreiðsla* 174,80 176,80 (1,13%) -2,00 krVélaolía – grunnverð** 128,20 130,20 (1,54%) -2,00 kr
Vélaolía – sjálfsafgreiðsla** 126,20 128,20 (1,56%) -2,00 krFrá olíubíl, afgreiðslubát, leiðslu og bátadælu
Vélaolía – lituð dieselolía og gasolía án olíugjalds kr/ltr: Nýtt verð Eldra verð Breyting Breyting
Vélaolía og gasolía, án vsk (til iðnaðar, tækja og skipa)** 96,63 98,23 (1,64%) -1,60 kr
Vélaolía og gasolía, 24,5% vsk (til iðnaðar, tækja og skipa)** 120,30 122,30 (1,64%) -2,00 kr
Húskynding (7,0% vsk) 103,39 105,11 (1,64%) -1,72 kr
Dieselolía – með olíugjaldi kr/ltr: Nýtt verð Eldra verð Breyting Breyting
Dieselolíuverð (án vsk) frá bíl 140,40 142,01 (1,13%) -1,61 kr
Dieselolíuverð (24,5% vsk) frá bíl 174,80 176,80 (1,13%) -2,00 krSkipagasolía kr/ltr: Nýtt verð Eldra verð Breyting Breyting
Skipagasolía (án vsk) 86,92 88,52 (1,8%) -1,60 kr
Skipagasolía (24,5% vsk) 108,21 110,21 (1,8%) -2,00 krSteinolía kr/ltr: Nýtt verð Eldra verð Breyting Breyting
Steinolía frá dælu (24,5 % vsk) 120,80 122,80 (1,63%) -2,00 kr* Algengasta sjálfsafgreiðsluverð á Shellstöðvunum á höfðuðborgarsvæðinu og á Akureyri.
** Vélaolía er lituð dieselolía án olíugjalds.
Skeljungur hf.
Verðlisti nr. 26
Gildir frá 16.maí 2008
17.05.2008 at 12:40 #622906Eina verðið sem ég hef fundið á eldsneyti hér í Óman er súper bensín á 120 Biaz sem er c.a. 22,6 ISK.
Hvað ætli það kosti að flytja einn Gám? 😉
kv, Bergur
18.05.2008 at 02:13 #622908Ég fann loksins díseldælu hérna í Óman og líterinn kostar 146 Biaz sem gera 27,5 kr líterinn sem er tæpum 5 kr dýrara en bensínið.
Ég get ímyndað mér að innkaupsverðið fyrir olíufélögin sé í svipuðum dúr líklega lægra.
kv, Bergur.
17.07.2008 at 14:31 #622910Hér er smá verðkönnun á díselverði í dag:
Orkan 186,4
ÓB: 186,5
Atlantaolia: 186,5
F4x4 "12 krónu" afsláttur: 186,6
Skeljungur, sjálfsafgreiðsla: 188.6Okkar afsláttur er s.s. orðin minni en engin, það margborgar sig núna að nota dælulykil frá sjálfsagreiðslustöðunum. En hvernig er það, þurfum við þá að borga 0,2 krónum meira á líter ef við kaupum í Orkunni og ösnumst til að nota f4x4 kortið?
17.07.2008 at 15:06 #622912sælir
Þetta er nú tóm steypa hjá þér er það ekki !
Shell lækkaði verðið í dag um 5 kr sem þýðir að verð með þjónustu er í dag 193,6 kr/literinn. 12 króna afsláttur af því gerir 181,6 kr/l til F4x4.
Skora á þig að finna svo lágt verð með öllum þeim afsláttum sem þú getur fundið annars staðar
kveðja
Agnar
17.07.2008 at 15:34 #622914þeir lækkuðu ekki auglýst verð, þetta er einhver sérstakur tímabundin afsláttur núna. Þú getur séð nýjasta verðlistann [url=http://http://skeljungur.is/Pages/370:2xe982l5][b:2xe982l5]hér [/b:2xe982l5][/url:2xe982l5] . Fullt verð á dísel er 198,6 krónur/líterinn
17.07.2008 at 15:48 #622916sé það núna, þetta er væntanlega í kjölfarið á því að N1 ákvað að gefa þennan tímabundna afslátt.
Það kemur fram í smáaletrinu hjá N1 að engir aðrir afslættir eða tilboð gildi á meðan þannig að það er spurning hvort dælulyklarnir eða aðrir sambærilegir afsláttarmiðar séu í gildi á meðan !
Annars er þetta nú varla samanburðarhæft þar sem þetta gildir bara í nokkra daga og staðfestir raunar hvað samningur F4x4 við Skeljung frá síðustu áramótum var í raun góður, við erum jú raunar alltaf með þennan "tímabundna 5 krónu afslátt" allt árið um kring
kveðja
Agnar
18.07.2008 at 02:52 #622918góða kvöldið
Vegna lækkana undanfarna daga á heimsmarkaðsverði á hráolíu er alveg nauðsynlegt fyrir félagsmenn að fylgjast vel með verðbreytingum olíufélaganna, enn mikilvægara en þegar verðið fór upp.
Ég fór aðeins að skoða eldsneytisverð aftur í tímann, þróun ísl.kr á móti dollar og heimsmarkaðsverð á hráolíutunnunni (fór í 130 $ tunnan í dag) og miðað þær forsendur ætti rétt verð núna á díseldropanum að vera ca
——– 194 kr með fullri þjónustu ——–
Þetta bjánalega sjálfafgreiðslutilboð hjá N1 (og hinum olíufélögunum) er eiginlega bara að trufla frekari verðlækkanir sem urðu í dag og etv næstu daga. Aðeins sjálfafgreiðsluverðið hefur verið lækkað og önnur tilboð eða afslættir gilda ekki á meðan (sem er vont fyrir okkur félagsmenn F4x4). Þegar þetta tilboð rennur út er hætt við að lækkanirnar síðustu daga skolist eitthvað til.
Ég vil alla vega sjá í kringum 194 kr/l með fullri þjónustu vera algengt verð um leið og þessu tilboði lýkur …… Það verður síðan mjög áhugavert að gera annan svona samanburð þegar fatið fer í 120$ til að ath hvort olíufélögin séu að standa sig.
góða nótt
kv
Agnar
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.
