Forsíða › Forums › Spjallið › Allt annað › Er lægsta eldsneytisverðið fundið ?
This topic contains 34 replies, has 1 voice, and was last updated by Agnar Benónýsson 16 years, 6 months ago.
-
CreatorTopic
-
13.05.2008 at 19:58 #202434
Ég fékk fyrir nokkru viðskiptakort hjá Skeljungi í von um að lækka eldsneytiskostnað fjölskyldunnar.
Afsláttarreglurnar hjá Skeljungi eru dálítið flóknar og miðast við fullt þjónustuverð og var ég því dálítið efins um að hér væri raunverulegur afsláttur í boði.
Til að fá 100% samanburð þá skráði ég hjá mér útsöluverð (dæluverð) á nálægri EGO stöð á sama tíma og ég fyllti tankinn hjá Skeljungi og bar svo saman við mánaðaruppgjörið frá Skeljungi, sem mér barst í dag.
Ýmist keypti ég bensín eða Díselolíu og var verðmunurinn alltaf sá sami, rétt um 6 prósentum lægra verð með viðskiptakorti Skeljungs en dæluverðið hjá EGO.
Ég er ekki skráður viðskiptavinur hjá EGO og fæ því ekki afslátt þar, en ef einhver veit hvort þeir bjóða afslátt – og hversu mikinn, þá væri áhugavert að fá fréttir af því.Ágúst
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
13.05.2008 at 20:46 #622852
Sælir. Egó býður uppá dælulykill sem er beintengdur við greiðslukort og veitir 2ja króna afslátt. Ég hef fylgst nokkuð vel með þessu og vanalega er okkar 12 krónu afsláttur af listaverði u.þ.b. 2 krónum lægra en þessi Egóafsláttur með dælulykli. Hinsvegar gerðist það í einni hækkuninni í síðustu viku að Egó var umtalsvert (ca 3-4 krónum) lægri með dælulykli en okkar afsláttur var að gefa. En það er nú eina undantekningin sem ég hef séð frá áramótum og hún stóð í stuttan tíma.
eins og staðan er núna, þá erum við að borga 164,8kr fyrir díselinn hja Skeljungi með okkar afslætti (sjá h[HTML_END_DOCUMENT][url=http://skeljungur.is/Pages/370:iewenl5y]hér[url=]), en dísel hjá Egó með dælulykli er á 168,2kr[/url:iewenl5y][/url]
13.05.2008 at 20:51 #622854Fyrir helgina fékk ég bréf frá Ferðafélagi Íslands. Þar kom fram að félagar í FÍ fá 3 krónu afslátt á EGO stöðvum. Þegar ég bar síðan saman almennt verð verð á næstu EGO stöð við verðið hjá Orkunni þar sem ég er vanaur að kaupa eldsneyti, þá var munurinn óverulegur.
Eftir þessu að dæma, þá geta félagar í FÍ ferngið eldsneyti á svipuðu verði á EGO stöðvum, og félagar í 4×4 greiða hjá Orkunni.
-Einar
14.05.2008 at 00:05 #622856Hér sér maður verð á eldsneiti.
http://gsmbensin.is/gsmbensin_web.php?show=allkv
BP[url=http://gsmbensin.is/gsmbensin_web.php?show=all:30akl3u6]http://gsmbensin.is/gsmbensin_web.php?show=all[/url:30akl3u6] [url=http://www.gsmbensin.is/gsmbensin_web.php?show=all:30akl3u6]http://www.gsmbensin.is/gsmbensin_web.php?show=all[/url:30akl3u6] [url=http://www.gsmbensin.is/gsmbensin_web.php?show=all:30akl3u6]http://www.gsmbensin.is/gsmbensin_web.php?show=all[/url:30akl3u6]
14.05.2008 at 08:17 #622858Sælir félagar.
Ég hef verið að spá í þessum afslætti. Fór í gær og fyllti, 12.383 kr takk fyrir. Þetta voru rétt um 72 lítrar. Reiddi fram greiðslukort og 4×4 kortið góða. Fékk svo afrifuna til að kvitta á og sá þá að enginn afsláttur var á henni og kortið komið í gegn. Benti pent á þetta og ekkert mál hann borgaði mér til baka en bara 7 kr pr líter, svo ég fékk um 500 kall til baka. Ég hafði áður reiknað afsláttinn og þá var það líka 7 kr miðað við hvað munaði á dælunni og því sem ég greiddi.
Er þetta málið að við erum að fá 7 kr af líter frá fullu verði? sem í raun þýðir ca 2 kr lægra en t.d Atlantsolía með lykli.
Mér tekst enganvegin að fá þessar 12 kr út í afslátt hvernig sem ég reikna þetta. Er þetta kannski bara tómur misskilningur í mér varðandi afsláttinn.Annað sem ég er að spá líka í. Hef keypt dísil hjá AO þar til ég fékk kortið. Tek eftir að olían hjá þeim og reyndar Olís líka (sem keypt er á vinnubílinn) freyðir töluvert en gerir það ekki hjá Shell. Finnst líka eins og olían hjá Shell sé að skila meiri kraft en AO gerir. Getur verið að freyðiolía sé verri en hin, hafiði tekið eftir þessu???
Kv
Peve
14.05.2008 at 09:32 #622860sælir
Hjá Shell:
Full þjónusta = 176,8
Sjálfsafgreiðsla = 171,8
F4x4 = 164,8
—
Þjónustuverð hjá Shell með fullri þjónustu er 176,8 kr en sjálfafgreiðsluverð er 171,8.
Afslátturinn sem F4x4 fær er 12 kr af verði með þjónustu, 176,8 – 12 = 164,8 kr.
Mismunurinn á sjálfafgreiðsluverði og verði til F4x4 er einmitt 7 kr en hinar 5 kr er standard afsláttur sem öll olíufélögin gefa frá verði með þjónustu þegar þú dælir sjálfur.kveðja
Agnar
14.05.2008 at 09:44 #622862Ég hef einmitt átt mjög erfitt með að fylgjast með raun-verði á eldsneyti vegna þess að þetta er sífellt að breytast og það er eins og olíufélögin reyni að hafa þetta sem ógegnsæjast fyrir fólk.
Er það þá til dæmis þannig að ég greiði sama verð fyrir lítrann hjá Shell á 4×4 afslætti hvort sem ég dæli sjálfur eða ekki ?
Snorri
14.05.2008 at 10:24 #622864nú er það svo að shell og AO eru að nota sömu birgðastöðina……….. og sama skipið til að flytja eldsneytið.
14.05.2008 at 10:26 #622866Það er ljótt að horfa á þessar tölur frá í desember en myndin segir ýmislegt:
[img:1pbvs10x]http://www.f4x4.is/new/files/photoalbums/5508/46560.jpg[/img:1pbvs10x]S.s. ef maður fær eldsneyti úr "Þjónustudælu" hjá Skeljungi er afsláttur frá fullu verði eingöngu 10kr, ef dælt er af sjálfsafgreiðsludælu eða hjá Orkunni er hann 12kr frá fullu verði.
Það er því eðlilegt að viðbótarafsláttur við kassa vegna F4x4 sé 7kr þar sem þegar er búið að draga 5kr frá á dælunni. Það átti að koma nýtt kortakerfi hjá Skeljungi sem átti að auðvelda þetta eitthvað ef ég man rétt, held að þeir hafi haft orð á því á fundinum í des þegar samningurinn var kynntur.
14.05.2008 at 11:13 #622868Þannig að það er í raun verið að slá ryki í augu okkar með því að auglýsa að við fáum 12 kr í afslátt en erum eingöngu að fá 7 kr. Ef ég kæmi og fyllti og notaði ekki kortið og dældi sjálfur væri ég að fá í raun 5 kr frá fullu verði sem og allir aðrir hvort sem þeir eru í 4×4 eður ei.
Persónulega finnst mér þetta vera nett plat þarna í gangi að auglýsa að VIÐ fáum 12 kr í afslátt þó svo að það sé rétt að við fáum 12 kr en allir fá 5 kall og við auka 7 kr. Vonandi að þetta skiljist en allavega skil ég núna afsláttar reikningsaðferðina sem notuð er.
Kv
Peve
14.05.2008 at 11:27 #622870Jú mér sýnist þetta vera rétt skilið hjá þér. Afslátturinn er orðinn mjög "magur" þegar það er búið að reikna inn alla aðra afslætti, t.d. viðbótarafslátturinn sem maður er að fá ef maður notar t.d. viðskiptakortið hjá Orkunni er sáralítill ef maður miðar við "Bensínfrelsi". Munurinn er hins vegar sá að Bensínfrelsi er fyrirframgreitt en maður er að fá hitt reikningsfært allt að mánuði eftir notkun. Því kemur maður notið hinna háu innlánsvaxta sem íslensku bankarnir eru að bjóða okkur upp á
Á móti kemur að maður er að fá lægra verð á fleiri dælum (t.d. þar sem Orkan er ekki fær maður sama verð í sjálfsafgreiðslu á Skeljungsstöð með F4x4 afslætti).
Eins og ég best fæ skilið þá er þetta svona núna:
176,8 þjónustuverð Skeljungs (samkv. verðlista)
170,2 Egó (samkv. heimasíðu)
167,2 FÍ hjá egó (Egó – 3kr, samkv. EIK)
166,2 bensínfrelsi hjá Orkunni (samkv. heimasíðu)
164,8 f4x4 verð (þjónustuverð Skeljungs – 12kr)Munar samt 1,2kr á fyrirframgreiddu hjá Orkunni og F4x4 verðinu. Endilega leiðréttið ef það er eitthvað rangt í þessu hjá mér, þetta er m.v. verðin eins og þau standa í dag.
14.05.2008 at 12:53 #622872Málið er að við erum að fá 12kr afsl. af hæsta mögulega verði. Sem gæti alveg eins verið á einni bensínstöð einhverstaðar úti á landi og hvergi annarsstaðar.
Kveðja
Þengill
14.05.2008 at 14:27 #622874Reyndar eru aðeins tvær Orkustöðvar á höfuðborgarsvæðinu með þetta verð á Bensínfrelsi.
Algengasta verðið er 167,1 kr.
14.05.2008 at 14:41 #622876Ég biðst forláts, ástæðan fyrir að ég valdi Eiðistorgsstöðina er algerlega út af því að þetta er stöðin sem ég horfi á út um stofugluggann hjá mér Sýnist samt Selfoss og Hveragerði vera að koma vel út líka en Grundarfjörður er greinilega besti staðurinn með 165,8kr!
Viðbót 14:58: [url=http://mbl.is/mm/frettir/innlent/2008/05/14/verdhaekkun_hja_n1/:2a9m7uxy]Ennein hækkunin…[/url:2a9m7uxy].
14.05.2008 at 17:29 #622878nei þetta er ekki alveg rétt hjá þér, eins og ég skil þetta þá er verð með fullri þjónustu einskonar "listaverð", það er það sama alls staðar á landinu, svo er bara gefinn mismikill afsláttur í sjálfsafgreiðslu.
Mér finnst ekki verið að slá ryki í augun á okkur með því að gefa 12 kr í afslátt af listaverði því það er eina verðið sem er eins alls staðar.
Það segir sig sjálft að það er ekki hægt að gefa afslátt til félagsmanna af stgr.verði þar sem það er breytilegt á milli stöðva.
kv
Agnar
p.s. hér nýjasti [url=http://www.shell.is/Pages/370:1of44pmb][b:1of44pmb]Verðlistinn[/b:1of44pmb][/url:1of44pmb] hjá Shell.
14.05.2008 at 18:06 #622880Þetta er náttúrulega orðið meira en RUGL.
Var ekki síðasta hækkun á mánudaginn? og það á rauðum degi, minnir að ég hafi séð það.
En halló…… díselinn er 15,10 kr dýrari en bensínlíterinn þetta eiginlega gengur ekki lengur.
Hvað ætli ríkiskassinn sé búin að fá mikið meira í sinn hlut frá áramótum í formi vsk af eldsneyti en þeir reiknuðu með?
og svo finnst mér annað athyglisvert það er verðið á Steinolíunni 122,80 er ekki örstutt síðan hann var á 80 og eitthvað kall ?
sem ég segi ég fór og keypti bensín á slátturvélina um daginn og það kostaði 830 kr með afslætti á Shell….. pæliði í því þúsund kall að fylla slátturvélina né ég held að ég gangi heim………
Kveðja Lella
14.05.2008 at 18:18 #622882Það sem ég skil ekki alveg er að í Danmörku er Díselinn 8-9 kr Ísl. ódýrari en Bensín, en hér er hann orðinn 15 kr. dýrari ?????
14.05.2008 at 22:06 #622884Við erum semsé að fá 12kr í afslátt af þessum 166,9 og það er hæsta mögulega verð? Ekki satt?
14.05.2008 at 22:10 #622886Ég er ekki viss, ég hef verið að fá 4-7 kr af sjálfsafgreiðsluverði, því það er jú misjafnt á milli söðva. Mér finnst eins og talað hafi verið um að við fáum 12 kr af viðmiðunnarverði, hvað og hvar sem það svo er…….
Kveðja Lella
14.05.2008 at 23:56 #622888Afslátturinn hljómar uppá 12 krónur af hæðsta þjónustuverði verði. Eða get ekki séð betur.
[url=http://www.f4x4.is/new/forum/default.aspx?file=innanfelagsmal/10943:1z1h5hvt][b:1z1h5hvt]Þráður[/b:1z1h5hvt][/url:1z1h5hvt]
Kv, Kristján
15.05.2008 at 01:53 #622890Ég er sammála því að gagnsæi þessarra viðskipta séu ekki nógu góð. Yfirlit eru sein að berast og hefur það komið fyrir að þau komi ekki. Orkan reiknar ekki út afslátt samstundis á strimilinn.
–
Ég versla yfirleitt með viðskiptakoti, dæli alltaf sjálfur, og er yfirleitt 7 kr. afláttur veittur. Það hefur þó komið fyrir, að ég borgi með debetkorti og sýni félagskíteinið mitt og þá var afslátturinn 6 kr.
–
Aftur á móti fékk ég góðann afslátt þegar ég fór með bílinn í allsherjarsmurningu í Bolholtinu hjá Skeljungi.
–
En hvað sem þessu líður fram þá mæli ég með því að allir mæti á Austurvöll í fyrramálið kl. 10.30 og mótmæli allri þessari óráðsíu og strútsaðferðum stjórnarinnar.Bkv. Magnús G.
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.