Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Er Lada sport sniðugur byrjenda jeppi?
This topic contains 21 replies, has 1 voice, and was last updated by Anonymous 21 years, 11 months ago.
-
CreatorTopic
-
05.02.2003 at 18:56 #192128
AnonymousÉg er 17 ára gutti og er að spá í jeppa til að ferðast á og ekki væri verra ef hann kæmist eitthvað í snjó.
Það virðist vera hægt að gera ágætis kaup í Bronco2 en ég held að bensíneyðslan sé full mikil ,svo ég er að pæla hvort það er mikið mál að breyta Lödu fyrir 33″ og setja í hana volvo b20 vél.
Hvernig kæmi það líka út að málann með svörtu vinnuvélalakki?Með von um góð svör.
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
05.02.2003 at 19:28 #467948
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Þegar ég átti sportarann minn þá 18 ára hélt ég að ég ætti jeppa. Ég var í raun alveg sannfærður um það. Ég er ekki eins viss um að ég myndi kalla hann jeppa í dag. EN! Ladan er Þannig að það er sjálfstæð gormafjöðrun að framan og gormar á heilli hásingu að aftan og læsanlegum millikassa sem virkar eins og bíll í sídrifi. Þetta hvorugtveggja kynti tojota í landcruiser fyrir nokkrum árum reyndar örlítið þróaðari búnað.
Mótorinn er ýmist 1600 eða 1700 með og án innspýtingar. Þær eru haugamáttlausar og ég get ýmindað mér að þær eyði ekki minna en vel stilltur bronkó sem hefur þó möguleika á afli í viðbót.
Ladan er ekki byggður á grind. Það þekkist líka hjá eðaljeppaframleiðendum þ.e. cherooki og pajero. Það takmarkar dálítið upphækkanir og það að nota bílinn til dráttar. Ladan er þekkt fyrir að verða tígullaga ef hún dregur þyngd sína eða meira.
Þessi lesning (sérstaklega þar sem ég líki lödunni við aðra jeppa) er skrifuð til þess að þú áttir þig á að til þess að eiga lödu í einhverri mynd þarftu að hafa húmor fyrir því. Ég myndi ekki velja Sportara til að eiga öðruvísi en bara til að athuga hvað hú þyldi og hvað væri hægt að gera með bíl. Hinsvegar eru ótvíræðir kostir við lödueign þeir að þú verður fljótt flinkur að gera við bíla og gríðarlega handsterkur af því að snúa stýrinu.
Vinnuvélalakkið er örugglega ágætt en ég málaði Ísuna mína með skipalakki og hann lítur ágætlega út.
Kv Isan
05.02.2003 at 19:31 #467950
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Lada er grindarlaus bíll og því er erfitt að breita honum meira en á "32.
Eiðsla er þó nokkur hjá lödu sport….ekki undir 16.l.á 100 og alveg uppúr…….
Ef þú ætlar að gera út svona bíl borgar sig að eignast nokkra. Og hafa nægan tíma til að dúttla í honum.
Volvo B20 eiðir líka vel bensínu…enda blönduns vél.En ef þetta eru ekki neinir vankantar fyrir þig….þá er bara að fara að leita að bíl.
Gangi þér vel.
05.02.2003 at 20:49 #467952sæll vinur ef að þú hættir við Löduna og ert að spá í bronco þá á vinur minn einn slíkan fyrir þig, gullfallegur bíll árg 1986 mjög vel hirtur og flottur hann er sjálfskiptur breyttur á 35" loftdæla, kastarar, með 2,9 bensín vél, hann er ryðlaus og ekkert hægt að setja út á hann, það er mynd af honum í myndaalbúminu mínu ef að þú hefur áhuga á að kíkja á hann, það er eflaust hægt að fá hann á fínu verði þar sem að eigandinn er fluttur í nám erlendis..
ef þú vilt frekari upplýsingar þá geturðu náð í mig í
869-1618 og ég heiti Marteinn R-2444þetta er fínn bíll til að byrja á!!!
En annars vona ég að þú finnir fínan bíl
en Lada hljómar ekkert vel held ég án
þess að þekkja það..
05.02.2003 at 22:31 #467954
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Þetta hefur allt sína kosti og galla. Kostir lödunnar eru að mínu mati:
Þú færð "lítið" keyrðan bíl á engan pening (fékk minn keyrðan 90 þús, lítið slitinn á 40.þús. kr.)
Varahlutir eru ódýrir (kaupir bara aðra lödu í varahluti ef ekki vill betur til), en það er stórt atriði því allir þessir bílar bila, hvort sem það heitir Lada eða Toyota, hvað þá heldur Bronco 86…
Skíteinfalt að gera við.
Ladan hefur góða fjöðrun og fer betur með farþegana á malarvegum en flestir bílar á blaðfjöðrum.Ladan hefur líka galla; margar lödur (mín líka) eiga það til að skjálfa smá þegar komið er yfir 80. Það er líka erfitt að þræta fyrir kraftleysið. Einmitt þess vegna held ég að stór dekk undir lödu með orginal vél sé ekkert of góð hugmynd, viðbragðið minnkar við það og má síst við því. Það er líklega auðveldara að kaupa bronco en að mixa vél oní lödu…
Ef ætlunin er aðallega að ferðast á sumrin myndi ég í þínum sporum frekar velja löduna, en ef snjórinn er aðal málið er broncoinn líklega betri nema þú hafir þeim mun meiri þolinmæði.
05.02.2003 at 23:05 #467956Mér hefur oft dottið það sama í hug þar sem aðeins 1/2 ár er í prófið og hef alltaf komist að sömu niðurstöðu = NEI.
EN, ég er merkurfíkill svo ég vil komast þangað þó það rigni all hressilega en þá er ladan fín í river rafting.
Einnig vil ég komast a.m.k eitthvað í þessu hvíta og skemmtilega efni en vegna grindarleysis og þar með vandræði m. breytingar hef ég ákv. að hann hennti mér ekki.
Svo getur auðvitað vel verið að þú viljir bara fíflast, læra að gera við o.s.frv. Ef svo er þá er ladan alls ekki svo vitlaus kostur.
Freyr
05.02.2003 at 23:16 #467958
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Fáðu þér Súkku, það eru örugglega til nokkrar á 33tommu og með B-20.
Bara að finna slíka….
06.02.2003 at 08:28 #467960Sæll
Lada Sport er fín til að byrja á. Ég og 3 félagar mínir byrjuðum allir á Lödum. Ég held að við höfum lært ansi mikið á því í mixi og viðgerðum, hlutir sem við búum lengi að.
Við ferðuðumst töluvert á Lödunum og það gekk ágætlega.
Sú lada sem fór á stærstu dekkin var á 33" með Fiat twin cam 2000 og virkaði rosalega. ( Reyndar var hún nú sett á 36" á endanum en það var nú lítil ending í því).
Svo með kraftinn í 1600cc vélinni, það er bara aðal málið að halda öllu í lagi, vera með allt kveikju dót nýtt svo að ekki fúski neitt og vel rakavarið, SVO ER BARA AÐ STANDA ÞETTA Í BOTNI OG HRÆRA NÓGU ROSALEGA Í GÍRUNUM ÞÁ ER ALVEG HÆGT AÐ KOMA ÞESSU ÁFRAM!Kveðja O.Ö.
06.02.2003 at 10:08 #467962
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Ég held að það væri miklu sniðugara að fá sér bara Zodiac ég reikna með því að það sé mun skemmtilegra að vera á honum í snjó heldur en Lödunni!!! Bara utanborðsmótor og fínerí ha!
06.02.2003 at 10:29 #467964
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Áður en þú útilokar endanlega Löduna ættirðu að skoða þessar síður:
http://www.mmedia.is/~logos/
http://kasmir.hugi.is/teamladaÞær segja manni allavega að það er alveg hægt að hafa gaman af gamla góða Sportaranum. Þó það sé ákveðin tilhneiging (og kannski ekki alfarið ástæðulaus) til að líta ekki á Lödu Sport sem alvöru jeppa, þá geta þær verið ótrúlega seigar. Henta kannski ekki sem fjölskyldujeppi en fyrir 18 ára strák getur þetta verið fínt og eins og bent var á hérna er hægt að fá lítið ekna Lödu fyrir sama pening og bílar til niðurrifs af öðrum tegundum.
Annars er Súkkan líka fínn kostur í þessari stöðu, 413 bíll á 33-35" og þá ertu líka kominn á bíl sem fer allt í snjó, en kannski eitthvað aðeins dýrari hlutfallslega.
Kv – Skúli
06.02.2003 at 17:11 #467966
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Sæll Skuggi
Ég get sagt þér það að ég á Lada Sport árgerð 1990 með 1600 vél sem ég er tiltölulega ný búinn að setja á 32" dekk og ég varð ekki var við mikinn aflmissi og hann varð ekki áberandi þyngri í stýri. Það var nú reyndar ekki mikið afl fyrir en hann er alveg þrælseigur andskoti.
Þessir bílar eru með einhverja albestu original fjöðrun sem ég hef kynnst á jeppa, (já, þetta er alvöru jeppi), en vandamálið með að setja stærri dekk var hvað það þurfti að skera mikið úr afturbrettunum.Ég held að Volvo B-18 eða B-20 henti ekki til að setja oní þá en Fiat Argenta 2000 twin-cam (og kannski einhverjar aðrar Ferrari vélar) á að passa beint oní með lítilli fyrirhöfn og hún passar líka beint á gírkassann.
Eyðslan hjá mér er um 11-12 lítrar utanbæjar en eitthvað meira innanbæjar (eftir breytingar).
Breytingarnar sjálfar voru ofur einfaldar. Ferð bara í Málmsteypuna Hellu og færð upphækkunarsett sem sem fer ofan á gormana og efri spindilkúlur og hann er orðinn hærri, svo er bara að fara að munda slípirokkinn. Ég lengdi ekkert í demparafestingum og það hefur ekkert háð mér.
Ég mæli eindregið með Lada Sport fyrir byrjendur og hika ekki við að segja að þetta er alvöru jeppi.
Ef þig vantar aðstoð, leiðbeiningar eða varahluti þá er síminn hjá mér 823-1686.
Kveðja
LadaI’d rather push my Lada than drive a Bronco
06.02.2003 at 17:29 #467968
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Þú ferð mikið meira á súkku á 33" heldur en nokkurtíman á lödu
06.02.2003 at 18:12 #467970Það er hægt að gera allann fjandann við þessa bíla.
http://home.off-road.com/~northern_gypsy/240D.html
Sá sami og á þessa Lödu er nýbúinn að rífa úr henni 170 hesta vél úr 280C bens. Aðeins of sprækt fyrir rússann.
06.02.2003 at 18:28 #467972Sæll Skuggi
Ég persónulega mæli með Lödu Sport, en þú verður að átta þig á því að sá sem hannaði,framleyðir og setur saman Lödu fæddist undir áhrifum áfengis og mun trúlega deyja þannig líka, ef þú getur sætt þig við þetta þá ertu komin yfir erfiðasta hjallann.
Lada Sport væri miklu skemmtilegri ef maður gæti fengið allan þann aukabúnað sem er tíl í aðrar tegundir.
Mér finnst vera þó nokkur munur á 1600 og 1700 vélinni þannig að 1700 vélin er orðin skylda að mínu mati.Litli bronco hefur aldrey freistað mín og þá sérstaklega vegna.
Úfff…. þessi búnaður sem sumir kalla framhásingu.
Þú þarft sérvekfæri til að geta skipt um hjólalegu að framan (er mér sagt).Volvo B20 var góð um 1970……..
Ég var mjög hrifinn af tilögu sem kom hér fyrir ofan
STATTU SKRJÓÐINN Í BOTNI OG LÆRU AF MISTÖKUNUM
Þau verða aldrey of dýr…… nú ef druslan veltur þá það…svo lengi sem þú gengur heill frá þvíJú það þurfa allir að læra að spóla og moka því ekki byrja á einhverju sem er ódyrt……mundu að nota rúllu þegar þú málar með vinnuvélalakkinu.
Kveðja Bóndinn
06.02.2003 at 20:22 #467974
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Takk fyrir góð svör.
Það er aldrei að vita nema maður fái sér Síberíu cadilack í vor þegar maður hefur meiri tíma til að standa í svona ævitýrum.
En er ekki erfitt að finna þessar Fiat vélar á Íslandi ? Mér finnst algjört must að hafa alvöru vél í kvigindinu.
06.02.2003 at 21:24 #467976
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Þessar fíat vélar eru fjandi gamlar, í minni lödu var fiat 132 vél 2 lítra Twincam en gallinn var að ég fékk ekki varahluti. Hún var 1981 módel.
Hinsvegar langar mig að leiðrétta bóndann með að hönnuðurinn hafi verið undir áhrifum áfengis. Það var Ítali sem hannaði Lödu sport upphaflega (sennilega sá sami og hannaði ferrari bíl Shumacher) en rússinn breytti engu þangað til 1992 minnir mig. Ef hönnuðurinn hefur verið að drekka eitthvað, eins og líklegt er með framleiðendurna, þá hefur það líka áreiðanlega verið eitthvað eðalrauðvín sem rússinn drekkur aldrei.
Ég myndi ráðleggja þér að fá fyrst löduna og fara síðan byrja á því að breyta henni. Það er doldið maus að skipta vél út fyrir aðra tegund. Þá sérstaklega suðuvinna í mótorfestingar og olíupönnu og síðan þarf að samtengja rafmagnsdótið. Það getur reynst kúnst.
Kv Isan
P.s. ef þú kaupir lödu þá getur þú líka fengið límmiða í rúðuna með svona setningu:
I’d rather push my lada then drive Musso!!
06.02.2003 at 21:34 #467978
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
ladan getur svo sem verið ágæt til síns brúks en hún getur aldrei slegið Súkku við ég hef verið að jeppast mikið á súkku og það eru ekki margir sem slá henni við og hef ég farið’ nokkrum sinnum á fjöll með lödu á 32" og 33" en raunin er bara sú að ´ladan datt fyrrst úr lestinni þar!! ég hef prófað löduna líka og það er ekki hægt að líkja þessum bílum saman því að súkkan er Tvímannalaust Rollsin í þeirri samlíkingu svo að ég mæli frekar með að þú finnir þér súkku og hættir að spá í jeppa sjálfsmorði
kv orn
06.02.2003 at 21:42 #467980
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Ég átti eitt sinn súkku á 33" og hún svínvirkaði! en það er svo annað mál að treista þessum græum á jökul?? Ég fékk mér alveg rosalegan 38"patrol á eftir súkkuni svona til að fara yfir jökul á, en eitt skiptið þegar ég var staddur á miðum jökli á mínum fjallabíl og var í miklu basli þá var mér litið ofar í brekkuna og þá var þar stutt súkka á 33" alvega að meika það. Það var reyndar eina skiptið sem ég hefði viljað skipta, en einhverstaðar verður maður að byrja og ég fyrir mitt leiti hefði ekki vilja sleppa súkku tímabilinu.
Jeppakveðja Davíð
06.02.2003 at 22:22 #467982Sæll Skuggi.
Ég átti Sportara í 2 eða 3 ár en var ekki mikið á honum utan vega þótt hann væri upphækkaður. Helstu kostirnir við hann voru fjöðrunin og svo verðið að sjálfsögðu, þar með talið verð á varahlutum, sem oft var aðeins brotabrot af sömu hlutum í japönsku bílana. Nú eru B&L ekki lengur með umboðið og ég veit ekki hvernig er að fá varahluti í dag.
Hins vegar hefur bíllinn galla og finnst mér tveir stærstir og verstir:
Fyrst er það að vegna þess hve stutt er milli fram- og afturhjóla er hann stórvarasamur í lausamöl og hálku. Ef hann byrjar að skrika til þá gerast hlutirnir hratt. Endalok bílsins urðu einmitt velta í hálku þar sem lítt reyndur bílstjóri var ekki nógu snöggur að rétta stýrið af eftir hliðarskrik.
Hinn gallinn er vélin. Minn var með 1600 vél með blöndungi. Þá vél skorti illilega tork og bara til að mjaka bílnum af stað í fyrsta þurfti að þeyta vélinni á talsverðan snúning. Þá kemur hið fræga Lada hljóð: Súúúmmmmmmmm Einnig var vélin mjög gjörn á að koka þegar henni var gefið snögglega. Þá myndaðist hinn frægi Lada-rykkur: Fyrst kastast maður fram í sætinu og svo aftur og svo aftur fram og svo …. Vegna máttleysis í vélinni var fimmti gírinn einungis nothæfur til að fara niður brekkur og undan vindi. Á jafnsléttu hélt hann hærri ferð í 4. en 5. gír!
Kannske er 1700 vélin með beinni innspýtingu eitthvað skárri.
Einhver skrifaði hér að þyrfti sérverkfæri til að skipta um framhjólalegur. Það er ekki rétt. Ég gat skipt um þær með venjulegum bílskúrstólum vandræðalaust. Yfirleitt var einstaklega einfalt og auðvelt að gera við allt sem bilaði – það var líka eins gott því það var margt sem bilaði.
Þrátt fyrir þetta er ég ekki viss um að Bronco sé betri kostur. Þeir komu hingað í stríðum straumum kringum 1975 til 1980 og ótrúlega margir þeirra enduðu í veltum. Kannske er Bronco2 skárri. Ég hef ekki átt Bronco sjálfur, en ef ég væri að velja milli þessara tveggja tegunda myndi ég sennilega veðja á Broncoinn þó ekki væri nema bara til að hafa prófað.Vonandi ruglar þetta þig ekki allt of mikið.
Kveðjur
Wolf
06.02.2003 at 23:02 #467984Bronco II er þekktur fyrir að vera sérlega [url=http://www.rolloverlawyer.com/BroncoIInews.htm:39r9tiqi]valtur[/url:39r9tiqi]
07.02.2003 at 09:09 #467986
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Lada er málið. Bersti bíll sem ég hef átt hamar og duck tape er allt sem þarf til viðgerða og ef allt fer ílla þá bara skilurðu hann eftir. Ég átti sportara sem fyrstu bifreið, kostaði mig 10.000kr + mjög lágar tryggingar og engin þúngaskattur, í dag á ég 2000 Datsun og það er mesta hörmungaarútgerð ekkert kostar minna enn 50.000 og ef maður notar hann mikið er eins gott að eiga bifreiðaverkstaæði. Kanski maður fái sér lodu bara aftur.
mummi
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.