Forsíða › Forums › Spjallið › Allt annað › Er jeppamennska að detta uppfyrir
This topic contains 6 replies, has 1 voice, and was last updated by Birkir Jónsson 15 years, 5 months ago.
-
CreatorTopic
-
05.08.2009 at 22:51 #205601
vegna eldsneytiskostnaðar og verðs á búnaði auka og varahlutum?
Minkandi menning keðjuverkandi ?
Félagarnir að hætta og þá hætta hinir líka ? -
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
05.08.2009 at 22:53 #653374
Kalli er þér sama þó ég plöggi inn smá auglýsingu sem er í anda þessarar fyrirspurnar þinnar.
https://old.f4x4.is/index.php?p=108451&j … 28#p108451
Kv. notendanafn:stef.
05.08.2009 at 23:07 #653376Og smá viðbót.
Ég gisti við Snæfellsskála í nótt og við komu þá hafði ég samband við skálavörðinn og sagðist sofa í bílnum en að ég myndi nota aðstöðuna og átti við salernið.
Hann segir þá 900 kr + 400 kr fyrir aðstöðuna. Ég ítrekaði að ég ætlaði að gista í bílnum og nota aðstöðuna og hann bara já 900 + 400. þá fauk í mig og ég sagðist ekki ætla nota klósettið ég þyrfti þess ekki.
Misskildi hann þá þannig að hann hélt ég ætlaði að nota aðstöðuna INNI Í SKÁLANUM og ætlaði þar af leiðandi að rukka 400 í viðbót við 900 krónurnar fyrir það.
Sem sagt ég átti að borga 900 kr. fyrir að vera út á bílaplani sem úr "náttúrulegum" sandi og sem hallaði í þokkabót og jú mátti nota wc. Ég efast um að það hafi verið sápa þar inni. Alla vega í þeim skálum sem ég hef komið í og notað "aðstöðuna" en það kallast "aðstöðugjald" á fagmáli og er um 400 kr. þá er ekki einu sinni sápa innifalin.
En gisting út á bílaplani eða í tjaldi = 900 og ef hita á vatn inn í skálanum þá bætast við 400kr í "aðstöðugjald" = 1300 fokking íslenskar krónur.Ég á eftir að reikna út hvað þessi túr (var um yfir 1600 km )kostaði en það hleypur á tugum þúsunda… Svaf alltaf í bílnum og borgaði aðstöðugjald 400 kr. ef ég notaði salernið… nb. 2x sama daginn sitt hvor staðurinn sem sagt 800 kr. SHIT HAPPENS..
Það er lúxus að ferðast innanlands… sennilega verður þetta FERÐIN sem ég fór árið 2009
Kv. stef.
05.08.2009 at 23:17 #653378Jahérna …. allt er nú hægt að rukka fyrir …. og það bara nokkuð mikið fyrir það sem lítið er.
En ég hef verið að spá í þessu , það kom jeppabóla núna fyrir nokkrum árum sem mér sýnist vera sprungin núna.
Og þeir bílar sem eru hentugastir fyrir nýliðana, og reyndar okkur hina líka ( Gamall 38" Hilux ) eru flestir farnir úr landi.
06.08.2009 at 00:10 #653380Sælir félagar.
Þetta er orðið agalegt ástand.
Ég man þegar ég keypti jeppann minn í febrúar 2005 sem ég á reyndar ennþá, Hilux extracab dísel ’91. Þá kostaði einhverjar 3500kr að fylla tankinn ( reyndar var þetta áður en að kílómetragjaldið var fært á eldsneytið). Maður brosti hringinn þó að aflið hafi ekki verið mikið. Í dag kostar þessi sami tankur 14000.
Jæja þetta er bara eldsneytið.
Þetta ár keypti ég mér gang af 38" mudder dekkjum á 150 þúsund, þ.e. með umfelgun ballanseringu og neglingu. Í dag kostar sami pakki u.þ.b 400 þúsund.
Ég held að við séum á rangri leið.
Kv. Bragi
06.08.2009 at 10:19 #653382Já þetta er orðið dýrt sport, enda hefur fækkað gríðarlega á fjöllum síðustu tvo vetur og ég er nokkuð viss um að fækkunin verður gríðarleg þennan veturinn – sem er svo sem ágætt fyrir þá sem eftir verða, því að mínu mati var orðið óþolandi mannmargt á fjöllum. En það er að sjálfsögðu líka slæmt fyrir sportið í heild sinni þegar margir hellast úr lestinni.
En varðandi skálagjöldin/aðstöðugjöldin þá finnst mér ekkert að því að borga eðlileg skálagjöld og eitthvað fyrir aðstöðuna ef maður notar hana eingöngu. Hins vegar finnst mér fyrir neðan allar hellur að reyna að rukka fólk fyrir að tjalda á sandi í nágrenni skála, að maður tali ekki um að rukka fyrir að leggja bílnum þar og sofa í honum.
Benni
06.08.2009 at 13:10 #653384Í mínum ferða hóp virðist jeppamenskan ekki vera að detta upp fyrir enda lítið um kúlulán og aðrar slíkar hamingjur þar á ferð.
Fyrst menn eru að væla undan bensínverðinu þá kostar helling líka að gista lengri tíma í skálum á veturnar og allt þetta blessaða grill stand kostar líka sinn aur.
Það má ná niður þessum kostnaði með því að vera í f4x4, útivist og FÍ. Ég held ég hafi sparað 20-30 þúsund á viku ferðalagi með því að vera gildur limur í þeim.
Kveðja, Fastur
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.