FERÐAKLÚBBURINN 4X4

Menu
  • Ganga í Klúbbinn
  • Innskráning
Ferðaklúbburinn 4x4 Valmynd   ≡ ╳
  • Forsíða
  • Um F4X4
    • Greiða félagsgjald
    • Ferðaklúbburinn
      • Skilmálar vefs Ferðaklúbbsins 4×4
      • Lög Ferðaklúbbsins 4×4
      • Markmið Ferðaklúbbsins 4×4
    • Bókasafnið
    • Vefsíðan
    • Hagsmunamál
      • Öryggismál í ferðamennsku
      • Ferðafrelsi
      • Samstarf við hagsmunaaðila
      • Upplýsingar til ferðafólks
      • Verðlag á búnaði til jeppaferða
    • Umgengni
    • GPS grunnur
      • Sprungukort af jöklum
    • Jöklakort
    • Ferðast á fjöllum
      • Gátlistar
      • Öryggismál í ferðamennsku
    • Afslættir
    • Ganga í Ferðaklúbbinn 4×4
  • Viðburðir
  • Deildir
    • Austurlandsdeild
    • Eyjafjarðadeild
    • Hornafjarðardeild
    • Húnvetningadeild
    • Húsavíkurdeild
    • Skagafjarðardeild
    • Suðurlandsdeild
    • Suðurnesjadeild
    • Vesturlandsdeild
    • Vestfjarðardeild
  • Nefndir
    • Stjórn
    • Ferðafrelsisnefnd
    • Ferlaráð
    • Fjarskiptanefnd
    • Húsnæðisnefnd
    • Hústrukkanefnd
    • Litlanefnd
    • Ritnefnd
    • Skálanefnd
    • Skemmtinefnd
    • Tækninefnd
    • Umhverfisnefnd
    • Ungliðanefnd
    • Vefnefnd
  • Skálar
    • Fjallaskarð
    • Leppistunguskáli
    • Réttartorfa
    • Setrið
    • Skiptabakki
    • Sultarfit
  • Spjall
  • Augl.
  • Ljósmyndir
    • Setja inn myndir

Er GPS bókin orðin úrelt?

by Baldvin

Forsíða › Forums › Spjallið › GPS og leiðir › Er GPS bókin orðin úrelt?

This topic contains 9 replies, has 1 voice, and was last updated by Profile photo of Sigurður Ásmundsson Sigurður Ásmundsson 17 years, 4 months ago.

  • Creator
    Topic
  • 08.01.2008 at 08:56 #201557
    Profile photo of Baldvin
    Baldvin
    Participant

    Var að dunda mér við það að setja inn í Mapsource nokkrar leiðir úr GPS bókinni þeirra Sigurjóns Péturssonar og Magnúsar Sigurjónssonar sem var gefin út 1995.
    Sé það mér til furðu að skekkjan er æði mikil frá bókinni á kortið í Mapsource’inum. Veit að punktarnir gömlu eru Hjörsey 1955 og nýja kortið er WGS84, en er ekki afar óeðlilegt ef skekkjan á milli er í hundruðum metra?

  • Creator
    Topic
Viewing 9 replies - 1 through 9 (of 9 total)
  • Author
    Replies
  • 08.01.2008 at 09:05 #609580
    Profile photo of Þorgeir Egilsson
    Þorgeir Egilsson
    Member
    • Umræður: 6
    • Svör: 188

    Nei það er mjög eðlilegt þar sem þetta er sitthvort kerfið. Þú þarft að snú úr Hjörsey 1955 í WGS84 til að púntarnir lendi á réttum stað.
    Kveðja Þorgeir





    08.01.2008 at 09:12 #609582
    Profile photo of Rúnar Sigurjónsson
    Rúnar Sigurjónsson
    Participant
    • Umræður: 31
    • Svör: 3028

    þá eru punktarnir í bókinni teknir þegar GPS tæknin var bæði eitthvað ónákvæmari, sem og að GPS kerfið var ruglað af stjórnvöldum í Ameríkuhreppi á þessum tíma.

    Bókin er í fullu gildi, bara muna að þetta eru bara viðmiðunarpunktar. Einnig einhver dæmi um einstaka villu í punktunum. Akið með gát…:)





    08.01.2008 at 09:55 #609584
    Profile photo of Dagur Bragason
    Dagur Bragason
    Participant
    • Umræður: 57
    • Svör: 1058

    Töluvert af punktum í GPS bókinni voru teknir með Loran C, en töluverð frávik gátu orðið í staðsetningarnákvæmni vegan áhrifa landslags á Loran merkið.





    08.01.2008 at 12:03 #609586
    Profile photo of Hjörtur Sævar Steinason
    Hjörtur Sævar Steinason
    Participant
    • Umræður: 89
    • Svör: 1242

    Góðan daginn,
    í Stýrimannaskólanum var stöðugt verið að brýna fyrir okkur að upplisýngar úr þessum tækjum ætti einungis að nota til viðmiðunar ekki keyra eftir þeim í blindni.
    Annars má geta þess að endurtekkningarnákvæmni Loran C var 99,9% í sama tæki en ef þú fórst með punkta á milli tækja lentir þú iðulega út í móa.
    En muna það að ekki stóla blint á upplisýngarnar úr tækjunum og eins og Rúnar segir:: Akið með gát…
    Kveðja Hjörtur og JAKINN





    08.01.2008 at 12:07 #609588
    Profile photo of Guðmundur Jónsson
    Guðmundur Jónsson
    Participant
    • Umræður: 20
    • Svör: 1116

    Það er skrítið hvernig kröfurnar breytast . Fyrir 20 árum fannst manni göldrum líkast að hægt væri að staðsetja sig með innan við 500 m nákvæmni með litlum lórantækjum sem voru á stærð við ristabrauðsvél og kostuð bílverð. Í dag eru menn farnir að tala um 5 metra nákvæmni með GPS tækjum sem vega innan við 50 gröm og kosta svipað og sæmilegir skór.
    [url=https://buy.garmin.com/shop/shop.do?cID=142&pID=10527.</][b:2k70u6wu]Mini gps[/b:2k70u6wu][/url]

    Í þessu tilliti má segja að GPS Bókin sé komin af léttasta skeiðinu. En hún er ekki úrelt. Leiðirnar eru þarna með leiðarlýsingum og heimildum. það er oft miklu meira virði en ferlarnir sjálfir.





    08.01.2008 at 13:42 #609590
    Profile photo of Baldvin
    Baldvin
    Participant
    • Umræður: 45
    • Svör: 524

    Fyrir 50 árum þóttu umferðarljós nánast vera kraftaverk, þvílíkt tækniundur sem þau nú voru. Nú verðum við hratt gröm ef þau eru ekki almennilega samstillt um alla borgina :)
    Þakka annars góð svör drengir, keyri að sjálfsögðu aldrei blint eftir annarra punktum, yfirleitt ekki einu sinni mínum.
    En Þorgeir, hvernig sný ég punktum úr Hörsey yfir í WGS84?





    08.01.2008 at 15:07 #609592
    Profile photo of Guðbjartur Magnússon
    Guðbjartur Magnússon
    Participant
    • Umræður: 19
    • Svör: 368

    Eini punkturinn sem ég hef notað úr þessari bók reyndist vera vitlaus. Það er punkturinn í efsta skálann í Tindfjöllum (Ísalp skálinn) punkturinn reyndist vera í skála sem er í einkaeigu (miðskálinn) Það var ekki gaman að þvælast þarna gangandi í svartaþoku með vitlausan punkt.
    En eins og búið er að benda á þá er eingöngu þetta til viðmiðunar.





    08.01.2008 at 18:30 #609594
    Profile photo of Þorgeir Egilsson
    Þorgeir Egilsson
    Member
    • Umræður: 6
    • Svör: 188

    Ég verð nú bara að segja eins og er að ég hef ekki hugmynd um það en ég trúi ekki öðru en einhver sem les þennan þráð geti komið með leiðbeiningar um það
    Kveðja Þorgeir





    08.01.2008 at 18:39 #609596
    Profile photo of Sigurður Ásmundsson
    Sigurður Ásmundsson
    Member
    • Umræður: 14
    • Svör: 949

    samkvæmt pésanum sem fylgdi með nroute sem ég keypti mér fyrir jól á það að gerast átómatik þegar maður les punkta á milli tækja. En spurningin er hvað gerist ef punkturinn er settur inn handvirkt, stendur ekki svo mikið um það í pésanum, en ég get ímyndað mér að þá seti maður punktana inn með tækið stillt á Hjörsey 1955 og breyti svo stillingunum yfir í WGS84 og barbabrella.





  • Author
    Replies
Viewing 9 replies - 1 through 9 (of 9 total)

You must be logged in to reply to this topic.

RSS mbl.is – bílar

  • Villa kom upp sem bendir til þess að veitan liggi niðri. Reyndu aftur síðar.