Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Er eitthvað?
This topic contains 20 replies, has 1 voice, and was last updated by Skúli Haukur Skúlason 18 years, 1 month ago.
-
CreatorTopic
-
08.12.2006 at 01:31 #199118
AnonymousEr eitthvað til í því að félagar í F4x4 komi til með að fá 10kr afslátt á eldsneyti hjá Shell eftir áramót??
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
08.12.2006 at 01:55 #570706
Já rétt er það.
Klúbburinn og Shell hafa gert samning þess efnis að félagsmenn fái 10 kr afslátt frá listaverði.
Það þýðir um 5 – 5,5 kr frá sjálfsafgreiðsluverði.
Til að fá afsláttinn þurfa félagsmenn að hafa greitt félagsgjaldið og framvísa skýrteini við kaup á eldsneyti. Það er líka hægt að fá viðskiptakort hjá shell sem að tengist við kredit kort og þá verður það félagsskýrteini í 4×4 og um leið hægt að nota það beint til að greiða fyrir vörur á shell stöðvum.
Samningurinn veitir líka afslátt af smurþjónustu hjá shell í Skógarhlíð og við Laugaveg.
Annars er samningurinn kynntur í nýjasta Sertrinu og var einnig kynntur á félagsfundi í gær. Nánari kynning verður sett hér á netið á næstu dögum.
Benni
08.12.2006 at 01:59 #570708Eru einhver samráð hér í gangi, maður bara spir…
08.12.2006 at 02:01 #570710Þetta er samsæri gagnvart okkur sem erum hluti af íhaldinu (ESSO), mér líst ekkert á þetta. ;p
Samsæriskveðjur, Úlfr Undanfari (loksins kominn á 38"!!!!11)
08.12.2006 at 07:16 #570712Shell já þeir eru góðir en hvað með landsbyggðarlíðinn? illa mun það gangahjá okkur að nýta þetta.Svolítið langt að aka til R-víkur í hvert skipti sem maður tekur olíu því það eru ekki margir staðir út á landi sem Shell stöðvar eru starfræktar.
08.12.2006 at 11:38 #570714Það er rétt að Skeljungur er ekki allstaðar á landinu, ekki frekar en önnur olíufélög. En það eru skeljungsstöðvar á eftirtöldum stöðum á landsbyggðinni skv. heimasíðu þeirra:
Akranes
Borgarnes
Húsafell
Ólafsvík
Hvammstangi
Bíldudalur
Bolungarvík
Sauðárkrókur
Sleitustaðir v/Hofsós
Árskógasandur
Akureyri
Húsavík
Mývatn
Skjöldólfsstaðir
Egilsstaðir
Hallormsstaður
Reyðarfjörður
Seyðisfjörður
Eskifjörður
Fáskrúðsfjörður
Freysnes
Hvolsvöllur
Vestmannaeyjar
Úthlíð
Stokkseyri
Þorlákshöfn
Hveragerði
Grindavík
SandgerðiSíðan eru einhverjar sjálfsafgreiðsludælur sem hægt er að fá aðgang að ef menn eru með viðskiptakortið og óska eftir opnun hjá Shell – t.d við Búrfell og á Klaustri og víðar.
Á höfuðborgarsvæðinu eru svo 13 stöðvar.
Benni
08.12.2006 at 12:28 #570716Þetta er snilld:)munar nu heldur betur um það ef maður getur sparað kannski 600-700 kr á á fyllinguna nú eða meira jafnvel:)Veit það að bara hér í Húsavíkurdeildinni er buið að fjölga um tæplega 10 manns bara síðan í gær bara útaf þessu og fleyri á leiðinni meira fólk í klúbbinn hlýtur að vera bara gott mál og allir græða já eða spara.
Kv Víðir L
Þ412Gambri4x4
08.12.2006 at 14:31 #570718Nú geng ég í klúbbinn…
08.12.2006 at 16:07 #570720Það er allt gott og blessað um þessa samninga að segja,En hvenær má maður eiga von á þessum blessaða gíróseðli fyrir félagsgjaldinu svo hægt sé nú að borga hann.
Klakinn sem engann seðilinn hefur fengið
08.12.2006 at 17:05 #570722Til hamingju með þetta félagsmenn, þetta vonandi skilar klúbbnum einhverjum aurum í vasann líka en sjálfur er ég ekki búinn að gleyma olíusamráðinu og mun sennilega aldrei gera og kem því aldrei til með að kaupa olíu af þessum þjófum ótilneyddur, alveg sama hvaða ávinningur er af því.
08.12.2006 at 17:28 #570724er þetta komið í gegn eða er það eftir áramót?
08.12.2006 at 18:46 #570726Axel minn, samráð hér og samráð þar. Og nú erum við líka kominn í samráð. Sem er hið besta mál. Ef við ættu að elta ólarnar við allt samráð og ekki versla við nokkurn sem ekki er tengdur samráði. Þá ættum við t,d ekki að vera tryggðir nema í gegnum FÍB, en einsog þú veist þá gátu tryggingarfélögin ekki svara spurningum okkar um utanvegatryggingu. Enda félöginn að hafa okkur að fíflum. Við ættum heldur ekki að eiga viðskipti við bankanna því þeir ætla greinilega ekki að láta okkur hafa hlutdeild í hagnaði sínum, þrátt fyrir að eigendur þeirra hafi fengið ríkisbankann á tombollu verði. Svona mætti sennilega lengi telja. En ég ætla að styðja við fyrirtæki sem styðja okkur, í hverju svo sem þau hafi verið áður, eða fyrri eigendur þess.
08.12.2006 at 19:27 #570728Þetta er góðar fréttir fyrir okkur og óska ég klúbbnum til hamingju með þennan samning.
Vonandi stenst þetta.Kveðja
Jóhannes
09.12.2006 at 00:02 #570730með désk,,,gíroseðilinn.
Klakinn
09.12.2006 at 00:38 #570732Gíróseðillinn fer að koma – Það tafðist aðeins þar sem útgáfa þeirra er m.a. liður í samningi við landsbankann sem var lokið við á miðvikudag.
Seðlarnir verða áræðanlega jólagjöfin í ár
Benni
09.12.2006 at 16:58 #570734
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Já ég get ekki sagt annað en að þetta sé ein hrein snilld. Þar sem ég er ábúandi á RVK svæðinu er mér nokk sama hvar þessi afsláttur er.
Til hamingju og takk fyrir.
09.12.2006 at 19:18 #570736en tekir þessi samningur til orkustöðva líka???
kv. Brekkuskelfir
09.12.2006 at 23:56 #570738Listaverð hjá olíufélögunum er útreiknað kostnaðarverð og álagning miðað við fyrirframgefnar forsendur þeirra. Almennt eru lágverðsstöðvarnar (orkan, ób, egó) og einnig allmargar almennar stöðvar nokkuð lægri en þetta listaverð. Þess vegna mega menn ekki halda að þeir fái bara 10 krónu afslátt af auglýstu verði á hverri stöð, það er ekki þannig. Sumar stöðvar selja eldsneytið með minna en 10 króna álagningu pr. líter og verður afslátturinn því minni á þeim stöðvum. Á Orkustöðvunum fengjum við því tæpast meira en 1-2 króna afslátt sem væri því um 1-2 krónur undir verði Atlantsolíu (minna ef menn eru með dælulykil).
Gott væri að fá að vita hjá þeim í Skejungi hvar hægt er að sjá hvert listaverðið er á hverjum tíma.
Til hamingju með samninginn félagar.Klemmi.
10.12.2006 at 00:28 #570740Þeir eiga heiður skilið þeir sem komu þessu saman.
Þetta sýnir hvað hægt er, svo ekki verður um vilst.
Olíukveðja,
Jón Örn.P.s. kannski verður þetta til þess að fleiri en jeppamenn sjái kosti þess að vera í klúbbnum.
10.12.2006 at 00:34 #570742Hins vegar eru svona samningar víða hér í þjóðfélaginu. All nokkur starfsmannafélög hafa gert samskonar samninga við olíufélögin síðustu ár og fengið sama afslátt.
Tryggvi, góð hugmynd að koma þessu inn í klúbbinn.Kveðja,
Klemmi.
10.12.2006 at 11:32 #570744[url=http://http://www.skeljungur.is/category.aspx?catID=99:2aor228r][b:2aor228r]Þetta[/b:2aor228r][/url:2aor228r] hlýtur að vera listaverðið. Hjá Atlantsolíu er verðið núna 112 krónur, þannig að ef við gefum okkur að Atlantsolía sé lægst þá gefur afslátturinn 3,4 krónum lægra verð. Mér sýnist að það geri hjá mér miðað við ársakstur og eyðslu um 9.000 kr. sparnað á ári sem er tvöfalt félagsgjaldið. Svo ef konan notar aukafélagakortið á bílinn sinn bætist kannski helmingurinn af því við.
Kv – Skúli
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.