This topic contains 26 replies, has 1 voice, and was last updated by Heimir Jóhannsson 22 years ago.
-
Topic
-
Ég hef verið að spá í að fá mér barbí, ég á rosalega góðan hílux sem fer allt, en er bara bensín og mig langar orðið dálítið í „grútarbrennara“.
Maður hefur séð Hílux menn fara yfir á Barbí, en koma svo fljót aftur yfir á gamla góða lúxa, enn afhverju?
Er það satt að þeir séu með sjálfvirkan „sörpræs“ sleppibúnað á framhjólum þegar minnst varir?
Er það satt að þeir drífi miklu minna í snjó en Hilux, og þá afhverju.
Eru þeir allir með svona ljótu ljósbláu eða ljósbleiku fóðri að innan sem minnir mann mest á dæhatsú eða hondæ
Ætli maður þurfi að færa hjólin á barbí til að koma 38″ undir.
Hvort eru þeir skemmtilegri á 38″ Sjálfsk.-beinsk.
Er ekki rafmagns innspíting á þeim og ekkert olíuverk? Slær þá ekki út´í fyrir því í vatni og snjó.
Hvernig er að koma fyrir auka tank?
Sumir segja að barbí sé svo frábær að það þurfi ekki lægri hlutföll þrátt fyrir 38″
Eru allir barbí eins frá 96 til 2002, t.d. mótor búnaður og spirnur að framan. Er ein árg. betri enn önnur.
Munar eitthvað að ráði á venjulegu pústi og 3″ pústi.
Keyrði í dag
sjálfsk. barbí venjul.púst.= kraftlítill
Beinsk. 4runner 3″ púst. = þokkalegur.Er kannski best að kaupa bara gamlan 4Runner á okur fé m.v. barbí.
´95 4Runner = 1.750 35″ ek. 250 þús
´97 Barbí = 2.100 35″ ek. 98 þúsEitt að lokum, er 38″ alls ekki nothæf undir barbí með 35″ köntum + meira klipperí.
kv Atli E.
(sem langar smá í dísel barbí)
You must be logged in to reply to this topic.