This topic contains 5 replies, has 1 voice, and was last updated by Ásgeir Hafsteinn Pétursson 15 years, 1 month ago.
-
Topic
-
Ég og faðir minn erum að skoða hvort við eigum að kaupa okkur jeppa og erum dálítið heitir
fyrir Patrol svona helst í kringum ´00-´04, semsagt helst með 3 lítra disel vélinni.Ég vil hafa bílinn sem mest breyttann og hann vill helst hafa hann óbreyttann.
Erum samt helst að skoða þessa sem eru með 35”-38” breyttir.
Og auðvitað vill maður sem minnst ekinn bíl en svona miðað við árgerð, búnað og verð, þá eru þessi bílar sem við höfum verið að skoða eknir svona 150-200 þús km.Hvað skal hafa í huga þegar maður er að skoða notaðann Patrol?
Ég veit að það var einhver galli í 3 lítra disel vélunum og þær innkallaðar að mér skillst. Getur einhver sagt mér nánar hvað nákvæmlega var gallað eða í hverju bilun fól í sér?
Er 2.8 lítra disel vélin nokkuð betri? Það sem hefur kannski pirrað mig mest með 2.8 vélina er að hún sé ekki meira en 128 hp í svona þungum bíl.
Svo, þótt lítið sé af þeim þá eru þeir nokkrir til sem eru með 4.2 lítra disel vélinni og maður hefur heyrt dálítinn lofsöng um þær, að þær eigi að vera svo sterkar og lítið viðhald og annað slíkt, er það satt?
Eru einhver vandamál með eitthvað af þessum vélum sem ágætt væri að vita af? T.d. er ofhitunarvandamál eða smurningsvandamál, heddpakningar eða annað?
Hvað er svona Patrol að eyða? Innanbæjar og svo utanbæjar, hefði áhuga á vita sem flestar eyðslutölur, hvort sem er á orginal dekkjum, 33” 35” 38” 44” eða jafnvel stærra og hvort sem er sjálfskiptur eða beinskiptur.
Ég var að horfa á kynningarmyndband um daginn þar sem sagt er frá því að aðaltankurinn sé 90 lítrar og svo 40 lítra aukatankur. Er þetta svona í öllum þessum bílum eða var þetta aukabúnaður?
Við erum frekar að horfa á sjálfskipta, hvernig eru annars þessar skiptar, þola þær alveg vel 38” og stærra? Hef reyndar skoðað þá nokkra beinskipta ekna þetta um 150 þús km með annaðhvort lélega kúplingu eða þar sem nýlega er búið að skipta um hana.
Hver er munurinn á Elegance eða Luxury, hélt first að þetta væri hvort hann væri með leður og lúgu en það virðist ekki vera það.
Er eitthvað sem maður þarf að kíkja vel á t.d. legur eða algeng svæða sem riðga, eða er eitthvað sem gott er að athuga hvort hafi verið skipta um eða uppfært vegan þess að það hafi komið lélegt orginal eða eitthvað álíka.Bara allar upplýsingar sem þú/þið getið gefið væru vel þegnar.
Með Kveðju Sverrir Már
You must be logged in to reply to this topic.