Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Er að leita að Bronco
This topic contains 18 replies, has 1 voice, and was last updated by Baldur Pálsson 16 years, 11 months ago.
-
CreatorTopic
-
23.01.2008 at 12:43 #201693
Sælir félagar veit einhver um þennan bíl, hvar hann er niðurkominn í dag eða hvort það sé búið að rífa hann.
https://old.f4x4.is/new/photoalbum/default.aspx?file=cars/5869/48005 -
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
23.01.2008 at 13:51 #611294
Hvaðan og síðan hvenær er þessi mynd?
23.01.2008 at 14:02 #611296mér sýnist þetta vera bronco sem var smíðaður á Húsavík af sama aðila og smíðaði hvíta hvalinn svo kallaða sem er lengdi Broncoinn sem er núna verið að spá í að eyðinleggja með einhverji díselvæðingu.
Þessi Bronco er með unimog hásingar með niðurgírun útvið hjól. 460 vél minnir mig sem er að öllum líkindum ekki í honum á þessari mynd miðað við hvað hann er uppíloft að framan.
Ég býst fastlega við því að þessi bíll sé ennþá staddur á Húsavík og sá sem smíðaði hann veit örugglega um hann.
23.01.2008 at 14:06 #611298Eins og sést á myndinni er bara 429 "kettlingur" í honum.
Eina sem manni dettur í hug þegar maður sér svona bíl er: "Þetta er keppnis!"
-haffi
23.01.2008 at 14:53 #611300Þetta er ekki Úllan hans Kalla Geirs, hún var með unimog hásingar og vel preppaða 460. Hún er til enn, en ekki á unimog lengur.
Kalli smíðaði þennan bíl líka og var reyndar líka kallaður Úlla (sennilega Úlla 1), en þessi bíll var þekktur sem broncoinn í kvikmyndinni Stellu í orlofi. Ekki viss hvort hann var á unimog hásingum, en allavega var hann mikið mjórri en aðal Úllan:
[img:1yb6842t]http://i47.photobucket.com/albums/f180/bremsa/fordar_001.jpg[/img:1yb6842t]
En eftir því sem kemur fram í þræði á live2cruize, þar sem Sverrir, sonur kalla, kom með þessar myndir, þá var þessi bíll rifinn 1993
fyrir þá sem hafa aðgang að live2cruize:
[url=http://www.live2cruize.com/spjall/showthread.php?t=51777:1yb6842t][b:1yb6842t]http://www.live2cruize.com/spjall/showthread.php?t=51777[/b:1yb6842t][/url:1yb6842t]
23.01.2008 at 16:12 #611302Eg veit reyndar ekki hvað varð um græna broncoinn , en get samt sagt ykkur að hann var á múkka hásingum eins og sá blái , sem er reyndar rauður í dag
Blái er kominn á dana 44 og dana 60 og loftpúðafjöðrun framan og aftan
Úlla heitir/hét sá blái ( Múkkinn , kóngulóin )
Og hinn Úlla IIBáðir eftir henni móður minni 😉
23.01.2008 at 16:23 #611304En það er ekki ólíklegt að þessi græni hafi á sínum tíma verið ljósgrár með röndum frá húddi og yfir topinn. Mikil vinna var lögð í leðurklæðningu og bólstrun og settir stólar úr Crysler Cordoba 75" árgerð. Þá var hann á 33" með 302 og það var um árið 1980 eða svo. Allavega sýnist mér þetta á plastrúðunum vera bíll sem pabbi gamli lagði óhemju vinnu í á sínum tíma. En sá bíll varð blár á tímbili og undir hann hafði verið settar Unimog hásingar og stóð í kópavoginum í kringum 94" en hef ekki séð hann síðan.
23.01.2008 at 18:50 #611306Var það ekki hann sem átti broncoinn í Stellu í orlofi?
23.01.2008 at 20:00 #611308þar er saga bílsins sögð
23.01.2008 at 20:54 #611310Jú sá Græni var í Stellu í orlofi , þá svartur á einhverjum 50+ dekkjum miiinnir mig.
Svo eignaðist karl faðir minn hann og setti plastboddí á .
23.01.2008 at 21:04 #611312Er þetta semsagt sami bíllinn og umræddur græni Bronco hér að ofan
[img:37plfxl9]http://www.bilavefur.net/album/albums/uploads/myndaalbum/adrir/normal_272.jpg[/img:37plfxl9]
[img:37plfxl9]http://www.bilavefur.net/album/albums/uploads/myndaalbum/adrir/normal_bronco.jpg[/img:37plfxl9]
23.01.2008 at 21:32 #611314Ég er með hásingarnar undan þeim bláa (Úllu 1 )
væri gaman að vita hvað varð um hinn frétti að hann hefði verið rifinn 1993 ,það voru mjórri hásingar undir honum , væri til í að eignast þær hásingar fyrir næsta verkefni……kv Baldur
23.01.2008 at 22:14 #611316Þú ert þá bróðir Sverris sem hefur verið að skrifa á Classicbroncos.com. Hann hefur ekki skrifað þar lengi. Þið ættuð að linka á myndirnar á spjallinu fyrir kanann.
23.01.2008 at 22:35 #611318Þessi græni sem Baldur spyr um er ennþá grænn, reyndar hvítur líka en situr á annarri grind í dag. Tók þetta boddý af annarri grind en sú var með orginal hásingar þ.e. 9" og D-44. Kv. Árni
24.01.2008 at 00:01 #611320svona fyrst verið er að pæla í gömlum broncoum en þá átti pabbi einn árg. ´74 var fyrst rauður og svo sprautaði hann bílinn svartann og setti seinna einhver listaverk á hurðirnar á honum en þetta var í kringum ´86-´89 ef einhver man eftir honum og veit kannski hvað varð af honum en hann var allavega rosalega heill og flottur þá hehe
24.01.2008 at 01:34 #611322hann er í brúnastekk 3 held ég hrikalegur á 44 ég er of búin að gæla við að banka uppá hjá kallinum og bjóða í hann mundi gera það ef ég ætti einhvern pening:-(
24.01.2008 at 10:45 #611324Ef að þessi græni og þessi svarti er "samil" bílinn þá hefur nú eitthvað verið átt við boddýið á honum. Allavega ef maður ber saman brúnar kúptar plastrúður í þeim græna og orginla rúður í þeim svarta.
24.01.2008 at 17:55 #611326Já.
Boddíinu á honum var skipt út fyrir plastKv. Kalli
22.02.2008 at 07:41 #611328veit engin hvað varð hásingarnar undan þessum græna
kvBaldur
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.