Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Er 4,56 nóg f. Econoline m.351 og „38 dekk?
This topic contains 12 replies, has 1 voice, and was last updated by Ingimundur Stefánsson 19 years, 4 months ago.
-
CreatorTopic
-
09.09.2005 at 14:13 #196234
Sælir spekúlantar.
Geta menn sagt mér hvað þeim finnst um að setja 4,56 hlutföll undir Econoline m. 351vél og á „38 dekk, með það að markmiði að komast eitthvað áfram í snjó? Eða eru 4,88 hlutföll nauðsynleg?
Bíllinn yrði nú annars mest keyrður á „35 dekkjum yfir sumartímann.
Bíllinn er sjálfskiptur og ekki með skriðgír.kv. Ingimundur
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
10.09.2005 at 14:08 #526560
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Ágætt að byrja að ganga út frá því sem framleiðandinn taldi rétt. Gef mér að original dekkjaþvermálið sé 30 tommur og þú er kominn á 38 tommur. Þá er fyrst að deila í 38 með 30 útkoman er 1,266, sem þýðir að 38 tommu dekkin eru 26,6 prósent hærri en þau upphaflegu. Þetta þýðir að ef á að halda sömu heildar hlutföllum og framleiðandin taldi best að þá þarf að margfalda original drifhlutfallið (segjum 3,73) með útkomunni úr dæminu á undan.
Eða… 3,73 x 1,266 = 4,72 (mitt á milli 4,56 og 4,88) þannig ef þessar tölur sem ég gef mér eru réttar mundirðu líklegast velja 4,56 vegna 35 tommu dekkjanna.
ÓE
10.09.2005 at 22:24 #526562Óskar, takk fyrir greinargott svar.
Nú er bíllinn m. 4,10 hlutföllum, hugsanlega orginal hlutföll, þannig að málin vandast aðeins.
Líklega var bíllinn þó bara aðeins lærra drifaður orginal m.v. 3.73, þannig að þetta ber að sama brunni, 4.56 er ok, og líklega hentugra í almennum akstri.Enn og aftur þakkir.
Ingimundur
10.09.2005 at 22:53 #526564Ef skiptingin er með yfirgír þá myndi ég hugleiða 4.88.
Ég er með 4.88 í Blazer K5 án yfirgírs og 38" dekkjum og hann er á óþarflega miklum snúning (um 2500) á 100 km. hraða.
Yfirgírinn myndi lækka snúninginn niður í kringum 2000 sem er mjög gott.
12.09.2005 at 21:26 #526566Ég er með Econoline m. 7,3 disel túrbó á 38" og 44" á 4,10 hl. og kemur mjög vel út og eyðslan er minni eða 15-17 l. Veit um inn Econcline m. 7,3 á 4,88 hl.á 36" og eyðslan er 25-30 l.Svo eru 4,10 hl. mun sterkari en td. 4,88 hl
12.09.2005 at 22:08 #526568Ég hef einmitt alltaf haldið þetta að lægri hlutföll væru veikari en [b:3njv55zu][url=http://www.gearinstalls.com/410suck.htm:3njv55zu]þessi[/url:3njv55zu][/b:3njv55zu] gæi er ekki sammála. Hann bendir t.d. á að lægri hlutföll brotni frekar því oftar en ekki séu þau illa stillt á meðan upprunaleg/lægri hlutföll eru rétt stillt inn af verksmiðju. Hljómar ekkert ósennilega.
En aftur að þessum Econoline… ég tel að 4.10 hlutföll séu fín fyrir 38" dekk og engin spurning um að halda þeim ef þú ætlar líka að keyra á 35". Það er allavega engin ástæða til að prófa það ekki.Bjarni G.
13.09.2005 at 09:06 #526570
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Ef það sem fram kemur í greininni sem Bjarni bendir á er rétt, hvernig getur þá eftirfarandi staðist?
Ef tekið er dæmi um vogarstöng úr t.d. timbri og armarnir báðu megin við veltipunktinn jafn langir þannig að hlutfallið er 1:1. Síðan er annar endinn festur en þungi settur á hinn og það kemur í ljós að spýtan brotnar við 100 kg. Styrkur spýtunnar ræður ekki við þann þunga.
Ef síðan uppsetningunni er breytt og veltipunkturinn færður nær fasta enda spýtunnar þannig að sá armur spýtunnar sem þunginn er settur á er fjórum sinnum lengri en armurinn sem er fastur í endann (hlutfallið verður lægra 4:1), þá kemur í ljós að spýtan brotnar við 25kg. Það þarf sem sagt minna átak til að brjóta sömu spýtu þrátt fyrir að styrkur hennar hefur ekki breyst.
Illa stillt drif endast illa sama hvaða hlutfall á í hlut.
ÓE
13.09.2005 at 09:30 #526572(las hana ekki alveg alla) en ég skildi hana þannig að, höfundurinn vilji meina að vegna þess að svo mikið af þessum lægri hlutföllum eru sett í af misjafnlega færum aðilum eru þeirra vinnubrögð búin að koma óorði á þessi lægri hlutföll.
Betri samanburður væri að mínu mati hlutfall sem er álíka algengt frá verksmiðju og í eftir-á-ísetningu, kannski 4.56 og skoða svo bilanatíðni. Ef hún er meiri hjá þeim sem létu lækka eftirá þá er eitthvað til í þessu hjá greinarhöfundi.
Ekki það að ég sé að segja að 5.71 sé jafnsterkt og 4.10
-haffi
13.09.2005 at 11:53 #526574Lægri hlutföll eru í eðli sínu "veikari" en hærri hlutföll, og það einfaldlega vegna þess að þau eru lægri (alveg eins og Óskar er að reyna að segja…
Það sem ZUK er hinsvegar að segja er að þau séu ekkert "veikari" VEGNA færri tanna á pinnion, sem ég held að sé rétt hjá honum, ástæðan er allt önnur.
Dæmi. Hlutfall er 4.88:1. Afl sem kemur inn í hlutfallið er 1000 nm. Það þýðir að aflið sem fer út í dekkin eru 4880 nm (aflið sem leggst á kambinn). Annað hlutfall er 5:71 og er það "jafn sterkt", þ.e.a.s. þolir 4880 nm. Sömu 1000 nm koma inn í það hlutfall og aflið sem fer út úr því er því 5710 nm, og því brotnar það því það er bara "jafn sterkt" og 4.88 hlutfallið, þegar það í raun þyrfti að vera "sterkara".
Þannig að það má segja að þetta sé spurning hvort þú mælir aflið út úr hlutföllunum eða inn í þau, hvort þau eru jafn sterk. Eðlilegast er að sjálfsögðu að mæla inntakið.
Hversu sterkt hlutfall er svo í raunveruleikanum fer svo eftir fullt af öðrum hlutum en bara stærð. Hvernig stál er í því, gæðunum á smíðinni, herslunni, laginu á tönnunum, styrknum á kögglinum og hásingarhúsinu, hversu vel það heldur stillingunni o.s.frv. (og að sjálfsögðu eftir hversu mikill böðull bílstjórinn er
Er sjálfur búinn að draga Patrola út um allt hálendið með 5.71 Precission hlutföllum síðustu ca 100.000 km án allra vændræða.
kv
Rúnar.
13.09.2005 at 19:46 #526576þegar ný hlutföll eru sett í þarf að tilkeyra þau á ákveðin hátt. Fyrst þarf að keyra í kringum 60 km undir litlu álagi stopa og leyfa drifinu að kólna, drifið hitnar töluvert við þessa 60 km. Síðan skal keyra fyrstu 1000 km við lítið álag og svo skipta um olíu á drifinu,
töluvert svarf er komið í olíuna eftir þessa km. Veit ekki hversu oft menn gera þetta en hef heyrt af mönnum sem fara beint í ferð á sínum nýju hlutföllum.
Kveðja Magnús.
14.09.2005 at 14:20 #526578Ef menn eru með þessa kombinasjón, þ.e. 7,3(ekki powerstroke?) vél og 4,10 hlutföll, er þá ekki nauðsynlegt að vera með skriðgír þegar "38 og "44 dekk eru undir?
Ingimundur
14.09.2005 at 15:10 #5265807.3 + 38" + snjór = n/a….
7.3 + 44" + 4:10 = n/a….Kv.
Rúnar.
15.09.2005 at 13:06 #526582Liner
351w + "38dekk+"14felgur+snjór=suddayfirferð??!!!Já vel á minnst, ef einhver þarf að losna við 14" breiðar 8 gata 16,5" felgur þá má hinn sami hafa samband v. mig m. ingimundurs@hotmail.com
kv. Ingimundur
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.