Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Er 36″ Mudder „Plenty“
This topic contains 26 replies, has 1 voice, and was last updated by Anonymous 23 years ago.
-
CreatorTopic
-
04.12.2001 at 12:26 #191211
Sælir drengir, er með Toyota 90 LX, breittan fyrir 35/36″ miðað við 10″ felgur að ég held, allavega á 36″ vegna breiddar á dekkjum. Í dag er ég á 35″ AT dekkjum en það er verið að bjóða mér 36″ mudder/nelgd og lítið keyrð á 10″ breiðum álfelgum (einn ventill). Bíllinn er með lækkuð hlutföll 4:88 að mig mynnir, konídemparar ofl sem lengir slag-stuðul að aftan um ca 25cm.
Nú langar mig að fá ykkar ráðleggingar: Dugar 36″ Mudder, skríð ég á eftir t.d. sambærilegum bíl í þungum snjó án teljandi vandræða ? þennann pakka þ.e. dekk + felgur er verið að bjóða mér á Kr 160.000 er það sangjarnt verð, en sambærilegur pakki nýr kostar ca Kr 280.000Salutations
Js -
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
04.12.2001 at 17:51 #457810
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Sæll.
Mín skoðun er sú að ef menn ættla að breyta bílnum sínum fyrir torfærur þá er 38" lágmark. Ekki fara á 36" því þá ertu kvorteðer búinn að missa akstureiginleika sem bíllinn hafði, og eini munurinn á 36" breytingu og 38" breytingu í verði er að 38" er aðeins dýrari, annað mjög svipað.
Þannig að annaðhvort 35" eða 38" ekkert þar á milli.
04.12.2001 at 18:26 #457812
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Þú ættir að fara "slatta" og elta 38" bílana án mikilla vandræða (Tala nú ekki um nýja Patrol og Cruser 70/80 á 38", jafnvel fleiri því þú hefur upp undir 1/2 tonn á þá í eiginþyngd). En það er einn stór mínus (meðal annars) við 36", og hann er sá að það eru allir aðrir á 38". Því eru varadekk ef einhver hefur haft slíkt með sér og dekk sem skilin eru eftir í skálum sem varadekk öll 38" og þú því "á felgunni" ef eitthvað gerist.
Er ekki 38" breytingin á 90 bílnum allt öðruvísi en 35/36"?
Er afturhásingin ekki færð aftar og notaðir aðrir kantar og því breyting frá 35/36" yfir í 38" rándýr? nánast alveg nýr pakki?
Kveðja
Siggi_F
04.12.2001 at 18:35 #457814Sæll Siggi, 36" er sennilega vandræða-stærð ef það vantar vara-dekk, ekki nema að hafa sem staðalbúnað í lengri ferðum, svo-sem ekki mikið mál ?. Jú afturhásing er færð aftur og breiðari kantar "idet mindste", þetta er mikil breyting eins og þú mynnist á og það á bíl sem þegar hefur farið í gegnum 35/36" pakkann, kostar of mikið úr því sem komið er.
En hvað fynnst þér með þetta verð á 36" á felgum ??kv
Jonps. er skrambi heitur fyrir þessum dekkjum
04.12.2001 at 19:18 #457816
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Sæll,
Verðið er ábyggilega gott, kosta svona dekk ekki 55-60þús pr. stk. með neglingu plús felgur?
En hefurðu athugað hvort þú getir notað innvíðar 12"-14" felgur og fengið þá bara dekkin á enn hagstæðara verði ef þú sleppir felgunum? Þú ert þegar (á 36") búinn að "tapa" 1" í hæðina undir bílinn miðað við 38" og því gott að fá sem mest flot út úr dekkjunum með loft í þeim eins og hægt er.
Svo það sé minni hætta á að þú sitjir á kviðnum í förunum eftir "stóru" bílana!!
Kveðja
Siggi_FP.s.
Þú gætir líka keypt pakkann og notað mismuninn til að fjárfesta í góðum spotta!! (og talstöð til að kalla á hjálp)
04.12.2001 at 21:05 #457818Blessaður, jú ca 55 með negglingu, ha innvíðar 12 eða 14" held það gangi varla, núast bara samann undir bílnum ?
36" á 10" felgum ætti að gefa ca sömu hæð og 38" á 13 eða 14" felgum, en minna flot, eða hvað ? Nú svo er það "dræverinn" þennann þekki ég og hann er þolanlega lúnkinn.kveðja
Jonps: á bæði spotta og spil, ? með hjálpina, ert þú ekki stundum á ferðinni á þínum þrjátíuogsex ?
04.12.2001 at 21:43 #457820Sæll Jón.
Ég er að pæla aðeins í þessu hjá þér.
Ég er sjálfur að aka svona Barbí Krúser eins og þú veist, en að vísu á "38.
Ég er pottþéttur á að þú drífur helling á "36 hjólum, en ég er sammála viðmælanda þínum að ég myndi hafa þau á "12 felgum. Ég hef séð "36 dekk sem sem voru sundurskorin við felguna (þ.e. "10 felgur) eftir úrhleypingar. Ég hef séð svona bíl á "35 hjólum og hann gerði sig bara mjög vel (að vísu lunkinn dræver).
Það er ábyggilega allt í lagi að keyra "36 á "10 felgum ef maður ætlar ekki að hleypa úr, en ég held það gangi illa ef þú ætlar að "jeppast" eitthvað að ráði.
Ef þú ferð í "38 þarftu að færa afturhásinguna, olíutankinn og klippa meira úr, auk þess sem þú þarft held ég stærri kanta. Þá ertu hins vegar kominn með bíl sem fjaðrar talsvert betur (þessir 12 cm. í hásingarfærslunni muna ótrúlega miklu), drífur betur og þú getur spælt alla "38 kallana í kringum þig ( og"44 kallana á þungu bílunum), en allt er þetta spurning um pening og ástríðu til að drífa (sumir leggja allt undir eins og þú veist, bara til að drífa oggulítið meira en hinir).
Annars hvet ég þig bara til að festa þessi "36 dekk ef þú heldur að þau séu á fínu verði, prófa þau og láta reynsluna ráða. Ef þú ert sáttur, ertu í fínum málum. Ef þú ert ósáttur, ferðu bara aðeins lengra og selur gúmíin!
Hvernig heldurðu annars að C að vera kallaður "Jón þrjátíuogsextommu"? 😉
Heyrumst síðar.
BÞV
04.12.2001 at 22:13 #457822Sæll Björn
Já veistu þetta fer alveg að lenda en þarf samt smá sannfæringu í viðbót "hérna" á spjallinu, smá svona "negotiation" í viðbót og þá kemur þetta. Jú þetta er svaka breyting frá 36 > 38" ekki alveg til í þann pakka strax (skil ekkert í þessum fyrverandi eiganda fyrst 33" svo 36" í stað þess að þrykkja strax upp í 38")
Ha já Jón þrjátíuogsextommu, hef svosem aldrey verið hávaxinn en sáttur meðan það er ekki mittismálið -:0)
Kveðja
Jón
04.12.2001 at 22:49 #457824Sæll Jón.
Já, það er margt að skoða í þessu lífi, en hefurðu reiknað út hvað það kostar þig að skella þér í "38?
Ef þú hefur snefil af þessum "drífa-genum" muntu hvort sem er enda þar (nú eða í "44 sem ég bíð enn eftir að sjá einhvern skella sér í). Mig hefði nebblega langað til að sjá svona Barbí á "44 ("Ég skal spæla allan heiminn elsku mamma…").
Ég trúi að það væri algjör helvítis bomba til einkanota (frekar plásslítill til að fylla af túristum), nógur kraftur, fín fjöðrun og fallegur bíll…
Mig langar til að varpa því fram hér, er enginn LC 90 eigandi með "44 í maganum???
Ef ég væri 10 árum yngri og hefði minna um að hugsa, þá væri ég að skrúfa svoleiðis hjól undir minn…
Ferðakveðja,
BÞV
04.12.2001 at 23:06 #457826Sæll Björn, og mange tak
Heyrðu, þar sem ég hlotnaðist þessir "SOKKAR FYRIR SKULDLAUSA" (gjöf frá 4×4) þá hljóta mér að vera allir vegir færir, skelli mér bara á þetta allt, trjátíuogsexuna,þjátíuogáttuna og hef svo fjörtíuogfjögurratommuna til vara…..nú svo á maður alltaf til þrjátíuogfimmuna svona til að monta sig á -:0)
"No svet" "No debt" í þessum sokkum segja þeir……og no "alífát"
Salutations
Jónps: LC 90 á 44 væri sennilega mega vagn
04.12.2001 at 23:15 #457828Sæll aftur.
Jú maður kemst helvíti langt í góðum sokkum, no svet…
Já hvar eru allir mínir 4runnerar í LC 90 breytingum. Þetta er skítlétt dót og drífur allra best á "38, af hverju fer enginn á "44 og spælir allan heiminn…
Sjáumst á túr…
BÞV
05.12.2001 at 20:26 #457830
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Sæll Jón!
Ég myndi EKKI fá mér 10" felgur fyrir 36 tommuna það er engann veginn nógu gott. Ég var á 35" síðasta vetur á þeim jeppa sem ég átti þá og var hann á 10" breiðum felgum ég var engann veginn sáttur við það þannig að ég reif ganginn undan hinum jeppanum sem ég átti á sama tíma og voru það einnig 35" en á 12" felgum og bíllinn varð mikið skemtilegri að keyra um á og leika sér….léttara að hleypa úr og þurfti ekki að hleypa úr eins kimið á 12" felgunum.
12" felgur er það sem þú þarft til að 36" fái að njóta sín og bíllinn verður líka MUN flottari á 12" breiðum felgum.
Ég er á 38" núna undir öðrum jeppa og er hann eins og er á 12 felgum…ég er alls ekki sáttur við það og ætla að setja hann á a.m.k. 14" felgur….á reyndar 15" breiðar og er að spá í að prófa það…er kanski of breitt en dekkin eru jú breiðari og ættu að þola það. Svo er náttúrulega smekksatriði á hverju menn vilja vera….ef þeir hafa engar sérstakar skoðanir eða reynslu þá er bara að prófa sig áfram…Það þarf ekki að kosta neitt auka heldur kostar bara meiri tíma og smá fyrirhöfn…
Kv
Snake
05.12.2001 at 20:33 #457832
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Sælir!!
Já þið viljið sjá 44" LC90…það ætti alveg að vera hægt…en kostar náttúrulega mun meira en 38" breyting….og er kanski ROSALEG þörf fyrir meira á þessum bílum…..En svo er aftur annað…akkuru ættu menn ekki að breyta LC90 bílnum á 44" alveg eins og að setja Trooper á 44"??….. Þetta er allt spurning um í hvað á að nota bílana og þess háttar…..og er þá spurning hvort að LC90 sé á nógu góðu verði til þess að svona MEGA breyting geti átt rétt á sér….
Eigum við ekki bara að SKORA á einhvern að breyta svona bíl??Er ekki tilvalið að TOYOTA geri það bara sjálfir??
kv
Snake
06.12.2001 at 10:27 #457834Heyrðu og þakka þér fyrir ráðleggingarnar, held ég reyni að losna undan að kaupa felgurnar og prufa 12" breiðar sem ég á nú reyndar til.
Eina vesenið er að ég er með mjórri kantana en það ætti kanski að sleppa þar sem þessi dekk þ.e. 36" færi bara undir rétt fyrir utanvegasnjóakstur.Kveðja
Jón
06.12.2001 at 12:00 #457836
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Ég myndi semsagt ekki nota minna en 12". Þú munt gera helling á þessum dekkum það fer ekkert á milli mála. Aðalatriðið er að halda dekkunum hreinum (þá meina ég að tjöruþvo þau þegar ekkið er í snjó) Það munar rosalega miklu. Og að vera á breiðari felgum gerir að þú þarft að hleypa minna úr, sem sýnir sifg í betri endingu á dekkunum þar sem að felgan er minna að naga í dekkin.
Það að það verði aðeins breiðara á ekki að skipta öllu máli…þó svo að dekkin standi aðeins útfyrir er allt í lagi á meðan er verið að tala um snjóakstur. En ef þú vilt koma í veg fyrir að þau standi út fyrir er hægt að fá mjög snyrtilega gúmmíkanta sem settir eru á þá kanta sem fyrir eru.Þá sleppur þú við miklar fjárfestingar sem annars verða við það að fá sér aðra kanta.
Það er mjög létt að setja þessa gúmmíkanta á bílinn og gerir hann ekki ljótari á meðan þeim er haldið jafn hreinum og restinni af bílnum.
Good Luck
kv
Snake
06.12.2001 at 12:14 #457838
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Mér datt annað íhug…..Er ekki hálfgert bull að vera að kaupa svona dýran gang ef þú ert ekki sáttur við þetta svo eftir allt saman? Ef þú átt felgur sjálfur myndi ég hreinlega reyna að ná mér í billeg notuð 36" dekk til að prófa hvort að það sé þetta sem þig langar til að vera á. Er ekki þessi upphæð’ sem þú ert að tala um svolítið mikið fyrir eitthvað sem þú veist ekki hvort þig muni líka???
Það var verið að auglýsa 36" Ground Hawg gang í smáauglýsingum um daginn Það er kanski eitthvað sem þú ættir að kanna áður en þú ferð útí þessa fjárfestingu…eða ef þú þekkir einhvern sem gæti lánað þér 36" á felgum til að prófa…Um að gera að prófa þetta núna þegar er nóg af snjó.
Kv
Snake
06.12.2001 at 13:16 #457840Jú sennilega rétt hjá þér, kíki á þessi 36" Ground Hawk m.m.
Mange tak Snake
kv
Jón
06.12.2001 at 14:14 #457842
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Sæll Jón,
Ég er með 12" innvíðar felgur undir mínum bíl. Þetta eru breyttar Musso felgur og kosta ekki mikið hjá Benna (+breytingar). Mínum felgum var breytt þannig að miðja slitflatarins á dekkinu er á sama stað og ef ég væri með dekkin á 10" felgu. S.s. felgurnar breikkaðar um 1" í hvora átt miðað við 10" felgu. Þannig get ég notað 35" kantana og þarf ekki meira pláss í brettunum en sem svarar fyrir 36" dekk á 10" felgum.
Venjulegar 12" breiðar felgur eru með sama "back space" og 10" felgurnar, og því 2" breiðari út, því færist miðja dekksins út og snúningsradíusinn um liðinn eykst að sama skapi sem kallar á víðari kannta og auka umferð með klippurnar til að koma dekkjunum fyrir.
Eina sem þarf að athuga þegar þú prófar innvíðar felgur er hvort þær sleppa yfir bremsurnar, ef það er í lagi er allt í fína.
Ef þú ætlar að fá þér nýjar felgur, prófaðu þá að máta innvíðar áður en þú færð þér 10". Bíllinn er allur annar á 12 heldur en 10.Kveðja
Siggi_FP.s.
Þú gætir jafnvel fengið að máta mínar
06.12.2001 at 16:07 #457844Svona felgu-breyting eins og þú ert með gengur víst ekki á LC 90, verða að vera útbreikkaðar samkvæmt samtali við Fjallasportsmenn, eins og þú nefnir réttilega þá rekast kantar í t.d. bremsur ef breikkað er um 1" í báðar áttir.
Þarf að hugsa þetta betur, en takk fyrir samt.
Salutations
Jónps. held ég þurfi ekki að fá að máta.
08.12.2001 at 19:39 #457846Heill og sæll Snake,
Er búinn að kaupa Ground Hawk á Musso felgum,,,"des være" þá virðist þetta ekki ganga, felgur rekast í bremsudótið, en ok held það dugi að setja svona "spacer" á milli eða innlegg/útlegg….eða hvað ?
En ok verð að vinna úr þessu, en bíllinn er flottur þegar hann er kominn á þessa 36u á 12tommu felgur, allavega á búkkum ennþá.
Hey Snake!,,,heyrði aðeins í honum BÞV í dag, veistu doldið? (þú ein eyru) þetta er sennilega hinn bezti náungi eins og þú vissulega veist.
En hvað um það, nú verður Nonni að redda þessum felgum,,, og þar sem þú Snake ert með ýmsar góðar ábendingar þá væri gott að geta notið allavega einnar hér…..
Sincéres Salutations
Jónps: hvernig væri ef 4×4 héldi svona "kastarakeppni" ???
08.12.2001 at 20:51 #457848
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Sæll Jón!
Ég spjallaði aðeins við BÞV í gær líka og hef ég ekkert útá hann að setja…Mjög viðkunnalegur í síma allaveganna.
Ok…mússófelgur….Eini gallinn við þær er að þær eru frekar ljótar….en eru allt í lagi ef þær eru vel málaðar og heilar. Og svo hafa þær einn góðan kost sem fæstar aðrar felgur hafa original…og það er að það er "soðin" kantur á felgubrúninni þannig að það þarf ekki að gera Það við þær…sem er mikill kostur..þess vegna hafa þessar felgur verið nokkuð vinsælar til breikkunar.
Spurnig hvort að það dugi með spacer….Það fer eftir því hvað það er mikið sem felgurnar þurfa að fara út..En um að gera að athuga það…þá sleppur þú við að leita þér að öðrum felgum…
Hvað meinarðu með kastarakeppni?? Ertu að tala um að kasta skít á hvorn annan??…*hehe*….Eða ljósakastarakeppni??…:)
Það væri nú kanski gaman að sjá þennan bíl hjá þér og hvernig þetta kemur út undir honum…
Dugar í bili
kv
SnakePS…ef þig vantar einhverjar fleiri ábendingar þá máttu alveg hringja í mig…847 1033
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.