This topic contains 18 replies, has 1 voice, and was last updated by Pétur Viðar Elínarson 19 years, 2 months ago.
-
Topic
-
Jæja, þá á nú að vera komið skipulag á dreifingu og sölu á litaðri og ólitaðri dieselolíu. Það á því að vera orðið nokkuð ljóst hvernig hlutirnir eru framkvæmdir og hvaða reglur gilda. Nú nýlega gerði ég mér erindi til náunga sem ég er nokkuð kunnugur og hefur unnið hátt í tuttugu ár við að keyra út olíu og bensíni og gerir enn. Ég spurði hann gagngert hvort sömu tankbílarnir væru notaðir fyrir litaða og ólitaða olíu og hvernig þeir væru þrifnir á milli. Svarið var, að þeir væru EKKI þrifnir; ef bíllinn væri að fara úr flutningi á litaðri olíu í ólitaða væri fyrstu 15 lítrunum dælt úr slöngunni í geymi með litaðri olíu, en síðan væri bara tæmt í söludælugeyminn fyrir ólitaða olíu. Nú hefur komið fram í fjölmiðlum, að í þeim tilfellum sem lituð olía er af einhverjum ástæðum sett á geymi bíls eða tækis, sem á að nota ólitaða olíu, megi finna leifar af litarefninu mánuðum og jafnvel árum síðar. Þá spyr fáfróður sveitamaður, hvort ekki sé hætta á uppsöfnun á leifum af litarefni í söludælugeymum, sem svo flytjist áfram í eldsneytisgeyma og eldsneytiskerfi þeirra ökutækja, sem dælt er á af þessum geymum. Það hefur líka komið fram, að þungar sektir verða við því þegar litarefni finnast í eldsneytiskerfum bifreiða, sem eiga að nota ólitaða olíu. Jafnframt er ábyrgðin fortakslaust á þeim sem ekur viðkomandi ökutæki, burtséð frá því hver á tækið eða hefur átt og hver hefur drýgt þann „glæp“ að setja litaða olíu á tankinn. Þér er ekki einu sinni gefinn kostur á að afsanna sök þína. (Bendi ykkur á að lesa reglugerðina um þetta efni). Nú er mín næsta spurning, hvort þarna sé verið að efna í nýja tekjulind fyrir fjármálaráðuneytið, þ.e. mögulegt verði að sekta nánast alla, sem taka olíu af söludælum, a.m.k. úti á landi. Þar sem verulega stór hluti félagsmanna notar dieselvélar, finnst mér að hér hljóti að vera brýnt hagsmunamál að kanna og leysa á sameiginlegum grunni. Ég veit fyrir víst, að það eru áhrifaaðilar í tekjudeild ráðuneytisins, sem eru á móti því að almenningur eigi og noti dieselknúnar bifreiðar og þeim er það ekki leitt ef nýtt fyrirkomulag á innheimtu þungaskatts verður til að draga mjög úr notkun dieselvéla. Forystumönnum FÍB er einnig af einhverjum óútskýranlegum ástæðum í nöp við dieseljeppa og þeim finnst ástæðulaust að hafa afskipti af þessu. Ég trúi því ekki fyrr en ég tek á, að stjórn 4×4 vilji ekki skoða þetta mál. Mig grunar reyndar, að á höfuðborgarsvæðinu séu notaðir sérstakir tankbílar til að dreifa ólitaðri olíu, og því sé þessi hætta miklu minni þar og það er út af fyrir sig ágætt. En félagar í 4×4, sem eru flestir búsettir syðra eins og landsmenn yfirleitt, fara stundum út á land og taka þar einstaka sinnum olíu, þannig að þetta gæti brunnið á þeim líka. kv. Ólsarinn
You must be logged in to reply to this topic.