FERÐAKLÚBBURINN 4X4

Menu
  • Ganga í Klúbbinn
  • Innskráning
Ferðaklúbburinn 4x4 Valmynd   ≡ ╳
  • Forsíða
  • Um F4X4
    • Greiða félagsgjald
    • Ferðaklúbburinn
      • Skilmálar vefs Ferðaklúbbsins 4×4
      • Lög Ferðaklúbbsins 4×4
      • Markmið Ferðaklúbbsins 4×4
    • Bókasafnið
    • Vefsíðan
    • Hagsmunamál
      • Öryggismál í ferðamennsku
      • Ferðafrelsi
      • Samstarf við hagsmunaaðila
      • Upplýsingar til ferðafólks
      • Verðlag á búnaði til jeppaferða
    • Umgengni
    • GPS grunnur
      • Sprungukort af jöklum
    • Jöklakort
    • Ferðast á fjöllum
      • Gátlistar
      • Öryggismál í ferðamennsku
    • Afslættir
    • Ganga í Ferðaklúbbinn 4×4
  • Viðburðir
  • Deildir
    • Austurlandsdeild
    • Eyjafjarðadeild
    • Hornafjarðardeild
    • Húnvetningadeild
    • Húsavíkurdeild
    • Skagafjarðardeild
    • Suðurlandsdeild
    • Suðurnesjadeild
    • Vesturlandsdeild
    • Vestfjarðardeild
  • Nefndir
    • Stjórn
    • Ferðafrelsisnefnd
    • Ferlaráð
    • Fjarskiptanefnd
    • Húsnæðisnefnd
    • Hústrukkanefnd
    • Litlanefnd
    • Ritnefnd
    • Skálanefnd
    • Skemmtinefnd
    • Tækninefnd
    • Umhverfisnefnd
    • Ungliðanefnd
    • Vefnefnd
  • Skálar
    • Fjallaskarð
    • Leppistunguskáli
    • Réttartorfa
    • Setrið
    • Skiptabakki
    • Sultarfit
  • Spjall
  • Augl.
  • Ljósmyndir
    • Setja inn myndir

Enn um kerrur

by Einar Elí Magnússon

Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Enn um kerrur

This topic contains 19 replies, has 1 voice, and was last updated by Profile photo of Kristján Arnór Gretarsson Kristján Arnór Gretarsson 18 years, 10 months ago.

  • Creator
    Topic
  • 12.07.2006 at 20:46 #198240
    Profile photo of Einar Elí Magnússon
    Einar Elí Magnússon
    Participant

    Mér finnst eins og þessi spurning hafi komið áður hér, en ég fann ekki þráð þar aðlútandi.
    .
    Er að spá hvort einhver viti hvað kerrur mega vera þungar án þess að vera með hemlum. Samkvæmt Víkurvögnum má hún ekki vera með meira en 750 kg burðargetu – en hvað má hún sjálf vera þung?
    .
    Segjum sem svo að ég smíði kerru – hvernig er burðargetan reiknuð út? Ef ég nota t.d. sama hlutfall milli eiginþyngdar og burðargetu og er í jeppanum mínum, þá mætti kerran sjálf vera um sjö tonn á þyngd. Er til einhver formúla fyrir þetta eða er bara ákveðin hámarks eiginþyngd á kerru án hemla?
    .
    Er einhver með þetta á hreinu?
    .
    Kv.
    Einar

  • Creator
    Topic
Viewing 19 replies - 1 through 19 (of 19 total)
  • Author
    Replies
  • 12.07.2006 at 21:03 #556218
    Profile photo of Bjarki Clausen
    Bjarki Clausen
    Participant
    • Umræður: 158
    • Svör: 1709

    Ættir að geta grafiðþetta upp hjá umferðarstofu.
    það eru allar reglugerðir þarna inni bara gefa sér tíma í að
    leita af því sem þig vantar.
    us.is

    Ljósabúnaður eftirvagna

    Allir eftirvagnar skulu búnir ljósum, sem eru hliðstæð aftur- og hliðarljósum bifreiða:

    Allir eftirvagnar:
    Stöðuljós, aftan og að framan ef breidd er meira en 1,6 m.
    Hemlaljós
    Stefnuljós
    Þokuljós
    Númeraljós
    Glitaugu, þríhyrnd rauð að aftan
    Glitaugu, ferhyrnd hvít að framan
    Glitaugu, ferhyrnd gul á hlið
    Eftirvagnar breiðari en 2,3 m.:
    Breiddarljós, tvö hvít að framan og tvö rauð að aftan
    Eftirvagnar lengri en 6 m.:
    Hliðarljós

    Speglar

    Ef eftirvagn hindrar baksýn úr dráttarbílnum þarf að framlengja hliðarspegla bílsins báðu megin. Speglarnir skulu gera ökumanni kleift að sjá beggja vegna aftur með ækinu.

    Lengd og breidd eftirvagna

    Eftirvagn má ekki vera breiðari en 2,55 metrar og ekki ná meira en 30 cm út fyrir hvora hlið dráttarbílsins, þ.e. ekki vera meira en 60 cm breiðari en dráttarbíllinn.
    Almennar reglur gilda um lengd eftirvagna. Sem ekki mega vera lengri en 12 metrar. Hámarkslengd bíls og eftirvagns er 18,5 metrar

    Heildarþyngd eftirvagns

    Eftirvagn má aldrei vera þyngri en skráð er í skráningarskírteini dráttarbílsins, annars vegar fyrir vagn án hemla og hins vegar fyrir vagn með hemlum.
    Í eldri bílum eru þessar þyngdir ekki skráðar í skráningarskírteini og gildir þá reglan að eftirvagn án hemla má ekki vera þyngri en helmingur af eiginþyngd dráttarbílsins.

    Hemlabúnaður eftirvagns

    Allir eftirvagnar með leyfða heildarþyngd yfir 750 kg skulu búnir hemlum. Oftast er um að ræða svokallaða ýtihemla eða rafmagnshemla á vögnum með leyfða heildarþyngd 3500 kg. eða minna. Á þyngri vögnum skulu hemlar vera samtengdir hemlum dráttarbílsins.
    Ekki er skylt að hafa hemlabúnað á eftirvagni með leyfða heildarþyngd 750 kg., eða minna. Rétt er að benda á að einungis stærstu og öflugustu fólksbílar (og jeppar) mega draga hemlalausa vagna sem eru sem næst 750 kg þungir.

    Hámarkshraði með eftirvagn

    Almenna reglan er sú að fólksbifreið og sendibifreið með eftirvagn má ekki aka hraðar en 80 km/klst. Bílar með óskráð tengitæki mega ekki fara hraðar en 60 km/klst. Enn munu vera í umferðinni nokkrir gamlir eftirvagnar, sem eru með leyfða heildarþyngd meiri en 750 kg og án hemla. Eru þeir frá þeim tíma áður en reglur voru settar um að allir eftirvagnar með leyfða heildarþyngd yfir 750 kg skuli búnir hemlum. Hámarkshraði með þessa eftirvagna er 60 km/klst en rétt er að benda á að ekki eru nema fáir bílar sem mega draga þessa vagna.

    ABS hemlar

    Margir nýlegir fólksbílar eru búnir svokölluðum ABS (anti block system) hemlum. Eftirvagnar með ýtihemla eru sjaldan með þennan búnað. Þessi samsetning getur verið hættuleg þegar nauðhemlað er á miklum hraða á blautum vegi. Hjól bílsins stöðvast ekki þannig að hægt er að stýra bílnum við slíkar kringumstæður. Öðru máli gegnir um vagninn, sem missir veggripið og getur lagst fram með bílnum.

    fór að pæla aðeins í þessu og fann engar nánari uppl hjá umferðarstofu. ætli þú getir ekki haft bara nokkuð frjálsar hendur með þetta ;).
    Er ekki bara málið að hringja í þá og spyrja út í þetta.
    ér er í smápælingum líka og því væri fínt að fá svar við þessari pælingu þinni.





    12.07.2006 at 21:18 #556220
    Profile photo of Einar Elí Magnússon
    Einar Elí Magnússon
    Participant
    • Umræður: 75
    • Svör: 942

    "eftirvagn án hemla má ekki vera þyngri en helmingur af eiginþyngd dráttarbílsins."
    .
    Flott – ég reikna með að geta smíðað kerru sem er undir einu komma tveimur tonnum að þyngd 😀
    .
    Takk fyrir þetta.

    Kv.
    EE.





    12.07.2006 at 21:24 #556222
    Profile photo of Skúli Haukur Skúlason
    Skúli Haukur Skúlason
    Participant
    • Umræður: 86
    • Svör: 2442

    En n.b. þarna er talað um heildarþyngt 750 kg. sem þýðir þyngd kerru+hlass.
    Kv. – Skúli





    12.07.2006 at 21:32 #556224
    Profile photo of Hrolfur Árni Borgarsson
    Hrolfur Árni Borgarsson
    Participant
    • Umræður: 53
    • Svör: 878

    Ég leyfði mér að setja stóra stafi við setninguna.
    Ég er líka að pæla í smíði á kerru
    Kveðja jeepcj7

    us.is

    Ljósabúnaður eftirvagna

    Allir eftirvagnar skulu búnir ljósum, sem eru hliðstæð aftur- og hliðarljósum bifreiða:

    Allir eftirvagnar:

    Stöðuljós, aftan og að framan ef breidd er meira en 1,6 m.

    Hemlaljós

    Stefnuljós

    Þokuljós

    Númeraljós

    Glitaugu, þríhyrnd rauð að aftan

    Glitaugu, ferhyrnd hvít að framan

    Glitaugu, ferhyrnd gul á hlið

    Eftirvagnar breiðari en 2,3 m.:

    Breiddarljós, tvö hvít að framan og tvö rauð að aftan

    Eftirvagnar lengri en 6 m.:

    Hliðarljós

    Speglar

    Ef eftirvagn hindrar baksýn úr dráttarbílnum þarf að framlengja hliðarspegla bílsins báðu megin. Speglarnir skulu gera ökumanni kleift að sjá beggja vegna aftur með ækinu.

    Lengd og breidd eftirvagna

    Eftirvagn má ekki vera breiðari en 2,55 metrar og ekki ná meira en 30 cm út fyrir hvora hlið dráttarbílsins, þ.e. ekki vera meira en 60 cm breiðari en dráttarbíllinn.

    Almennar reglur gilda um lengd eftirvagna. Sem ekki mega vera lengri en 12 metrar. Hámarkslengd bíls og eftirvagns er 18,5 metrar

    Heildarþyngd eftirvagns

    Eftirvagn má aldrei vera þyngri en skráð er í skráningarskírteini dráttarbílsins, annars vegar fyrir vagn án hemla og hins vegar fyrir vagn með hemlum.

    Í eldri bílum eru þessar þyngdir ekki skráðar í skráningarskírteini og gildir þá reglan að eftirvagn án hemla má ekki vera þyngri en helmingur af eiginþyngd dráttarbílsins.

    Hemlabúnaður eftirvagns

    ALLIR EFTIRVAGNAR MEÐ LEYFÐA HEILDARÞYNGD YFIR 750 KG SKULU BÚNIR HEMLUM.

    Oftast er um að ræða svokallaða ýtihemla eða rafmagnshemla á vögnum með leyfða heildarþyngd 3500 kg. eða minna. Á þyngri vögnum skulu hemlar vera samtengdir hemlum dráttarbílsins.

    Ekki er skylt að hafa hemlabúnað á eftirvagni með leyfða heildarþyngd 750 kg., eða minna. Rétt er að benda á að einungis stærstu og öflugustu fólksbílar (og jeppar) mega draga hemlalausa vagna sem eru sem næst 750 kg þungir.

    Hámarkshraði með eftirvagn

    Almenna reglan er sú að fólksbifreið og sendibifreið með eftirvagn má ekki aka hraðar en 80 km/klst. Bílar með óskráð tengitæki mega ekki fara hraðar en 60 km/klst. Enn munu vera í umferðinni nokkrir gamlir eftirvagnar, sem eru með leyfða heildarþyngd meiri en 750 kg og án hemla. Eru þeir frá þeim tíma áður en reglur voru settar um að allir eftirvagnar með leyfða heildarþyngd yfir 750 kg skuli búnir hemlum. Hámarkshraði með þessa eftirvagna er 60 km/klst en rétt er að benda á að ekki eru nema fáir bílar sem mega draga þessa vagna.

    ABS hemlar

    Margir nýlegir fólksbílar eru búnir svokölluðum ABS (anti block system) hemlum. Eftirvagnar með ýtihemla eru sjaldan með þennan búnað. Þessi samsetning getur verið hættuleg þegar nauðhemlað er á miklum hraða á blautum vegi. Hjól bílsins stöðvast ekki þannig að hægt er að stýra bílnum við slíkar kringumstæður. Öðru máli gegnir um vagninn, sem missir veggripið og getur lagst fram með bílnum.

    fór að pæla aðeins í þessu og fann engar nánari uppl hjá umferðarstofu. ætli þú getir ekki haft bara nokkuð frjálsar hendur með þetta ;).

    Er ekki bara málið að hringja í þá og spyrja út í þetta.

    ér er í smápælingum líka og því væri fínt að fá svar við þessari pælingu þinni.





    12.07.2006 at 21:37 #556226
    Profile photo of Bjarni Knútsson
    Bjarni Knútsson
    Participant
    • Umræður: 4
    • Svör: 36

    Sælir, kerra má vera á skráningar ef hún er undir 750kg í heildarþyngd… sem þýðir ef hún viktar 300kg þá má hún bera 450 kg. 750 og yfir er skráningarskyld og verður að vera með bremsum. 3500 kg og yfir verður að vera með abs bremsum stýrðum frá bíl, ekki í gegnum beisli..

    það er til blað hjá frumherja og us með info að mig minnir.

    Bjarni





    12.07.2006 at 21:39 #556228
    Profile photo of Bjarni Knútsson
    Bjarni Knútsson
    Participant
    • Umræður: 4
    • Svör: 36

    svo þarf að borga vörugjald af smíðinni ef þú skráir hana





    12.07.2006 at 23:16 #556230
    Profile photo of Bjarki Clausen
    Bjarki Clausen
    Participant
    • Umræður: 158
    • Svör: 1709

    já enn er ekki burðargeta alltaf dálítið frjálslegt dæmi.
    þú ert með járn öxul ca fjaðrir eða ekki, prófíla
    ofl ofl. því skeikar alltaf talsvert í útreikningum á burðargetu.
    Ef þú lætur 3 aðila reikna út burðargetu efast ég um að sama talan dúkki upp. Nema þá að fjaðrabúnaður sem þú hefur sett undir takmarki burðargetuna eða þeas
    sé gefin upp td fyrir 500kg.

    Ef þú smíðar nú bara massíva kerrugrind úr 5mm I bitum 😉
    hendir undir hana 4 hjólum hver er burðargetan ?
    ein flugvel ? eða ca Hummer :) 4 tonn eða 10 tonn ?
    sérstök dekk til eru til sem eru burðarmeiri en venjuleg dekk. osfr osfr
    þetta eru heilmiklar pælingar. þarna þyrfti járnfróðan mann til að áætla burðargetu járnsins er það ekki. ?
    ÞEAS HVER ÁKVEÐUR HVAÐ KERRAN ÞÍN GETUR BORIÐ ?





    13.07.2006 at 13:40 #556232
    Profile photo of Einar Elí Magnússon
    Einar Elí Magnússon
    Participant
    • Umræður: 75
    • Svör: 942

    samkvæmt þessu fer burðargetan eftir afgangsþyngd upp í 750 kg ef kerran er hemlalaus.
    Það er nú dulítið skrítið fyrirkomulag…

    Hefur einhver smíðað hemlalausa kerru nýlega fyrir lítinn pening án þess að hún yrði yfir 300 kg að þyngd?

    EE.





    13.07.2006 at 15:07 #556234
    Profile photo of Bjarki Clausen
    Bjarki Clausen
    Participant
    • Umræður: 158
    • Svör: 1709

    Einar ég á nokkar kerrur handa þér.
    sömu kerrur og eru á http://www.Goddi.is
    fisléttar og bera frá 450- 750 kg
    engar jeppakerrur en duga í heimilisverkin 😉
    verð frá ca 30.000-80.000





    13.07.2006 at 15:40 #556236
    Profile photo of Einar Elí Magnússon
    Einar Elí Magnússon
    Participant
    • Umræður: 75
    • Svör: 942

    …takk fyrir það – þær eru því miður of litlar, vantar pall sem er ca. 330 cm á lengd og 200 á breidd…

    En býsna góð verð!

    Kv.
    EE.





    14.07.2006 at 14:11 #556238
    Profile photo of Einar Steinsson
    Einar Steinsson
    Participant
    • Umræður: 7
    • Svör: 752

    Ég hef alltaf skilið þetta með 750kg þannig að það skipti engu máli hvað hún er burðarmikil, ef hún er hemlalaus þá má aldrei setja á hana meira hlass en það að kerra+hlass verði ekki meira en 750kg. Og það jafnvel þó að kerran geti fræðilega borið 7500kg. Mér finnst þetta alls ekki vitlaus regla því að ég veit af eigin reynslu að kerra af þessari þyngd ýtir þó nokkuð hraustlega á bíl í bratta eða við hemlun.





    14.07.2006 at 14:33 #556240
    Profile photo of Einar Elí Magnússon
    Einar Elí Magnússon
    Participant
    • Umræður: 75
    • Svör: 942

    Já – ég er nú alveg sammála því að þessi mörk eru ágæt. Ég set hinsvegar spurningamerki við þetta viðmið í hina áttina, þ.e. að maður geti í raun hlaðið 650 kg. á 100 kg kerru án þess að vita fyrir víst hvort hún þolir það.

    En það er sennilega óframkvæmanlegt að gefa út burðargetuvottun á allar kerrur. Í raun er þetta alls ekki slæm málamiðlun. Nú er bara að skera niður þyngd þar sem það er hægt :-)

    E.





    14.07.2006 at 15:49 #556242
    Profile photo of Einar Steinsson
    Einar Steinsson
    Participant
    • Umræður: 7
    • Svör: 752

    Rétt hjá þér nafni, enda er ekki óalgengt að sjá kerrur sem hafa sligast undan hlassinu með bogin öxul. Þú spurðir um þyngd, mín kerra (heimasmíðuð) er með palli sem er 3m x 1.25m og með alvöru sverum öxli og á 15" dekkjum er 260kg samkvæmt löggiltri vikt.





    14.07.2006 at 16:14 #556244
    Profile photo of Bjarki Clausen
    Bjarki Clausen
    Participant
    • Umræður: 158
    • Svör: 1709

    Enn. reikna út burðargetu kerru með bremsum
    hver gerir það og skrifar uppá það?
    einhver sem veit það?





    17.07.2006 at 09:23 #556246
    Profile photo of Lárus Rafn Halldórsson
    Lárus Rafn Halldórsson
    Participant
    • Umræður: 116
    • Svör: 1238

    Sælir.

    við erum nokkrir félagar að hugsa um að smíða hlussustóra kerru, hún yrði með burðargetu að 3 tonnum (s.s. með bremsum).

    það sem ég er að spá er þetta: er bannað að hafa eftirvagna fyrir fólksbíla þannig að það þær séu 2ja öxla og með beygjur að framan eins og eftirvagnar flutningabíla?
    þetta myndi taka mikinn þunga af dráttarbílnum nefnilega. Hver myndi vita þetta?





    17.07.2006 at 09:44 #556248
    Profile photo of Sigurður Ásmundsson
    Sigurður Ásmundsson
    Member
    • Umræður: 14
    • Svör: 949

    að það sé löglegt að hafa kerrur svoleiðis útbúnnar, allavega hef ég séð bátavagn aftaní jeppa sem var útbúinn með framhásingu og begjum. hinnsvegar veit ég að þessi tiltekni vagn er ekki betri í drætti en venjuleg tveggja hásinga kerra sem er vel smíðuð, þas. með þyngdarpunktin í lagi. ég hef dregið hestakerru með 6 hestum í, dágóð þyngd í því, og bíllinn fann ekki fyrir því að eitthvað væri í eftirdragi öðruvísi en að vinnslan fór niður í vinnslu meðalgóðs disel hilux.





    17.07.2006 at 21:26 #556250
    Profile photo of Samson B Jónasson
    Samson B Jónasson
    Member
    • Umræður: 1
    • Svör: 90

    En mig langar að vita hvort menn tóku eftir þessari lesningu?

    Almenna reglan er sú að fólksbifreið og sendibifreið með eftirvagn má ekki aka hraðar en 80 km/klst. Bílar með óskráð tengitæki mega ekki fara hraðar en 60 km/klst. Enn munu vera í umferðinni nokkrir gamlir eftirvagnar, sem eru með leyfða heildarþyngd meiri en 750 kg og án hemla. Eru þeir frá þeim tíma áður en reglur voru settar um að allir eftirvagnar með leyfða heildarþyngd yfir 750 kg skuli búnir hemlum. Hámarkshraði með þessa eftirvagna er 60 km/klst en rétt er að benda á að ekki eru nema fáir bílar sem mega draga þessa vagna.

    Maður þyrfti að taka sér góðan tíma í að keyra e-h út fyrir bæinn með óskráða kerru EF ég hef lesið þetta rétt.

    kv Samson





    18.07.2006 at 00:27 #556252
    Profile photo of Bjarki Clausen
    Bjarki Clausen
    Participant
    • Umræður: 158
    • Svör: 1709

    Já þetta er snilld spurning að fá sér bíltúr austur á land
    föstudag fyrir verslunarmannahelgi, og til baka á mánudag.;) á 60 allan tíman til að hafa þetta löglegt hihi





    18.07.2006 at 20:17 #556254
    Profile photo of Kristján Arnór Gretarsson
    Kristján Arnór Gretarsson
    Participant
    • Umræður: 44
    • Svör: 971

    Lögreglan í VÍK í Mýrdal tók uppá því í fyrra að stöðva þá sem voru á leiðinni á Klausturskeppnina fyrir ofhraðan akstur með óskráða kerru!
    Þetta vissi mjög fáir, en skrýtið að beinast gegn mótorhjólamönnum, en láta þetta svo kjurt liggja eins og önnur lögregluumdæmi.?





  • Author
    Replies
Viewing 19 replies - 1 through 19 (of 19 total)

You must be logged in to reply to this topic.

RSS mbl.is – bílar

  • Villa kom upp sem bendir til þess að veitan liggi niðri. Reyndu aftur síðar.