This topic contains 4 replies, has 1 voice, and was last updated by Einar Elí Magnússon 20 years, 7 months ago.
-
Topic
-
Enn ein pælingin um þessa ágætu bíla:
Ég er að spá í að mixa hlera aftan á minn, enda orðinn langþreyttur á að hífa blessaða afturrúðuna upp og niður í hvert sinn sem mig vantar eitthvað aftast úr bílnum (og auðvitað treður maður dótinu sem maður notar mest aftast – alltaf skal það þannig vera).
Þá er ég að spá í að bæta bara við efri hlera sem væri hægt að læsa, ekki ósvipaðan þeim sem eru á pall-skeljunum, skrúfa rúðuna niður í neðri hlerann og leifa henni bara að vera þar.
Þannig að ég er að spá í hvort einhverjir hafi framkvæmt svona verknað sem ég gæti fengið að kíkja á. Er með grófa hugmynd um hvernig ég vil gera þetta, en væri til í að sjá eitthvað sem virkar fyrir víst.
kv.
Einar Elí
You must be logged in to reply to this topic.