This topic contains 22 replies, has 1 voice, and was last updated by Ólafur Arnar Gunnarsson 21 years, 4 months ago.
-
Topic
-
Jæja, þá kom röðin að mér!
Það var brotist inn í bílinn minn aðfaranótt laugardagsins og hann skemmdur og stolið úr honum. Þetta er Toyota DC og stóð bíllinn fyrir utan björgunarsveitarhús í Kópavogi og var hann vel merktur F4X4 og hjálparsveitinni. Það er bara ekki orðið þorandi lengur að skilja bíla eftir neinsstaðar nema undir ströngu eftirliti og eins og dæmin sanna er ekkert heilagt lengur. Þegar maður er í sjálfboðaliðastarfi fyrir hjálparsveit þá er brotist inn í bílinn mans á meðan, þar sem hann stendur fyrir utan aðalinnganginn í björgunarsveitarhúsið.Þetta var samt frekar undarlegt innbrot þar sem aðeins hurðarhúninum farþegamegin og lausamunum var stolið úr bílnum, en talstöðin, geislaspilarinn og önnur verðmæti skilin eftir. Það var öllu umturnað inni í bílnum og það sem hvarf voru nokkur verkfæri, íþróttataska með íþróttabúnaði og árskorti í líkamsræktina, skór og fleira smádót. En það sem er undarlegt er að hurðarhúninum var stolið farþega megin og hurðin beyglur og rispuð til að ná honum. Þetta er þá væntanlega einhver sem hefur vantað hurðarhún á bílinn sinn og ekki tímt að kaupa sér hann sjálfur.
Ég verð að viðurkenna að það var óþarfi að hafa þetta dót í bílnum til að freista einhverra ógæfumanna, en það hefur aldrei verið vandamál að skilja bíla eftir fyrir utan björgunarsveitarhúsið þangað til núna. Ég vil í framhaldi vara alla við því að láta nokkuð sjást í bílum sínum og skilja þá ekki eftir þar sem einhver getur athafnað sig við þá.
Ef einhver veit um einhvern sem er núbúinn að fá hurðarhún farþega megin á Hiluxinn sinn eða gengur um í bláum Puma íþróttafötum og hvítum/gulum Nike hlaupaskóm þá megið þið endilega hafa samband.
Ólafur,
R-2170,
897 4505
You must be logged in to reply to this topic.