This topic contains 0 replies, has 1 voice, and was last updated by Anonymous 16 years, 11 months ago.
-
Topic
-
Enn einu sinni ( nefnd )
Síðan árið 2000 erum við búnir að hafa marga umhverfisráðherra.
Flestir af þessum ráðherrum hafa viljað láta gott af sér leiða. Þ.a.s hafða viljað gera ýmislegt og þar hafa virkjunarframkvæmdir, utanvegarakstur, mengunarmál og þjóðgarðar/ og friðlönd verið aðal áherslu málinn. Þó flaska þeir allir á lykilatriðinu ( samvinnu ). Það sem snýr að okkur er auðvita umgengnisrétturinn um landið. Þar hefur hallað á okkur stöðugt og einungis unnist varnarsigrar er þó hefur einnig verið um algjör töp að ræða samanber Snæfellsnesþjóðgarðs reglugerðina og stækkun Þórsárvers friðlandsins ( þar sem því var t,d logið að allir hagsmunaraðilar hafi verið með í ráðum ). Það sem snýr kannski helst að útivistarfólki, er aðkoma að undirbúningi reglugerða og vinnuhópum á vegum opinbera aðila, á forstigum mála. En ekki á lokastigum. Ég held að Ferðaklúbburinn sé kannski að verða of værukær í þessum málum og haldi að við séu bara fjandi flott. Og kannski er það því að kenna að ferlaverkefnið hefur farið hátt, en það er þó einungis gagnaöflunarverkefni sem þó gæti gert gagn á síðari stigum. Þó svo að enginn viti æfi sína fyrr en öll er. SAMÚT hefur kannski einnig dregið úr okkur mátinn. Og við farið að treysta um of á að aðrir reddi hlutunum fyrir okkur. En það er ekki þannig þó svo að SAMÚT hafi unnið verulega sigra og ekki verra að okkar maður Skúli H Skúlason sé formaður þeirra samtaka. Tilefni þess pistils er kannski aðalega það að enn einu sinni er búiða að stofna nefnd á vegum ríkisins. Það er nefnd sem tekur upp þráðinn þar sem frá var horfið 2004.
Þetta er semsé ný slóðanefnd ríkisins og hvert verður nákvæmlega hlutverk hennar veit ég ekki, ekki vitum við heldur hverjir skipa hana. En þá er líklega að það sé einungis þrjár ríkisstofnanir. Hérna virðist ríkið ætla að falla enn og aftur í þá gröf að hafa ekki hagsmunar aðila með í ráðum.
Og það táknar einungis eitt, allir verða óánægðir og niðurstaðan tóm steypa einsog svo oft áður.
Kv Ofsi
You must be logged in to reply to this topic.