This topic contains 23 replies, has 1 voice, and was last updated by Björn Þorri Viktorsson 22 years, 10 months ago.
-
CreatorTopic
-
19.03.2002 at 17:58 #191399
Sælir félagar.
Hvernig er það, eru engar ferðasögur frá Hveravallamönnum og Setursmönnum???
Maður getur nú alveg skilið að menn séu eftir sig fyrsta daginn eftir að túr er lokið, en kommon, nú er þriðjudagur að enda og enn engar sögur… Var ekkert gaman???
Reyndar voru Setursfarar ótrúlega snöggir að fá birta litla ferðamynd í DV… :o) Árbúðaferðin og Fýluferðin eru búnar að melda sig undir „Færðin á miðhálendinu“, endilega leyfið okkur hinum að frétta af gangi mála.
Ferðakveðja,
BÞV
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
19.03.2002 at 18:00 #459814
Ég fattaði ekki að Snake væri búinn að opna þessa umræðu. Gott og vel, það eru þá fleiri en ég sem hefðu gaman af að heyra eitthvað…
BÞV
19.03.2002 at 18:09 #459816Sæll Björn, hvað með ykkur úr "fýluferð" engar myndir frá ykkur…var ´etta svona skrambi slæmt
kv
Jon
19.03.2002 at 21:32 #459818Sæll Jón.
Heyrðu, ég tók bara engar myndir sjálfur, en félagar mínir tóku slatta af myndum, bæði ljós- og hreyfimyndir. Þeir kannski smella einhverju inn, þegar bráir af þeim mesta fýlan…
Fýluferðin… Reyndar var þetta alls ekki skipulögð ferð á vegum klúbbsins (þó við séum reyndar allir félagar þar), heldur tókum við okkur bara saman á 5 bílum og fórum á eigin túr, eftir að ljóst varð að við kæmumst ekki með í skipulögðu ferðina á Grímsfjall. Alveg gríðarlega vel heppnaður túr þegar upp var staðið, talsvert bras fyrsta daginn, smávægilegar bilanir og gríðarlega þungt færi. Allt tókst þó að leysa þannig að hægt var að halda áfram á öllum bílunum. Frábært veður, útsýni og þungt færi á Breiðbaknum á 2. degi. Ótrúlega skemmtilegt færi og enn betra veður á jöklinum og heimleiðinni á sunnudeginum, 3. degi.
Tóm hamingja, nógur snjór og ekkert annað en að drífa sig af stað!
Ferðakveðja,
BÞV
19.03.2002 at 22:09 #459820Sæll Björn,
Mátti svo sem vita að þar sem þú ferð um hvort sem er einbíla, fábíla eða margbíla er faglega ferðast, mikið gamann og mikið fjör.
Eins og svo oft áður snýst þetta um að drífa sig af stað, hvursu langt maður fer ræður bíllinn eða sá minnsti sem með manni ferðast ! og smá veðurútlit kanski.
Sat sjálfur heima 3 rifbrotinn og saknaði mikið hve lítið heyrðist í þeim félögum sem á fjöllum óku snæviþöktum (skáldlegt)
Ja veit að ef þú átt myndir þá snarar þú þeim inn eins og þeir félagar okkar gera nokkuð regglulega þ.e. þessir sem eiga myndavélar.
5pundakveðjur
Jon
20.03.2002 at 09:58 #459822Sæll Jón.
Vorum reyndar alltaf á 2-4 pundum…
Skrítið, mér finnst ég steinhætta að drífa ef ég fer niður fyrir 2,5 pund. Þá lækkar bíllinn svo mikið að vömbin er bara komin á kaf í snjóinn og tóm fyrirstaða. Þetta er auðvitað viðkvæmara mál hjá okkur sem erum ekki á "röri" að framan.
Ferðakveðja,
BÞV
20.03.2002 at 12:48 #459824Sæll Björn
Já kannast við ´etta vambavandamál á einn næstum eins stóran og þinn og "eina" líka en sú verður bráðum stór.
Þetta með rörið læt það liggja milli hlutaÞú talar um meira vandamál eftir því sem meira er hleypt úr, þessu hef ég líka verið að velta fyrir mér samanber kvikimyndin sem Skúli sýndi á síðasta félagsfundi á Loftleiðum þar var einn 90 bill á 36" en á 10" felgum og ég heyrði að hann hafi bara staðið sig vel ekki síður en hinir á 38" á 12 eða 13" felgum þar sem jafnvel hærra var undir bilinn og kom sér vel við ákveðnar aðstæður.
Þetta kanski passar ekki alveg en allavega þá gekk honum ágætlega.salutations
Jon
20.03.2002 at 15:23 #459826Hæ hó… 100. pistillinn í höfn !
Það er vel við hæfi Jón að þú fái þann hundraðasta…
Já, hm… til að fyrirbyggja allan misskilning þá á ég við "framhásingu" þegar ég tala um "rör að framan". Ég er nú svoddan KFUM drengur að ég hafði ekki haft hugmyndaflug til að túlka það á annan hátt 😉
Reyndar kynntist ég þessu vandamáli líka á Hi Luxinum sem ég átti áður (hann var á rörum að framan og aftan), að við ákveðið mikla úrhleypingu í þungu færi hætti hann að drífa. Lækkunin sem verður við aukna úrhleypingu veldur því að bíllinn sígur niður í snjóinn og fyrirstaðan stoppar allt (þú nærð ekki nægu floti lengur með því að hleypa úr svona neðarlega).
Jú, auðvitað drífur maður helling á "36 á svona Barbíkrúser. Örugglega meira en margir þyngri á "38 og "44 hjólum. Reyndar ferðaðist ég um allar tryssur í denn á Extra Cab á "35 hjólum. Faðir minn ók Langjökul þvers og kruss á 91 Patrol á "33 hjólum!! Allt fer þetta þó eftir færinu og lagni viðkomandi bílstjóra.
Ég er sammála þeim sem skrifaði á spjallið um daginn, að í lengri ferðum eiga menn að setja saman hópana þannig að menn séu sem mest á bílum með samsvarandi drifgetu. Þannig gengur best að ferðast, þ.e. að annað hvort séu allir að geta það sama, nú eða stopp – og þá er bara að fara aðra leið… Hitt verður aldrei gaman til lengdar, að þurfa að láta draga sig heilu helgarnar né það að þurfa endalaust að vera að draga aðra.
Svoleiðis túra fer maður helst bara dagstúra 😉
Með ferðakveðju,
BÞV
20.03.2002 at 16:24 #459828Sæll Björn,
Þetta var nú bara smá grín hjá mér, sé að þú tekur því ekkert ylla sem er gott.
Jújú alveg sammála, hraði í hópferð fer eftir þeim sem minnst má sín.
Svona eins og um sumartíma, bíllinn fer ekki lengra en þú treystir tjaldvagninum til sem þú ert með í eftirdragi.(þeir sem þá eiga)kveðja
Jón
21.03.2002 at 19:16 #459830Jæja Jón.
Það tók 4 sólarhringa til að fá menn úr Seturs- og Hveravallaferðum til að tjá sig. Ég var farinn að halda að eitthvað hefði komið fyrir… Menn sem verða fyrir sjokki missa stundum málið tímabundið (vonandi kemur það aldrei fyrir okkur ;o)
Þökk sé þér fyrir hvatninguna, þá hafðist þetta fyrir rest!
Ferðakveðja,
BÞV
21.03.2002 at 22:54 #459832heill sæll
nú vantar bara pistil frá kellingunum sem fóru á Grímsfjall, þær þurfa hugsanlega að "skrafa" aðeins fyrst…því rétt verður það að vera og má ekki vera færri orð en rituð eru af Árna Bergs um Hveravallarferðalanga,,,enda ein þyngsta ferð þessarar helgar No. 4. allavega hérna-megin Alpafjalla :o)
salutations
Jon
22.03.2002 at 09:15 #459834Það heyrist ekki annað frá þeim en að þeir ætla að fara aftur. Ætli þeir hafi skilið eitthvað eftir? Annars sýnist mér veðurspáin vera þessleg að það verði ekki slyddujeppa færi á Vatnajökli á morgun.
22.03.2002 at 10:21 #459836Ég bara tók ekki eftir því að það væru "kellingar" með okkur í Grímsfjallatúrnum. Þarna voru bara yngismeyjar fjórar ásamt vöskum sveinum. Þetta gekk náttúrulega allt svo "smooth" að það er lítið fréttnæmt að segja frá. Gott færi, góð gufa, góður matur, gott koníak og mikil sól að ógleymdu smá skemmtiatriði þar sem grænn Tropper var í aðalhlutverki….
En ég auglýsi eftir myndum úr þeirri ferð, hvar eru þær??Kveðja, Soffía
22.03.2002 at 10:49 #459838Sæll Soffía,
yngismeyjar að sjálfsögðu, veit þú tekur þessu ekki alvarlega, rétt að gefa smá spark þar sem ekkert hefur heyrst frá ykkur
salutations
Jon
22.03.2002 at 23:32 #459840Hæ hó.
Ég get staðfest það að þetta voru hugumprúðar yngismeyjar sem dvöldu á fjallinu þessa helgi (a.m.k. þær sem við sáum í gufutúrnum). En hvernig er það Soffía, er enginn til í að tjá sig í heild um túrinn. Nú hafa menn haft 5 heila sólarhringa til að samstilla sögurnar…
Hafi einhver haft stöðu upplýsingafulltrúa í ferðinni, þá er sá hinn sami ekki að standa sig í stykkinu… (:-)
Grímsfjallstúrinn þessa helgina var flautaður af í gærkveldi. Einhverjir "gerðu víst í deigið" vegna veðurspárinnar, þannig að það var víst orðinn þunnur þrettándinn sem eftir var og til í að fara.
Ferðaleðja…
BÞV
24.03.2002 at 22:25 #459842Jæja Grímsfjallsfarar! Á að draga okkur á ferðasögunni fram á haust. Hvurslags eiginlega slen og doði er þetta…? Í sveitinni var kallað á dýralækninn ef kusurnar voru með slen og doða… Þarf nokkuð að ná í svoleiðis mann fyrir ykkur????????
Ferða-kveðja, ferða-sveðja, ferða-leðja, ferða-keðja, ferða-smeðja, ferða-eðja, ferða-breðja og feðrakveðja.
BÞV
(Jæja, nú er ég farinn á Yrkið… virkið, birkið…)
25.03.2002 at 09:40 #459844Þegar var hætt við Grímsfjallsferðina, þá hefði mátt leiðrétta (eða fjarlægja) tilkynninguna á forsíðunni. Það er ekkert flóknara að lagfæra eða fjarlæga svona tilkynningar en að segja inn nýjar. Þessi er í nafni stjórnar.
-Einar
25.03.2002 at 11:40 #459846Sæll eik
Þetta er alveg rétt hjá þér. Það er lítið mál að taka út tilkynningar. Reyndar velti ég þessu fyrir mér eftir að ljóst varð að ferðin yrði ekki farin seint sl. fimmtudagskvöld. Ég ákvað hins vegar að taka þetta ekki út, þar sem mér finnst að tilkynningarnar virki pínu eins og gamall Moggi, eftir að viðburðirnir eru liðnir hjá. Menn blaða stundum í honum, jafnvel þó þeir séu ekki að leita eftir því sem er framundan í félagsstarfinu.
Kannski erum við ekki sammála um þetta (frekar en sumt annað), en þetta var allavega það sem mér fannst.
Ferðakveðja,
BÞV
25.03.2002 at 13:47 #459848Það hefði verið hægt að breyta tilkynningunni, bæta því
við að hætt hefði verið við ferðina þó upphaflegi textinn hefði verið látinn halda sér.
25.03.2002 at 15:32 #459850Langbest hefði verið bara að senda inn nýja tilkynningu. Öll sjónarmið höfð í huga – sést frá sagnfræðilegu sjónarmiði hvað hefur verið í gangi og frá hagnýtu sjónarmiði að hætt hafi verið við.
Voðalega er hægt að tafsa yfir smámunum…. ;-Þ
25.03.2002 at 18:11 #459852Hæ Soffía.
Æi já…
Þetta er mikið fjör og misskemmtilegt…
Feeeeerðakveðja,
BÞV
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.