Forsíða › Forums › Spjallið › Fjarskiptamál › Endurvarpar
This topic contains 17 replies, has 1 voice, and was last updated by Björn Þorri Viktorsson 21 years, 8 months ago.
-
CreatorTopic
-
22.03.2003 at 20:29 #192387
Getur einhver frætt mig á einu: VHF endurvarparnir á fjallatoppunum eru gefnir upp með 2 tíðnir, og í fljótu bragði virðist mér 9,2MHz milli sendi og móttökutíðna. Spyr ég nú eins og fávís kona. Hvort er sent á lægri eða hærri tíðninni, eða er það mismunandi milli endurvarpa???
Kv,
Lalli
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
22.03.2003 at 22:30 #471344
Sæll Lalli.
Nú ertu kominn á hálan ís. Búinn að grafa upp þessar leynilegu tíðnir.
Endurvarparnir sem við notum, þ.e. rásir 44,46 og 88 nota sitthvora aðferðina við þetta.
Rás 44 og 46 senda á hærri tíðninni, en 88 á þeirri lægri.
Hvað ræður þessu hef ég ekki hugmynd um.
Svo notar rás 46 sítón, en ekki hinar tvær.kv.
Emil
23.03.2003 at 09:13 #471346
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Endurvarpar senda og taka á móti á mismunandi tíðnum, en stöðvarnar senda og taka á móæti á gagnstæðum. Ég skrifaði mikið um þetta á öðrum spjallþræði í fyrra, og svo kom þetta í setrinu líka.Rás 88 er "öfug" endurvarparás, og þess vegna snýr tíðnibilið öfugt.
23.03.2003 at 11:22 #471348Þakka ykkur félagar.
Margs er ég nú vísari um þetta gríðarlega feimnismál. En meðan ég man, veit nokkur tíðnina á rás 52 (Norðurlandsdeild 4×4)?
Kveðja,
Lalli
23.03.2003 at 14:13 #471350Sæll Lalli,
ég hef nú aldrei skilið þessa feimni með tíðnirnar á bak við
rásirnar en tíðnin á bak við rás 52 er Rx 153.175 og svo er talað um einhvern sítón sem er 110.9Hz sem ég veit nú ekki hvaða tilgangi þjónar.
Kveðja Hjörtur og jakinn.
24.03.2003 at 08:59 #471352
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Ástæða þess menn gefa helst ekki upp tíðnirnar er sú að þannig
geta þeir sem ekki eru félagsmenn forritða stöðvarnar sínar inn á tíðni og rásir 4×4. Sem er mjög slæmt.
Bendi líka á að Lalli gefur ekki upp félagsnúmer….
24.03.2003 at 09:12 #471354Sælir.
Ég hef látið þá skoðun mína í ljós áður að þetta eru skrítin rök.
Síðastliðið fimmtudagskvöld var ég í Mörkinni og rakst á bækling liggjandi á borði frá Sigga Harðar. Bæklingurinn heitir ef ég man rétt "Kallmerkjaskrá" eða eitthvað þvíumlíkt.
Í þessum bækling eru tíðnir allra hjálparsveitarásanna byrtar. Ef það má, því ekki okkar tíðnir?
Og hversu margir eiga talstöðvar sem þeir geta forritað sjálfir? það er varla stór hópur.kv.
Emil
24.03.2003 at 09:57 #471356Sæll Emil.
Mér finnst ekki erfitt að skilja rök Jong. Þetta frábæra VHF kerfi okkar kostar peninga, bæði að byggja það upp og reka það. Það er hugsað fyrir FÉLAGSMENN og þá sem gera sérstaka samninga um að fá að því aðgang.
Það hvort Radíoþjónusta SH dreifir tíðnum björgunarsveitanna breytir engu í þessu máli og kemur okkur í raun ekkert við. Ég leyfi mér þó að efast um að það sé gert með vitund og vilja Landsbjargar án þess að geta þó um það fullyrt.
Við erum endalaust að fást við sömu vandamálin í þessum félagsskap, þ.e. að allir vilja njóta starfa klúbbsins, þótt þeir tími ekki að borga fyrir það og eru jafnvel ekki félagsmenn (Lalli td. birtir ekki félagsnúmer). Þetta á við um VHFið, skálana, heimasíðuna o.fl. o.fl. Ótrúlegur hópur manna (jóakimar eins og Ólsarinn kallar þá) greiðir ekkert nema að vera nauðbeygður til þess.
Það er röng ályktun hjá þér Emil að það sé ekki mikið um að menn geti forritað sínar stöðvar, það er þónokkur hópur manna með slíkar ólöglegar stöðvar og það eru væntanlega þeir sem þurfa upplýsingar um þessar tíðnir. Ekki hef ég nokkra þörf fyrir að vita þetta, enda með löglega stöð.
Þeir sem nenna ekki að sá fræjunum eiga heldur ekki að borða brauðið!
Ferðakveðja,
BÞV
24.03.2003 at 11:40 #471358Sæll Björn.
Ég er alveg hjartanlega sammála þér um að þeir sem eru ekki góðir og gildir félagar eigi ekki að njóta þess sem við hinir erum að berjast fyrir að byggja upp.
það má líka vera að það sé stærri hópur en mig grunar sem eru með ólöglega stöðvar. Voru þær eikki kallaða "smeglaðar"?
En það sem ég ekki skil er því ég sem er fullgildur félagi og hef verið árum saman, má ekki vita þessar tíðnir. Þó ekki væri til annars en að stilla loftnetið mitt sjálfur.
Ég er einn af þeim sem vill gera allt sjálfur, og það fer ferlega í taugarnar á mér að geta ekki stillt lengdina á loftnetstoppnum mínum sjálfur. Þú svarar örugglega á þá leið að ég geti bara farið til Sigga Harðar og fengið þá til að klippa toppinn. Það er akkúrat það sem ég gerði, en þar voru menn ekki á einu máli um hversu langur hann ætti að vera.
Í þessum bæklingi Sigga (sem ég veit ekki hvernig er til kominn) kemur m.a. fram að rás 16 sem einhverjir hér hafa talið vera opna öllum er neyðarrás báta. Ekki hafði ég hugmynd um það, enda ekki með þá rás í minni stöð.
Kveðja
Emil.
24.03.2003 at 12:51 #471360Blessaður.
Voðalega eru menn nú viðkvæmir. Það vill nú samt svo til að ég er og hef verið meðlimur í 4×4. Þetta ættir þú að hafa athugað áður en þú ferð að brigsla mér um eitthvað óheiðarlegt. Sennilega er ekkert auðveldara fyrir ykkur en að kanna nafn mitt í félagaskránni! Vona að menn geti svo rætt málin hér á faglegan hátt án þess að annarlegar tilfinningar hlaupi með þá í gönur.
24.03.2003 at 13:51 #471362
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Ég athugaði hvort þú værir skráður undir félagsnúmeri og það ertu ekki (allavega ekki hér á vefnum), og það er eini staðurinn þar sem hægt er að athuga það.
Því legg ég til að þú lagir skráninguna þína svo ég sé ekki að skjóta á eigið lið. (Það er nóg gert af því annarsstaðar þessa dagana).
24.03.2003 at 16:25 #471364Ég gróf upp númerið mitt, bara fyrir þig!
Hitt er svo annað mál, og ég er ekki sá eini sem tala um það, að fjarskiptamálin virðast vera mikið feimnismál. Stórundarlegt. Frekar kysi ég að utanfélagsmaður gæti kallað á hjálp í sinni stöð (hvaðan hún er fengin kemur mér ekki við, enda frjálshyggjuplebbi), frekar en við sitjum eins og ormar á gulli.
Auðvitað eigum við að fá sem flesta inn í klúbbinn, en það gerum við ekki með því að senda stórskotalið á þá sem við teljum "hitt liðið". Þarna er ég ekki viss um að við séum sammála, en ég vona það nú samt. Afstaða okkar félagsmanna til þeirra sem ekki eru í klúbbnum ræður sennilega meira en margan grunar hvort viðkomandi hefur áhuga á að ganga í félagsskapinn. Það að skipta mönnum í lið eftir því hvort þeir eru í 4×4 eður ei tel ég ekki heillavænlegt fyrir framgang og virðingu félagsins.Með vinsamd og virðingu (fyrir hinu liðinu líka),
Lalli.
24.03.2003 at 17:55 #471366Rás 45 er opinn öllum og geta allir fengið hana.
Ef menn vilja meira ættu mennn að borga félagsgjöldin!Mér finnst persónulega miður að það sé til hópur fólks sem vilja bara borða brauðið en ekki taka þátt í það að týna fræin eða baka brauðið. En þeir verða væntanlega að eiga það við samviskuna sína…
24.03.2003 at 20:06 #471368Það eru allar björgunarsveitir með rásirnar okkar var að tala við mann sem er í björgunarsveit fyrir austan
24.03.2003 at 22:23 #471370Sæll.
Um þetta var gerður sérstakur samningur, þ.e. að bjöggararnir mættu hafa okkar rásir líka. Það er reyndar öryggismál fyrir okkur sjálfa…
Góður Emil, villt allt gera sjálfur sem er vissulega vel. Nú mæli ég með að þú finnir út heppilegustu lengdina á toppnum og látir drengina í RSH vita hvað er "rétta lengdin" miðað við tíðnirnar okkar, fyrst þeir voru svo vitlausir að játa á sig óeiningu í þessu efni… 😉 Annars met ég það bara svo að það séu meiri hagsmunir fyrir minni að halda þessu með tíðnirnar innan hópsins, þannig að þeir með "smegluðu" stöðvarnar verði bara áfram í brasi með að nota þær…
Annars að öllu gamni slepptu, þá kemur mér ekkert við hvort menn eru með smíglaða (nýyrði) stöð eða ekki, svo lengi sem þeir eru félagar, ég er aftur á móti viðkvæmur fyrir því að utanfélagsmenn séu að nota okkar kerfi. Til þess að geta það eiga menn einfaldlega að gerast félagar. Ég vísa öllum pælingum manna um að svona afstaða "fæli nýja félaga frá klúbbnum okkar", enda veit ég ekki um neinn sem ekki verslar í Hagkaup af því þar er tekið hart á þjófnaðarmálum…
Ferðakveðja með suðlausu VFHi,
BÞV
31.03.2003 at 23:52 #471372Er endurvarpinn á Bláfelli bilaður. Ég var að reyna að nota hann um helgina en fékk hann ekki til að svara.
01.04.2003 at 07:01 #471374Eiginlega get ég tekið undir allt sem Björn Þorri skrifar og litlu við það að bæta. En það kom við mitt frjálshyggjuhjarta þegar einn ágætur maður hér litlu ofar segist vilja frjálsan aðgang að kerfi 4×4 vegna hans sé "frjálshyggjuplebbi" eins og hann kallar það. Svona hugsunarháttur er nefnilega alls ekki frjálshyggja, minn ágæti vinur. Það er nú eitt af grunnatriðum frjálshyggjunnar að menn eigi að njóta þess sjálfir sem þeir afla í sveita síns andlits og við virðum einkaeignarréttinn mikils. Ég gæti með sömu rökum haldið því fram, að ég ætti að eiga aðgang að sumarbústaðnum þínum bara af því að hann er á stað sem mér þætti henta að gista einhverja nóttina! Nei fóstri, þetta er sósíalismi af verstu gerð, sem þú ert að halda þarna fram. Einhver annar á að borga fyrir þig! There is no such thing as a free lunch!- Í VHF kerfinu eru almenningsrásir, sem þeir nota sem ekki vilja kosta neinu til. Aukin þjónusta kostar peninga og þeir sem nota hana þurfa að borga hana. Það gerum við í okkar félagsgjöldum og félagið kostar uppsetningu endurvarpanna. Við getum síðan leigt öðrum aðgang, eins og LÍV og bara gott mál.
Kveðja
Ólsarinn
félagi nr. K 650 og búinn að vera lengi.
01.04.2003 at 08:58 #471376Sælir félagar.
Núna um helgina sannaði VHF kerfið enn einu sinni gildi sitt, er tókst að koma skilaboðum á milli með hjálp endurvarpa, sem leiddu til þess að félagar úr HSSR skildu eftir 120 lítra af olíu fyrir Jökulheimahópinn sem orðinn var mjög tæpur á olíu eftir óvæntar krapahrakningar vestan Sylgjujökuls. Í framhaldinu sluppu allir bílarnir í hópnum í Hrauneyjar, en að öðrum kost hefði þurft að skilja nokkurn hluta hópsins eftir með tilheyrandi óþægindum og aukavinnu.
Sammála Eika, Bláfellsendurvarpinn hlýtur að vera bilaður, hann svaraði mér a.m.k. mjög stopult frá suðurlandsveginum þar sem hann er venjulega inni á fullum styrk.
Vonandi lætur fjarskiptanefndin okkur fylgjast með framvindu þess máls, þannig að menn séu nokkuð öruggir um að búnaðurinn sé í lagi.
Ferðakveðja,
BÞV
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.