This topic contains 0 replies, has 1 voice, and was last updated by Guðmundur Löve 18 years, 4 months ago.
-
Topic
-
Rak augun í að íslenskir radíóamatörar eru með VHF-endurvarpa á Skálafelli sem virðist ná jafn vel um suðurhálendið eins og endurvarpinn okkar á Bláfelli. Skálafell nær einnig mjög vel inn á Hlöðufellssvæðið, Langjökul, Reykjanes og vesturland.
Sjá: Endurvarpi IRA á Skálafelli
Auk þess virðist jafnvel vera betri dekkning frá Skálafelli til Reykjavíkur heldur en frá Bláfjöllum til Reykjavíkur — svona ef maður er að hugsa um þá sem heima sitja (með gömlu stöðina).
Og ennfremur: Endurvarpi á Skálafelli myndi ekki deyja drottni sínum í lágum sólargangi á veturna.
Hvað segja nú endurvarpafræðingar og radíóvitar félagsins? Væri kostur að setja upp endurvarpa þarna, þar sem bæði er rafmagn og öll aðstaða?
You must be logged in to reply to this topic.