This topic contains 6 replies, has 5 voices, and was last updated by Sigurður Bjartmar Sigurjónsson R2060 11 years, 4 months ago.
-
Topic
-
Sælir félagar.
Nú er kominn upp sú umræða að yngja aðeins meðalaldurinn í klúbbnum um eitt eða tvö ár. Á félagsfundi var ákveðið að reyna að virkja ungmenni í klúbbnum og ég (Brynjar Pétursson), Arnar Gunnarsson og Þengill Jónsson buðum okkur fram í að virkja þessa nefnd innan klúbbsins. Þannig að nú veltum við því fyrir okkur hvað aðrir á okkar aldri í kringum 17-25 ára (+-5 ár) vilja gera ????Gaman væri að geta nýtt reynslu klúbbins, og fá eldri og reyndari meðlimi til að kynna ungliðum grunntökin í ferðamennsku á fjöllum, svo sem tappa dekk, spottavinna, læra grunntök á fjarskipta- og staðsetningartæki svo dæmi séu nefnd.
Okkar hugmynd er að missa okkur ekkert endilega í einhverjum stórferðum, heldur virkja mannskapin í að hittast á kvöldin, skoða hvað menn eru að gera / smíða og taka styttri ferðir á hellisheiði, mosfellsheiði eða bláfjöll / jósefsdal svo dæmi séu nefnd. Við teljum að með þessu geti hópurinn áttað sig á því hvað þeir eru að fara útí og þekki takmörk hvors annars og sín eigin. Og geti stefnt að þvi að fara í eina aðeins lengri ferð (gista 1 til 2 nætur) ef skilyrð og samheldni eru til staðar.
Kær kveðja
Nýskipuð ungliðanefnd.p.s. væri gaman að sjá viðbrögð hjá sem flestum.
You must be logged in to reply to this topic.