FERÐAKLÚBBURINN 4X4

Menu
  • Ganga í Klúbbinn
  • Innskráning
Ferðaklúbburinn 4x4 Valmynd   ≡ ╳
  • Forsíða
  • Um F4X4
    • Greiða félagsgjald
    • Ferðaklúbburinn
      • Skilmálar vefs Ferðaklúbbsins 4×4
      • Lög Ferðaklúbbsins 4×4
      • Markmið Ferðaklúbbsins 4×4
    • Bókasafnið
    • Vefsíðan
    • Hagsmunamál
      • Öryggismál í ferðamennsku
      • Ferðafrelsi
      • Samstarf við hagsmunaaðila
      • Upplýsingar til ferðafólks
      • Verðlag á búnaði til jeppaferða
    • Umgengni
    • GPS grunnur
      • Sprungukort af jöklum
    • Jöklakort
    • Ferðast á fjöllum
      • Gátlistar
      • Öryggismál í ferðamennsku
    • Afslættir
    • Ganga í Ferðaklúbbinn 4×4
  • Viðburðir
  • Deildir
    • Austurlandsdeild
    • Eyjafjarðadeild
    • Hornafjarðardeild
    • Húnvetningadeild
    • Húsavíkurdeild
    • Skagafjarðardeild
    • Suðurlandsdeild
    • Suðurnesjadeild
    • Vesturlandsdeild
    • Vestfjarðardeild
  • Nefndir
    • Stjórn
    • Ferðafrelsisnefnd
    • Ferlaráð
    • Fjarskiptanefnd
    • Húsnæðisnefnd
    • Hústrukkanefnd
    • Litlanefnd
    • Ritnefnd
    • Skálanefnd
    • Skemmtinefnd
    • Tækninefnd
    • Umhverfisnefnd
    • Ungliðanefnd
    • Vefnefnd
  • Skálar
    • Fjallaskarð
    • Leppistunguskáli
    • Réttartorfa
    • Setrið
    • Skiptabakki
    • Sultarfit
  • Spjall
  • Augl.
  • Ljósmyndir
    • Setja inn myndir

Endurvakin Ungliðanefnd F4x4. !!!!

by Brynjar Pétursson

Forsíða › Forums › Spjallið › Klúbburinn › Endurvakin Ungliðanefnd F4x4. !!!!

This topic contains 6 replies, has 5 voices, and was last updated by Profile photo of Sigurður Bjartmar Sigurjónsson R2060 Sigurður Bjartmar Sigurjónsson R2060 11 years, 8 months ago.

  • Creator
    Topic
  • 05.09.2013 at 23:36 #226498
    Profile photo of Brynjar Pétursson
    Brynjar Pétursson
    Participant

    Sælir félagar.
    Nú er kominn upp sú umræða að yngja aðeins meðalaldurinn í klúbbnum um eitt eða tvö ár. Á félagsfundi var ákveðið að reyna að virkja ungmenni í klúbbnum og ég (Brynjar Pétursson), Arnar Gunnarsson og Þengill Jónsson buðum okkur fram í að virkja þessa nefnd innan klúbbsins. Þannig að nú veltum við því fyrir okkur hvað aðrir á okkar aldri í kringum 17-25 ára (+-5 ár) vilja gera ????

    Gaman væri að geta nýtt reynslu klúbbins, og fá eldri og reyndari meðlimi til að kynna ungliðum grunntökin í ferðamennsku á fjöllum, svo sem tappa dekk, spottavinna, læra grunntök á fjarskipta- og staðsetningartæki svo dæmi séu nefnd.

    Okkar hugmynd er að missa okkur ekkert endilega í einhverjum stórferðum, heldur virkja mannskapin í að hittast á kvöldin, skoða hvað menn eru að gera / smíða og taka styttri ferðir á hellisheiði, mosfellsheiði eða bláfjöll / jósefsdal svo dæmi séu nefnd. Við teljum að með þessu geti hópurinn áttað sig á því hvað þeir eru að fara útí og þekki takmörk hvors annars og sín eigin. Og geti stefnt að þvi að fara í eina aðeins lengri ferð (gista 1 til 2 nætur) ef skilyrð og samheldni eru til staðar.

    Kær kveðja
    Nýskipuð ungliðanefnd.

    p.s. væri gaman að sjá viðbrögð hjá sem flestum.

  • Creator
    Topic
Viewing 6 replies - 1 through 6 (of 6 total)
  • Author
    Replies
  • 05.09.2013 at 23:59 #378867
    Profile photo of Sigurður Bjartmar Sigurjónsson R2060
    Sigurður Bjartmar Sigurjónsson R2060
    Keymaster
    • Umræður: 244
    • Svör: 1204

    Sælir félagsmenn.

    Þetta líst mér vel á. Það verður farið í það ekki síðar en strax að stofna Ungliðanefndar og auðvitað Hústrukkanefndar-síðu hér á vefnum okkar.
    Svona eiga menn að hugsa og vinna framm á veginn.

    Kv. SBS.





    06.09.2013 at 00:10 #378868
    Profile photo of Brynjar Pétursson
    Brynjar Pétursson
    Participant
    • Umræður: 11
    • Svör: 92

    ungliðanefndin er kominn með jeppa á sýninguna og stefnir allt í góðan vetur





    06.09.2013 at 07:12 #378869
    Profile photo of Viðar Þorgeirsson
    Viðar Þorgeirsson
    Participant
    • Umræður: 0
    • Svör: 44

    Mætti þetta ekki vera ungliða- og nýliðanefnd?





    06.09.2013 at 07:59 #378870
    Profile photo of Logi Már Einarsson
    Logi Már Einarsson
    Participant
    • Umræður: 56
    • Svör: 1247

    Gott framtak og fínt mál. Það er mikil gróska meðal þeirra yngri og um að gera að virkja kunnáttu þeirra sem farið hafa langa leið í þessu og eru orðnir hafsjór og fróðleik og reynslu í þessum efnum. Var inni í Þórsmörk í sumar (einu sinni sem oftar) og sá þar nokkrar Súkkur sem greinilega voru að ferðast saman í hóp og það var greinilega alveg rosalega gaman hjá þeim, bílarnir höfðu sumir svo sem ekkert útlitið með sér en það er aukaatriði. Það sem skiftir máli er að menn eru að prófa sig áfram veginn á ódýrum bílum og gera tilraunir. Félagi okkar, sem nú er genginn hann Freysi heitinn, sem var griðarlega reyndur jeppamaður sagði alltaf: „Bara prófa, sjá hvort það gengur.“ Það er akkurat þessi gamli „bílskúraandi“ sem við megum ekki missa. Svo strákar, haldiði áfram og reyniði að virkja þá sem eru reynslumeiri til ráðleggingar. Svo er ég viss um að þið gætur lært talsvert af litlunefndarferðunum á veturna. Hef tekið að mér farastjórn þar ásamt fleiri góðum mönnum þegar ég hef séð mér fært og reynt að miðla af því litla sem ég kann sjálfur. Svo dettur mér í hug sumar eða haustferð í Setrið sem margir ykkar hefðu sjálfsagt mjög gaman af. Væri til í að leiða hóp nýliða þangað næsta sumar eða haust ef áhugi væri fyrir hendi. Kv. L.M.





    06.09.2013 at 08:48 #378871
    Profile photo of Jón G. Guðmundsson
    Jón G. Guðmundsson
    Participant
    • Umræður: 70
    • Svör: 705

    Ég skal byrja á undirstöðunni í spottavinnu, pelastikki;

    Þessi hnútur dregst ekki til og raknar sjaldan og það er auðvelt að leysa hann.





    08.09.2013 at 14:47 #378872
    Profile photo of Sigurður Bjartmar Sigurjónsson R2060
    Sigurður Bjartmar Sigurjónsson R2060
    Keymaster
    • Umræður: 244
    • Svör: 1204

    Því miður verður ekki farið í að setja strax inn á síðuna þær tvær nefndir sem ég nefndi hér að ofan. Það er umtalsverð vinna og stutt í að ný vefsíða komi. Þar að auki þarf að útbúa efni og fl. er tilheyrir nefndunum.
    Kv. SBS.





  • Author
    Replies
Viewing 6 replies - 1 through 6 (of 6 total)

You must be logged in to reply to this topic.

RSS mbl.is – bílar

  • Villa kom upp sem bendir til þess að veitan liggi niðri. Reyndu aftur síðar.