FERÐAKLÚBBURINN 4X4

Menu
  • Ganga í Klúbbinn
  • Innskráning
Ferðaklúbburinn 4x4 Valmynd   ≡ ╳
  • Forsíða
  • Um F4X4
    • Greiða félagsgjald
    • Ferðaklúbburinn
      • Skilmálar vefs Ferðaklúbbsins 4×4
      • Lög Ferðaklúbbsins 4×4
      • Markmið Ferðaklúbbsins 4×4
    • Bókasafnið
    • Vefsíðan
    • Hagsmunamál
      • Öryggismál í ferðamennsku
      • Ferðafrelsi
      • Samstarf við hagsmunaaðila
      • Upplýsingar til ferðafólks
      • Verðlag á búnaði til jeppaferða
    • Umgengni
    • GPS grunnur
      • Sprungukort af jöklum
    • Jöklakort
    • Ferðast á fjöllum
      • Gátlistar
      • Öryggismál í ferðamennsku
    • Afslættir
    • Ganga í Ferðaklúbbinn 4×4
  • Viðburðir
  • Deildir
    • Austurlandsdeild
    • Eyjafjarðadeild
    • Hornafjarðardeild
    • Húnvetningadeild
    • Húsavíkurdeild
    • Skagafjarðardeild
    • Suðurlandsdeild
    • Suðurnesjadeild
    • Vesturlandsdeild
    • Vestfjarðardeild
  • Nefndir
    • Stjórn
    • Ferðafrelsisnefnd
    • Ferlaráð
    • Fjarskiptanefnd
    • Húsnæðisnefnd
    • Hústrukkanefnd
    • Litlanefnd
    • Ritnefnd
    • Skálanefnd
    • Skemmtinefnd
    • Tækninefnd
    • Umhverfisnefnd
    • Ungliðanefnd
    • Vefnefnd
  • Skálar
    • Fjallaskarð
    • Leppistunguskáli
    • Réttartorfa
    • Setrið
    • Skiptabakki
    • Sultarfit
  • Spjall
  • Augl.
  • Ljósmyndir
    • Setja inn myndir

Endurnýjun gorma í Patrol

by

Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Endurnýjun gorma í Patrol

This topic contains 10 replies, has 1 voice, and was last updated by Profile photo of Sigurður G. Kristinnsson Sigurður G. Kristinnsson 21 years, 7 months ago.

  • Creator
    Topic
  • 25.10.2003 at 07:44 #193066
    Profile photo of
    Anonymous

    Góð ráð óskast!
    Ég ætla að skipta um gorma í 38″ breyttum Patrol 97, í honum eru orginal gormar og 10 cm klossar. Ég er búinn að kaupa ?Old Man Emu? gorma hjá Benna sem eru 5 cm lengri.

    Nú er spurningin hvort þeir passa beint undir eða verð ég að stytta klossana samsvarandi?
    Eins er spurning hvort orginal dempararnir ganga með þessum gormum og 5 eða 10 cm klossum?
    Er eitthvað annað sem ég þarf að athuga í þessu sambandi?

    Kær kveðja, Ómar

  • Creator
    Topic
Viewing 10 replies - 1 through 10 (of 10 total)
  • Author
    Replies
  • 25.10.2003 at 08:49 #479122
    Profile photo of
    Anonymous
    • Umræður: 0
    • Svör: 16404

    Ég mundi lækka (renna af) 10cm klossana í 6,5cm og setja OME gas-demparana líka undir. Ég er búinn að keyra 140.000 Km á svona OME gormum og dempurum og það er ekkert lát á þessu.

    ÓE





    25.10.2003 at 11:59 #479124
    Profile photo of Einar Kjartansson
    Einar Kjartansson
    Participant
    • Umræður: 44
    • Svör: 4166

    Mín reynsla af OME gormum, er að þeir slappast (styttast) með tímanum. Líklega á þetta við alla gorma og fjaðrir að eitthverju marki. Ég er búinn að vera með OME gorma hjá mér að framan í tæp 3 ár, ég hef ekki mælt þetta nákvæmlega, en mér sýnist að þeir hafi styttst um ca 3 sentimetra.

    -Einar





    25.10.2003 at 13:07 #479126
    Profile photo of
    Anonymous
    • Umræður: 0
    • Svör: 16404

    Sæll Einar,
    er möguleiki að slakir demparar hafi íþyngt gormunum? Gormarnir hjá mér hafa kannski dalað um góðan sentimeter á rúmum sex árum.

    ÓE





    27.10.2003 at 00:09 #479128
    Profile photo of
    Anonymous
    • Umræður: 0
    • Svör: 16404

    Kærar þakkir Óskar fyrir góð ráð!

    Ég athuga í leiðinni hvor dempararnir eru að gefa sig. Þeir eru ekki farnir að leka, en ef ég finn að þeir eru ornir slappir þá fæ ég mér nýja OME.

    Mér skilst að þessir gormar séu til í mis stífum útgáfum og ég hugsa að þeir mjúku gefi sig fyrr… kannski skýrir það líka reynslu Einars?

    Kær kveðja,
    Ómar





    27.10.2003 at 08:56 #479130
    Profile photo of Einar Kjartansson
    Einar Kjartansson
    Participant
    • Umræður: 44
    • Svör: 4166

    Gormarnir sem ég er með eru "Hevay duty", ætlaðir til að nota t.d. á bíla með spil. Þegar ég setti þá undir var bilið upp að samsláttarpúðum 5-6 sm, nú er það 3-4 sm. Það er ekkert að dempurunum sem ég nota, bíllinn dúar ekki. Það má vera að þessir demparar hafi verið "mánudags framleiðsla", en ég sé eftir því að hafa ekki bara sett 3 sm þykkri klossa þegar ég breytti bílnum, í stað þess að kaupa þessa gorma.

    -Einar





    27.10.2003 at 09:24 #479132
    Profile photo of Grimur Jónsson
    Grimur Jónsson
    Participant
    • Umræður: 15
    • Svör: 1125

    Ég myndi nú frekar gera ráð fyrir að stífir gormar slöppuðust með tímanum….það er samt kannski einhver meinloka í mér….veit þetta einhver fyrir víst? Ég hef ekki rekist á neina reglu með þetta, þ.e. hvort mýkri/stífari/sverari/þéttar vafðari/öðruvísi á litinn(nei andskotinn hafi það) gormar slakni fyrr með tímanum en aðrir.

    Ég er bara að hugsa þetta svona almennt, ekki bara í Patrol (já, og bara svona fyrirfram….ekki sandkassaleik á þráð sem byrjar svona vel :) :) )

    kveðja
    Grímur R-3167





    27.10.2003 at 09:33 #479134
    Profile photo of Rúnar Sigurjónsson
    Rúnar Sigurjónsson
    Participant
    • Umræður: 31
    • Svör: 3028

    Gormar, og fjaðrir slappast yfirleitt aðeins með tímanum. Þá hef ég einnig heyrt að nýjir gormar/fjaðrir þurfi oft að "setjast". Þ.e.a.s. "slappist" töluvert fyrstu mánuðina en standi nokkkuð vel eftir það. Þannig hækka 5cm upphækkunargormar bíla stundum meira en 5 cm við ísetningu, en eftir mánuð eða tvo eru þeir sestir í 5cm sína.

    Sel það ekki dýrara en ég las það.
    Kv
    Rúnar, hef bara góða reynslu af OME.





    27.10.2003 at 09:37 #479136
    Profile photo of Einar Kjartansson
    Einar Kjartansson
    Participant
    • Umræður: 44
    • Svör: 4166

    Það er ekki nein algild regla sem segir að stífir gormar endist lengur eða skemur en mjúkir gormar. Þessir gormar sem ég er með voru seldir sem "hevy duty" sem væntanlega þýðir að séu gerðir fyrir meira álag en venjulegir gormar frá sama framleiðanda.

    Stífleiki gorma fer eftir lengd og þvermáli, sverleika vírsins og fjölda vafninga. Ef lengd og þvermál eru gefin, þá fæst stífari gormur með sverari vír eða færri vafningum. Ef seinni aðferðin er notuð, þá má búast við lélegri endingu. Endingin fer líka mikið eftir efninu sem notað er í gorminn, og hvernig til tekst með herslu þess.

    -Einar





    27.10.2003 at 10:30 #479138
    Profile photo of Björn Þorri Viktorsson
    Björn Þorri Viktorsson
    Participant
    • Umræður: 27
    • Svör: 1380

    Sælir.

    Svo hefur meðferðin/notkunin eitthvað með þetta að gera líka. Allt dalar þetta dót með tímanum.

    Skrítið samt að mér hefur sýnst þeir sem eru með "hevy duty" gormabúnað kvarta síst minna en aðrir undan því að þetta slakni með tímanum. Það er í samræmi við það sem Einar segir. En… e.t.v. eru það einmitt mennirnir sem eru að NOTA bílana sína sem kaupa slíkan búnað í upphafi.

    Ferðakveðja,

    BÞV





    27.10.2003 at 12:04 #479140
    Profile photo of Sigurður G. Kristinnsson
    Sigurður G. Kristinnsson
    Participant
    • Umræður: 6
    • Svör: 149

    Sæll Ómar ég skal skipta við þig á 10cm klossunum og láta þig hafa 6,5 cm klossa í staðinn síðan getur þú líka rennt af hinum klossunum ef þú hefur áhuga hafðu þá samband
    Kveðja Siggi 617-6219





  • Author
    Replies
Viewing 10 replies - 1 through 10 (of 10 total)

You must be logged in to reply to this topic.

RSS mbl.is – bílar

  • Villa kom upp sem bendir til þess að veitan liggi niðri. Reyndu aftur síðar.