Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Endingartími bremsudiska
This topic contains 8 replies, has 1 voice, and was last updated by Valur Sveinbjörnsson 15 years, 11 months ago.
-
CreatorTopic
-
21.02.2009 at 21:35 #203883
Heil & sæl,
var að velta því fyrir mér eftir að hafa skipt um bremsuklossa hver almennur endingartími bremsudiska sé í km talið miðað við almennan akstur.
Hver er ykkar reynsla með þetta?
kv, Bjarni
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
21.02.2009 at 22:18 #641700
Það er yfirleitt merkt á diskum hvað þeir mega vera þunnir. Það er engin ástæða til þess að skipta diskunum út fyrr en þeir eru komnir niður fyrir þau mörk eða orðnir skakkir, nú nema menn hafi ekkert betra við peningana að gera, en séu menn í þeim sporum er þeim guðvelkomið að hafa samband og fá reikningsnúmer og kennitölu hjá mér
kv Kiddi
21.02.2009 at 22:56 #641702Sælir,
sko, er mað pajero 05 sem er ekinn 86 þús km. Hann fór í síðustu ástandsskoðun/ábyrgðarskoðun í tæplega 82 þús. Ég hafði kvartað yfir bremsunum og hvort það væru ekki gallaðir diskar í bílnum (þar sem ég sá miklar rákir á þeim í gegnum álfelgurnar) og við að snerta þá var eins og að snerta þvottabretti ásamt því að mikill titringur var þegar bremsað var og hefur mér fundist sem svo að bremsurnar séu langt frá því eins góðar og í eldri pæjunni sem ég átti.
Svarið sem ég fékk hjá umboðsaðila Heklu var það að þeir í rvík segðu að bíllinn væri of mikið ekinn til að ábyrgðinn tæki þetta yfir. Ég var að sjálfsögðu hissa.. en þeir settu ekkert út á þetta (bremsuranr) (sem fagaðili og bíllinn í checki hjá þeim) þannig að ég hugasði ekki meira um það.
Í vikunni fer ég svo að heyra væl og kaupi klossa hjá Stillingu og skipti um þá sjálfur. Þá tek ég eftir því hversu diskarnir eru ílla farnir og það er brotið úr einum þeirra. Þurfti svo að skreppa rúma 100 km áðan og fann þá hvað allt nötraði þegar bremsurnar voru notaðar.
Ég er eðliulega ekki sáttur. Langaði því að forvitnast um endingartíma á þessum diskum. Er eðlilegt að það þurfi að renna þá við klossaskipti.. hver er taktíkin í þessu?
kv, Bjarni
21.02.2009 at 23:05 #641704Þetta er eitthvað rosalega misjafnt greinilega. Lélegasta ending, sem ég hef upplifað, var í Lada Niva (Lada Sport eins og þeir eru oftast kallaðir) og kemur líklega fáum á óvart. Við erum búin að vera með a.m.k. fjóra Pajero – bíla á þessu heimili og mig minnir sá fyrsti hafi verið ekinn 56000 þegar hann var seldur, sá næsti eitthvað um 70.000 og sá þriðji um 170.000 km. Í engum þeirra þurfti að skipta um diska á þeim tíma sem við áttum þá. Þar á undan vorum við með HiLux og ókum honum nærri 220.000 km og aldrei þurfti að skipta um í honum. Hinsvegar hefur verkstæðið, sem þjónustar bílana fyrir okkur, aldrei látið klossana verða mjög slitna, heldur hefur verið skipt um þá heldur oftar en þjónustubækur segja í raun til um. Held að það hafi skilað sér í minna og jafnara sliti á bremsudiskum. Þetta er um jeppana. Við höfum líka verið með MMC Lancer, líklega a.m.k. þrjá og diskar í þeim öllum (bara að framan) hafa enst vel. Við höfum verið með ansi marga VW Passat og Golf, man ekki hve marga, en þeim hefur yfirleitt ekki verið það mikið ekið, að komið hafi til svona viðhalds. Aðrir bílar, sem við höfum átt, voru svo með skálabremsum.
21.02.2009 at 23:27 #641706já þetta er magnað.. hef farið með bílinn í öll tékk hjá þeim og hefur verið skipt um klossa etc..
Þekki tvo aðra eigendur af sama bíl eða 06 árgerð og er búið að skipta um í öðrum diskana (ábyrgð) og í hinum 3svar og endaði það með því að hann gafst upp á þessu og skipti yfir í aðra tegund.
Ég er með Volvo fólksbíl sem ekinn er 110 þús og aldrei hefur verið bremsuvesen með hann. Er líka með Subaru sem ekinn er 180 þús og ekkert bremsuvesen þar (þó ýmislegt annað hafi hrjáð hann greyið).. þess vegna er maður að spyrja sig hvernig þessi mál eru.
Takk fyrir svörin.
kv, Bjarni
22.02.2009 at 17:56 #641708Bjarni G., nú verð ég að gera smá játningu, var dálítið ónákvæmur í fyrri pósti. Fyrstu þrír Pajero – bílarnir á þessu heimili voru allir af eldri typunni, þ.e. árg. 1996, 1997 og 1999. Þessi sem er í brúki núna er árgerð 2008 og bara búið að aka honum 9000 km, þannig að reynslan af honum er lítil. Þetta er náttúrulega allt annarskonar hjólastell undir þessum grindarlausa bíl, klafar bæði aftan og framan o.s.frv. Þetta þýðir náttúrulega að reynslan verður að dæma þennan, ég held maður geti ekki sjálfkrafa fært reynsluna af hinum bílunum yfir á þennan.
22.02.2009 at 18:37 #641710Á þeim bílum sem ég hef átt held ég að ég geti fullyrt að bremsudiskar hafi alltaf dugað a.m.k. 100 þús km. og sumir miklu lengur en það.
Vafalaust fer það eftir ýmsu, s.s. því hvernig bílnum er ekið, hvort hann sé sjálfskiptur, gerð klossanna sem maður notar og mörgu öðru.
Eitt hefur þó alltaf komið mér á óvart þegar ég hef loksins talið ástæðu til að skipta um þá – hversu lítið þeir hafa kostað. Samanborið við aðra bílavarahluti þá bjóst ég alltaf við miklu hærri verðum en reyndin varð. Þá er ég að tala um verð í Stillingu, N1 og þeim búðum, en ekki umboðunum.Ágúst
22.02.2009 at 18:39 #641712Það er svo hægt að fara með bremsudiska á renniverkstæði og láta renna af þeim. Ég hef látið gera það á mínum bíl. Þá lét ég Smára á renniverkstæði Skerpu í Hafnarfirði gera það. Ég er mjög sáttur og hann var sanngjarn. Hann sér það strax hvort að það má renna af disknum eða ekki. Minn diskur var með mikið af rákum á sér og ég vildi ekki setja nýja bremsuklossa á fyrr en búið væri að annahvort renna af disknum eða skipta um disk því að ef ég hefði sett bremsuklossan þá hefði bíllinn farið að titra og verið leiðinlegur þegar stigið hefði verið á bremsuna, alveg eins og þú ert að lýsa.
22.02.2009 at 20:08 #641714Ég er með ’98 pajero sem hefur verið á 38“ frá því hann var settur á götuna svo setti ég 44“ undir hann fyrir ári síðan. Ég skipti um bremmsudiska á framan þegar hann var kominn í 160.000km. en diskarnir að aftan eru í fínu lagi. Diskarnir eru 24mm þegar þeir eru nýjir og mælst er til að skipta þeim út þegar þeir eru komnir í 22mm, mínir voru komnir í 18mm þegar ég skipti þeim út.
kv. vals.
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.