Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › ending pajero?
This topic contains 12 replies, has 1 voice, and was last updated by Elvar Níelsson 21 years, 1 month ago.
-
CreatorTopic
-
11.02.2004 at 22:07 #193734
jæja pajero eigendur eða þeir sem hafa mikið vit á endingu véla og skiptinga.
Það var verið að bjóða mér pajero 2.8 sjálfskiptan ekinn 305 þús og það er ekkert búið að eiga við vél og skiptingu annað enn að það er ny vatnsdæla í honum.Fer þetta ekki að bila bráðum og hvað má borga fyrir svona en þetta er 96 árg -
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
11.02.2004 at 22:20 #493654
Sæll Soli. Ending í Pajero er allmennt séð góð. Í árgerðum í kringum ´89-92 var eitthvert vandamál með sjálfskiptingar, en það var lagað. Ef ekkert hefur verið gert við vél þá máttu eiga von á viðhaldi eins og í öðrum bílum. Vélar og skiptingar hafa samt verið að endast vel (því miður því ég á sjálfskiptingu sem ég þarf að losna við en þær bara bila aldrey) þannig að þú ættir að vera nokkuð sáttur ef þú færð bílinn á þokkalegu verði. (fer eftir útliti og fl) Þegar ég setti minn bíl á 38" dekk fyrir 3 árum, sögðu flestir að ég væri eitthvað ruglaður (er það náttúrulega) en síðan þá hefur breyttum Pajeroum fjölgað verulega. Svo endilega skelltu þér á gripinn og vertu velkominn í Pajero fjölskylduna. Kveðja Pétur.
11.02.2004 at 22:20 #488332Sæll Soli. Ending í Pajero er allmennt séð góð. Í árgerðum í kringum ´89-92 var eitthvert vandamál með sjálfskiptingar, en það var lagað. Ef ekkert hefur verið gert við vél þá máttu eiga von á viðhaldi eins og í öðrum bílum. Vélar og skiptingar hafa samt verið að endast vel (því miður því ég á sjálfskiptingu sem ég þarf að losna við en þær bara bila aldrey) þannig að þú ættir að vera nokkuð sáttur ef þú færð bílinn á þokkalegu verði. (fer eftir útliti og fl) Þegar ég setti minn bíl á 38" dekk fyrir 3 árum, sögðu flestir að ég væri eitthvað ruglaður (er það náttúrulega) en síðan þá hefur breyttum Pajeroum fjölgað verulega. Svo endilega skelltu þér á gripinn og vertu velkominn í Pajero fjölskylduna. Kveðja Pétur.
11.02.2004 at 22:26 #493658Sælir félagar.
Þetta kalla ég nú bara býsna góða endingu. Reyndar hitti ég mann um daginn sem hafði nýverið keypt Pajero ekinn liðlega 320 þús km. (mig mynnir ’98 árgerð) og þóttist hafa gert reyfarakaup, þar sem bíllinn stóð mjög vel fyrir sínu þrátt fyrir þennan mikla akstur. Í því tilviki hafði heldur ekkert verið átt við vél né skiptingu.
Auðvitað hlýtur þó meðferð og umhirða að skipta öllu máli þegar kemur að svona stúdíu. Pajero er nú "bara bíll" og hlýtur því að vera forgengilegur eins og öll önnur mannanna verk, en í mínum huga er þó alveg ljóst hvað endinguna áhrærir, að MMC mönum hefur farið stórkostlega fram frá árunum eftir 1980 (ca 1984-1986) þegar það þótti tíðindum sæta ef gírkassi í Pajero entist meira en 80-100.000 km.
Um eðlilegt verð fyrir svona grip hef ég enga hugmynd, en þú átt að geta kynnt þér þetta nokkuð vel í gagnagrunni bílgreinasambandsins.
Ferðakveðja,
BÞV
11.02.2004 at 22:26 #488334Sælir félagar.
Þetta kalla ég nú bara býsna góða endingu. Reyndar hitti ég mann um daginn sem hafði nýverið keypt Pajero ekinn liðlega 320 þús km. (mig mynnir ’98 árgerð) og þóttist hafa gert reyfarakaup, þar sem bíllinn stóð mjög vel fyrir sínu þrátt fyrir þennan mikla akstur. Í því tilviki hafði heldur ekkert verið átt við vél né skiptingu.
Auðvitað hlýtur þó meðferð og umhirða að skipta öllu máli þegar kemur að svona stúdíu. Pajero er nú "bara bíll" og hlýtur því að vera forgengilegur eins og öll önnur mannanna verk, en í mínum huga er þó alveg ljóst hvað endinguna áhrærir, að MMC mönum hefur farið stórkostlega fram frá árunum eftir 1980 (ca 1984-1986) þegar það þótti tíðindum sæta ef gírkassi í Pajero entist meira en 80-100.000 km.
Um eðlilegt verð fyrir svona grip hef ég enga hugmynd, en þú átt að geta kynnt þér þetta nokkuð vel í gagnagrunni bílgreinasambandsins.
Ferðakveðja,
BÞV
11.02.2004 at 23:08 #493663
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Ein spurning til PéturInga, þegar þú segist eiga skiptingu í pajero, settirðu gírkassa í þinn? ef svo er hvað kostaði það ca. Pabbi gamli á svona bíl með sjálfskiptingu og það er lítið til af svona beinskiptum bílum, þess vegna vil ég setja gírkassa í hann ef það er ekki mikið mál, krafturinn er frekar dapur vegna sjálfskiptingar og við erum að spá í að breyta honum fyrir 38".
11.02.2004 at 23:08 #488336
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Ein spurning til PéturInga, þegar þú segist eiga skiptingu í pajero, settirðu gírkassa í þinn? ef svo er hvað kostaði það ca. Pabbi gamli á svona bíl með sjálfskiptingu og það er lítið til af svona beinskiptum bílum, þess vegna vil ég setja gírkassa í hann ef það er ekki mikið mál, krafturinn er frekar dapur vegna sjálfskiptingar og við erum að spá í að breyta honum fyrir 38".
12.02.2004 at 07:02 #493667Það er svo stutt síðan Björn Þorri fór úr fóstrinu á Nýbýlaveginum að hann er enn fastur í gírkassasögunum þeirra! Gírkassinn í Pajero er ekki framleiddur af MMC sjálfum, vel að merkja framleiðir þessi sama verksmiðja (beinskiptu) gírkassana í Trooper og Nissan líka, að því heimildir mínar herma. Hvað um það, það voru vélarnar, sem eru til umræðu. 2,8 diesel vélin í Pajero er talin margfalt endingarbetri en 2,5 vélin. Hún þykir að vísu fremur fornleg í byggingu, er t.d. með tímakeðju og venjulegu olíuverki, en sé skipt reglulega um olíu og síur og vélinni ekki misþyrmt á annan hátt, þá getur hún gengið upp undir hálfa milljón kílómetra áður en þarf að líta á legur og stimpla. Hinsvegar er rétt að láta fagmenn líta á spíssa öðru hvoru, bæði upp á betri gang og minni eyðslu. Nú, varðandi gamla Pajero-bíla þá þarf að huga sérstaklega að þeim, (eins og öllum öðrum bílum), sem hefur verið breytt þ.e.a.s. klippt úr brettum og settir brettakantar (fender flares) því fram til þessa hafa flest breytingaverkstæði klikkað á því að ryðverja nægilega vel þar sem hefur verið borað og klippt.
12.02.2004 at 07:02 #488338Það er svo stutt síðan Björn Þorri fór úr fóstrinu á Nýbýlaveginum að hann er enn fastur í gírkassasögunum þeirra! Gírkassinn í Pajero er ekki framleiddur af MMC sjálfum, vel að merkja framleiðir þessi sama verksmiðja (beinskiptu) gírkassana í Trooper og Nissan líka, að því heimildir mínar herma. Hvað um það, það voru vélarnar, sem eru til umræðu. 2,8 diesel vélin í Pajero er talin margfalt endingarbetri en 2,5 vélin. Hún þykir að vísu fremur fornleg í byggingu, er t.d. með tímakeðju og venjulegu olíuverki, en sé skipt reglulega um olíu og síur og vélinni ekki misþyrmt á annan hátt, þá getur hún gengið upp undir hálfa milljón kílómetra áður en þarf að líta á legur og stimpla. Hinsvegar er rétt að láta fagmenn líta á spíssa öðru hvoru, bæði upp á betri gang og minni eyðslu. Nú, varðandi gamla Pajero-bíla þá þarf að huga sérstaklega að þeim, (eins og öllum öðrum bílum), sem hefur verið breytt þ.e.a.s. klippt úr brettum og settir brettakantar (fender flares) því fram til þessa hafa flest breytingaverkstæði klikkað á því að ryðverja nægilega vel þar sem hefur verið borað og klippt.
12.02.2004 at 08:24 #488340Bíllinn minn er beinskiptur en ég eyðilagði millikassa fyrir ári síðan og flutti inn kassa frá Danmörku, en þeir sendu mér sjálfskiftingu í staðin. Þess vegna á ég sjálfskiftingu til sölu. Ég fékk síðan réttan gírkassa og millikassa til að setja í bílinn hjá mér. Ég veit ekki hvernig það er að setja gírkassa í staðinn fyrir sjálfskiftingu en það var allavega of mikið mál að breyta beinskiftum í sjálfskiftan. (þurfti að breita tölvu olíuverki og fl.) Talaðu við Rúnar á verkstæðinu hjá Heklu, hann getur örugglega frætt þig um þetta. Kveðja Pétur
12.02.2004 at 08:24 #493670Bíllinn minn er beinskiptur en ég eyðilagði millikassa fyrir ári síðan og flutti inn kassa frá Danmörku, en þeir sendu mér sjálfskiftingu í staðin. Þess vegna á ég sjálfskiftingu til sölu. Ég fékk síðan réttan gírkassa og millikassa til að setja í bílinn hjá mér. Ég veit ekki hvernig það er að setja gírkassa í staðinn fyrir sjálfskiftingu en það var allavega of mikið mál að breyta beinskiftum í sjálfskiftan. (þurfti að breita tölvu olíuverki og fl.) Talaðu við Rúnar á verkstæðinu hjá Heklu, hann getur örugglega frætt þig um þetta. Kveðja Pétur
12.02.2004 at 09:08 #488342Ég hef kannski ekki mikið vit á endingu véla en ég persónulega væri ekki tilbúinn að borga mikið fyrir bílinn útaf vélinni sem er örugglega komin á seinni hluta lífaldursins. Ef bíllinn er í góðu ástandi að öðru leiti mæli ég með að þú farir á http://www.bgs.is og flettir upp viðmiðunarverði eins og Björn Þorri stakk uppá. Kannski væri áhugavert að einhver hér gæti misst útúr sér hvað gangverð á 2.8 vél með olíuverki er, td. ef hún er ný yfirfarin og í toppstandi.
Elvar
12.02.2004 at 09:08 #493673Ég hef kannski ekki mikið vit á endingu véla en ég persónulega væri ekki tilbúinn að borga mikið fyrir bílinn útaf vélinni sem er örugglega komin á seinni hluta lífaldursins. Ef bíllinn er í góðu ástandi að öðru leiti mæli ég með að þú farir á http://www.bgs.is og flettir upp viðmiðunarverði eins og Björn Þorri stakk uppá. Kannski væri áhugavert að einhver hér gæti misst útúr sér hvað gangverð á 2.8 vél með olíuverki er, td. ef hún er ný yfirfarin og í toppstandi.
Elvar
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.