FERÐAKLÚBBURINN 4X4

Menu
  • Ganga í Klúbbinn
  • Innskráning
Ferðaklúbburinn 4x4 Valmynd   ≡ ╳
  • Forsíða
  • Um F4X4
    • Greiða félagsgjald
    • Ferðaklúbburinn
      • Skilmálar vefs Ferðaklúbbsins 4×4
      • Lög Ferðaklúbbsins 4×4
      • Markmið Ferðaklúbbsins 4×4
    • Bókasafnið
    • Vefsíðan
    • Hagsmunamál
      • Öryggismál í ferðamennsku
      • Ferðafrelsi
      • Samstarf við hagsmunaaðila
      • Upplýsingar til ferðafólks
      • Verðlag á búnaði til jeppaferða
    • Umgengni
    • GPS grunnur
      • Sprungukort af jöklum
    • Jöklakort
    • Ferðast á fjöllum
      • Gátlistar
      • Öryggismál í ferðamennsku
    • Afslættir
    • Ganga í Ferðaklúbbinn 4×4
  • Viðburðir
  • Deildir
    • Austurlandsdeild
    • Eyjafjarðadeild
    • Hornafjarðardeild
    • Húnvetningadeild
    • Húsavíkurdeild
    • Skagafjarðardeild
    • Suðurlandsdeild
    • Suðurnesjadeild
    • Vesturlandsdeild
    • Vestfjarðardeild
  • Nefndir
    • Stjórn
    • Ferðafrelsisnefnd
    • Ferlaráð
    • Fjarskiptanefnd
    • Húsnæðisnefnd
    • Hústrukkanefnd
    • Litlanefnd
    • Ritnefnd
    • Skálanefnd
    • Skemmtinefnd
    • Tækninefnd
    • Umhverfisnefnd
    • Ungliðanefnd
    • Vefnefnd
  • Skálar
    • Fjallaskarð
    • Leppistunguskáli
    • Réttartorfa
    • Setrið
    • Skiptabakki
    • Sultarfit
  • Spjall
  • Augl.
  • Ljósmyndir
    • Setja inn myndir

Ending dekkja og val

by Óskar Hauksson

Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Ending dekkja og val

This topic contains 8 replies, has 1 voice, and was last updated by Profile photo of Rúnar Sigurjónsson Rúnar Sigurjónsson 19 years ago.

  • Creator
    Topic
  • 11.05.2006 at 18:26 #197949
    Profile photo of Óskar Hauksson
    Óskar Hauksson
    Member

    Daginn
    Nú er komið sumar og því þarf ég eitthvað að gera í nagladekkjaveseninu.

    Þannig er mál með vexti að ég á mjög góð 35″ nagladekk. Einnig á ég felgur fyrir 38″. Svo nú er spurningin.

    1. Ætti ég að fá mér góð negld 38″, nota 35″ að öllu jöfnu um vetur og fá mér 35″ sumar eða

    2. Fá mér 38″ vetrar dekk, selja 35″ negldu og fá mér 35″ sumardekk í staðin ?

    Ég er aðallega að pæla hvort að það taki því, peningalega séð, að vera alltaf að skipta á 38 og 35 tommunum fyrir ferðir og vera að keyra á 35 innanbæjar? Hversu fljót eru 38″ að eyðast í innanbæjar akstri?

    Ath. fátækur námsmaður talar

  • Creator
    Topic
Viewing 8 replies - 1 through 8 (of 8 total)
  • Author
    Replies
  • 11.05.2006 at 19:18 #552342
    Profile photo of Baldur Gunnarsson
    Baldur Gunnarsson
    Participant
    • Umræður: 43
    • Svör: 821

    ég er líka fátækur námsmaður. Mér fannst alltof dýrt að eiga 2 umganga af dekkjum. Svo ég fór þá leið að kaupa mér 38" mudder og láta mircoskera hann alveg út. Og ég keyri bara á þessum dekkjum allan ársins hring. Kemur bara mjög vel út, enda þarf maður ekki nagla hérna á höfuðborgarsvæðinu, og ég keyri bara varlega þegar ég fer norður á veturna.

    En á móti kemur að ég er alltaf á almennilegum dekkjum ef mér dettur í hug að jeppast 😀 Og fyrir utan það hvað 38 tommu breyttir bílar eru ljótir á 35 😉





    11.05.2006 at 19:36 #552344
    Profile photo of Kristinn Magnússon
    Kristinn Magnússon
    Participant
    • Umræður: 91
    • Svör: 1775

    Ég var með 35" sumardekk, og 38" vetrardekk. Ég ætlaði að gera þetta eins og þú, s.s. að skipta þegar ég fór í ferðir en ég nennti því ekki vegna þess að ég var alltaf að skreppa eitthvað stutt eins og upp á Hellisheiði t.d.
    Ég endaði því á því að vera bara á 38 tommunni um veturinn.
    þannig að ef ég ætti að segja mitt álit þá finnst mér sniðugast að hafa 35" dekkin bara sem sumardekk (plokka naglana úr) og nota síðan 38" yfir veturinn

    Það er alveg á tæru að næst þegar ég fjárfesti í 38" þá verða þau NEGLD

    kv. Kiddi





    11.05.2006 at 20:45 #552346
    Profile photo of Óskar Hauksson
    Óskar Hauksson
    Member
    • Umræður: 11
    • Svör: 46

    Einhversstaðar heyrði ég að míkróskorin dekk endtust betur en óskorin dekk. Er þetta rétt hjá mér eða bara bull ?





    11.05.2006 at 21:30 #552348
    Profile photo of Bjarki Clausen
    Bjarki Clausen
    Participant
    • Umræður: 158
    • Svör: 1709

    Við mikróskurð eykst ending dekkjana. þar sem betri kæling næst á dekk vegna þess að þau eru opnari.
    Ekki er þó verið að tala um mjög háa prósentutölu í því sambandi. En þó greinilegur munur á endingu.





    11.05.2006 at 21:39 #552350
    Profile photo of Þór Ólafsson
    Þór Ólafsson
    Participant
    • Umræður: 2
    • Svör: 52

    Ef þú ert blankur þá er engin spurning að plokka naglana úr 35", fínt að Cruisera um landið á þeim í sumar og kíkja síðan í veskið í haust og sjá hvað þú hefur efni á og vilt setja undir bílinn.

    Cruiserumst síðar,

    Þór





    11.05.2006 at 22:10 #552352
    Profile photo of Óskar Hauksson
    Óskar Hauksson
    Member
    • Umræður: 11
    • Svör: 46

    En gæti einhver sagt mér hversu lengi 38" skorin og negld endast í bænum ? Km eða vetrum miðað við litla keyrslu :)





    11.05.2006 at 22:41 #552354
    Profile photo of Bjarki Clausen
    Bjarki Clausen
    Participant
    • Umræður: 158
    • Svör: 1709

    Fer nú saman keyrsla á malbiki eða öðru.
    kílómetrafjöldi ogsfrv. 3 ár myndi ég segja pottþétt ending á 38" dekkjum. miðað við 20-30 þús. á ári. ef þau eru microskorinn. (þeas miðað við að þau séu sæmilega brúkhæf eftir 3 ár) en getur alveg notað í 6 ár þessvegna. fer bara eftir keyrslu..

    Svo slitna dekk mishratt eftir tegundum.
    mjúkt gúmmí slitnar hraðar / en grípur betur í snjó
    harðara gúmmí endist oftast að sama skapi betur.

    En eflaust hafa menn misjafnar skoðanir á þessu eins og öðru. Ending er bara einhvað sem er nokkuð afstætt hugtakk. td geturðu eyðilagt 38" dekk á einu ári ef bíllinn er ekki hjólastilltur osfrv.





    12.05.2006 at 09:35 #552356
    Profile photo of Rúnar Sigurjónsson
    Rúnar Sigurjónsson
    Participant
    • Umræður: 31
    • Svör: 3028

    Á 38" ground hawk, mikróskorin. Keypti þau 2003, hef keyrt á þeim á veturna, og reyndar einnig síðasta sumar, og þau eru rétt um hálfstlitin. Eru undir Hilux. Slitna margfalt hraðar undir þyngri bílum eins og pöttum.

    kv
    Rúnar.





  • Author
    Replies
Viewing 8 replies - 1 through 8 (of 8 total)

You must be logged in to reply to this topic.

RSS mbl.is – bílar

  • Villa kom upp sem bendir til þess að veitan liggi niðri. Reyndu aftur síðar.