Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › En og aftur… fyrsti jeppin
This topic contains 30 replies, has 1 voice, and was last updated by Jón Hörður Guðjónsson 22 years, 4 months ago.
-
CreatorTopic
-
08.12.2001 at 01:21 #191220
AnonymousÉg er hérna 17 ára drengur sem er að hugsa um fyrsta bíl.
Ég er ekki að leita eftir GTI tík, heldur einhverjum sem ég get kíkt með ykkur á í næstu nýliðaferð
En ég er allveg útúr korti hvað ég á að gera þannig ég leita til ykkar.Mér hefur verið að langa í einhverja toyotu.
Svona fyrsta er að ég þarf líka að geta notað bílin dagsdaglega, semsagt regular xtracab er útúr dæminu, 2 sæti eru bara of lítið. En hvað með gömlu 4runnerana ? Fæ ég einhvern vel breittan í góðu ástandi fyrir lítin pening.Síðan hefur draumurinn alltaf verið Toyota D/C en verið eru þannig að það er ekki inní dæminu, eða ég held. Mér er að langa í einhvern velduglegan, semsagt 38″ bíl.
Og ekki get ég fengið mér v6 toyotu… hún einfaldlega eyðir alltofmiklu, helst annaðhvort 2.4 bensín eða 2.4túrbo diesel
En annars sýnist mér fjárhagsstaða mín ekki fara yfir svona 500 til 600 í bílkaup þannig að ég veit ekki hvernig ég stend. Ekki fæ ég sæmilegan D/C fyrir það ?
Bendið mér á hvað ég get gert og ég skal koma með ykkur í nýliðaferð á árinu 2002
Með kveðju
Strákurinn -
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
08.12.2001 at 16:42 #458008
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Ef þú ert með 5-600 þúsund í peningum þá getur þú pottþétt fengið Toyota DC dísel sem er breyttur…Ég kanski veit um einn svoleiðis meira að segja..36" eða 38" breyttan.
Þú getur fengið mjög góðan jeppa fyrir þennan pening ekki spurning.
Kv
Snake
08.12.2001 at 19:40 #458010
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Gott mál
Ég ætla mér að ganga til verks í janúar til febrúar, þegar peningurinn er komin til staðar, og þá hef ég tímann.
Maður byrjar ekki að hringja og hræra í fólki fyrir þann tíma, eða allavega ekki fyrr en ég er tilbúin að ganga frá því samdægursÉg var farin að taka of mikið mark á því hvað fólk er að setja á bílana eins og td á bílakassi.is
En þakka þér fyrir upplýsingarnar.
08.12.2001 at 19:57 #458012
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Fór að hugsa aðeins meira, er ekki rosalegt viðhald á þessu, þar sem þetta yrði eini bílinn.
Kostar svona dæmi ekki allveg 40 þúsund á mánuði í minstalagi,
Viðhald , eldsneyti og öll gjöld, tryggingar og þungaskattur, dekkjagangar, væri nokkuð flott ef þið gætuð gefið mér einhver raunsæ dæmi, útfrá eigin reynslu ?
Með þökkum, Strákurinn
09.12.2001 at 13:46 #458014
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Ég sá einn Hilux á bílasölu í gærkveldi..38" nokkuð góðum dekkum…mikið af kösturum….Þarf að dútla sér við hann eins og flesta jeppa….Sett á hann 500þ en ég myndi aldrei borga meira en 250þ fyrir þann bíl…
Sá 4Runner í dagblaðinu ígær….huggulegur bíl að sjá…breyttur fyrir 38" dekk en er á 35" dekkum…Ásett verð 390þ en fengist eflaust neðar ef um staðgreislu sé að ræða…Og alltí lagi að vera á 35" dekkum til að byrja með…Alltaf hægt að fá sér stærri ef maður vill…
Skoðaðu þetta stráksi…
Kv
SnakePS……Að reka bíl ídag er rosalega dýrt ef maður spáir í að það eru tryggingar og þess háttar kostnaður….Það borgar sig ekki að vera með dísel bíl nema þá að þú keyrir MJÖG mikið….þungaskattur á jeppa er svona frá 20-30 þúsund á ári..tryggingar eru ekki ódýrar. Svo fer það mikið eftir því hvað þú keyrir mikið hvað mánaðarkostnaður verur af rekstri bíls. Þar getur þú sparað…
09.12.2001 at 13:49 #458016
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Ég meinti bifreiðagjöld eru 20-30 þúsund á ári…Þungaskatturinn er mikið mikið meira…Þekki það ekki alveg..
kv
Snake
09.12.2001 at 14:02 #458018
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Jámm
Er svona að pæla í þessu, bensínbílarnir eru ódýrari, en ég efast um að ég muni keyra lítið núna fyrstu árin svo ég held diesel sé málið.Pabbi vill meina að það verða endalaust viðhald, við erum gömul Range Rover fjölskylda híhí
En annars
Bara með kveðjum
Strákurinn
09.12.2001 at 17:37 #458020
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Sæll aftur….
Ef þið eruð gömul Range Rover fjölskylda þá ætti pabbi þinn að vera nokkuð lúnkinn við að gera við og svoleiðis…
Að stunda jeppamensku er hlutur sem maður á ekki að gera nema að maður kunni að gera við vegna þess að það er öruggt að það er meira viðhald sem fylgir þessu en venjulegur fólksbíll. En sem 17 ára gutti myndi ég frekar fá mér jeppa en fólksbíl þar sem að maður keyrir ekki jeppan eins og maður gerir á fólksbílnum. Ég keyrði alltaf eins og asni þegar ég var gutti….sumir myndu segja að ég geri það enn…en það er önnur saga….
Það er ekkert dýrara að keyra Toyotu bensín jeppa heldur enn einhverja Japanska GTi tík…Það er á hreinu…ég átti GTi beyglu í fyrra og eyddi hún ROSALEGA…hún eyddi meira enn Hilux jeppinn sem ég átti sem engu að síður var Túrbó og sprækari en GTi dollan…
Og Range Rover….Það er saga útaf fyrir sig….Þeir eru svolítið sérstakir eins og þú örugglega veist….En ég held samt að bensín jeppi sé málið fyrir þig. Dísel er svo dýr…þunga skatturinn er allaveganna 140,000:- á ári…
Spáðu í þetta stráksi
kv
Snake
09.12.2001 at 18:50 #458022
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
En þó að 140.000 þúsund líti út sem miklir peningar þá eru þetta bara um 11.000 á mánuði sem er svona sirka 1,5 til 2 áfyllingar á tankinn af bensíni… ég gæti lifað við það held ég… og þannig að ég held að maður kæmi nokkuð vel út… en ég þarf að reikna þetta betur við tækifæri…
En svona þið diesel og bensín fólk hvað eruði með margar áfyllingar á mánuði, og tankstærð…
Djúpar pælingar
En jæja… skella sér aftur í lærdóminn
Strákurinn
09.12.2001 at 19:08 #458024
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Ég er með 8 cýlindra jeppa 38" breyttan og er hann að eyða svona svipað og hiluxinn sem ég átti í fyrra…Þannig að ég er mjög ánægður með að vera með mun aflmeiri bíl og svipaða eyðslu. Hann er með þetta á milli 15 og 18 innan bæjar og er það ekki mikið miðað við tæplega 2ja tonna 8 gata jeppa. Ég er ekki búinn að reyna almennilega hvað hann er að fara með undir álagi…en virðist það vera svipað kanski aðeins meira en Hiluxinn sem ég átti….Fór smá ferð um daginn og hann var með ca: 22 lítra….Það er mjög gott fyrir svona bíl!
Ég persónulega fæ mér ekki Japanskan jeppa aftur fyrr en ég get fengið mér þá nýjan eða nýlegan…Þá er ég svona svolítið mikið hrifinn af Trooper. Það eru huggulegir og flottir bílar.
Kv
Snake
09.12.2001 at 21:12 #458026
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Sæll..
Þungaskatturinn á sem dæmi D/C er ca: 160,000:- á ári…og er það ca: 13,000:- á mánuði!!!
kv
Snake
09.12.2001 at 21:43 #458028
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Já.. góður það er nú dágóður peningur.
verð að pæla duglega í þessu, hvort ég einfaldlega standi undir þessu, en ég verð annars duglegur um jólin að pósta hérna um pælingar mínar og fleira
Með þökkum
Strákurinn
10.12.2001 at 12:55 #458030
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Sæll stráksi!Hafðu samband við Gunnar í síma 8936640,sonur hans á D/C á nýrri 35" sem er til sölu.
Kveðja
Maggi
10.12.2001 at 13:52 #458032
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Málið var að ég var að pæla alla leið í 38" bíl, og ég er eins og ég ætla mér að bíða fram í janúar/febrúar núna því að ég hef ekkert við að gera við bílin fyrr og peningar eru ekki til staðar fyrir þann tíma.
En þakka samt.
Kveðja
Straksi
12.12.2001 at 02:34 #458034Mín reynsla (sem er nú kannski ekki mjög mikil miðað við marga aðra) er sú að ef að þú ættlar að vera á jeppa sem er fullbreyttur og í það góðu lagi að þú treystir þér upp á fjöll án þess að eitthvað bili (gerist samt oft) að þá kostar hann u.þ.b. 1 milljón og uppúr, alveg sama hvað hann heitir, og á með öllum búnað. Viðhald á svona bíl er ROSALEGT og verður þú að hafa aðstöðu og kunnáttu til þess að gera við. Ef þú ert ekki þeim mun meiri dellukall, þá mundi ég byrja á susuki fox, ódýrt, einfalt og lítið sem ekkert til þess að bila.
09.01.2002 at 20:35 #458036dísel er alls ekki dýrari en bensín !!!
Ég átti síðast hilux D/C diesel á 36" ’90 (verð 400þ)hann var að eyða svona 19/100 (enginn sparnaðarakstur)
Þar sem dísel er helmingi ódýrari en bensín er hann eins og bensín bíll sem eyðir 9/100 + þungaskattur, og miðað við bíl á mæli
(ef þú ekur undir 20þ km á ári annars 2×69þ + 10þ í bifreiðagjöld)
þannig á 100km kostar það 19*45kr/l + 6kr á km í þungaskatt = 855kr
á móti bensín bíl t.d. 2.4f sem er í kringum 20/100
20*89= 1780kr
þannig að munurinn á bensín og dísel hilux er 925kr á hverja 100km. Hvers virði er krafturinn?
Svo skulum við ekki gleyma því að menn villja alltaf trúa því að bílarnir þeirra eyði minna en þeir gera í raun og veru!
09.01.2002 at 20:35 #458038Sem dæmi, en þá fór ég með vini mínum í fyrra vetur í landmannalaugar(ein nótt) þar sem ég var á litla gamla LandCr. með 2.4 turbo diesel 33" ’86 (verð 350þ)(17/100) og vinur minn á extracap 2.4bensín á 36" ’92 (verð 600þ)þegar við komum svo á selfoss var ég búinn með 90l af diesel en hann búinn með 110l af bensíni sem var helmingi dýrara, svo ef þú ætlar að fara e-h á fjöll og leika þér, þá liggur við að þungaskatturinn borgi sig sjálfur á fjöllum!!!
En núna er ég á öðrum eins LandCr(’89) (verð370þ)sem er eins og er á 33" en hann er bara að eyða 12.5/100 þannig að eyðslan getur verið mismunandi á milli bíla, þó svo að þeir séu með sömu vélina og svipaðan akstur, en hvaða vit hef ég, ég er bara 19ára!
varðandi viðhald, ´þá voru mínir bílar eknir um 250þ og viðhaldið hefur verið hjá mér síðastliðið 1 og hálft árið c.a. 0-15þ á mánuði….En breyttur hilux án turbo er hundleiðinlegur í aksti og umdeilt hvort hann þoli í raun og veru turbo, þar sem sveifaráslegurnar eru mun minni en í turbo vélum, auk þess sem gíkassi og stiplistangir er ekki hannað fyrir turbo. En turbo hilux er mun sprækari en gamli LandCr (70 bíllinn)(’85-’93) orginal turbo.
Af minni reynslu og vina minna þá myndi ég fá mér LandCr ef þú finnur þannig breyttan, auk þess er hann mun sterkari heldur en hilux,
annars myndi ég fá mér Suzuki Vitara (12/100 á 33") og þá lengri bílin, því eldri gerðirnar af stutta eru með rafmagnsblöndungi og eyða meira og eru máttlausari en bílarnir með innspítingu, auk þess sem það er auðvelt að breyta þessum bílum og það er til endalaust mikið af þeim á sölu, svo þú ættir´að geta fengið góðan bíl á góðu verði.
(vinur minn keypti ’92 á 33" ek127þ á 500þ stgr)
Síðnan er einnig möguleiki á Daihatsu Feroza, en hann á fjöðrum að aftan, en aftur á móti með "toyotu vél". Léttir bílar eru með lægri tryggingar og bifreiðagjöld.
Ástæðan fyrir því að ég fékk mér LandCr aftu var sú að ég vildi STERKAN fjallabíl & er að byrja að breyta honum fyrir 38" en það kostar mikinn pening sem ég fæ alldrei til baka!Einnig skaltu hafa það í huga, að ef þú mætir með beinharða peninga á sölu og ert að spá í að ganga frá sölu eftir að hafa prófað, þá er ÓTRÚLEGT hvað það er hægt að pína menn niður, sem dæmi lækkaði ég bílinn minn niður um 210þ frá ásettu verði, en meira er miðað við ásett verð þegar verið er að skipta(finnst mér).
10.01.2002 at 01:02 #458040Ég er sammála Player með að Land Cruiser sé málið. Þetta eru gríðarlega sterkir bílar og bilanafríir. Þeir eru með öflugri drif og öxla en hiluxinn og allflestir á gormum allann hringinn. Ég er búinn að eiga tvær súkkur í gegnum tíðina og þær voru mun bilanagjarnari en LC. Minn er ekinn 270.000 og eyðir ca 13 og er dísel-turbo. Þungaskatturinn er að mig minnir 6,8 kr á kílómetrann. Ég mæli með dísel á fjöllum því það er mun betra þegar þú þarft raunverulega að drífa þ.e. 1 lága og vélin þarf að vinna á lága snúningnum. Hins vegar er bensín auðvitað skemmtilegra þegar maður er að sprauta í góðu færi uppá jökli. Peningalega séð er munurinn ekkert til að vera velta sér uppúr, en það er verra með dísilinn að fá 30-40 þús. kr. skell á 3-4 mán. fresti (man ekki hvort). En svo er þetta líka spurning hvað þú keyrir mikið og hvort fastagjaldið sé þá betra. En LandCruiser og diesil fá mitt atkvæði.
10.01.2002 at 09:32 #458042
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Player1
Má ég benda á smá reikningsvillu hjá þér í annars nokkuð góðum útreikningi.
Þú settir dæmið upp þannig fyrirdieselbíl að hverjir 100 km kosti 19*45kr/l sem eru 855 kr en gleymdir að reikna með 6 kr á km sem gera 6*100 =600. Þannig verður 855 kr + 600 kr= 1455 kr á hverja 100 km á diesel bíl sem eyðir 19/100 km en 1780 á bensínbíl sem eyðir 20/100. Þarna munar eingöngu 325 kr á 100 km sem gera 3,25 á km. Þetta þýða 65000 kr á ári ef eknir eru 20.000 km. Frekar vill ég kraftinn og borga extra 65 þús heldur en að skrölta á díseljálki.Kveðja Sveinn
10.01.2002 at 12:57 #458044
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Hafðu samband í s:6973080 eða 822-4484 verð aðeins 70þús á 33"
11.01.2002 at 01:05 #458046
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Því miður hef ég ekkert að gera við súkkuna þína, hún er bara ekki fyrir mig, ég hef eitthvað verið að pæla í þessu en ákvörðun er ekki komin, það er svo mikið að gera hjá mér að ég hef ekki getað kíkt hérna frá því í desember.
Ég er allavegana búin að komast að því, að í jeppamálum er einú bílarnir fyrir mig Toyota Hilux Dc eða Suzuki Vitara mar er búinn að sjá 35" vitara sem lýtur mjög veglegur út, og sprengir ekkert fjárhagin endilega ef eitthvað þarf að líta á, en hinsvegar náttúrulega Hiluxarnir með diesel mótorana í þessum verðflokki þá eru flestir komnir í 200 þúsund og þá er bara hætta á mótór er það ekki ?, hafa þeir ekki stundum verið að fara í kringum það.
En, svona ef ég tala um hilux, þá er tdi 2.4 aflmeiri en bensín 2.4 ?
Síðan er náttúrulega einn kosturinn að ná sér í fólksbíl núna og safna áfram þangaðtil eftir næsta sumar, þá verður maður reyndar kannski ekki bara með beinharða peninga
En ég legg hausin aftur í bleyti þar sem ég er ekki enþá orðin desperate
Með þökkum
Strákurinn
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.