This topic contains 0 replies, has 1 voice, and was last updated by Skúli Haukur Skúlason 13 years, 3 months ago.
-
Topic
-
Þetta er leið austan við Hattfell að gömlu Emstrubrekkunni þar sem á árum áður var ekið yfir Emstruánna og niður í Húsadal. Núna eru menn hættir að fara þarna yfir ánna enda varasöm og búið að loka fyrir umferð sunnan megin. Hins vegar er ástæða til að halda þessari leið þarna að brekkunni opinni því það er skemmtilegur krókur að renna þarna að sjá yfir Entujökul og ruðningana neðan við hann. Þarna eru hins vegar þrjár leiðir þangað, ein ætti að vera nægjanlegt og þá önnur af þeim sem kemur frá Hattfelli (þar eru tvær samhliða, sennilega vegna þess að slóðin þarna er býsna ógreinileg).
Í grunninum er þessi leið lika inni sunnan megin úr Húsadal og að ánni, hana tel ég að eigi að rauðmerkja og leggja til að verði ekki inni í grunninum enda liggur þessi vegur að verulegu leiti eftir fjölförnustu og frægustu gönguleið landsins. Til viðbótar þá er hún sumsstaðar það þröng á milli trjánna að til þess að bíll komist framhjá göngumönnum þyrftu þeir síðarnefndu að stökkva inn í skóginn, s.s. maður og bíll geta ekki mæst.
Kv – Skúli
You must be logged in to reply to this topic.