This topic contains 9 replies, has 1 voice, and was last updated by Sigurlaugur Þorsteinsson 19 years, 1 month ago.
-
Topic
-
Einu sinni settist ég nið fyrir 2-3 áru og ætlaði ég að skrifa jólakveðjur á spjallið. ( reyndar eftir að ég hefði skussast við að senda jólakort að sögn konunnar ) og var þetta svona viðleitni til þess að bjarga því sem bjargað varð enda jólin liðin og að koma áramót. En einsog stundum gerist þegar maður sest við tölvuna þá pikkar maður stundum inn alla annað en til stóð í upphafi, hvort ég hafi verið andsetinn þennan dag, eða verið með Skúla einkenni veit ég ekki, en þó hefur það komið fyrir að ég hef hreinlega ekkert skilið í því sem ég hef skrifað, en sé þó að Ofsi er skrifaður fyrir hinum ýmsu óþvera greinum. Sem ég oft kannast ekkert við að hafa skrifað. En nóg af þessu bulli. En vill ég þakka öllum spjallþátttakendum fyrir innlegg sín og öðrum jeppamönnum fyrir það að gera lífið aðeins skemmtilegra.
VEFSÍÐA ársins á íslandi var valinn f4x4.is. Þótti það einstök nýbreytni að formlegri opnun síðunnar var dreift yfir 7 mánaðar tímabil. Með því var byggð upp gríðarleg eftirvænting meðal félagsmann, sem áttu síðan vart orð til þess að, lýsa ánægju sinni, þegar barnið fæddist.
VEFARAR ársins voru Castors kapparnir. Sem klikkuðu ekki á einu einasta atriði. Og sendum við þeim árnaðaróskir frá Einari, eik
GUNGUR ársins voru tveir.
Björn Þorri Viktorsson fór aldrei lengra en frá Seltjarnarnesi inn á Laugarveg þar sem hann hefur lífsviðurværi sitt.
Keli vefstjóri skráði sig í allar ferðir en þorði aldrei að fara neitt..MATHÁKUR klúbbsins BÞV Björn Þorri Viktorsson þegar hann át Rottufánan á Árshátíðinni.
AL-QAEDAR og aðal terroistar spjallsins voru þrír að þessu sinni og mátti var á milli sjá hver væri atkvæðamestur. Mogginn. Tuddinn eða Verkfræðingurinn, sendi ég þeim því baráttu kveðjur.
FLASSARI ársins var Lella en hún náði þeim merka áfanga í lífi sínu að Flassa á enn einum jöklinum og varð Hofsjökull fyrir valinu þetta árið. Við óskum henni því til hamingju með þennan áfanga og óskum henni velfarnað og frama á jöklaflassabrautinni.
FUNDAGERÐ ársins var fundargerð stjórnar þar sem samþykkt var með öllum greiddum atkvæðum: að fjölga risnuferðum stjórnar, á kostnað bláfátækra félagsmanna 4×4.
MET BULLARINN á netinu Jóhannes Þ Jóhannesson ( JÞJ ) 750 póstar nákvæmlega um ekki neitt. Hann átti þó í gríðarlegri harðri samkeppni við mhn og Moggann. En Mogginn kom sterkur inn í lok ársins og skoraði grimmt í jólaösinni, með hvern snilldar þráðinn á fætur öðrum.
SÖRVISMAÐUR ársins er Danni, en aldrei má opna húdd nærri honum á þess að hann sé ekki kominn til þess í það minnst að tékka á olíu. Eða nappa sér varahlutum
MINNSTA nefndin-Litlanefndin varð óvart stóradeildin áður en nokkur vissi af. Og kann Klakinn enga skíringu á þessu, en hann man þó að hafa komið við hjá Lúdda bíla prangara. En hvað gerðist þarna, man hann ekki gjörla en hann kom heim, stórskuldugu og með félagsskýrteini í Patrol vinaklúbbnum upp á vasann.
VONBRIGÐI. Árið var hlaðið vonbrigðum
T.d þegar Skúli formaður sagði bla bla bla þegar við öll héldum að hann myndi segja bla bla.
Að Gemlingarnir skildu ekki koma sér í alvöru vandræði í
nýliðaferðinni. Þrátt fyrir að hafa verið taldir allra líklegastir til þess.
Að Lella skildi ekki flassa á fleiri jöklum.
Að Patlolmann skildi hverfa af yfirborði jarðar.
Að við skildum finna Hlyn í Hofsjökulstúrnum
Að skálanefndin skuli ekki enn drullast til þess að koma heitum potti fyrir í Setrinu
Að skálanefndin skildi tapa fyrir RottugenginuKEPPNI ársins var um það hverjir væru fyrstir með innisalerni og vann Rottugengið með yfirburðum og hafa ekki sést þar Soffíublettir síðan.
KALDASTA ferðin var nýliðaferð Trúðana í klakahöllina í Nýadal, hvernig datt þeim eiginlega í hug að fara þangað. Þvílíkir Trúðar
FERÐ ÁRSINS var 44 tommuferðin hans Hlyns, Þar fóru menn svo hægt og hljótt yfir að enginn varð hennar var. Og hefur ekkert til hennar spurts síðan.
RITNEFND ársins er ritnefnd 4×4, Sem hafa sparað klúbbnum hundriðir þúsunda í óútgefnum Setrum. Hippidí hei og þrefalt Húrra-Húrra-Húrra fyrir þeim
TUÐARI ársins var Einar Eik, náði þeim merka áfanga að tuða inn á spjallið minnst, 500 póstum um hversu CB væri frábært fjarskiptatæki og miklu fremra vhf-inu
Viðsnúningur ársins var: þegar Einar eik fór að tuða um það hversu vhf-ið væri miklu betra en nokkurt annað fjarskiptatæki.
Viðsnúnings-viðsnúningur ársins var þegar Einar eik hélt því fram að ekkert fjarskiptatæki kæmi með tærnar þar sem UHF hefði hælana. Nú bíðum við spenntir eftir Tetraviðbrögðum hans Einars.ÞINGMAÐUR ársin var Siv Friðleifsdóttir en hún hélt út heila árshátíð hjá 4×4 án þess að þurfa áfallahjálp eftir á.
JEPPA og breytingarmaður ársins var Valur Sigurðsson en hann breytti Patrolum í röðum, og var svo snöggur að því, að enginn tók eftir því. Megi hann lengi lifa.
STIKUFERÐ ársins, var stikuferð Umhverfisnefndar um Vonarskarð og Bárðargötu þar sem spöruðust óvænt 400 stikur.
SKEMMTUN ársins var risnuferð stjórnar á kostnað fátækra félagsmanna 4×4, þar sem ekkert var til sparað. Hreindýrshryggir, Styrjuhrogn, Krónhirtir ofl og áfengið rann í stríðum straumum niður í kok stjórnarmanna feitara stjórnarmanna.
FÍFL ársins voru félagar í Rottugenginu, þegar þeir keyptu Patrolla í bunkum, sem dottnir voru út úr vélarábyrgð.
VEIÐISTÖNG ársins var Grænn 44 tommu Hummer
GEÐKLOFI ársins er Skúli H Skúlason en, hann vaknar yfirleitt upp sem framkvæmdarstjóri Útivistar og sofnar sem formaður 4×4. Og átti hann það einnig til að flökta á milli karaktera og var hann því ekki alltaf viss um hver hann væri hverju sinni.
Kalli Kafteinn atti þó kappi við formanninn með því að skipta um nafn í hverjum þræðinum á fætur öðrum.FESTA ÁRSINS var þegar Lúter festi 44 tommu Pattann í morgun dögginni við Jökulheima og skemmdi dekk og þurfti að spila kappann upp.
LEYNIGENGI ársins var Tacoma félagið. En þeir félagar hafa sett sér það markmið á árinu 2006. Að gera hið ómögulega. Þ.a.s að gera Japanska/ USA fiskbíla að jeppa. Með hjálp speed way blue málingar.
TAP ársins var útgáfa af Súper Setrinu og vill enginn vita hversu mikið það var, en ljóst er að það tap hefði sett Baug á hliðina ef þeir hefðu lent í slíkum áföllum.
SVEKKELSI ársins var það að JÞJ fái ekki að vera Trúður en okkur finnst hann vera Trúður engu af síður og eigi vel heima í Trúðagenginu.
DRIF DEKK ársins voru öll dekk Gúmmívinnustofunnar, og getur Ási staðfest það ef menn eru að velkjast í vafa um það.
GLEÐILEG JÓL OG ÁRAMÓT.
PS höfundur þessa pistils tekur enga ábyrgð á því hvernig menn taka þessum kveðjum og firrir sig því allri ábyrgð á þessum skrifum. Þeir sem hugleiða málsókn er bent á að í frændgarði höfundar er fjöldinn allur af leiðinlegum lögfræðingum. Er þeim sem átta sig ekki á því að hér hefur einungis verið skrifaður sannleikurinn og ekkert nema sannleikurinn, bent á vinarlínuna.
Ofsi.
You must be logged in to reply to this topic.