This topic contains 30 replies, has 1 voice, and was last updated by Jón G Snæland 18 years, 8 months ago.
-
Topic
-
Ég var að skoða bloggsíðu vinar míns núna áðan, en hann er við nám í USA og þetta hafði hann um bensinverð á Íslandi að segja:
Og aftur hækkaði það…
117,40 krónur…. þetta er það sem íslendingar borga fyrir einn skitinn líter af bensíni.. þetta hækkar og hækkar heima á meðan verð í öðrum löndum helst tiltölulega stöðugt… samt segja þeir að þetta sé útaf „heimsmarkaðshækkunum“ sem er bölvað kjaftæði… og alltaf eru viðbrögð íslendinga þau sömu…. ENGIN!
Ennþá hækka öll olíufélögin á svipuðum tíma þrátt fyrir samráðs-sektirnar… enginn segir neitt….. Verðið á díselolíu er fáránlega hátt og stangast á við mengunardrasls-samninga evrópusambandsins þar sem segir að verð og rekstur díselbifreiða eigi að vera sjáanlega ódýrari en bensínbíla….. enginn segir neitt…
Hérna úti kostar líterinn af besíni 47krónur íslenskar á núverandi gengi…. af hverju er þetta tæplega þrisvar sinnum dýrar heim komið?!?!?!?!NoFear – Ætlar að steypa ríkisstjórninni einn daginn!
Þetta er slóð á síðuna sem ég er að vitna í.
Hvernig er það með þegar mótmælt var verði á olíu þá lofaði Geir H Harde að það yrði tekið til endurskoðunar næsta haust( þ.e.a.s síðasta haust) á ekkert að fylgja þessu loforði eftir!!!! Ég bara spyr, verð á eldsneyti er svo hátt að ég tíma varla að setja bensín á fólksbílinn hvað þá olíu á jeppann.
Kv
Snorri Freyr
You must be logged in to reply to this topic.