This topic contains 4 replies, has 1 voice, and was last updated by Ólafur Magnússon 13 years, 3 months ago.
-
Topic
-
Góðan dag
Eins og fram hefur komið annarstaðar á síðunni er fyrsta ferð starfsársins hjá Litlunefnd nú á laugardaginn, 24. september n.k. Í tengslum við ferðir Litlunefndar undanfarin ár hefur Skeljungur verið okkur innan handar og tekið vel á móti okkur að morgni brottfarardags.
Í tengslum við ferð okkar á laugardaginn kemur mun Skeljungur styrkja okkur myndarlega með því að veita félagsmönnum í Ferðaklúbbnum 4×4 auk, þeirra utanfélagsmanna sem fara með okkur í ferðina 10 kr. afslátt af eldsneyti !
Eftirfarandi er nánari skýring frá Skeljungi á þessum afsláttum:
Tilboð okkar laugardaginn eftir viku verður þannig að allir þeir sem eru með lykil og kort frá okkur sem félagsmenn 4×4 fá -10 kr afslátt á Vestulandsveginum þann daginn ásamt ókeypis kaffi á Stöðinni. Þeir sem eru skráðir í ferðina en eru ekki með kort eða lykil í gegnum samstarf okkar fá afsláttinn í gegnum afsláttarkort sem Litlanefndin verður með á staðnum.
Vinsamlegast athugið eftirfarandi punka:
– Afsláttur af eldsneyti er fyrir meðlimi F4x4.
– Meðlimir Ferðaklúbbs 4×4 geta sótt um Orkulykillinn sem veitir 7 kr afslátt hjá Shell og 6 kr afslátt hjá Orkunni, 10 kr. afslátt í fyrstu 3 skiptin sem lykillinn er notaður og afslátt hjá fjölmörgum samstarfsaðilum. Sótt er um lykilinn á http://www.orkan.is.
ATH þegar sótt er um lykil:
– Mikilvægt er að sækja um lykilinn sem fyrst svo hann komist til ykkar fyrir ferðina.
– Mikilvægt er að skrifa „4×4“ í reitinn „Hópur“ í umsókninni til að fá sérkjörin.
– Allar upplýsingar um Orkulykilinn og uppfærslu á kjörum fást í síma 578-8800Félagar nýtið ykkur þetta góða tilboð Skeljungs á laugardaginn.
Áhugasamir utanfélagsmenn, skráið ykkur í klúbbinn og byrjið að nýta þá afslætti sem félagsmönnum stendur til boða.
Kv. Óli, Litlunefnd
You must be logged in to reply to this topic.