This topic contains 9 replies, has 1 voice, and was last updated by Evert Stefán Jensson 16 years ago.
-
Topic
-
Ég get bara ekki orða bundist yfir framferði nýrra eigenda R. Sigmundssonar sem heyra mátti um og eftir áramót. Sé rétt og sagt frá í þessari frétt þá sé ég mig knúinn til að versla aldrei aftur við þessa verslun og vona heilshugar að sem fæstir leggi leið sína þangað.
.
leyfi mér að vitna í fréttina: „Einn af þeim var Hafsteinn Valsson, sölumaður á vélasviði hjá R. Sigmundssyni, sem fékk upplýst símleiðis í fyrrakvöld að fyrirtækið væri komið með nýja kennitölu og hans væri ekki óskað í vinnu.
Hafsteinn segist í samtali við Fréttablaðið hafa verið í hópi fimmtán starfsmanna R. Sigmundssonar sem fengu slíkt símtal. Í símtalinu var starfsmönnum sagt að fyrirtækið myndi ekki greiða uppsagnarfrest og starfsmennirnir þyrftu að sækja uppsagnarfrest, orlof og slíkt í Ábyrgðasjóð launa“
.
Fyrirtæki sem gera svona lagað eiga ekki rétt á að vera í bissness. Sorrý fyrir starfsmennina sem eftir eru, en svona skepnuskapur eigenda bara á ekki að lýðast.
.
Ég veit að ég mun ekki versla aftur við R. Sigmundsson
.
Hér er linkur fyrir forvitna: Nýjar kennitölur fyrirtækja
You must be logged in to reply to this topic.