This topic contains 19 replies, has 1 voice, and was last updated by Einar Kjartansson 18 years, 2 months ago.
-
CreatorTopic
-
17.09.2006 at 10:34 #198560
Góð er eflaust meiningin á bak við þennan ljóta límmiða sem mér barst í hendur um daginn, en ég ek ég nú alltaf utan vega í tveimur orðum!
Eðli málsins þá get ég samvisku minnar vegna ekki límt svona miða á mína bíla, -ég viðurkenni það bara hér og nú að ég hef ekið og mun aka utan vega. Hins vegar þá legg ég metnað minn í að aka ekki um viðkvæmt land þannig að ég skilji eftir mig för til frambúðar og valdi þannig landspjöllum eða tæli aðra á eftir mér. Mat mitt á aðstæðum hverju sinni er byggt á reynslu og þekkingu, þannig ek ég um sanda, frosna mela, -jafnvel vel gróið land sé ég ekki að spilla landi.
Á Sprengisandsleið hef ég ekið utan vegarins í förum þeirra sem líka hafa gefist upp á slóðahætti Vegagerðarinnar. Hins vegar þá er ég mjög heitur út í þá sem spóla og tæta og spilla og skemma, út um allt og einungis til að skemmta skrattanum.Það er stórt bil á milli skynsamrar ferðamennsku og skynlausrar. Frumskilyrði þess að við ökum vegina er að þeir séu til staðar, þeir séu merktir (amk. afleggjarar) og séu á kortum. Að aðalhálendisvegum sé þannig viðhaldið að þeir séu a.m.k. ekki niðurgrafnir og verði þ.a.l. fyrst ófærir á haustin og síðast færir á vorin.
Er kannski orðið tímabært að 4×4 gefi út sitt eigið hálendisvegakort, mér sýnist það vera eina leiðin til að koma réttum upplýsingum á kortið.
Ingi
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
17.09.2006 at 10:52 #560462
Skemmtilegast þykir mér að menn þori að vera þeir sjálfir á móti fjöldanum -undir eigin nafni- en þurfa ekki að skýla sér bakvið gælunöfn.
hvað varðar utanvegaakstur er ég alveg sammála. ég held reyndar að tilgangurinn með þessum límmiða sé ekki alveg svarhvítur, hér er verið að meina eyðileggingu lands en ekki akstur t.d. á gangstéttum og einkalandi…. (eða skynsamlegum útafakstri sem ekki spillir landi eða gróðri).
17.09.2006 at 14:22 #560464Kannski hægt að gera tilraun til að bjarga þessum þræði Þorvarðar Inga undan vitleysunni og leiða hann aftur að umræðuefninu.
Það hafa verið nokkrar pælingar og m.a. komið upp hér á vefnum áður um þessa breytingu frá því að akstur utan vega sem veldur skemmdum sé bannaður og svo einfaldlega að akstur utan vega sé bannaður. Það sem gerir málið flókið er t.d. þegar leitað er að vaði á stórfljótum, vaðið er ekki alltaf á sama stað og því þarf e.t.v. að þræða aðeins upp eftir áraurunum. Augljóslega veldur það ekki skemmdum og er óhjákvæmilegt, enda væri t.d. annars ekki hægt að aka framar á bílum í Langadal eða Húsadal í Þórsmörk. Fleira mætti nefna til, en ég er ekki viss um að ég myndi telja með þegar ekið er við hliðina á slóðinni þegar snjófylla er í slóðinni og allra síst á vorin, það er á gráu svæði í mínum huga en eflaust ekki allir sammála því. Hins vegar held ég að þetta sjónarmið um akstur utan vega sem ekki veldur skemmdum gangi ekki lengur upp sem almenn regla með sama hætti og fyrir 20 árum. Þorvarður Ingi segir ‘Mat mitt á aðstæðum hverju sinni er byggt á reynslu og þekkingu.’, en vandamálið í dag er að það hefur fjölgað gífurlega þeim sem stunda þennan ferðamáta og mjög margir búa ekki yfir reynslu eða þekkingu til að meta þessa hluti. Því miður verður reglan einfaldlega að vera svona svart/hvít. Það eru bara aðrir tímar í dag en var fyrir 10-20 árum.Verði ég eða einhver annar 4×4 félagi hins vegar einhvern tíman tekin fyrir utanvegaakstur við það að leita að vaði upp einhverja áraurana væri það mjög fróðlegt prófmál og ég myndi örugglega fara með það alla leið.
Kv – Skúli
17.09.2006 at 15:13 #560466‘Eg hef ferðast með Þorvarði Inga og verð að segja að hans ferðamenska á jepum er og hefur verið til eftirbreyttni fyrir aðra og þekking hans og reynsla er mikil,ég get tekið undir með honum hvað varðar þau mál.
En engu að síður er það rétt sem Skúli bendir á það hefur orðið sprenging i jeppamennsku og því miður eins og í öllum félagskap leynast misjafnir sauðir innann um og þörfin á að reglurnar séu einfaldari og skýrari og ákveðnari,því miður.
Ég reikna samt með þegar öllu er á botninn hvolft að reynsla manna á borð við Inga geri þeim kleyft að ferðast með minni ummerkjum á landi,vegna þekkingar sinnar á gróðurfari og jarðvegi landsins,og í mínum huga illt til þess að vita ef það verður til þess að hefta ferðamensku manna á borð við hann,sem sjálfkrafa verður ef reglur verði strangari.
Klakinn
17.09.2006 at 15:31 #560468enda skrifa ég ekki undir gælunafninu lallirafn undir hér heldur undir fullu nafni. Svo er eitt að skrifa undir gælunafni á svona þráð eða vera með leiðindi og skæting eins og þú hefur gert verkfræðingur góður. Ég held að það sé virðingarverðara að gera þannig lagað undir fullu nafni ef menn vilja vera með leiðindi á annað borð.
að lokum biðst ég afsökunar á að hafa eyðilagt þennan þráð.
Lárus Rafn
17.09.2006 at 16:05 #560470Væntanlega verður afleiðing algers banns við utanvega akstri sú að staðir á borð við Landeyjafjöru og aðrar sandstrendur verði lokaðar fyrir umferð, er það ekki?
Spurning hvort það sé forsvaranlegt að setja blátt bann við utanvega akstri, þó svo að brín þörf sé á að eitthvað sé gert. Þarf ekki að skilgreina einhverjar undantekningar á þessum lögum eða á maður bara að treysta á að lenda á góðri löggu?
Kv. Davíð
17.09.2006 at 16:25 #560472Þetta er hárrétt og skrifað áður en ég fékk morgunkaffið.
ég bið þig hér með afsökunar á leiðindunum verkfræðingur. stundum sér maður ekki bjálkann í eigin auga.
17.09.2006 at 19:02 #560474Já, ég þakka "Klakanum"hlý orð í minn garð. ‘Eg hélt reyndar sem snöggvast að ég væri dauður að lesa minningargrein um sjálfan mig, svo mjög var ég mærður!
En mig langar líka til að hnykkja á þeirri skoðun minni að tímabært sé að verða að 4×4 gefi út eigið hálendisvegakort, etv bara á CD??? Það er hálffúlt enn þann dag í dag að sjá sömu endalausu vitleysurnar á nýju kortunum. Vegir og skálar vitlaust staðsettir, hvað þá örnefni. Tækninni fleygir fram en metnaðurinn minnkar. Við eigum mýgrút af ferlum og búum yfir gríðarlegri þekkingu.Af hverju ekki?
Ingi
17.09.2006 at 19:19 #560476Nokkuð merkilegt að þú skildir minnast á kort, ég varpaði þessu svona fram við stjórn í síðustu viku. Og var það bara svona hugmynd út í bláinn eiginlega. Þó svo að eitthvað hafi búið að baki.
Ég er sammála þér að kort eru ekki merkileg í dag. En við vorum þó með í hálendiskorti M og M. En svo má spyrja sig að því hver er tilgangurinn með kortagerð ef enginn fer eftir því. Þ.a.s t,d lögreglan. sem er farinn að eltast við fólk á véknúnum ökutækjum á slóðum sem eknir hafa verið í áratugi.
17.09.2006 at 19:19 #560478Úpps ég skellti þessu víst inn tvisvar
17.09.2006 at 19:51 #560480Ótímabært að jarða þig strax Ingi,en engu að síður þá finnst mér allt í lagi að menn njóti sannmælis.
En utanvega akstur er að mörgu leiti viðkvæmt mál,sumum finnst að eigi að skilgreina hann í sem stífustu merkingu,aðrir vilja fara varlegra og ég tel mig vera í þeim hópi,ástæðulaus akstur utan vega oft í þeim eina tilgangi að spara sér sporin eða láta reyna á getu jeppans finnst mér vítaverður en oft er þetta gert í algjöru hugsunarleysi og hita augnabliksins,og er held ég að mestu hægt að koma í veg fyrir með markvissri fræðslu,aðrir gera þetta af því að þeir komast upp með það.
En menn sem hafa ferðast um hálendið líkt og margir sem eru í klúbbnum,svo árum skiptir ættu eðli málsins samkv að kunna að ferðast jafnvel utanvega án þess að skemma jarðveg eða gróður,ég hef heyrt þig Ingi gera athugasemdir í ferð um óþarfa utanslóðaakstur og kunnu viðkomandi bílstjórar þér litlar þakkir,en að vísu var þetta fyrir 10 árum og kanske ekki í tísku þá.
En þessi hugmynd um kort á vegum klúbbsins er góð og ætti að athuga með að koma henni í framkvæmd.
Klakinn
17.09.2006 at 22:20 #560482Ég held að það sé nauðsynlegt að klúbburinn geri kort sem okkar innlegg inn í umræðuna.
Þetta er ekki fyrsti þráðurinn um svipað efni og líklega ekki sá síðasti en ég er ekki neinu nær um það hvað er utanvega akstur eftir að hafa lesið mig í gegnum það sem skrifað hefur verið. Einhverjum finnst í lagi að aka til hliðar við merktan slóða á Sprengisandi því vegagerðin stendur sig ekki vel í viðhaldi og svo gera aðrir það sama. Ég er ósammála þessu ég legg mig fram við það að aka stikaðan veginn ekki til hliðar við hann. Að vísu er hann stundum verri en er það ekki allt í lagi. Ég bendi þeim jeppamönnum á sem telja sig þurfa að aka við hliðina á merktum slóða að því hann sé svo slæmur að aka þjóðveg númer 1.
Mér finnst að það þurfi ekki að taka það fram að ef ferðir mínar utan vega marka ekki för í landið eða hverfa með næsta flóði, roki eða öðru þá telst það ekki utanvega akstur það verður ekki vandi að rökræða það í réttarsal eða annarstaðar. Skoðanir manna á því hvað er í lagi og hvað ekki eru semsé mjög mismunandi. Það sem við þurfum ef það er ekki til eru siðareglur jeppamannsins góðir siðir ferðamennsku verða listaðar og skora ég nú á stjórn vora að ganga í málið.
17.09.2006 at 22:31 #560484Það eru ansi mörg sjónarmið varðandi utanvegaakstur og ég held að flestir viti bornir jeppamenn geti vel ekið utan vega án þess að slíkt skilji eftir ummerki.
Hitt er svo annað mál að skv. lögum þá er það óheimilt nema á snjó og frosini jörð og því getum við ekki annað en hvatt menn til að fara að lögum í þessum efnum sem og öllum öðrum.
En varðandi það sem Friðfinnur nefnir um siðareglur þá eru þær til og voru m.a. kynntar þegar átak gegn utanvegaakstri var sett af stað í vor. [url=http://www.f4x4.is/arettumslodum/bodord.htm:21jrwdrr][b:21jrwdrr]Heimasíða[/b:21jrwdrr][/url:21jrwdrr] átaksins.
En kortagerð á vegum klúbbsins er ekkert annað en snilldarhugmynd og ég er þess fullviss að við í stjórn munum kanna til hlýtar hvort slíkt sé raunhæft.
Benni
18.09.2006 at 03:20 #560486Af hverju í veröldinni ætti 4×4 klúbburinn að gefa út hálendiskort?
Væri það þá svona kort sem við myndum setja inn þá slóða sem okkur finnst að megi aka, svo ef við verðum stoppaðir þá bara veifum við einhverju 4×4 korti?
Lúther
18.09.2006 at 07:15 #560488Ég er algerlega á móti því að keyra við hliðina á veginum á sprengisandi bara vegna þess að það sé þæginlegra og eins og á mörgum stöðum á sprengisandi þar sem eru pollar á veginum… þá er ég líka algerlega ósammála að það megi sneiða framhjá pollinum af því að það sé þæginlegra. Menn ættu bara aðeins að hugsa, viljum við fá upphækkaðann malbikaðann veg þarna yfir… nei sennilega vilja flestir það ekki, þá skulum við bara hætta að kvarta yfir slæmum vegi þarna og sleppa því að aka hann ef við erum svona óánægðir. Allavega lít ég á það sem utanvegaakstur þegar keyrt er við hliðina á slóða…. eruð þið ekki annars á jeppum ?????
18.09.2006 at 07:30 #560490Þú stendur sennilega ekki með 4×4 kort og veifar því þegar þyrlan kemur og tekur þig á slóð. Eins og hún gerir i dag. Þú veist í raun ekkert hvar þú er að aka löglega, frekar en nokkur annar í dag. Nema þá að vera á F-vegum. Það virðist vera eini staðurinn, sem er nokkuð öruggur. Þó er ég ekki viss. Nú vitum við ekki hvaða gögn t.d sýslumaðurinn á Selfossi notar til viðmiðunar þegar þyrlan er send á loft. Þ.a.s við höfum ekkert samræmt kort sem allir ættu að geta farið eftir. Ástandið á hálendisvegunum er svona svipað og það að enginn hámarkshraði væri gefinn upp á þjóðvegunum, og þú værir látinn ákveða það með sjálfum þér. Hversu hratt þú mættir aka. Og síðan væri löggæslan með önnur gögn yfir það hvað teldist ólöglegur hraði og handtæki þig samkvæmt þeim. Þau gögn fengir þú að sjálfsögðu ekki að sjá fyrr en í réttarsalnum. Þá kæmi líka í ljós að þessi gögn sem voru notuð gegn þér væru misvísandi og úrelt og svo kæmist þú frá málinu. Vegna lélegs undirbúning löggæslunnar. En þú værir samt orðin heldur súr yfir þess öllu. Síðan værir þú tekinn í öðrum landshluta og þá væru kannski allt önnur görn notuð til þess að ákæra þig fyrir utanvegarglæpinn sem þú vissir ekki að þú værir að fremja. Ég sé að þetta er að verða hálfgerð steypa og vart að maður skilji hvað maður er að pára. En það er kannski í samræmi við þá óöld sem ríkir í korta og utanvegarmálum í dag á íslandi
18.09.2006 at 12:30 #560492Um leið og ég skil sjónarmið málshefjanda eru lagaákvæði um utanvegaakstur skýlaus.
Það má kannski segja sem svo að lög um hámarkshraða séu líka skýr og greinileg en hraðamælingar Vegagerðarinnar sýna þó hátt hlutfall vegfarenda á yfir 120 km/klst á mörgum af helstu vegköflum landsins.
Þannig má ætla að lögbrot í litlum mæli séu varla lögbrot.
Hvað varðar reynslu og þekkingu ætla ég alls ekki að fullyrða neitt um kunnáttu málshefjanda en eins og bent hefur verið á eru margir að ferðast á jeppum sem telja sig vita og kunna meira en raunin er. Það sem þeir telja sig því vera að gera af vitneskju gæti einfaldlega verið stórkostlega vitlaust.
Mér finnst aðdáunarvert af málshefjanda að viðurkenna að hann sé ekki barnanna bestur, en ég veit samt ekki hvort það innlegg kemur til með að bæta ástandið í utanvegaakstri innan klúbbsins eða almennt – sem ég tel að sé sameiginlegt markmið okkar.
Að endingu langar mig að vita hvernig árfarvegir eru túlkaðir í þessu samhengi? Eru þeir utanvega? Þá er ég ekki að tala um vöð eingöngu, heldur t.d. farveg sem er þurr á haustin. Helgast það af því hvort bannað sé að keyra í ám eða ekki? Og hlýtur það ekki að vera bannað þar sem ár eru hvorki snjór, ís, slóði né vegur?kv.
Einar Elí
Alltaf að reyna að vera löglegur.
18.09.2006 at 13:57 #560494Ég myndi ætla að það að aka eftir þurrum árfarvegi teljist til utanvegaaksturs, en þetta er einmitt gott dæmi um utanvegaakstur sem ekki veldur skemmdum. Svo má velta fyrir sér árfarvegi sem ekki er þurr, ofan í vatnsborði o.s.frv. Ég man reyndar eftir þremur vegslóðum sem liggja undir vatni, er maður þá farinn að keyra utan vega ef maður fer of langt út í vatnið? Líklega, en þá hef ég gerst brotlegur með [url=http://www.f4x4.is/new/photoalbum/?file=ferdamyndir/4669/33360:1hnq7gyj][b:1hnq7gyj]sannanlegum hætti[/b:1hnq7gyj][/url:1hnq7gyj]. Miðað við það get ég ekki borið límmiðan góða (og fallega ;o) neitt frekar frekar en Þorvarður Ingi, en ég geri það samt. Ég tel mig líka keyra á löglegum hraða á þjóðvegum landsins, þó svo hraðamælirinn á Breska heimsveldinu fari stundum í níutíuogeitthvað og klóri jafnvel í kringum þriggja stafa töluna, öll lög hafa ákveðin sveigjanleika innan skynsemismarka. Löggæslumenn þurfa að gera sér grein fyrir því og gera það hvað varðar hraðatakmarkanir allavega. Ég held líka að í þessu ljósi sé Þorvarður Ingi ekki síður bær en ég til að bera þennan límmiða okkar.
18.09.2006 at 14:44 #560496[url=http://brunnur.stjr.is/servlet/stjrtid/B/2005/528.pdf:2n1hlpm0][b:2n1hlpm0]Hér[/b:2n1hlpm0][/url:2n1hlpm0] er slóð á reglugerð um takmarkanir á umferð í nárrúru Íslands. Mér virðist þetta nokkuð afdráttarlaust bann við utanvegaakstri og erum við því nokkuð upp á náð og miskun lögreglu og dómsvalds ef að við verðum tekin á Krossáraurum, Landeyjafjöru eða öðrum stöðum sem menn hafa farið um með góðri samvisku hingað til.
[url=http://www.ust.is/media/aksturutanvega//Akstur_utan_vega.pdf:2n1hlpm0][b:2n1hlpm0]Hér[/b:2n1hlpm0][/url:2n1hlpm0] er svo slóð á bækling UST um utanvegaakstur, ég gat reyndar ekki opnað þetta en það getur það kannski einhver annar.
Kv. Davíð
18.09.2006 at 15:33 #560498Það er nú ekki alveg jafn einfalt að túlka reglugerðina, eins og virst gæti við fyrstu sýn. Málið er að hugtakið [b:1oj0n86w]vegur[/b:1oj0n86w] er skilgreint í umferðarlögum:
[b:1oj0n86w]Vegur, gata, götuslóði, stígur, húsasund, brú, torg, bifreiðastæði eða þess háttar, sem notað er til almennrar umferðar.[/b:1oj0n86w]Ég tel t.d. að leiðin frá Jökulheimum á Grímsfjall teljist til vega samkmæmt þessari skilgreiningu, þá skiptir ekki máli þótt Tungná og veður og vindar, afmái öll ummerki um umferð á hlutum leiðarinnar, reglulega.
Svipað á við þar sem leiðir liggja út í stöðuvötn eða eftir fjörum og um foksand.
Hjólförin sem liggja meðfram mörgum af þessum niðurgröfnu skorningum sem Vegagerðin kallar hálendisvegi, geta líka vel flokkast sem vegir samkvæmt þessari skilgreiningu.Það er líka vert að hafa það í huga, að þótt umhverfisráðherra, líkt og bróðir hennar fyrir austan, telji lögreglu hafa mjög vítækar heimildir, þá hafa dómstólar hingað til ekki litið svo á.
Telnglar á [url=http://um44.klaki.net/reglur.html:1oj0n86w]log og reglur[/url:1oj0n86w] eru á vef [url=http://um44.klaki.net/:1oj0n86w]Umhverfisnefndar[/url:1oj0n86w]
-Einar
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.