Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Ein „þung“ spurning
This topic contains 14 replies, has 1 voice, and was last updated by Anonymous 17 years, 7 months ago.
-
CreatorTopic
-
03.06.2007 at 23:16 #200387
AnonymousSælir, nú fer að líða að því að bíllinn minn fari að skríða saman eftir ofnotkun á sterum, en þannig er mál með vexti að það voro sennilega og miklir stear og hann er s.s orðinn og þungur.
Orginal er hann:
Eigin þ. 1040kg
Heild þ. 1340kg
1. ás 530kg
2. ás 800kgNú er hann:
Eigin þ. 1410kg
Fr. ás 850kg
aft. ás 560kgHvernig á ég nú að snú mér til að geta fengið skoðun á hann eða er það ekkert mál?
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
04.06.2007 at 09:16 #591890
Þarft bara að redda þér "góðum" viktunarseðli. Hann er ekki viktaður í skoðun.
kv. Magnús.
04.06.2007 at 10:18 #591892
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Ég hringdi í frumherja og þar var mér sagt að þetta væri kol ólöglegt og að ég þyrfti heimild frá framleiðanda til að meiga vera svona þungur.
Hefur einginn hér lent í þessu?
Hvernig er með willys t.d, eru þeir ekki að bæta slatta á sig með v8 og allvöru hásingum?
Hafa menn bara verið að leysa þetta með "góðum" vigtarseðlum?
04.06.2007 at 10:40 #591894svona mál leysa menn vanalega með því að nota grind úr jeepster eða bronco eftir því hvort um er að ræða ford eða jeep. þeir bílar eru skráðir miklu þyngri og verða vanalega léttari þegar búið er að setja gamla jeep boddýið ofaná. bílarnir áfram skráðir jeep eða ford eftir sem við á og vandamálið leyst.
04.06.2007 at 14:05 #591896
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
En ef ég nota bara áfram súkkugrindina (mér finnst ekki spennandi kostur að fara að rífa allt af henni og byrja upp á nýtt) og redda mér skraningu af þyngri bíl?
Ég get fengið skráningu af stuttum landcruiser, gæti það ekki allveg virkað?
04.06.2007 at 16:28 #591898Staðreyndin er að þú ert greinilega búinn að full nýta þá burðargetu sem framleiðandinn gefur upp fyrir þessar hásingar .
Hef lent í svipuðu , þá var verið að setja allt of þunga vél í bíl sem endaði svona að burðargetan var ekki nægjanleg .
Þú ættir að sleppa við grindarskipti en hásingarnar verða að fjúka ef þú ætlar að fá skoðun .
Sýnist sem þú sért með Súkku , þá er Willy’s eða Hilux hásingar ódýrasta og þægilegta lausnin .
Miðað við að þú sért með úrtakið fyrir framdrifið hægra meigin .
Spurning með hvort þú þarft ekki afturhásingu með miðjusetta drifkúlu .
Man ekki hvar úrtakið er á Súkkunni .
04.06.2007 at 17:17 #591900
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Það eru bronco hásingar undir honum (þetta er súkka) þannig að það er ekki vandamálið.
04.06.2007 at 18:29 #591902hásingarnar gera ekkert annað en að þyngja bílinn. reglurnar eru að miðað er við burðargetu grindar en ekki burðargetu hásinga. en samt er tekin með í þyngd, fjaðrandi þyngd þas. þyngd dekkja og hásinga, svoldið sem meðlimir tæknideildar f4x4 eru búnnir að reyna að nöldra yfir.
þú gætir farið útí að færa grindarnúmer af sterkari bíl eins og rocky eða cruser yfir á þennan bíl en svoleiðis ólöglegheit er varhugavert að ræða á opnum vettvangi.
eina rétta leiðin væri að færa allt yfir á sterkari grind, td. úr rocky eða bara ammeríkst. það er langt í næsta vetur og því nægur tími framundan.
skúrakveðjur.
04.06.2007 at 20:33 #591904Þetta mál er náttúrulega eitthvað fyrir tæninefndina að vinna í því þetta "svindl" á nattúrulega ekki heima á meðal jeppa manna (jafn vandaðir og við erum) því það hlýtur að vera ljóst að þessar þunga takmarkanir eru hugsaðar frá einhvejum undarlegum sjónarhól og það hlýtur að vera hægt að breita þessari vitleysu !!!!!!??? Eða er það ekki ???????
kv:Kalli ekkiaðskiljasvonabull
ps: það hlýtur að vera burðargeta hásingana????
04.06.2007 at 21:22 #591906Það er erfitt að segja til um hvað er sanngjarnt í þessum málum, hvað á að miða við o.s.frv. Mér finnst eðlilegt að bæta við þeirri fjaðrandi þyngd sem bætt er í bílinn en undanskilja þá ófjöðruðu. Aukin fjaðrandi þyngd veldur aukaálagi á allann bílinn á meðan aukin ófjaðrandi þyngd veldur aðallega auknu álagi á bremsur. Þar kemur hinsvegar á móti að stærri og þyngri hásingar undan öflugri bíl hafa væntanlega öflugri bremsur en þær sem voru fyrir (kanski ekki víst ef notast er við gamlar skálabremsur).
.
Þar af leiðandi þætti mér rétt að vigta bílinn eftir breytingarnar og draga síðan frá þeirri þyngd þyngdaraukninguna sem fylgir öflugri hásingum og einnig þá aukaþyngd sem fylgir stórum dekkjum og felgum. Talan sem þá fæst út yrði síðan að vera visst mikið (sennilega réttast að hafa það hlutfall en ekki ákv. þyngdartölu) undir leyfilegri heildarþyngd.
.
Freyr Þórsson
04.06.2007 at 21:42 #591908Nú væri gott að fá Snorra vitring Ingimars til að tjá sig.
kv:Kalli erekkimeðalltátæru
05.06.2007 at 08:48 #591910Hvað gerist ef menn eru með "góðan" viktunarseðil og lenda svo í tjóni, t.d. alvarlegum árekstri þar sem er mikið eignartjón og jafnvel eitthvað meira. Þá tekur tryggingarfélagið bílinn og kemst að því að viktunarseðillin er ekki réttur, neitar að borga á þeim forsendum að bíllin er ekki eins og hann var skráður. Þá gera þeir bara endurkröfu á eignada bílsins og hvað svo!!!!! Hafa menn hugleitt þetta? Hvað hefur verið gert hingað til? Það sama á við um allar aðrar æfingar eins og "grindarnúmer" og fleirra í þeim dúr.
Þetta er að minsta kosti ekki til þess fallið að auka til-trú almenings á jeppabreytingum og þessu sporti að standa í einhverju vafasömu.
07.06.2007 at 12:50 #591912
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Þá er komið á hreint að ég fæ hann ekki skráðan á þessari grind. Ég á bronco grind en veit ekki hvaða númer var á bílnum sem hún er úr og ég get sennilega fengið stuttan krúser sem er á skrá en með ónýtt boddy.
Hvort væri sterkari leikur að nota? Þ.e ef krúserinn má vera þetta þungur, ég er að fara að skoða það.
07.06.2007 at 14:20 #591914" Hvað gerist ef menn eru með "góðan" viktunarseðil og lenda svo í tjóni, t.d. alvarlegum árekstri þar sem er mikið eignartjón og jafnvel eitthvað meira "
Hvað gerist þá ?
Ég er hræddur um að sumir eru með of þunga bíla ……
Hræddur um ef Vegageriðin og Löggan færi að vigta suma kæmi í ljós að sumir bílarnir séu of þungir miðað við skráningu. Þá á ég við þegar bílarnir eru fullir af manskap og öðru sem við á þegar við erum að ferðast.
Hvað mun þá yfirvaldið gera?
Munu þeir fara að stoppa breytta bíla og vigta eins og er gert með vöru og flutnigabíla?
Best er að vera með þetta á tæru.
Kveðja Örn.G
07.06.2007 at 14:31 #591916
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Þá er búið að taka ákvörðun um að nota krúserinn, a.m.k grindina og sennilega hásingarnar, og ekkert annað í stöðunni en að fara að byrja að rífa (aftur) og setja saman upp nýtt.
Kv. Siggi
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.