Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Ein bjánaspurning
This topic contains 20 replies, has 1 voice, and was last updated by Elmar Snorrason 14 years, 10 months ago.
-
CreatorTopic
-
02.11.2009 at 19:03 #207929
Ég er að skipta út reverse kögglinum fyrir venjulegan í 70 Cruiser framhásingu og þarf að færa millibilsstöngina framfyrir. Get ég notað armana á liðhúsunum með því að víxla þeim og snú þeim fram í staðinn fyrir aftur, spyr sá sem ekki veit. Það hlýtur einhver góður Toyotamaður að geta leiðbeint manni með þetta.
Kv. Björn Ingi
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
02.11.2009 at 19:10 #664864
Gatið sem stýrisendinn á millibilsstönginni fer ofan á arminum er kónískur. Þú þarft að snúa kóninum við. Árni Brynjólfs í Hafnafirði reddaði því fyrir okkur á slikk. Man ekki alveg hvort við höfum breytt arminum fyrir togstöngina líka.
02.11.2009 at 22:38 #664866Ég var eitthvað búinn að kynna mér þetta áður en ég setti 70 cruiser hásinguna undir hjá mér, það á að vera hægt að bolta þetta á þannig að þetta snúi fram ef þú víxlar vinstri og hægri armi.
En ég veit ekki hvort það þarf að stilla stöngina uppá nýtt, það er frekar líklegt samt.
Í hvaða bíl er þetta?
Og hvort ertu að nota standard hilux köggul eða sverari köggulinn úr V-6 bílnum?Ein spurning samt, er sama legu stærð í hliðarlegunum á 70 cruiser kögglinum og hilux kögglinum?
02.11.2009 at 23:08 #664868Sæll Addi
Ég hefði átta hringja bara beint í þig, mundi ekki eftir að þú varst búinn að vera í hásingavæðingu hjá þér. Þetta er 8“ drif úr líklega V6 bíl og mér er sagt að þetta eigi að passa í 70 Crusier hásinguna. Hugmyndin hjá mér var einmitt að víxla hægri og vinstri armi út af hallanum á spindlinum. Þetta er í hásinguna sem ég er að setja undir Súkkuna hjá mér.Kv. Björn Ingi
02.11.2009 at 23:33 #664870Ég reyndi þetta, með mishepnuðum árangri og gafst upp og fór heim grátandi.
En án gríns.
ég man ekki alveg hvernig þetta var, en það þurfti að snúa einhverju við, bora út og kóna að ofanverðu til að láta stýrisenda úr HZJ80 passa í staðinn fyrir FJ70 draslið. Mín ákvörðun á sínum tíma var að setja bara helv. tjakkinn bakvið stöngina með skáhorni á drifköggulinn rétt ofan við stífuna (samt ekki of ofarlega!)
En þar sem þú ert að skipta um köggul er þetta kannske aðeins flóknara mál. Afhverju samt ekki að halda 7 7/8" reverse draslinu áfram?Vísindin segja manni að ekki megi snúa stýrisörmunum svona inn, séu þeir að framan, (stöngin á að vera lengri en rörið eða eitthvað álíka) en einhverjir hafa gert það og þverbrotið öll náttúrulögmál um það og það hefur bara virkað fínt.
Ef þú skildir eitthvað af þessu þá hrósa ég þér fyrirfram.
kkv, ÚlfrP.s. það var þráður sem ég stofnaði fyrir árum og öldum um þetta mál, gætir örugglega fundið hann…
02.11.2009 at 23:36 #664872Ég gæti líka bara notað leitina og vísað á þráðinn.
https://old.f4x4.is/index.php?option=com … C70#p98348
Varúð. Það eru misgáfulega upplýsingar þarna inni og ber öllu bullinu í þessum mönnum að taka með varúð.
02.11.2009 at 23:39 #664874Þú getur notað hvaða köggul sem er úr hilux, eini munurinn er sverleikinn á legunum, það er einhver ein gerð með rafmagnslás sem passar ekki skilst mér, en rillufjöldinn er sá sami í þessu öllu.
Ég var lengi með köggul úr gömlum hilux í afturdrifinu hjá mér en tók svo köggulinn úr 70 cruisernum og setti í afturdrifið þegar framdrifið og auka gírkassinn fóru í.
Sá köggull er eins og í V-6 bílunum, það sem ég veit ekki er hvort reverse köggullinn er með sama sverleika af legum, það væri vel þegið ef þú myndir mæla þetta fyrir mig.
Ég nenni ekki að rífa köggulinn úr til að setja loftlæsinguna í sem ég á úr grennri gerðinni ef ég get ekki notað sama köggulinn.
03.11.2009 at 08:38 #664876Reverse köggullinn er í raun nákvæmlega eins og v6 drifið í uppbyggingu. Eini munurinn er "reverse cut" drifið sjálft…
Læsingar úr 4cyl passa ekki í 8" reverse eftir því sem ég best veit.
sjá nánar: http://home.4x4wire.com/erik/diffs/
kkv, Úlfr
03.11.2009 at 11:46 #664878Sæll Úlfr,
Það var einmitt það sem ég var að pæla, hvort legurnar væru eins í V-6 og reverse kögglunum, ég nenni ekki að spaðrífa drifið til að ná kögglinum úr ef draslið passar svo ekki sem ég er með.
03.11.2009 at 15:14 #664880Bara svona til að rugla málið aðeins meira þá þekkir kaninn ekki hi-pinnion drifin úr létta 70 Cruisernum, enda komu þeir bílar aldrei til ameríku. Því er ekkert víst að það sem þeir segja um legurnar passi. Barasta ekkert ólíklegt að upphaflegu hi-pinnion drifin hafi verið öðruvísi en þau sem komu síðar í 80’cruisernum og þannig til ameríku.
En þú ættir nú að geta mælt þetta, séð þetta, án þess að tæta kögglana í sundur, svo lengi sem þeir eru komnir út úr hásingunni.
En það er alveg rétt að þetta eru ekki 8" tommu drif, og heldur ekki 7 7/8 drif. Þessi drif eru 200 mm, enda nota japanir alvöru mælieiningar.
03.11.2009 at 16:06 #664882Man ekki betur en að það hafi bara komið eitt reverse cut drif frá Herra Toyoda.
Sá eitt sinn drif úr 80 við hliðiná minni 70 og gat ekki betur séð en að þau væru nákvæmlega eins.kkv, úlfr
03.11.2009 at 16:36 #664884Þa[b:2reoit7m]ð eru smá fræði bakvið pælinguna í þessum stýrisstöngum sem menn vita oft ekki. En sú pæling gengur út á það að framhjólin þurfa að hafa sitthvoran beygjuradíusinn þegar lagt er á því þau fara misstóran hring, annars ertu farinn að draga annað (eða bæði) hjólin sem veldur dekkjasliti, minna veggripi osfrv.
Þessi beygjuradíus er stilltur þannig af að fundið er út horn sem er eins og V sem tekið er frá snúningsmiðju annars spindils, aftur í miðja afturhásingu og svo aftur í hinn spindilinn. Þetta horn er svo notað til að búa til stýrisarminn sem boltast á liðhúsið en það miðast við beina línu fram/aftur eftir bílnum og svo þessar ákveðnu gráður inn á við aftanvörðu við hásingu eins og maður sér að stýrisarmarnir liggja.
Þetta gerir það einnig að verkum að þegar búið er að lengja/stytta bíla mikið milli hjóla þarf í raun að skipta þessum örmum út fyrir nýjan með annað horn eins og gert er oft á vörubílunum.
Þannig ef millibilsstöngin yrði spegluð beint framfyrir hásingu myndi ytra hjól í beygju, beygja meira en innra hjól sem er allt annað en gott og myndi spæna upp dekk og gera bílinn leiðinlegan í akstri. Ef millibilsstöngin er sett framfyrir þarf hún að vera lengri enda í enda heldur en bilið sem er spindil í spindil. Og gæti þurft að taka úr bremsuþilinu til að koma stýrisendunum fyrir.
Kv. Sigurþór[/b:2reoit7m]
03.11.2009 at 17:17 #664886Þessi fræði er kölluð Ackerman’s angle.
Það er ágætis umræða á þeim þræði er ég vísaði í á fyrstu síðunni.
Það eru að vísu nokkrir sem láta þessi fræði sig lítið varða og virðast komast upp með það…Aftur að 8" reverse. Það eru stærri legurnar (4 pinion) í því drifi. Til samanburðar má nefna að einungis ein tegund af legusetti er til í þetta (eftir minni bestu vitund) og LSD lásar voru stundum settir í þessi drif, og þá tekin úr V6 bílunum sem voru með LSD…
kkv, Úlfr
P.s. gaman að sjá að það er nóg af fólki í pælingum þarna úti og það sárvantar "toyotu tækniþráð" eða wiki á þessa síðu.
03.11.2009 at 17:23 #664888Er ekki hægt að fá arma og millibilsstöng af hilux og skúfa á lc hásinguna.
Hef ekki skoðað þessar lc hásingar en eru ekki sömu liðhús á þessu og hilux.
03.11.2009 at 18:13 #664890Það eru ekki sömu armar á liðhúsunum á LC70 og Hillux. Og það er minnsta mál að færa stöngina framfyrir og snúa þessum kónum við :þ
03.11.2009 at 19:22 #664892Sæll
ég á tómt tör undan hilux ef það er það sem þig vantar til að fá þetta til að ganga upp.
En afhverju ertu að taka rev köggulinn??????????????????ps rörið er með öllu stýrisdótinu og hrútshorninu líka.
Kv Sigurgeir
03.11.2009 at 23:44 #664894Mér fannst þetta nú bara ekkert bjánaspurning! Heldur ansi áhugavert! Menn ættum, að mér finnst, ekkert að vera hræddir við að spurja hér á vefnum því að að hér liggur alveg helling af fróðleik sem er ómetanlegur fyrir þá reynsluminni.
04.11.2009 at 09:17 #664896Sælir strákar og takk fyrir góð viðbrögð, kominn með fullt til að moða úr. Sá að nokkrir voru að velta fyrir sér af hverju ég væri að skipta úr reverse kögglinum og er það einföld ástæða, hann er ólæstur og ég get fengi læstan "venjulegan köggul" það er nú ástæðan, ef hins vegar einhver á læsingu í reverse og væri til með að láta hana þá þyrfti ég ekki að vera að pæla þetta. Maður er að reyna að sleppa eins ódýrt og hægt er út úr þessu svo maður hafi nú efni á að reyna að ferðast eitthvað á þessu þegar maður er búinn. Hlakka nefnilega mikið til að prófa Súkku á þessum hásingum þar sem hún breikkar heilan helling við þetta (rúma 17cm) og verður kominn á gorma að framan en ekki á gömlum flatjárnum.
[img:2fkxnenh]http://i520.photobucket.com/albums/w327/bjorningi/DSC00245-1.jpg[/img:2fkxnenh]
Hér sést vel hvað bíllinn breikkar við þetta. Innribrún á felgu er rétt innanvið brún á orginal brettinu
Kv Björn Ingi
04.11.2009 at 11:57 #664898Sæll Björn Ingi
Hvað er því til fyrirstöðu að færa læsinguna á milli köggla?
Ef þetta er loftlás ætti það ekki að vera mikið mál, ég held að mismunadrifin úr afturkögglunum úr V-6 eigi að passa beint í þetta.
Ef það kemur í ljós að það er grennri legustærðin í framdrifinu (efast samt um það miðað við hvað er búið að skrifa hér á undan) þá á ég loftlás handa þér úr grennri kögglunum og er alveg tilbúinn að skipta.
04.11.2009 at 13:15 #664900Það er örugglega ekki hægt að setja raflás í reverse köggulinn, er að rembast þetta því ég get fengið raflæstan köggul með smíðuðu stykki fyrir lofttjakk, er sem sagt orðinn loftlæsanleg. Ætlaði að reyna að nota þetta að framan og NoSpin að aftan nema maður snúi þessu bara við setji NoSpinið að framan sem mér hugnast svo sem ekkert sérlega.
Kv. BIO
28.01.2010 at 07:19 #664902Björn Ingi, áttu mynd af þessum loft-raflæsta köggli? Ég er með í höndunum gamlan rafmargnslæstan köggul þar sem allt er vægast sagt ónýtt utaná honum og ég á lofttjakk með 2" færlsu sem ég ætla að mixa á þetta. Í gær var ég að byrja að skoða þetta og gaman væri að sjá hvað menn eru búnir að gera og sjá hvað virkar.
Hvernig gengur þetta annars hjá þér, búinn að græja læsingu í rev köggulinn?
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.