This topic contains 7 replies, has 1 voice, and was last updated by Ragnar Páll Jónsson 13 years, 7 months ago.
-
Topic
-
Jæja, nú get ég ekki setið á mér lengur.
Málið er að ég var að koma frá N1, Réttarhálsi (gamla Gúmmívinnustofan), þar sem ég bað þá um að jafnvægisstilla (ballensera) framdekkin hjá mér en þau eru 41″ á 17×14 felgum.Kostnaðurinn hljóðaði uppá 9500kr !! og F4x4 afslátturinn, ja, mér sýnist hann ekki vera nema um 5% (sem er djók), þannig að þetta endaði í rúmum 9000kr.
Þetta tók ca. 15-20 mín. og reikni nú hver út tímagjaldið.Ég sagði þeim (kvartaði enn og aftur) að þetta væri nú heldur dýrt og jafnvel dýrara en gull ! Ég veit vel að heimsverð á blýi hækkað upp úr öllu á sínum tíma en það hefur lækkað aftur. Ég stunda einnig skotveiðar og þar hækkuðu haglaskotin um rúmlega 100% en jafnvægisstilling hefur líklega hækkað um 1000% !!
Þegar ég lét setja dekkin á felgurnar á sínum tima, þá kostaði jafnvægisstillingin 14000kr og önnur vinna um 10þkr. Það var í nóv 2008 (eftir kreppu). Að því gefnu má sjá að síðan þá hefur þetta hækkað um 30-40% (nenni ekki að reikna það út). Ég s.s. skil það (að hluta) að það kosti meira þegar það þarf að setja nýjar þyngingar (blý) á felgurnar.
En núna þurfti bara aðeins að bæta við nokkrum grömmum og sá ég að á annað hjólið var einu blýinu skipt út fyrir aðeins stærra en ca. 100gr. bætt á hitt hjólið.Þegar verið er að laga jafnvægisstillinguna, nú eða umfelga, þá eru yfir leitt gömlu blýin notuð aftur. Má segja að það séu kannski um 10-20% afföll þannig að mikið er endurnýtt.
Því finnst mér ekki rétt að rukka sama á sama taxta og þegar um nýja samsetningu er að ræða.
Og svo annað, það er mjög svipuð vinna að jafnvægisstilla fólksbíl og jeppa. Reyndar er meira mál með þessi „low-profile“ dekk, þar sem það þarf að vanda sig mun meir og tekur ekki minni tíma. Það er ekki hægt að rekja aukinn kostnað til vélanna, þótt þær vissulega kosti sitt.
Svo er þessi taxtaskipting þeirra ekki sanngjörn heldur.Ég er „reyndur“ úr dekkjabransanum en ég vann við þetta í 5 ár í Hljólbarðahöllinni á sínum tíma. Þar vann ég við allt frá fólksbílum og upp í millistærð sendibíla ásamt fullt af jeppum. Á sínum tíma vorum við þekktir fyrir vönduð vinnubrögð varðandi þetta og segi ég því hiklaust að ég hafi bæði þekkinguna og reynsluna í þessum málum.
Ég held að þetta sé eitthvað sem klúbburinn eigi að taka fyrir og berjast fyrir að sé lagað. Þetta er ekkert annað en peningaplokk sem á engan vegin rétt á sér !
kv.Bragi Þór Jónsson
R3862
You must be logged in to reply to this topic.