Forsíða › Forums › Spjallið › Umhverfismál › Ég rakst á þetta í smáauglýsingum Fréttablaðsins
This topic contains 15 replies, has 1 voice, and was last updated by Agnar Benónýsson 19 years, 3 months ago.
-
CreatorTopic
-
31.07.2005 at 14:36 #196124
Við skorum á ættingja og vini manneskjunnar sem ók utanvegar á Frostastaðahálsi 26. júlí og reif upp hálfrar aldar gömul sár að reyna að koma fyrir hana vitinu. Nína og Smári í Landmannalaugum.
Og ég vona að þetta sé ekki meðlimur 4×4 sem er þarna auglýst eftir !
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
01.08.2005 at 22:29 #525296
Núna í dag þá sá ég sérkennilega sjón rétt ofan við skiltið okkar og vélhjólamanna. Þar hafði einhver geðsjúklingur spólað og spænt upp mel austan við Sprengisandsleið u.þ.b 500 metrum ofan við skiltið. Það hafði verið spólað fjölda marga hringi og hefur mann fjandinn lagt mikið á sig til þess að skemma sem mest og hefur hann verið lengi að svo einhver ætti að hafa séð til hans.
Jón Ofsi
02.08.2005 at 11:55 #525298Ég var að þvælast um hálendið norðan Vatnajökuls núna síðustu dagana og ég verð að segja að það kom mér óþægilega á óvart hversu mikið er af utanvegaakstri á þessu svæði. Oftast var að menn væru að krækja fyrir smávægilegan skæling yfir grjót. En það sem mér þótti þó verst að sjá voru för sem bersýnilega voru síðan í vetur eða síðasta vetur þar sem menn höfðu ekið af snjó yfir á auða jörð – á nokkrum stöðum bæði á sprengisandsleið og eins norðanvert við vatnajökul mátti sjá svona för sem byrjuðu skyndilega og enduðu fljótt aftur – augljóslega eftir bíla á stórum hjólum…..
Á dyngjuleið mætti ég svo bíl – vínrauðum econoline, óbreyttum – það hefði svo sem ekki verið í frásögur færandi nema að stuttu seinna kom ég á stað þar sem vegurinn lá um mel og var töluvert harður og smágrýttur – hins vegar voru sléttir melar við hlið vegarinns um töluverðan spöl. Þar hafði þessi ágæti econoline bílstjóri tekið sig til og þrætt sléttan melinn um rúmlega kílómeters leið til að losna við smá hossing – þarna eru yfirgnæfandi líkur á að myndist nýr vegur þegar útlendingarnir á smábílunum elta þessi för. Við þetta varð mér líka hugsað – hvern andskotan eru menn að gera inn á skítaveg eins og Dyngjuleið ef þeir eða bílarnir þeirra þola ekki smá hristing ???? – Þetta er álíka hjákátlegt og þegar maður horfir á menn á 38" eða stærri dekkjum krækja út fyrir vegi vegna smá polla sem á þeim eru….
Svipaða sögu má segja um önnur svæði sem ég hef farið um nýlega – eins og t.d. leiðina upp í Veiðivötn / Jökulheima – Þar sést leiðinlega mikið af förum sem eru síðan í vetur – en það er þó kannski ekki stórkostlegt vandamál þar þar sem að oftast eru þetta gróðurlaus svæði þar sem sandur fýkur í för á stuttum tíma….
Benni
02.08.2005 at 17:14 #525300Þetta eru slæmar fréttir af fjöllum sem því miður koma ekki á óvart. Það er því miður staðreynd að maður sér allt of víða ummerki eftir utanvegaakstur og þessi saga með Linerinn er alveg dæmigerð. Það er óneitanlega þetta sem kallar á hluti eins og nýjar reglugerðir og strangara eftirlit og þannig bitnar svona háttarlag á öllum sem ferðast um hálendið.
En svo er spurningin hvað við getum gert, er eitthvað sem klúbburinn getur gert sem ekki hefur verið reynt áður til að sporna við þessu?
Kv – Skúli
02.08.2005 at 22:57 #525302…með að benda á annann.
Við vitum að erlendir ferðamenn aka utanvega á íslenska hálendinu í góðri trú um að það sé leyfilegt.
Þeir koma gjarnan á vel útbúnum tækjum með Norrænu til þess að aka um náttúruna án þess að hafa hugmynd um að utanvegaakstur er bannaður á Íslandi. Ég veit ekki hvað klúbburinn hefur gert til þess að sporna við slíku en kröftugur áróður í norrænu og á ferjulæginu á Seyðisfirði með stuttum og hnitmiðuðum leiðbeiningum um hvernig menn skuli ganga um hálendið gæti hljómað eins og athugandi málefni.
Þessar lýsingar gefa til kynna hinsvegar að Íslendingar verða að vara sig á því á hvurlags undirlagi er ekið. Ef hjólför myndast eftir jeppa sem ekið er að vetrarlagi og mynda jarðrof er greinilega ekki verið að fara eftir reglum sem kveða á um frosna jörð.
Ég held að við verðum að vera sýnilegri ungum ofurhugum með því til dæmis að koma skilaboðum inní ökukennslubækur eða jafnvel fá einhvern sniðugann til að halda fyrirlestra eða spjallfundi í grunnskólum eða framhaldsskólum. Sýna myndir úr skemmtilegum ferðalögum, landslagsmyndir og þess háttar.
Ég held að okkar vandamál sé mikið til ungir menn sem kaupa sér öfluga jeppa og hafa ekki reynslu eða þekkingu til að sjá hvað er utanvegaakstur og hvað hann raunverulega skemmir mikið.
Ungu mennirnir eru ekki þeir einu sem þetta stunda en þegar við tínum úr ákveðna markhópa hlítur að fækka stöðugt í hópnum sem þetta stunda hvort sem er viljandi eða óvart.
Kv Izan
03.08.2005 at 00:19 #525304Þetta er örugglega góður punktur að koma skilaboðunum skýrt til ungra manna sem eru að byrja í þessu og kannski svolítið gr… á pinnann. Gemlingarnir ættu kannski að setja í gang umhverfishóp, ég er viss um að þeir gætu haft mun meiri áhrif þarna en umhverfisnefndin. Þeir ná örugglega betur til þessa hóps en einhverjir "gamlir heflar" í umhverfisnefndinni (with all respect;).
Annars það sem við höfum verið að gera er skilti við upphaf flestra meginleiða inn á hálendið með texta á ensku og íslensku, bæklingar, tókum þátt í útgáfu korta með áróðri gegn utanvegaakstri á fjölda tungumála og svo núna síðast létum við setja upp skilti sambærilegt við kortin á bakkanum á Seyðisfirði sem er staðsett þannig að trukkarnir komast ekki hjá því að keyra framhjá því. Auk þess höfum við notað fjölda tækifæra til að koma baráttunni gegn utanvegaakstri á framfæri, t.d. hefur Jón ofsi verið iðinn við það í viðtölum útaf bókinni.
Mér finnst þetta vera slatti og umræðan búin að vera mikil síðustu ár og þess vegna finnst mér ergilegt að þetta virðist ekki hafa meira að segja en þetta.
Kannski öflug auglýsingaherferð í blöðum og sjónvarpi af svipuðum krafti og baráttan gegn ölvunarakstri.
Kv – Skúli
03.08.2005 at 00:46 #525306Þessi utanvegaakstur á eftir að koma okkur í F4X4 og öðrum útivistarfélögum í haus ef ekkert er að gert.
Legg til að eftirfarandi verði gert hið fyrsta:
1.Plaköt og bæklingar um málefnið verði gerð á nokkrum tungumálum og þeim dreift í Norrænu og Leifsstöð þar sem túristum er bent á mikilvægi þess að raska ekki við mátúrunni með utanvega akstir og svo framvegis. Þetta mætti framkvæma að einhverju leyti með aðstoð þeirra sem selja farmiða til landsins.
2.Sambærilegu efni verði komið á bílasölur, hestaleigur og bílaleigur. Ekki síst fyrir okkur Íslendinga.
3.Aðrar og fleiri hugmyndir velkomnar.Við vinnum þetta með öðrum klúbbum og félagasamtökum sem vilja vera með og leitum eftir stuðningi hjá fyrirtækjum til að fjármagna dæmið.
Þá væri sniðugt að selja límmiða með ártali sem nokkurskonar yfirlýsingu um það að viðkomandi stundar ekki þessa iðju og leggur sitt að mörkum til kaupa á áburði o.s.f. til að græða það sem illa fer. Fjármunum sem safnast við límiðasöluna ár hvert renni í þetta verk. Menn safna svo miðum og skipta út 4 miðum fyrir 1 á 5 ára fresti sem er þá auðkenndur öðruvísi (brons,silfur og gull) allt eftir því hve lengi viðkomandi hefur verið með.Því miður er það svo að það er sama um hvern er að ræða þegar þessi slys eiga sér stað að það bitnar fyrst á okkur F4X4 jeppamönnum.
Við verðum því að vera í farabroddi og sem sýnilegastir til að innprenta réttu ímyndina sem við viljum hafa um okkur, þetta gæti verið ein leið til þess.Jón Örn.
Ps. Það er ekki það að klúbburinn hafi ekki staðið sig í þessu. Það virðist bara vera með suma hluti að þeim mun víst seint ljúka og verðum við að herða róðurinn svo um munar ef við ætlum að fá að halda í vegleysurnar okkar.
04.08.2005 at 00:51 #525308Getum við ekki get út á þetta með svipuðum hætti og karlahópur femínistanna (eða hver djöfullin það var, maður spyr sig hvort það er hægt að vera karlkyns femínisti)?
Þeir hafa lagt út frá því að alvöru Kalrmenn nauðga ekki.
Þannig að við alvöru jeppamenn (og konur) sveigjum ekki frá smápollum og ójöfnum út á ósnortið land, erum að keyra fjallvegi og slóða vegna erfiðleikanna ekki þægjindanna.
l.
04.08.2005 at 01:19 #525310Ég hugsaði og sagði þegar ég sá þessi skilti (sem eru mjög fín) Af hverju að leggja áherslu á félagsmenn?
Þetta eru fín og áberandi skilti með félagsmerkjum 4×4 og VÍK og svo er textinn eitthvað u.þ.b.
Félagsmenn ökum ekki utanvegar.
En hvað með hina hálvitana sem eru á ferðinni?
Það kemur hálfviti les skiltið og hugsar sem svo ég er ekki félagsmaður í 4×4 og ekki í VÍK ég má keyra hvar sem er !!!!!!!!
Þetta merki átti að vera með félagslogounum áberandi og áletrunni: Félagsmenn (og konur) í 4×4 og VÍK bla bla bla skora á alla sem hér eiga leið um að aka eftir merktum slóðum og vegum og bla bla bla UTAN VEGA AKSTUR ER BANNAÐUR. STÓR PUNKTUR.
ég er ekki tilbúin að gleypa við því að það séu útlendingar sem eru keyrandi hvar sem er heldur er ég meira tilbúin að gleypa við því að það séu al íslenskir hálvitar.
Góður punktur með Gemlinganna að þeir leggi áherlsu á utanvega akstur.
Annars sá ég útundan mér ljót för rétt utan við vegin á Lyngdalsheiðinni en þar sem ég var á Patrol á öðru hundraðinu þá sá ég ekki hvort þetta voru snjóför eða hreinn og klár utanvegaakstur en þetta var ljótt engu að síður svo mikið sá ég.
Akið VARLEGA
Kveðja Lella
04.08.2005 at 07:54 #525312Ég var nú að ræða við Þjóðverja á Land Rover í gær og hann sagði að það væru aðallega Íslendingar sem ækju utanvegar og þegar útlendingarnir sæju það þá hugsuðu þeir með sér "Ef Íslendingar gera það þá má ég það".
04.08.2005 at 10:01 #525314Ég sá hvergi svona skilti á sperngisandsleið né á svæðinu norðan Vatnajökuls. Kannski eru þau þarna einhverstaðar en þá eru þau ekki það áberandi að mér tækist að sjá þau.
Varðandi það hverjir eru að keyra mest utanvega þá er ég fullviss um að þar er mest um útlendinga og menn sem eru ekki vanir ferðum á fjöllum. Þetta merki ég á því að langflest för sem ég hef séð undanfarið eru eftir bíla á litlum dekkjum – og hverjir eru að ferðast um hálendið á svoleiðis dekkjum ? Allavega ekki margir 4×4 félagar. Auðvitað hef ég rekist á för eftir stór hjól líka – en það er venjulega eftir akstur af snjó á auða jörð.
Lella nefnir Gjábakkaveg og svæðið þar í kring – þar er ég algerlega viss um að förin eru síðan í vetur og eru að mestu eftir skriðbeltarónana sem eru að taka sleðana af þarna – allavega fannst mér skelfilegt að sjá það oft í vetur hvernig þeir bökkuðu þessum kerrum yfir mosan þarna til að komast í snjóinn – mér er sérstaklega minnisstætt þegar ég kom þarna niður í mikilli hláku og allur mosinn og gróðurinn löngu þiðnaður og mjög viðkvæmur – þá stóð einn smájeppinn með ofvaxna sleðakerru aftaní um 300 metra frá veginum og allt autt í kringum hann. Sá bíll hefur ekki getað gert neitt annað en að skilja eftir ljót för þegar hann hefur verið hreyfður. Svo hef ég oft séð sleðana keyrða á mosanum á þessu svæði og þeir spæna upp undirlagið. En á þessu svæði hefur ástandið versnað mjög mikið síðustu árin – ég þekki þetta svæði mjög vel – gekk kerfisbundið um það í leit að hellum fyrir nokkrum árum og hef keyrt þarna um reglulega síðustu 15 árin – svæðið þar sem sleðamenn leggja upp er hreinlega að verða ógeðslegt en var í fínu lagi fyrir fáum árum.
Þannig að það er líka þörf á að beina áróðri annað en eingöngu að jeppa og hjólamönnum.
Benni
04.08.2005 at 20:37 #525316Alveg merkilegt að þegar menn eru að spyrja um ráð varðandi vegi eða slóða,að þá var svarað að það væri kannski hægt að fara að Reykjavatni á óbreyttum bíl ef bílstjórinn væri / Takið eftir!!! VANUR AÐ KEYRA UTANVEGA,þá væri hægt að fara þetta á óbreyttum.
Þessi orð má hæglega miskilja því miður,og lesa það þannig að verið væri að mæla með utanvegaakstri.
Þetta las ég á veiði.is
kv
JÞJ
05.08.2005 at 09:30 #525318Sælir félagar
Það er áberandi á leiðinni frá Hrossaborgum að Herðubreiðarlindum hvernig menn hafa sneitt fram hjá pollum og ekið utanslóða og víða á Sprengisandi hafa menn verið að komast hjá þvottabrettum og holum með akstri meðfram slóða eins á leiðinni um Jökuldali frá Eldgjá
En það er ekkert nýtt í þessu máli og er á hverju ári svona hjólför meðfram fjallvegum og hægt að benda bæði ákveðna hópa og einstaklinga sem eru valdir að þessum skemmdum td 2 fólksbílar sem ég mætti í Jökuldölum sem spændu upp grasið við hliðina á slóðanum því slóðin var ófær fyrir fólksbíla eða breytti jeppinn sem ók inn í Jökuldal(Nýjadal) bara til þess að stytta gönguna fyrir fólkið og bílstjórinn svaraði mér bara með skætingi þegar ég gerði athugasemd við þetta er ég hitti hann við skálann í Nýjadal var sá bíll merktur okkar félagi þannig að það er sem menn hafi að engu merkingar og áróður og geri bara það sem hentar þeim í það og það sinnið.
Hvað er til ráða ég hef engin svör eg lét lögreglu í tá númer þessara 3 bíla en var tjáð að ekkert yrði gert í þessu málum og ýmsu borið við svo það er fátt gerlegt í þessari stöðu en notað gegn okkur þegar hentar valdhöfum og landeigendum.
Kv Klakinn
05.08.2005 at 12:53 #525320….yfir Sprengisand og það er ótrúlegt að sjá hvað hefur verið mikið keyrt utan vegar á þessari leið. Fór þarna í fyrra líka, viku seinna en núna, og þá var ekki svona mikið um utanvegaslóðir eins og núna. Ég horfði meðal annars á hvítann Ford F-350 keyra út af veginum og upp á Hágöngu syðri utan slóða. Nokkur hundruð metrum sunnar var merktur vegur þar upp.
Nokkrir aðilar hafa leikið sér að því að fara út fyrir veg og spæna og spóla í hringi og tæta upp melana, það eru meðal ananrs mjög ljót för rétt sunnan við Nýjadal þar sem einhverjir jólar hafa leikið sér að því að spóala upp melana og gefið sér góðan tíma í það.Þetta eru aðilarnir sem skemma mest fyrir okkur og sjálfum sér og það verður að stoppa þessa aðila af því haga sér svona.
07.08.2005 at 14:26 #525322Mér þætti gott að fá að vita hver þetta var sem var merktur félagi 4×4 Klaki. það er ekki málið að segja þessum manni til syndanna og reka svo kauða úr klúbbnum. Þetta er að fara úr böndunum og þurfum við aðstoðar ríkisvaldsins í þessum málum, t.d eru skiltin okkar allt of lítil en vel meint. Það þarf að gera stórt átak í þessum málum og ekki seinna en í dag ef við ætlum að vera tilbúin næsta sumar. Hvernig er með umhverfisnefnd klúbbsins, er ekki bæklingur á hennar vegum að fara að koma út á erlendum tungumálum?
Það er orðið allt of mikið af förum alstaðar og sérstaklega á fjallabaki, gerum einhvað í þessu og það strax.
07.08.2005 at 17:43 #525324Hvernig væri að fá t.d. Ómar Ragnarsson til að útbúa stuttan fréttapistil um utanvegaakstur í samstarfi við klúbbinn en í honum væri einnig hægt að fara stuttlega yfir hvað telst vera utanvegaakstur og kynna mætti lög og reglur varðandi akstur utan slóða ?
Þetta gæti verið mjög öflug leið til að ná til margra og kostar okkur ekki krónu !
kv
AB
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.