Forsíða › Forums › Spjallið › Allt annað › Ég er í vandræðum með 4Runner árg 91 með 3,o L v6 vél.
This topic contains 13 replies, has 1 voice, and was last updated by Anonymous 12 years, 5 months ago.
-
CreatorTopic
-
01.08.2012 at 18:57 #223994
Ég er í vandræðum með 4Runner árg 91 með 3,o L v6 vél.
Vandamálið tengist ræsingu á vélinni sem lýsir sér þannig, að það sé eins og hann yfir fyllisig ef ekki er staðið í botni með bensín gjöfina og bíllinn látinn ná 3.500 RPM. Ef hann nær ekki að fara í gang á þessu þá tekur við 1 kls. Byð því útilokað er að reyna ræsingu fyrr .
Er einhver gúru í svona löguðu hér sem getur sagt mér hvað er að ?
Með bestu kveðju.
Benedikt Heiðdal.
567-9642.
868-7177.
777-4296.
Netf: professor@simnet.is
Netf: proben.heidal@gmail.com -
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
02.08.2012 at 00:26 #756301
Skll .
Ansi oft er ástæðan fyrir svona löguðu eru sótug og blaut kerti.
Prófaðu að skifta um þau og sjáðu hvað skeður
Kv.S.B.
02.08.2012 at 06:41 #756303
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Hvað áttu við með "blaut kerti"?
ÓE
02.08.2012 at 08:33 #756305[quote="Óskar":3f6c5qsf]Hvað áttu við með "blaut kerti"?
ÓE[/quote:3f6c5qsf]
Bensínblaut kerti. En Eitthver er ástæðan fyrir því að kertin séu að blotna á innspítingarbíl. Það er eitthvað annað bilað.
02.08.2012 at 10:32 #756307Er möguleiki að þetta geti verið bilun í skinjara fyrir kald startið, því það virðist ekki skipta máli hvort hann sé heytur eða kaltur ?
Kv. Benedikt.
02.08.2012 at 11:41 #756309Ný kerti og nýir þræðir,,allveg eins .
02.08.2012 at 12:15 #756311Þetta birjar yfirleitt með sótugum og lélegum kertum og þar af leiðandi lélegum neista sem aftur veldur því að það eldsneitið brennur ílla eða ekki og þá blotna kertin.
Þegar skift er um kerti er neistin athugaður um leið, sé hann góður eru léleg kerti ástæðan, sé hann lélegur þarf að skoða það nánar. Í nútima bílum getur maður frekar lítið gert, annað en að mæla leiðni kerta þráða.
Svo er annað sem ég hef notfært mér , það er netið þar er hægt að finna síður sem gefa upp öll mæligildi allra sensora og háspennu keflis. ef að menn eiga viðnámsmælir og kunna að nota hann þá komast menn ansi langt með þessu. Annars er ekkert að gera annað en að láta koða lesa bílinn þó að kosti mikið hefur það oftar en ekki verið ódírasta og fyrir hafnar minsra aðferðin.
Margir hafa fallið í þá grifju að ætla aðbjarga sér sjálfir og oftar en ekki með helling af misvísandi ráðleggingum á þann máta að skifta um líklegan sensor og andað með því að skifta um flest alla sensora með tuga þúsunda kostnaði og svo hefur eithvað allt annað verið bílað.
Ég hef ekki reynt það enn þá að taka sensora úr og bíðja viðkomandi verkstæði um að mæla þá , en það gæti verið séns á að þeir gerðu það fyrir mann.
Kv.S.B.
02.08.2012 at 22:42 #756313
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Takk fyrir þetta Stebbi. Það væri flott að fá þennan texta skrifaðan þannig að það væri hægt að setjann á vefinn þannig að það væri hægt að finna hann aftur síðar. Vefnefnd mundi sjá um það. En líka gott að fá athugasemdir við það sem Stebbi skrifar.
ÓE
03.08.2012 at 00:29 #756315Sæll Óskar.
Þið megið taka þetta og gera hvað sem þið viljið við textan, ef þér finst þetta sé þess virði að hafa aðgengi að þessu eithvað frekar mönnum til hagsbóta þá er ég bara ánægður með að geta miðlað einhverju til manna sem þeir geta bjargað sér með.
En þetta með vefin er alveg snild. Ég er með kia jeppa sem ég er að glíma við , það var farið inn á netið og fengnar upplýsingar beint frá kia um þektar bilanir hvernig þær lýsa sér osfv , hvað bilar helst , mæli gildi fyrir alla sensora í bílnum og hvernir á að mæla þá.
Það er orðið mun auðveldara að eiga við bilanir í nútíma bílum því maður getur orðið fengið upplýsingar beint frá framleiðendum eða teingdum aðiljum.
Maður þarf að geta aðeins kraflað sig áfram í ensku og kunna á viðnáms mælir þá kemst maður ansi langt í þessu.
Kv.S.B.
03.08.2012 at 00:36 #756317Skal koma með eina athugasemd við það sem Stebbi skrifar:
Með því að taka alla skynjara úr bílnum og mæta með þá á verkstæði er ekki góð leið. Með því ertu strax búinn að takmarka bilanagreininguna við skynjara en skilur eftir allar lagnir og tengi sem eru mjög oft vandamálið. Gæti trúað að um þriðjungur svona bilanna sé í sjálfu rafkerfinu (spansgræna, nudd o.s.frv…) en í 2/3 tilfella séu skynjarar málið, tek ekki með í reikninginn það að tölvurnar sjálfar geta líka bilað auk annarra hluta sem eru ekki skynjarar eins og t.d. kerti og spíssar. Að auki þá tekur þessi bilanagreining margfallt meiri tíma en hefðbundinn greining byggð á tölvuaflestri til að byrja með. Sumar bilanir geta verið mjög flóknar og vandfundnar en ef við sleppum þeim þá mætti segja að dæmigerð viðgerð vegna t.d. gangtruflana sé 1-3 tímar. Í því felst kanski 0,5-2 tímar í greiningu, 0,5-1 tími í viðgerð og svo smá stund í eftirvinnu (prufutúr til að sannreyna að allt sé ok og frágangur á verkbeiðni þar sem ferlinu er lýst svo sagan sé til). Ef hinsvegar væri farið í það að rífa alla skynjara úr þá gæti það tekið töluverðan tíma. Síðan (fyrir mína parta a.m.k.) tæki mig mun lengri tíma að leita að mæligildum fyrir skynjarana og sumt er ekki hægt að mæla nema gegnum bilanagreini. Þegar upp er staðið tæki verkið með þessari aðferð mun lengri tíma í heildina og m.a.s. sjálfir verkstæðistímarnir yrðu líka fleiri að því ógleymdu að greiningin er mjög óáreiðanleg miðað við greiningu á bílnum í heild sinni.
Kv. Freyr – bifvélaviki hjá BL
03.08.2012 at 09:19 #756319Halló,maðurinn er að biðja um aðstoð,ekki einhverja aðra umræðu
08.08.2012 at 22:42 #756321Nú eru kerti og þræðir nýir og búið að skipta um hattinn yfir loftsýuni og með honum loftflæðiskynjarann, hann skánar er samt grýpurhann einhver ógank.
Ætlaði að mæla olíuna á honum enn fékk þetta rosa rafstuð af hvarðanum. Búið að spreyja silikoni yfir alla þræðina .Hann er stundum allveg frábær og svo dettur hann í þennann ógank með alskonar hökti.
Það virðist ekkert vekstæði vilja fá v-6 toyotu inn á gólf hjá sér !!! ótrúlegt.Bíllinn er staddur á Egilstöðum, þekki þið einhver klárnn þar sem gæti hjálpað, þau ætla annars að reyna að komast í bæinn á honum eins og hann er .
Með besstu kveðju.
Benedikt Heiðdal .
09.08.2012 at 11:19 #756323Sælir lenti þessu sama eða svipuðu þá hefðu skrufur sem settar voru til að festa
plasti inn i brettin að framn sært kapplana meðfram innrabrettinu
bara tilaga
11.08.2012 at 18:09 #756325
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Ég er haldinn þeirri undrlegu röskun að vera sérlega áhugasamur um þessa eðal mótora
Stundum festist spíssinn fyrir kaldstartið opinn. Hann er á soggreininni farþegamegin. Spurning um að kippa plögginu af honum og sjá hvort hann hættir með þennan draugagang, ef hann er nú þegar fastur opinn þýðir það auðvitað ekkert.
Til að sjá hvort hann er fastur opinn þarf að taka hann úr, ná að hafa bensínið tengt á hann en rafmagnið ekki, seilast svo í loftflæðiskynjaraboxið(opið) og opna spjaldið eins og hann sé að taka inn loft, þá fer bensíndælan í gang. Ef hann ælir bensíni er hann opinn og þarf hjúkrunar við (snýta vel með spíssahreinsi og/eða þynni) eða bara skipta.
Vona að þetta gagnist einhverjum.
kv
Grímur
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.