This topic contains 5 replies, has 1 voice, and was last updated by Friðrik Hreinsson 16 years, 8 months ago.
-
Topic
-
Sælir
.
Ég er að gera upp dodge pick up 1981 og er að skera hann allan í döðlur eftir að ég lét sandblása af honum húsið. Það sem mig vantar er eitthvað gott/góð efni til að bera inní sílsa og bara hvað sem er, ætla nota tækifærið meðan þetta stendur allt galopið og spreyja inní þetta.
.
Ég er ekki endilega að biðja um þykkustu drulluna, bara eitthvað súrefniskæfandi og eitthvað sem má bera á málm sem er kannski aðeins rotinn eða ryðgaður.
.
Er ekki líka til einhver weld trough grunnur sem sniðugt er að spreyja á suðusvæðið áður en soðið er?
.
Öll hjálp með efni sem má bera á fínan eða ljótan málm vel þegin
You must be logged in to reply to this topic.