Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Econoline
This topic contains 24 replies, has 1 voice, and was last updated by Ingimundur Stefánsson 18 years, 11 months ago.
-
CreatorTopic
-
20.01.2006 at 17:47 #197114
hvernig er að ferðast á svona bíl ca 44 breittum
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
20.01.2006 at 21:37 #539674
Sæll, fékk mér þetta eðaltæki í haust eftir að hafa verið á gömlum og góðum Blásara með nýrri 6,5 túrbo. Ég er agalega sáttur með tækið, mætti vera kraftmeiri en það er auðveldlega hægt að laga það. Ég allavega ætla að skemmta mér á honum eins og ég hef gert og þegar að því kemur að skipta veit ég að ég mun bara fá mér annan!! Mæli með Econoline en svo er þetta bara spurning hvað hentar fyrir hvern og einn. þetta er bara leiktæki hjá mér og ekkert annað, nóg pláss fyrir öll börnin og meira til. Góða ferð
21.01.2006 at 00:34 #539676Veit um einn sem er nýkominn á 46" og er gríðalega ánægður með bílinn, hann segir að eðalgripurinn fari hrikalega vel með hann í fjallaferðum.
nú er bara 46 eða 49 lágmark undir svona þunga bíla!!!!!!Davíð Dekkjakall
21.01.2006 at 10:54 #539678ég er búinn að eiga svona bíl í ca. 2 mánuði núna en aldrei haft tíma til að gera hann kláran á fjöll. Því verki var hinsvegar að ljúka svo að ég fer núna á eftir eitthvað út í snjóinn.
Ef að þetta er eitthvað að virka þá ætla ég að brosa hringinn og eiga hann, ef að ég sit fastur í hverjum skaflinum á fætur öðrum þá sel ég hann.
ps. hann er á 44", loftl. f/a og viktar aðeins 3.1 tonn með 7,3L vélinni.Ívar
663-4383
21.01.2006 at 11:36 #539680endilega á þráðinn um loftkælingu og loftdælingu á spjallinu hér,
það væri gaman ef þið hefðuð lausnir á þessu máli, þ.e. loftkælingu OG loftdælingu úr sömu og einu air condition dælunni.
22.01.2006 at 09:45 #539682
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Sælir félagar
Ég var að spá hvort einhver hér hefði farið út í breytingar á 150 econoline. Og þá hvernig það hefði komið út. Ég er mikið að spá hvort maður gæti ekki flutt inn 150 bíl og breyta honum fyrir 38“. Og þá hvort það myndi duga í snjóakstur.
Kv. HP
22.01.2006 at 13:44 #539684Ég átti 150 econoline á 38" og hann virkaðí fínt og alveg hægt að leika sér soldið í snjó.Bíllinn hjá mér var um 2700kg þannig að 38" samkvæmt viðmiðunartöfllum dugar valla í alvöru ferðir. Hann var líka mjög þungur í rekstri með bensínvél : ) kunningi minn var með svona bíl með dísel og sá eyddi meira í framhjólalegur og fóðringar en eldsneyti. Annars eru þetta frábærir ferðabílar, taka bara soldið í budduna.
22.01.2006 at 14:09 #539686þ.e. 150 bíll skilst mér, amk miðað v. sambærilega upphækkun.
Mér heyrist það vera misjafnt hvað Econoline eigendur segja um drifgetu í snjó og eyðslu á 150 bílnum.
Eyðslulega tala menn um að geta hangið í ca 19 í langkeyrslu með sexunni (300 cid), jafnvel niður í 16l/100km m. aðhaldi, en að sjálfsögðu bætir hún við sig í streði.
Með 351 eða nýrri 5,4 lítra vélinni þá tala menn um ca 20-21l/100 km á 35-38" dekkjum í langkeyrslu.Geta í snjó: heyrist að menn komist allt á 44" dekkjunum, svona svipað og Patrol á 44". Hins vegar ku það vera svolítið hjakk á 38". Spurning um að skoða frekar 40" eða 42" dekk?
Sjálfur er ég með 350 bíl á 38" og passa mig á að kanna ekki eyðsluna! Tja jú á 35" dekkjum og léttmálmsfelgum þá er hann með ca 21l/100 km í langkeyrslu og mótvindi (80-90km hraði). Ég á enn eftir að prófa hann í snjó, en sumir segja mér að gera mér ekki miklar vonir, fari þó auðveldlega í spor eftir aðra. Mig langar að sjálfsögðu til að afsanna þetta, en hm, líklega er best að bíða með það þar til ég hef einhvern á þungum bíl eins og Econoline með mér til að kippa!
Annað að huga að: Skv. því sem mér skilst þá setja menn yfirleitt Dana 44 að framan undir 150 bíla. Sumir vilja meina að þessi hásing sé á mörkunum undir svona þungan bíl, og maður þurfi að passa sig svolítið í akstri, samanborið við þyngri bíla m. Dana 60 (m.a. þyngri þess vegna!).
Ef þú ferð út í þetta myndi ég athuga m. sterkari öxla í Dana 44, og sjá hvort það dugir. Sjálfsagt þekkja Ljónstaðabræður þetta vel.
22.01.2006 at 14:14 #539688Fyrst menn eru í Econoline pælingum þá langar mig til að vita hvort einhver hefur sett eitthvað annað en Econoline díselvélarnar og 6,5 gm vélina ofan í svona liner með góðum árangri?
Þessar vélar eyða svo sem ekki svakalegu miðað við þyngd bíls, en eru andsk…. þyngri og slíta legum í framhásingum og dekkjum um of.
Sumir tala um 160 ha 2,7l bens vélina. Hvernig líst mönnum á slíkt ofan í Econoline?
22.01.2006 at 14:48 #539690Ég var í vor sjálfur á höttunum eftir ferðabíl færan á fjöll og snjó.
Ýmsir m.a. núverandi og fyrrverandi Econoline eigendur bentu á Benz sprinter sem möguleika – léttur bíll (2,2 tonn millibíllinn óbreyttur), rúmgóður, hægt að standa uppi í orginal, og fáanlegur m. ágætis vél 2,7 l 160 ha.
Skoðaði einn slíkan hjá Birni Steffenssen bifvélavirkja. Hann henti amerísku röri undir að framan, usa millikassa og fer allt, meira en hann þarf heyrist mér, á 38" Ground Hawk. Svo er hann almennilega innréttaður, m. gaseldavél og ofni, eplapæ hvenær sem er. Og eyðslan minni en f. Patrol á 38"! (eða ca 15-17l í skaki)
Kostnaðurinn v. breytinguna v. frumherjavinnu (enginn gert þetta áður) hljómaði hins vegar þannig að ódýrara væri að skella sér á Econoline breyttan – "fást næstum gefins" sagði Björn.Ég keypti mér á endanum Econoline, en er alltaf svagur f. Benzanum. Veit einhver um einhvern annan sem hefur breytt svona bíl, og hvernig það gékk fyrir sig, kostnaður, eyðsla og þess háttar?
22.01.2006 at 15:07 #539692
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Er s.s. búinn að spá svolítið í sprinternum. En fordinn stendur bara einhvernveginn alltaf upp úr. Það er bara einhvern veginn svo lítil umræða búin að vera um sprinterinn að maður þorir ekki fara út í svoleiðis lagað.
22.01.2006 at 15:46 #539694Kostirnir v. Sprinterinn umfram aðra á markaðinum er léttleiki, hugsanleg góð ending á drifbúnaði (lélegt lakk á hvítu bílunum), hár til lofts orginal, gott afl m.v. þyngd, eyðslugrannur (skv. Birni Stef) og þar af leiðandi bíll sem maður væri líklegur til að eiga í all nokkur ár, tímir að ferðast á um Evrópu og kannski einnig Afríku, hver veit:)
Gallar til breytinga:
Dýr að upplagi
Sprinttronic skipting þykir ekki henta í fjallaskak (veit svo sem ekki hvað menn hafa fyrir sér í því, annað en að fyrstu skiptingarnar entust ílla yfirhöfuð)
Fáum bílum hefur verið breytt, enginn tilbúinn til að gefa manni tilboð í breytingu
Amerískur millikassi og hásing nauðsynleg – ekki til orginal Benz dót (ja nema rándýrt)
Töluverð frumherjavinna ef maður gerir sjálfurÞegar ég hugsa um það þá hafa menn nú heldur betur yfirstigið önnur eins vandamál. Það er bara verðið á bílnum orginal sem stendur í mér, hægt að keyra Econoline í all nokkur ár fyrir mismuninn á kostnaði.
Kannski ætti maður bara að fara í Gazellu, a la gamli Rússi. Hafa menn litið á þá hjá þeim í Hrauninu??
22.01.2006 at 16:19 #539696En hvað með Tantra, ég meina Mantra hann fæst með framdrifi og læsingum
22.01.2006 at 20:14 #539698Ef menn eru að reyna að telja sér trú um að 150 bíllinn sé eitthvað léttari heldur en 350 þá er 350 bíll með V8 innan við 300 kílóum þyngri en 150 bíll með V8! Þá er ég auðvitað að tala um original bíla sem er ekki búið að breyta. 150 bíllinn þarf alveg jafn sterka hásingu og stór dekk eins og 350. Síðan er það merkilega að þessir bílar eru svipað þungir og Patrol eða Cruiser, ef þeir eru ekki með einhverjum díselvélahlunka í húddinu…
22.01.2006 at 21:17 #539700Ég segi nú eins og Björninn, eru ekki einhverjir búnir að skoða þennan fjórhjóladrifna bíl sem Master er að flytja inn? Það er manni sagt að sé í raun Sprinter sem búið er að föndra eitthvað við þarna í útlandinu. En af því einhver minntist á Dana 44 undir Econoline, þegar ég átti Bronco, skipti ég út upphaflega framdrifinu fyrir Dana 44, þá var ég búinn að mölva originalinn. Það virtist heppilegt kram undir gamla Bronco, en nú hef ég ekkert vit á þessu náttúrulega, en óskaplega þykir mér ólíklegt að Dana 44 séu nógu öflugt fyrir 44" dekk undir alvöru bíl eins og Econoline. En mikið dj….. hefur mann alltaf langað í Econoline!
22.01.2006 at 21:29 #539702Ég á 80 modelið af econoline með 351M vél og er hann á 38".
þetta er að ég held sá besti ferðabill sem ég hef átt,hann fer alveg hrikalega mikið i snjó og hef ég dregið patrol upp og niður brekkur.
reyndar er minn 150 bill sem er alstysta gerðin og er hann með 9" ford að aftan og dana 44 að framan.
eyðslan er meira svona smiles per gallon en miles per gallon.
Og sumar útleigur er æðslegar þar sem ég get lagt bilnum og farið aftur i að sofa og þegar að útileigan er buinn þá set ég i gang og ek i burtu á meðan að allir hinir eru að pakka saman og fella tjöld og fellyhýsi.Einn mjög sáttur.
22.01.2006 at 21:40 #539704Ég fór í dag upp á skjaldbreið, eða þ.a.s hálfa leið. Ég var á econoline á 44" notaði loftlæsingarnar ekki neitt og var á ónýtum dekkjum.
Það sem er vont við bílinn er að hann er tiltölulega þungur (og í mínu tilfelli að hann er með dana 44 að framan)
Kostirnir eru þá helst þeir að hann drífur alveg ótrúlega mikið. Það er svo svakalega hátt undir magann á honum að hann sest aldrei.
Skiptingin er þannig að hún tekur lítið á í byrjun svo það er auðvelt að hjakka ef það þarft. (en það þarf aldrei á svona stórum bíl)
Allavegana stóð hann sig það vel að ég ætla að eiga hann í smá stund í viðbót og gera frekari tilraunir.
Hvað varðar þyngd á þessum bílum þá finnst mér hún ekkert ógurleg. Bíllinn viktar um 3,1-3,2 tonn sem er bara hreynt ekki mikið fyrir bíl að þessari stærð og með hlúnka 7.3L diesel vél.
Í sambandi við dana 44 hásinguna þá er það eitthvað sem þarf að skoðast. Ástæða þess að við snérum við var það að það fór að smella af og til einhverstaðar í framdrifinu. Núna fyrst ég er að tala um þetta væri ágætt að fá hugmyndir.
Öxlar eru í lagi, ég prófaði að læsa mismunadrifinu svo ég útilokaði það að svo stöddu svo það eina sem mér dettur í hug núna er hreinlega millikassinn eða frammskaftið (sem er lélegt með lélegan draglið)
Hvað smellina varðar hljómaði þetta eins og smellir í tannhjólum, eða eins og eitthvað væri brotið en samt gengur hann án allra vandræða, jafnt í háa og láa. Ekkert í afturhjóladrifinu. Svo er erfitt að skipta um drif. (grunar sem sé helst millikassann.)kv. Ívar
22.01.2006 at 21:45 #539706Það er gaman að heyra að ánægjan við að eiga hótel á fjöllum er svona mikil (smiles per gallon)
Hm, reyndar er hér síðast talað um stuttann 150 bíl, þ.e. styttri bíl en eru fáanlegir síðan 1992, sjálfsagt er hann léttari en nýju bílarnir og flýtur því kannski betur á 38"?En varðandi Mantra bílana þá skilst mér að þar sé að framan orginal Toyota Landcruiser drif og öxlar, veit ekki m. millikassa.
Málið m. Mantra bílana eða Iglhaut Benzana er að þeir eru svo hrikalega dýrir, nýjir sem notaðir. Og töluvert þarf að leggja í þá til að koma þeim á 38".
Reyndar lét hann Sævar Skaftason frk.stj. hjá Ferðaþjónustu bænda breyta svona bíl f. sig í Austurríki að mig minnir, að ég held af Iglhaut. Heyrist mér að bæði hann, og aðrir þyki þetta lipur bíll, og eyðslunettur. Hann er að vísu m. stystu gerð af Sprinter, millitýpan fyndist mér æskileg f. mig og fjölskylduna.En nú væri gaman að heyra í einhverjum sem hefur prófa Mantra bílana sjálfa, hvað fer þetta í snjó, hvernig útbúið og hvaða verðmiða setja menn á þetta???
22.01.2006 at 21:49 #539708er þetta sem þú ert með, 7,3l dísel og Dana 44 undir? Nú hélt ég en veit ekki meir að bílar m. slíkri vél þyrftu burðarmeiri hásingu en Dana 44.
Er þetta kannski 150 bíll m. ísettri 7,3l og þarf þá ekki annað en Dana 44?Gaman að heyra að þér leist vel á gripinn, ja fyrir utan smellina! Vonandi færðu lausn á því.
22.01.2006 at 22:04 #539710eru ekki smellirnir bara í lokunum?
22.01.2006 at 22:24 #539712Mér hefur grunað lokurnar en veit þó ekki.
Finnst þetta einhvernveginn ekki alveg þesslegt.
Þegar lokur "sleppa", skemmast þær þá ekki alveg? eða hvað. Dugar kannski að fá sér nýjar lokur, eða jafnvel einhverjar öðruvísi?
Var núna að lesa á millikassann og þetta er NP205 kassi. Veit einhver hvort það sé eitthvað sem geti klikkað í honum sem lýsir sér eins og það sem ég segi.
Svo er annað. Er mögulegt að þetta sé dragliðurinn. Hann er svolítð slitinn (vel finnanlegt slag) og nánst alveg dreginn í sundur alltaf. (líklega 5 cm og stutt skapt.Hvað varðar 44 hásinguna þá veit ég ekki hvað sá sem smíðaði bílinn var að hugsa, kannski bara að spara. En nei, þetta er 350 bíll svo hann er bara sá stærsti sinnar tegundar
Bara svo við höfum þetta á hreinu að ef það smellur bara svona stundum (skiptunum fer fjölgandi held ég) þá er þetta sennilega ekkert í drifkögglinum (sérstaklega þar sem ég prófaði að læsa mismunadrifinu) öxlar heilir og ekkert að afturdrifsrásinni. Þannig að þetta getur bara verið millikassi (þó, ekkert svaka líklegt) eða lokur?
Ívar
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.