This topic contains 9 replies, has 1 voice, and was last updated by Kristjón Jónsson 21 years, 12 months ago.
-
Topic
-
EB- Pælingar.
Gaman væri að við jeppa menn færum að velta svolítið fyrir okkur Evrópu málum. Þannig hefur það verið í hvert skipti sem einhver orðrómur hefur hvissast út um reglugerðarbreytingar á jeppum, að allir fara gjörsamlega á taugum. Og er mér þá minnisstæð umræðan um bann við 44? og Kengúrugrindum ofl. Væru þau mál léttvæg og lítilfjörleg í samræmi við það ef við fengjum fulla aðild að EB þá gætum við keyrt druslurnar beint á haugana. Því þeir yrðu hreinlega bannaðir ???? tel ég. Bjó ég í Svíþjóð í 12 ár og gekk í gegnum þær fæðingahríðir með svíum þegar þeir gengu í bandalagið. Er mér minnistætt í þeirri umræðu og samningaumleitunum milli svía og EB hversu erfiðlega gekk að semja um inngöngu vegna smá máls. En þetta smá mál var það að svíar vildu fá að halda áfram að taka í vörina, en það er bannað í EB. Hvorki gekk né rak í þessu máli fyrir en svíar sögðust einfaldlega ekki ganga í EB ef þeir fengju ekki undanþágu til þess að halda áfram að taka í vörina. Þetta sýnir kannski best foræðishyggju EB og hvers er að vænta úr þeirri átt ef við göngum í bandalagið. Ég á erfitt með að ímynda mér að við fengum undanþágur fyrir okkar jeppum í ljósi þessa. Ekki þekki ég reglur um jeppa í EB en gaman væri ef einhver
Gæti frætt okkur um það, þó ég eigi ekki von á að svo sé því mig minnir að svíar hafi þurft að þýða 40,000 síður af Evrópubandalagsrugli þegar þeir fórnuðu sjálfstæði sínu og gengu í Stórabróðursbandalagið EB.Jón Snæland EB andstæðingur.
You must be logged in to reply to this topic.