This topic contains 3 replies, has 1 voice, and was last updated by Guðmundur Sigurjón Guðlaugsson 16 years, 5 months ago.
-
Topic
-
Í fréttablaðinu sunnudaginn 20. júlí skrifaði Kristján Möller samgöguráðherra athyglisverða grein um skoðun ökutækja undir fyrirsögninni : Dýrt að gleyma bílaskoðun.
Upphaf greinarinnar er svona:
„Kristján Möller skrifar um eftirlit með ökutækjumÞað kom fram í vetur að 25 þúsund óskoðuð ökutæki voru skráð hér á landi. Þetta er um 10 prósent af bílaflota landsmanna og allt of hátt hlutfall. Ennfremur hefur komið fram að á undanförnum árum hafa tíu óskoðuð ökutæki tengst banaslysum.
Nú stendur yfir heildarendurskoðun umferðarlaga í samgönguráðuneytinu. Þrátt fyrir það lagði ég fram breytingu á umferðarlögum sem samþykkt var í vor þar sem gert er ráð fyrir því að eigendur bíla séu sektaðir, trassi þeir að færa bíla sína til skoðunar á réttum tíma. Þetta var gert vegna þess að það er mikilvægt öryggismál að bílarnir í umferðinni séu í lagi. Með því að draga úr fjölda óskoðaðra ökutækja er unnt að gera eftirlit lögreglu með skoðun ökutækja skilvirkara. Ég skora því á ykkur, sem vitið uppá ykkur þennan seinagang, að fara nú með bílinn í skoðun.
Fjöldi bíla stóraukist
Í lagabreytingunni sem samþykkt var í vor er gert ráð fyrir að ráðherra geti ákveðið „gjald allt að 15.000 kr. sem eigandi (umráðamaður) ökutækis skal greiða við skoðun hafi ökutæki ekki verið fært til skoðunar á réttum tíma,“ eins og sagði í frumvarpinu. Verði gjaldið greitt innan tiltekins frests getur ráðherra ákveðið að það skuli lækka um helming. Sé gjaldið hins vegar ekki greitt við skoðun, eins og krafist verður, getur það hækkað um 100%, samkvæmt ákvörðun þar um. Gjald vegna vanrækslu á skoðun bifreiðar getur því hæst orðið 30 þúsund krónur.
Samhliða þessu er gert ráð fyrir að eftirlit með ökutækjum á vegum úti verði aukið með meiri samvinnu eftirlitsmanna Vegagerðarinnar, lögreglunnar og skoðunarstöðva. Þegar er komin nokkur reynsla á slíka samvinnu í átaksverkefnum og lofar hún góðu.“
Tilvitnun lýkur.Enn á ný er farið að þjarma að bifreiðaeigendum og nú í formi sjálfvirkra sektargreiðslna og meiri innkomu í ríkiskassann.
Þeir sem verða fyrir barðinu á þessu er fólkið sem á fullt í fangi með að eiga og reka bíla,
hefur ekki efni á að aka um á nýjum eða nýlegum bílum. Ekki kom fram í greinni að vikmörk á bílaskoðun yrðu lengd til að koma á móts við hert viðurlög. Ýmislegt í lífi fólks getur valdið því að skoðun dregst. Það tekur stundum langan tíma að fá varahluti. Fólk veikist, er í vinnu fjarri heimahögum eða dvelst í útlöndum. Sumir taka bíla sína af skrá hluta úr ári. Geta þeir þá átt á hættu að vera sektaðir í hvert skipti sem þeir koma með bíla sína í skoðun.Það eru fyrir hendi reglur um skoðun ökutækja og ökumenn mega eiga von á að lögregla stöðvi þá ef skoðun hefur verið vanrækt. Þetta er að mínu mati næg svipa á ökumenn til að mæta með bíla sína í skoðun.
Þó að 10 óskoðuð ökutæki hafi tengst banaslysum á undanförnum árum þá kemur ekkert fram hjá hæstvirtum samgönguráðherra um að lélegt ástand ökutækjanna hafi orsakað þessi slys.
Kveðja
Hjalti
You must be logged in to reply to this topic.